Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 39
\ MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 39 en hann á þekkta kappreiðavekring- inn Pæper. Hvað mig snertir tel ég mig standa í þakkarskuld við Jón í Varmadal. Fyrir allmörgum árum keypti ég land úr jörðinni Fitjakoti á Kjalarnesi og byggði þar íbúðar- hús, en Fitjakot og Varmidalur hafa sameiginleg landamerki. Ég taldi, að sjálfsögðu, nauðsynlegt að fá nafn á býlið og þá, sérílægi, að það væri tengt örnefni þar. Ég fór því til Jóns í Varmadal, en bærinn er spölkorn héðan, hand- an Vesturlandsvegar, sagði honum erindið og spurði hann um ömefni hér. Við gengum í suðvestur frá bænum góðan spöl, svo staðnæmist hann og segir: „Það er þá helst Blásteinsholtið þarna.“ Ég þakkaði honum kærlega fyrir ábendinguna. Þar með var nafnið komið. Blástein- ar skyldi býlið heita. Ég tilkynnti Örnefnanefnd nafn- ið. Nokkru seinna hringdi til mín Ágúst Böðvarsson; þá forstöðumað- ur Landmælinga Islands og nefnd- armaður í Örnefnanefnd, en við þekktumst. Hann lýsti ánægju sinni á nafninu og sagði að þetta myndi vera eina býlið á landinu með þessu nafni. Ég var afar hrifínn af um- mælum hans. Þetta á ég að þakka Jóni í Varmadal, sem benti mér á örnefn- ið. Blessuð sé minning hans. Ég og kona mín sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar í Varmadal og annarra skyldmenna. Hákon Jóhannsson, Blásteinum. Jón Jónsson bóndi í Varmadal er látinn í hárri elli. Hann varð þjóð- kunnur hestamaður af þátttöku sinni í skeiðkeppni og tamningu og þjálfun skeiðhesta. Jón hóf þátttöku í kapp- reiðum á skeiði, ungur maður og á mótunartíma þessarar keppnisgrein- ar. Fluga frá Varmadal var fyrst skráð í kappreiðar Fáks 1923, en ekki kemur fram í skrá hver þeirra bræðra í Varmadal sat hana þá. Ljóst er að um þetta leyti var Jón að hefja feril sinn í skeiðkappreiðum, og náði hann yfir meira en íjóra áratugi eða allt til ársins 1967, en þá varð Jón að hætta keppni vegna heilsubrests. Það hefur verið fullyrt að á þessum tíma hafi hestar Jóns unnið oftar til verðlauna í skeiði en hestar annarra. Um þetta er ekki til örugg tölfræði, en ekki er ólíklegt að svo sé. Slíkur áhugi er aðdáunar- verður og ferillinn árangursríkur, enda náði Jón þeim mikla árangri að setja íslandsmet í skeiði á hesti sínum Randver 9. júní 1946, 23,9 sek. Stóð metið óhaggað í tvö ár þar til Gletta sló það árið 1948. Um miðja öldina varð nokkur lægð í hestamennsku landsmanna og notkun hesta. Hlutverki þeirra sem vinnuhesta var að ljúka og óvíst hvað við tæki. Ákveðinn hópur manna hélt þó hesta sér til ánægju og keppni og varð það vissulega fyrirboði þess sem koma skyldi og við blasir í hestamennsku nú á dög- um. Jón var í þessum hópi og hefur oft verið vitnað til hans og verka hans, þolinmæði og nákvæmni í tamningum og þjálfun, sem allt miðaði að því að ná besta hugsan- lega árangri í keppni. Árangri sem ekki lét á sér standa á skeiðvellin- um, og var í raun afar markverður fyrir þær sakir að allt var þetta unnið í stopulum frístundum með- fram rekstri á stóru og annasömu búi. Þá tók Jón þátt í stofnun hesta- mannafélagsins Harðar og var gerður að heiðursfélaga þess á efri árum. Nú er kvaddur einn af merk- isberum hestamennsku og kapp- reiða á skeiði, sem miðlaði reynslu og þekkingu til margra í þeirri göf- ugu íþrótt að keppa í skeiði þar sem samspil knapa og hests á réttum augnablikum ræður úrslitum um árangur. Sannur hestamaður sem taldi grundvallaratriði að stunda gæðinga sína af nærgætni, elska þá og virða. Gott fordæmi þeirra sem á eftir koma. Guðmundur Jónsson, formaður Landssambands hestamannafélaga. 4-| SIGURÞOR KRISTJÁNSSON + Sigurþór Krist- jánsson, mat- reiðslumaður, fædd- ist í Hafnarfirði 13. febrúar 1962. Hann iést á heimili sínu sunnudaginn 15. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Sigrún Sigurðar- dóttir og Kristján Þórðarson. Systkini hans eru Rósa, maki Benedikt Kristjáns- son, Fjóla, maki Jón Trausti Harðarson, Kristján, maki Borg- hildur Kjartansdóttir og Reynir, maki Soffía Helgadóttir. Hálf- bróðir þeirra er Gunnar Krist- jánsson, maki Ingigerður Sigur- geirsdóttir. í dag kveð ég elskulegan pabba minn og þakka honum allar þær stundir sem við áttum saman. Það er alltaf sárt að missa því söknuðurinn er mikill. Megi góður guð geyma þig, elsku pabbi minn. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Þín, (V. Briem.) Hlín. Sigurþór kvæntist Guðrúnu Bríet Gunn- arsdóttur frá Kefla- vík 31. október árið 1987 og eignuðust þau tvo syni, Gunnar Rúnar, f. 15. mars 1987, og Bryiyar, f. 10. febrúar 1993. Hálfsystir þeirra og dóttir Sigurþórs er Hlín, f. 24. mars 1983. Sigurþór lærði matreiðslu og vann sem matreiðslumað- ur bæði til sjós og lands, nú síðast á frystitogaranum Málmey SK frá Sauðárkróki. Útför Sigurþórs fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elskulegur bróðir minn, hann Sigurþór, er látinn. Hann hefur ver- ið kallaður á brott í blóma jífsins og haldið á annað tilverustig. Á slík- um stundum vakna margar spurn- ingar en það er fátt um svör. Sigurþór var tveimur árum yngri en ég. Við vorum góðir vinir en ég hefði samt viljað hafa þekkt hann betur. Við ólumst upp saman hjá okkur ástkæru foreldrum en svo kom að því að leiðir okkar skildu eins og gengur og gerist. Hann fór á sjóinn 16 ára gamall og eftir að ég flutti norður í land rúmlega tvítugur, þar sem ég hef búið síðan, var allt of lítið samband okkar á milli. Vegalengdin milli Hafnarfjarðar og Akureyrar hefur þó ekki verið mjög löng í mínum augum fyrr en einmitt nú á þessari sorgarstundu. Sigurþór var mikill hagleiksmað- ur. Hann lærði matreiðslu og vann sem kokkur bæði til sjós og lands. I eldhúsinu var Sigurþór á heima- velli, hann var frábær kokkur og það vita þeir best kallarnir sem voru með honum til sjós og svo við í fjöl- skyldunni. Sigurþór hefur kvatt þennan heim en eftir stendur minningin um góðan og ljúfan dreng sem öllum vildi vel. Þá minningu mun ég geyma um ald- ur og ævi. Blessuð sé minning Sigur- þórs. Megi sál hans öðlast frið'og hvíla í friði. Krisiján. Æ, hvar er leiðið þitt lága, ljúfasti bróðir? Þar sem þú tárvota vanga á vinblíða móður mjúklega lagðir, er lífið lagði þig, bróðir minn kæri, sárustu þymunum sínum, þótt saklaus þú værir og góður. Æ, hvar er leiðið þitt lága? Mig langar að mega leggja á það liljukrans smáan, því liljumar eiga sammerkt með sálinni þinni og sýna það, vinur minn besti, að ástin er öflug og lifir þótt augun í dauðanum bresti. (Jóh. Siguij.) Elsku bróðir. Megi Drottinn Guð varðveita sál þína og veita þér eilíf- an frið. Þín systkini, Rósa og Reynir. Elsku hjartans bróðir minn, nú ert þú farinn í annan heim þar sem alltaf er ljós. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Rúna, Gunnar, Brynjar, Hlín, mamma, pabbi, systkini og allir aðstandendur, megi Guð almátt- ugur gefa okkur öllum styrk til að komast í gegnum þessa miklu sorg og söknuð. Við eigum minninguna um yndislegan dreng sem hafði allt það besta til brunns að bera. Hvíl þú í friði, yndislegi bróðir minn. Fjóla. Oft gerir maður sér ekki grein fyrir því hversu vináttan, sem maður myndar á æskuárunum, er sterk. Á þetta rak ég mig þegar mér var til- kynnt um andlát vinar míns, Sig- urþórs Kristjánssonar. Vinátta okk- ar spannaði 28 ár, sem er langur tími á mannsævinni. Við kynntumst í sex ára bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði og vorum síðan áfram saman í bekk allan barnaskólann eftir að við báðir höfð- um flutt með foreldrum okkar í Norðurbæinn. Á þessum árum var margt brallað eins og stráka er sið- ur. Við vorum með dúfur og svo var safnað í brennur. Á unglingsárum tóku við önnur áhugamál og áfram hélst vináttan. Meðal annars tókum við Siddi og Helgi Hrafns upp á því að æfa júdó inni í Reykjavík en ekki stóð það lengi. Kannski vegna þess að Helgi Hrafns handleggsbrotnaði í fyrsta tíma. Annars var Siddi alltaf miklu meiri íþróttamaður heldur en við hinir strákarnir og stundaði m.a. fótbolta með Haukum og þótti nokk- uð góður. Þá fylgdist hann líka með öðrum íþróttum og var mikill stuðn- ingsmaður Hauka. Um tíma sáumst við Siddi lítið en þá var hann í siglingum á fragt- skipi að skoða heiminn. Að því loknu fór hann að læra matreiðslu en þá var ég nýbyijaður á því sama. Við vorum báðir í Hótel- og veitinga- skóla íslands og útskrifuðumst sama árið. Námsárin voru góður tími og samverustundirnar ófáar. Lífið var bæði gaman og alvara en með nám- inu gáfum við okkur líka iðulega tíma til að skemmta okkur. Að námi loknu höfðum við báðir kynnst góð- um stúlkum sem síðar urðu eigin- konur okkar. Þá voru aðrar áherslur komnar í líf okkar en samt hélst vináttan_ og við heimsóttum hvor annan. Ég fór líka á sjóinn eins og Siddi en það var fyrir hans tilstilli að ég fékk að fara minn fyrsta túr. Seinni árin hélst samband okkar þótt báðir væru við uppteknir af ýmsu öðru. Og alltaf heyrðum við hvor í öðrum með reglulegu milli- bili. Samskipti urðu enn meiri þegar við bjuggum báðir í Hvammahverf- inu og þá tókst jafnframt vinátta með sonum okkar. Þessar hugrenningar mínar eru fátæklegar og ég gæti sagt svo miklu meira um þennan góða vin minn en ég geymi það fyrir sjálfan mig. Ég veit líka að ég á eftir að sjá þennan elsku vin minn, þótt síð- ar verði. Eg, Ingibjörg og strákarnir sendum þér, elsku Rúna mín, Gunn- ari Rúnari, Brynjari og Hlín innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og aðra að- standendur á þessum erfiðu tímum. Magnús Sveinbjörnsson. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá drottni, skapara himins og jarðar. Drottinn mun vemda þig fyrir öllu illu, hann mun vemda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína. Og inngöngu héðan í frá og að eilífu. (Sálm. 121.) Þá er lífsgöngu Sigurþórs vinar míns lokið. Svo skjótt að það tekur tíma að átta sig á því. Það hefði ekki hvarflað að mér að svona stutt væri að kveðjustund en staðreyndin er víst sú að Sigurþór er látinn. Við Siddi vorum mjög nánir vinir í rúm 23 ár. Þá meina ég eins og nánir vinir geta orðið. Við gátum ailtaf trúað hvor öðrum fyrir okkar leyndar- málum. Og við þurftum aldrei að afsaka hvor annan. Oft var slegið á létta strengi, mikið hlegið og mikið fjör í þá daga. Það kom fyrir að Siddi tók að sér að passa Kollu systurdótt- ur sína. Þá fannst Sidda svo sjálfsagt að ég væri líka, því hann sagði ávallt: „Helgi, við eigum að passa.“ Eitt sem mér finnst ég verða að minnast á er að Siddi festi við mig nafn og kallaði mig ávallt Böggel. Svo ég tali nú ekki um allar bíóferð- irnar og allar útilegurnar. Það yrði efni í heila bók ef ég ætti að tíunda hér meir. Guðrún, Gunnar, Brynjar og Hlín og allir aðrir ástvinir. Ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þinn vinur, Helgi Hrafnsson. Siddi er farinn í sína síðustu ferð. Við erum ekki enn búin að átta okk- ur á því að hann kemur aldrei aft- ur. Það er mikil eftirsjá að honum því Siddi var góður drengur. Góða skapið aldrej langt undan og hann hafði skoðanir á hlutunum. Allt sem hann tók að sér var hundrað pró- sent. Hann var alltaf boðinn og bú- inn að aðstoða eða veita góð ráð. Það var unun að fylgjast með honum við eldamennskuna og hægt var að öfunda Rúnu að eiga mann með þessa miklu hæfileika. Engan gat grunað að samveru- stundirnar okkar saman yrðu svona fáar. Það eru orðin 14 ár síðan Rúna dró þennan eldheita Haukara og gaflara með meiru inn í okkar kefl- vísku fyölskyldu. Það kom aldrei annað til greina hjá þeim en að búa í Hafnarfirði og stofna þar eigin fjöl- skyldu. Þau voru nýlega búin að flytja og voru önnum kafin við að koma íbúðinni og lóðinni í endanlegt horf. Nánasta framtíð var skipulögð með fjölskyldu og heimili í huga en nú verður breyting á, elsku Rúna. Þú veist að fjölskyldur eru til að veita stoð og styrk þegar eitthvað bjátar á. Við erum hér fyrir þig og drengina þína. Sigrún, Kristján og fjölskylda, Guð gefi ykkur öllum styrk í þessari miklu sorg sem hefur dunið yfir okkur öll. Hrefna, Jón, Kolbrún og Gísli. Elsku frændi. Þar sem þú kvaddir okkur svo skyndilega verðum við í kveðjuskyni að láta okkur nægja nokkur skrifuð orð. Þar sem skyldleiki okkar var sérstaklega náinn, mæður okkar systur og feður okkar bræður, feng- um við strax frá blautu barnsbeini að njóta samverustunda með þér. Fyrstu sterku minningarnar eru þeg- ar þú dvaldir í pössun hjá foreldrum okkar, og þá daga var eins og við hefðum eignast lítinn bróður. Þín magnaða kímnigáfa var ekki langt undan og sposki svipurinn og smit- andi hláturinn eru ógleymanlegir, þegar við á góðum degi hittumst í sameiginlegu brandarastuði. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir áhuga þínum á mat og matargerðarlist. Tveggja eða þriggja ára var matseð- illinn einfaldur þar sem þú ítrekað mæltir þau fleygu orð, er þú settist að borðum hjá okkur: „Iðó vill góna- gaut“, sem í okkar huga eru upphaf- ið að glæsilegum kokkaferli þínum. Æ síðan hefur matseðillinn tekið á sig frumlegri og lystarlegri mynd. Maður fær vatn í munninn við til- hugsunina um þær kræsingar sem þú matreiddir í brúðkaupi Birnu og Sigga í fyrra. Það var segin saga að þegar slegið var saman í veislu » í fjölskyldunni og maður stóð stoltur yfir sínum veigum við hlaðborðið, komst þú með eitt af þínum lista- verkum. Þá flýtti maður sér ijóður að rugla sínum innan um annað meðalmennskubras. Þannig lifir þitt frábæra handverk í minningunni. Rúna mín, Gunnar, Brynjar, Hlín og aðrir ástvinir, við vottum ykkur einlæga samúð á þessari sorgarstund. Um leið og við þökkum fyrir allar samverustundirnar, með kveðju frá mömmu, pabba, Guðrúnu og Jenný^, - biðjum við að Guð geymi þig meo þitt ljúfa og hressa lundarfar. Sigurður og Þórður. Sigurþórs Kristjánssonar eða Sidda, eins og okkur var tamara að kalla hann, verður sárt saknað um borð í Málmey SK-1. Siddi féll vel inn í það sérstæða samfélag sem myndast um borð í skipum, sem hafa langar útivistir. Hressilegt og skemmtilegt viðmót, þar sem grunnt var á gamanseminni, einkenndi hann í daglegum samskiptum. Þægilegri og skemmtilegri skipsfélaga var vart hægt að hugsa sér. Um matsveininn Sidda væri hægt að hafa mörg orð. Áhöfnin og þeii^" sem henni hafa tilheyrt, frá þeim tíma er Siddi kom fyrst um borð, minnast hans sem hæfileikaríks og frumlegs matsveins, sem hrein unun var að fylgjast með við vinnu í eld- húsi, þar sem vinnuhraði og skipuleg vinnubrögð einkenndu hann. Það var tilhlökkun að fara í mat hjá Sidda, því oft kom hann okkur skemmtilega á óvart í matargerðinni. Fjölskyldu hans og ástvinum sendum við hugheilar samúðarkveðj- ur. Minningin um góðan dreng lifir með okkur um ókomna tíð. Áhöfn Málmeyjar SK-1. BERGRÓS JÓHANNESDÓTTIR U Bergrós SigurbjÖrg Jóhann- það velkomið. Það var alltaf gaman 1 esdóttir fæddist á Rangár- völlum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði 21. júní 1927. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholts- kirkju 12. september. Nú höfum við kvatt góða vinkonu og nágranna, Bergrós Jóhannesdótt- ur. Kynni okkar hófust þegar þau hjón, Ásgeir og Bergrós, fluttu í Skeiðarvoginn sumarið 1992. Þau voru fljót að kynnast nágrönnum sínum og myndaðist sérstakur vin- skapur hér í raðhúsalengjunni. Þegar nýtt fólk flutti svo í lengj- una, voru þau hjón fyrst til að bjóða að rabba við þau hjón, Asgeir alltaf svo eldhress og skemmtilegur og Bergrós svo róleg og blíð. Þegar Ásgeir féll frá í janúar s.l., var Bergrós að jafna sig eftir erfið veikindi. Hún hafði náð sér vel og virtist bjart framundan. En nú í sumar kom reiðarslagið. Meinið hafði tekið sig upp aftur. Ekki grun- aði okkur þó að andlát hennar bæri svo skjótt að. Við viljum, að lokum, þakka þeim hjónum samveruna þessi fjögur ár. Við söknum þeirra mikið. Börnum þeirra og öðrum ættingjum vottum við okkar innilega samúð. Fjölskyldan í Skeiðarvogi 95.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.