Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 40
- 40 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MIIMIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + ÓIafur Jóhann- es Unnsteinsson fæddist á Reykjum í Ölfusi 7. apríl 1939. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 9. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Unn- steinn Ólafsson, skólasljóri Garð- yrkjuskóla ríkisins, og Elna Ólafsson, danskrar ættar. Systkini hans eru: Grétar Jóhann, Reynir, Bjarki og Hanna. Hinn 24. ágúst 1963 kvæntist Ólafur Stefaníu Erlu Gunn- laugsdóttur, skrifstofustjóra, Lárussonar, og konu hans Fjólu Gísladóttur. Þau skildu. Synir þeirra eru: Unnsteinn, f. 7. júlí 1966, og Gunnlaugur, f. 21. maí 1968. Sambýliskona Unnsteins er Berglind Hilmarsdóttir og eiga þau eina dóttur, Örnu Björk, f. 14. jan. 1994. Ólafur lauk stúdentsprófi frá "•*' Menntaskólanum á Laugar- vatni 1959, kennaraprófi 1960 og íþróttakennaraprófi 1961. Auk þessa náms sótti Ólafur fjölda námskeiða á sviði íþróttakennslu og þjálfunar, innanlands og utan, og árin 1973-75 var hann við fram- haldsnám í íþróttafræðum í Kaupmannahöfn. A _ kennara- ferli sínum kenndi Ólafur við ýmsa skóla, m.a. Laugalækjar- skóla, Menntaskólann í Hamra- hlíð, Birkerod Statsskole á Sjá- landi, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og við Fjölbrauta- skólann við Ármúla, þar sem hann var deildarsljóri á íþrótta- braut frá árinu 1982. Ólafur starfaði einnig fyrir mennta- málaráðuneytið að verkefnum varðandi íþróttafræðslu og hann átti sæti í nefnd um íþróttabrautir framhaldsskóla. Minn kæri æskuvinur, hann Ólaf- ur Unnsteinsson, er látinn langt fyrir aldur fram. Mér var kunnugt um vanheilsu Ólafs, en að þetta væri svona alvarlegt og bæri svona Jprátt að kom eins og reiðarslag. t-íann Ólafur átti svo mörgu ólokið hér á okkar tilvistarskeiði. Það má segja um okkur Ólaf, að þegar í frumbernsku bundumst við nokkurs konar fóstbræðralagi, líkt og iandnámsmenn forðum. Við höfðum verið leikfélagar lengi áður en almenn skólaganga hófst. Það voru forréttindi að fá að kynnast Óla á Reykjum, en í Hveragerði og nágrenni var heimili manna jafnan nefnt í sömu andránni og nafn við- komandi eins og víðar í fámennum samfélögum, og þar sem allir þekkt- ust. Reykir og garðyrkjuskólinn voru á þessum árum kapituli eða hlutverkagjafi út af fyrir sig, fyrir okkur sem vorum að slíta barns- skónum. Fólk þar á bæ var alla tíð ákaflega barngott og þar sveif andi kærleikans og menntagyðjunnar yfir vötnum. Séríslensk gestrisni var þar og hefur alla tíð verið í hávegum höfð. Upp að garðyrkju- skóla var alltaf hægt að leita. Þar var ekki um neitt kynslóðabil að ræða; allir hiustuðu á alla; allir tóku þátt í öllu; allir skemmtu sér og sínum; öllum utanaðkomandi tekið opnum örmum. Þannig myndaðist nokkurs konar heimur, já, ég vil segja menningarheimur út af fyrir sig, sem átti hug og hjarta allra niðri í þorpi. Ef einhver leiði var í mannskapnum og lítið við að vera, var oft spurt: „Eigum við ekki bara að fara upp að Reykjum?“ Hér var oft og tíðum ekki um séríslenskt fyrirbæri að ræða, heldur samnorr- ænt eða alþjóðlegt, þar sem á garð- -- yrkjuskólanum störfuðu oft útlend- ingar, þó mest frá Danmörku, sem Ólafur var for- maður Iþrótta- kennarafélags Is- lands 1962-64, í stjórn frjálsíþrótta- deildar IR um skeið og sat í nefndum á vegum Frjáls- íjmóttasambands Islands um lengri eða skemmri tíma. Hann var formaður Öldungaráðs FRÍ frá árinu 1986 og fulltrúi í Norður- landanefnd um fijálsar íþróttir öldunga, en því starfi sinnti hann mikið hin síðari ár. Ólafur var um árabil afreks- maður í keppnisíþróttum, en jafnframt lagði hann mikla stund á fijálsíþróttaþjálfun hjá ýmsum félögum, m.a. UMSK, HSK, KR, UÍA, UBK, ÍR, og danska félaginu AK73 í Kaup- mannahöfn. Hann var einnig landsliðsþjálfari og fararstjóri í mörgum utanferðum og þjálf- ari og flokksstjóri frjáls- íþróttamanna á Ölympíuleik- unum í Barcelona 1992. Ólafur ritaði margt um íþróttir i blöð og tímarit. Hann var alþjóðlegur afrekaskrár- ritari og vann mikið að gerð afrekaskráa í frjálsum íþrótt- um og sundi. Frá árinu 1982 var hann alþjóðlegur dómari í frjálsum íþróttum og var yfir- dómari á mörgum mótum, heima og erlendis. Fyrir störf sín að íþróttamálum hlaut Ólafur margvíslega viðurkenn- ingu, var m.a. sæmdur gull- merki Fijálsíþróttasambands Danmerkur árið 1978 og Frjálsíþróttasambands íslands árið 1981, auk heiðursskjala frá íþróttasamböndum nokk- urra annarra landa. Utför Ólafs verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. báru síðan með sér þangað alþjóð- lega strauma og nýjungar. Þegar ég minnist vinar míns, hans Óla, streyma endurminning- arnar að sjálfsögðu fram í hugann. Við gerðum svo margt og brölluðum svo margt saman. Maður dvaldi heilu og hálfu dagana uppi á Reykj- um við leik og störf. Það sem mér á þessari stundu er efst í huga er öll sú litadýrð og dásemd almættis- ins, sem blasti við augum lítilla snáða, sem vöppuðu í kringum vinn- andi hendur, fólkið, annaðhvort í gróðurhúsunum eða úti á iðgrænum völlunum. Við Óli fengum snemma að þreifa á hlutunum, fá tilfinning- una, og bera tilhlýðilega lotningu fyrir sköpunarverkinu. Engin tvö tré nákvæmlega eins, engir tveir runnar eins, engar plöntur báru nákvæmlega sams konar blóm, já, meira að segja var mismunandi lykt í gróðurhúsunum. Mig skortir lýs- ingarorð til að greina nánar frá þessari dásemd. Þetta var uppvaxt- arheimur okkar Óla. Við áttum líka fleiri heima, en það var sundlaugin í Laugaskarði með öðlinginn hann Hjört kennara við stjórnvölinn. Sú stofnun var frá fyrstu tíð uppalandi góður fyrir framsækna drengi og stúlkur, þar sem sundiðkun og aðr- ar íþróttir voru þeim allt, og allt sem máli skipti. í mörg ár vorum við Ölfusingarnir (UMFÖ) í sér- flokki á Suðurlandi hvað sundár- angri viðkemur. ÓIi, Baddi, Sverrir og ég áttum í mörg ár fleiri Skarp- héðinsmet í sundi. Skólagangan við Barna- og unglingaskólann er einn- ig ljóslifandi í minningunni. Við Óli vorum taldir sterkastir í skólanum og ófáar skyrturnar svifu þar stund- um um ganga eins og slæður. Allt- af var slegist í góðu. Ef einhver fór á taugum eða reiddist, fékk hann ekki framar að taka þátt í leiknum. Helgi Geirsson, skólastjóri, kenndi okkur líka undirstöðuatriði í ís- lenskri glímu og hefur sú fræðsla komið sér einkar vel á lífsbraut- inni. Við Óli vorum sem „klettur í vörninni", alltaf samtaka í einu og öllu. Sátum alltaf hlið við hlið alla okkar skólatíð. Eftir að við sluppum í gegnum nálaraugað í landspróf- inu, var stefnan sett á Menntaskól- ann á Laugarvatni og vorum þar í fjóra vetur. Að sjálfsögðu herberg- isfélagar alla veturna ásamt vini okkar honum Guðjóni Stefánssyni, einnig frá Hveragerði. Þarna var frábær tími í faðmi fjallasala, menntagyðjan að höfuðdjásni, þol- inmóðir og úrvals uppfræðarar, jafnt í andlegum sem og í líkamleg- um greinum, skemmtileg og eftir- minnileg skólasystkin. Um ættir Ólafs munu aðrir, mér færari, rita. Einhver skyldleiki mun þó hafa verið með okkur Óla, hann var Húnvetningur í föðurætt, danskur í móðurætt. Ég Húnvetn- ingur í báðar ættir. Óli átti góða foreldra, þau skólastjórahjón, Unn- stein Ólafsson og frú Elnu Ólafsson og úrvals systkini. Tómstundir okkar Óla fóru alltaf saman, allt fyrir íþróttirnar, en Óli var þar sérfræðingurinn. Atvikin hafa hagað því svo að leiðir okkar Óla hafa allt of sjaldan legið saman hin síðari ár, en þegar við hittumst var mikið skeggrætt um liðna tíð, íþróttir, íþróttamenn fyrr og síðar, tapaðan efnivið, þar sem menn hættu iðkun allt of snemma. Óli reifaði oft stórmerkar hug- myndir og nýjungar á sviði þjálfun- ar og kennslu, en oft mun hafa strandað á þessu sama, þ.e.a.s. pen- ingaleysi af hálfu opinberra aðila. Óli var hafsjór af fróðleik, ekki aðeins á íslenskan, heldur einnig á alþjóðlegan mælikvarða. Hann vissi allt um íþróttir og íþróttamenn allra landa. Ég, undirritaður, hefi hér verið beðinn um að koma á framfæri hin- um alúðlegustu þökkum systkina minna og móður, frá Ljósalandi, fyrir ógleymanleg kynni og ánægju- stundir í gegnum tíðina. Hann Óli á Reykjum var bara einn af okkur, eins og besti bróðir. Sorgin er djúp, en góð minning lifir. Þau senda innilegar samúðarkveðjur til allra ættingja og vina Ólafs. Kæri æskuvinur, megi hin nýja vegferð þín verða stráð ennþá há- leitari og fegurri markmiðum til glæstra afreka og sigra, til tak- marksins um „heilbrigða sál í hraustum líkama". Megi hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarð- ar aðstoða þig við það ætlunarverk þitt. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég öllum ættingjum og vinum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Árni Þorsteinsson. Góð íþrótt er gulli betri. Hið rétta hugarfar til íþróttanna þarf samt að fylgja með. Af því átti Ólafur Unnsteinsson nóg. Hann er nú fall- inn frá allt of fljótt. Hinn sanni ungmennafélagsandi einkenndi framkomu hans á íþróttavelli, vak- andi áhugi, bjartsýni og hjálpsemi. Afrek Ólafs í hinum ýmsu greinum, í öllum aldursflokkum fijálsra íþrótta, voru mörg. Mikil raun hefur það verið slíkum ákafamanni að eiga við þrálát meiðsli að stríða, sem hindruðu að hæfileikarnir fengju notið sín til fulls. Þung áföll í per- sónulegu lífi bættust við og hefur allt þetta andstreymi vísast orðið til að fella góðan dreng fyrir aldur fram. í andstreyminu skal manninn reyna. Grein Ölafs í þessu blaði nýverið bar því vitni að öll uppgjöf var honum fjarri. Hugurinn leitar til Laugarvatns fagra vordaga 1959. Tveir ungir og glæsilegir menn að æfíngum á íþróttavellinum, stökkvandi þrí- stökk með stuttri atrennu. Annar þeirra var stúdentsefnið Ólafur Unnsteinsson, hipn heimsfrægur verðlaunahafi af Ólympíuleikum og kennari við héraðsskólann. Aðstað- an sem þessir ungu afreksmenn bjuggu við þætti ekki beysin í dag, en geislandi áhugi þeirra var þvílík- ur að ekki var hægt annað en hríf- ast með. Vonandi að atvinnu- mennskan drepi ekki niður þennan göfga anda íþróttanna og gleðina sem á að vera þeim samfara. Það er gæfa hverri þjóð að eiga upp- alendur sem hafa lag á að laða æskulýðinn að uppbyggilegum tóm- stundum og sýna hið góða fordæmi sjálfir. Því verður seint svarað hve mörgu ungmenninu kennarar eins og Olafur Unnsteinsson hafa bjarg- að frá að lenda á refilstigum? Gildi starfs þeirra ljggur ef til vill mest í forvörnum. Ólafur naut álits sem frjálsíþróttaþjálfari. Að vera trúað fyrir liði íslands á Ólympíuleikum er ótvíræð sönnun þess. Brennandi áhugi ólafs á frjálsum íþróttum kom meðal annars fram í afburða þekk- ingu á því sviði. Enginn kom þar að tómum kofunum. Lán þegar starf og áhugamál haldast í hend- ur. Fámenn þjóð þarf að hafa þá gæfu til að bera að skynja sinn vitj- unartíma og styðja vel við bakið á slíkum eldhugum og uppalendum æskunnar. Mörgum harmleiknum mætti afstýra á þann hátt. Sonum og ættmennum er vottuð samúð. Ásgeir Sigurðsson. Ég hitti Óla daginn áður en hann lést. Við hittumst í anddyri íþrótta- miðstöðvarinnar í Laugardal. Þang- að átti hann erindi eins og svo oft áður. Glaðbeittur, djarfmæltur og baráttufús að vanda. Hann hafði áhyggjur af íþróttakennslu í skólun- um og metnaðarieysi fræðsluyfir- valda í þeim efnum. Við lögðum á ráðin og Óli sá sóknarfærin. Hann var bjartsýnismaður að eðlisfari og uppgjöf var óþekkt í hans hugar- heimi. Það var stundum tafsamt að hitta Óla á förnum vegi og í önnum dags- ins, því hann hafði frá svo mörgu að segja og margt að tala. En eftir á að hyggja var þeim tíma vel var- ið, því orðræður Ólafs Unnsteins- sonar voru jákvæðar og uppörv- andi, lausar við illmælgi, en því rík- ari af vinsemd og velvild. Kannski hlustuðu menn ekki nóg á Óla, gáfu sér ekki tíma til að gefa því gaum, sem þessi hugsjóna- maður og eldhugi hafði fram að færa. Mér er til efs að þeir séu margir sem slógu honum við í þekk- ingu, víðsýni og tillögum um íþrótt- i_r og framgang þeirra. Sjálfur var Ólafur á sínum yngri árum fijáls- íþróttamaður í fremstu röð og á síðari árum lagði hann kapp á að lyfta merkinu á loft með því að halda sér og jafnöldrum sínum við efnið. Hann var óþreytandi í óeigin- gjörnu starfi sínu sem forsprakki eldri íþróttamanna og stóð fyrir mörgu mótshaldinu og mörgum utanlandsreisum þar sem keppend- ur af eldri árgöngum spreyttu sig. Þar var Óli líka sjálfur á meðal keppenda. Hnarreistur, brosmildur og staffírugur. Sjálfstraustið var aldrei af honum skafið, kurteisin, glettnin og einlægnin og þó hafði maður á tilfinningunni að þar væri einfari á ferð, þar sem ÓIi var. Á undan samferðamönnunum, á und- an sjálfum sér. Maður hafði það jafnvel á tilifinningunni að hann mætti ekki vera að því að hugsa um eigin hag vegna kappseminnar í þágu íþróttanna. Áhugi hans á þeim vettvangi átti sér engin tak- mörk. Við vissum fátt af hans einkalífi en því meir sóttum við fróðleik til hans um allt annað og Ólafur Unn- steinsson var leksikon um íþróttir og íþróttafrek. 0g hann gerði meir. Hann stundaði íþróttakennslu í skólum, þjálfaði hjá mörgum félög- ÓLAFUR - UNNSTEINSSON um, safnaði saman upplýsingum um íþróttasöguna og var fullur eftir- væntingar og bjartsýni þegar kom að framtíðinni og æskunni. íþróttahreyfingin hefur misst góðan liðsmann þar sem Ólafur Unnsteinsson var. Við munum sakna hans á fijálsíþróttamótunum, í notalegum heimsóknum á völlinn, skrafhreyfni hans á skrifstofum íþróttasamtakanna, vinalegri kveðju hans og brosi á mannamót- um. Hann var sannarlega maður sem setti svip sinn á samtíðina og þann heim íþróttanna sem kynslóðin okk- ar Óla þekkti og þekkir. Hann var hluti af íþróttasögunni, bæði með því að eiga hlut í Jienni, skrá hana og skapa hana. íþróttasambandið og undirritaður persónulega sendir hugheilar samúðarkveðjur til að- standenda Ólafs Unnsteinssonar með þakklæti fyrir hans góða liðs- styrk. Þar er góður drengur geng- inn. Ellert B. Schram. Kveðja frá Fijálsíþrótta- sambandi Islands Enn ein fijálsíþróttakempan er fallin í valinn. Ólafur Unnsteinsson hefur verið kallaður til æðri verka á þann stað er við förum öll til að lokum. Stórt skarð hefur verið höggvið í framvarðarsveit fijáls- íþrótta á íslandi og þátttakendur í fijálsíþróttum öldunga hafa misst sinn ötulasta leiðtoga og keppanda. Ólafur var trúr sinni skoðun og allt- af þegar við tókum tal saman þá hafði hann skoðun á því hvernig bæri að stuðla að uppgangi fijáls- íþrótta á íslandi og hann fór ekkert leynt með þá skoðun sína. Hann var talsmaður keppnisíþrótta og hans skoðun var sú að engin meðal- mennska dygði í íþróttum og það bæri að styðja við þá bestu í hverri íþróttagrein. Það væru þeir íþrótta- menn sem bæru hróður íþróttarinn- ar um allt land og einnig út um allan heim. Ekki ætla ég að rekja hér allt það sem Ólafur tók sér fyrir hendur um ævina og er ég ekki rétti maður- inn til þess þar sem við áttum ekki samleið í það mörg ár. En Ólafur var formaður Öldungaráðs Fijáls- iþróttasambands íslands og er eng- inn vafi á að hann lagði allt kapp á að skila því verki vel af hendi. Hann var mikill áhugamaður um keppnisíþróttir öldunga og hvatti þá til að taka þátt í mótum hvort heldur var hér heima eða erlendis. Á erlendum vettvangi var hann í essinu sínu og hafði mikið gaman af að fara þangað til keppni. Oftar en ekki var hann í fararbroddi öld- unga frá íslandi sem fóru til keppni hvort heldur var á Heimsmeistara- mótum öldunga, Evrópumeistara- mótum eða Norðurlandamótum. Ólafur var hafsjór af fróðleik og þekkti margan frægan íþrótta- manninn. Hann þekkti afrek íþróttamannanna og var oft ekki í vandræðum að nefna árangur hvers og eins og hvenær og hvar met voru sett. Eftir hann liggur mikill fróðleikur og upplýsingar um afrek og allt er lýtur að skráningu árang- urs fijálsíþróttafólks á íslandi. Það er sárt til þess að vita að fijáls- íþróttir á íslandi skuli ekki njóta liðsinnis Ólafs Unnsteinssonar meir og öldungaíþróttirnar hafa misst sinn ötulasta talsmann. Ég veit að ég tala fyrir munn alls fijálsíþróttafólks á íslandi er ég sendi Ólafi Unnsteinssyni bestu kveðjur frá því og þakka honum fyrir allt það sem hann gerði fyrir það og íþróttina í gegnum árin. Ég sendi sonum Ólafs, móður og öðrum ættingjum samúðarkveðjur mínar um leið og ég kveð góðan dreng. Helgi Sigurður Haraldsson, formaður Frjálsíþrótta- sambands íslands. Fyrir þá sem stunda íþróttir úti um land hafa landsmót UMFÍ gjarna gegnt svipuðu hlutverki og Olympíuleikar gegna fyrir afreks- fólk á heimsmælikvarða. Landsmót- in eru yfirleitt haldin á þriggja til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.