Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 43 indi þín, Þú sýndir svo aðdáunar- verðan dugnað öll árin, svo mikinn kjark að sumir áttuðu sig ekki á því hve veikur þú varst. En í huga okkar ættingja þinna verður þú ávallt stóra og mikla hetjan okkar, sem kvartaðir aldrei þrátt fyrir allt mótlætið. Elsku frændi, við biðjum góðan Guð að leiða þig inn í himnaríki og vernda þig í nýjum heimkynnum. Einnig biðjum við um styrk handa okkur öllum sem elskuðum þig og söknum þín svo mikið, þó sérstak- lega elskulegum foreldrum þínum, sem ekki viku frá sjúkrabeði þínum, bræðrum þínum, Sigurgísla og Ósk- ari Birni og vinkonu þinni Birtu. Þorkell, Þóra og Þorkell yngri. Það var fyrir réttum átta árum að tveir ungir drengir tóku á móti mér í dyrunum heima og var greini- lega mikið niðri fýrir. Þeir sögðu mér að ég hefði misst af jólatónleik- um skólahljómsveitarinnar og ekki kæmi annað til greina en að þeir spiluðu fyrir mig, svo ég fengi að heyra hvað þeir höfðu lært. Ég bað þá að bíða meðan ég færi í bað, en það kom ekki til mála. Það varð að samkomulagi að ég lagðist í baðið og drengirnir krupu á baðgólfínu með nótnaheftin fyrir framan sig og spiluðu eins og englar öll jólalögin sem hljómsveitin hafði spilað á jóla- konsertinum. Af mörgum jólakon- sertum sem ég hef hlustað á er þessi mér ávallt minnisstæðastur. Vinirnir sem stóðu að þessum konsert voru Sæmundur, sem nú er kvaddur að- eins 17 ára gamall, og Óli Pétur jafn- aldri hans, en þessir tápmiklu strák- ar voru saman öllum stundum og brölluðu margt og mikið. Ekki voru þeir háir í loftinu þegar þeir fóru fyrst á Helgafellið og síðan var farið oft á sumrin með nesti þangað í alls- konar leiki. Þegar vélsleðamir komu til sögunnar var farið um öll fell og fjöll hér í kring og skemmtum við okkur allir konunglega. Enn eru ógleymanlegar brenn- urnar á Dalsbúi þegar skólafélag- arnir komu allir og fengu að brenna alls konar rusli og allir fengu eða komu með kyndla með sér. I dag spytja þeir hvort við ætlum ekki að hafa svona brennu okkur til skemmtunar. Svo góðar voru æsku- minningamar. Það er margs að minnast úr æsku þessara drengja, það er eins og allt- af, að það skiptast á skin og skúrir í lífinu, þeir voru ekki alltaf á eitt sáttir en voru alla tíð miklir vinir. Ekki skemmdi það þegar bróðir Sæmundar, Sigurgísli, varð gjald- gengur í félagið. Hann stóðst þeim eldri snúning og reyndist góður fé- lagi í öllum þeirra leikjum. Sæmund- ur var ákaflega viðkvæmur drengur og auðsærður og ekki létt að tala hann til og gat þá verið ákveðinn og þijóskur. Tel ég að þessi skap- gerð hafi hjálpað honum í hans al- varlegu veikindum sem hann mætti af stakri hugprýði. í öllum hans veikindum stóðu foreldrar hans og fjölskyldan öll eins og klettur með honum þar til yfír lauk. Sæmundur kynntist yndislegri stúlku, Birtu Fróðadóttur, sem reyndist honum sannur birtu- og gleðigjafí í hans veikindastríði og erum við öll vinir Sæmundar henni þakklát fyrir hve vel hún reyndist honum og fjöl- skyldu hans á þessum erfíðu tímum. Við sem vorum samtíða Sæmundi í 14 ár af ævi hans vonuðum alltaf að hreysti hans og hugprýði myndu skila honum á gamals aldur en eng- inn má sköpum renna og hversu ósanngjörn sem okkur þykja þessi örlög, þá verðum við að hugga okk- ur við að Sæmundur átti þrátt fyrir allt góða stutta ævi. Hann átti góða, ástríka foreldra og bræður, þá Sig- urgísla og Óskar Björn, afa og ömmur, frændgarð mikinn og góða vini, að ógleymdri unnustu hans, Birtu, og hennar fjölskyldu sem reyndust öll svo vel. Við biðjum öllu þessu fólki blessunar guðs og megi allar góðar minningar um góðan dreng verma ykkur um ókomna tíð. Ásgeir Pétursson og fjölskylda, Hjarðarlandi 3. MIIMNINGAR LÚCINDA ÁRNADÓTTIR + Lúcinda Árnadóttir fæddist í Saurbæ í Vatnsdal 14. apríl 1914. Hún lést á Landspítalanum 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þingeyrakirkju 31. ágúst. Það leið að vori, litlar og skærar barnsraddir byijuðu að suða í for- eldrum sínum, hvenær förum við í sveitina, hvenær förum við til ömmu og Vigfúsar afa. Þannig endurtók þetta sig mörg vorin, raddirnar dýpkuðu og þroskuðust en sama löngunin greip okkur systkinin hvert vor. Hvað það var sem hafði svona mikið aðdráttarafl fyrir okkur borg- arbörnin að fara norður í land um leið og tækifæri gafst er marg- þætt. Það var frelsið, búskapurinn, félagsskapurinn en þó fyrst og fremst öryggið og hlýjan sem um- vafði okkur börnin. Þessi hlýja staf- aði frá ömmu og Vigfúsi afa. Það er okkar elskulega amma sem við kveðjum núna en Vigfús lést fyrir nokkrum árum. Amma var hetja, komin af þeirri kynslóð sem lyfti grettistaki í bú- skapar- og atvinnumálum okkar íslendinga. Þessi kynslóð sem braust úr fátækt til velmegunar okkar tíma með fádæma dugnaði. Amma og Vigfús afi hófu búskap á Skinnastöðum í Torfalækjar- hreppi og byggðu þar upp myndar- legt bú Þau höfðu með sér skýra verkaskiptingu eins og þá var hátt- ur og þótti sjálfsagt. Amma sá um heimilið og gott betur það. Ég sé hana ennþá fyrir mér í eldhúsinu elda mat, bakandi kökur, steikjandi kleinur, ástarpunga eða inní þvotta- húsi að steikja flatkökur. Ekki þarf að fjölyrða um það að þetta var besti matur og bakkelsi í heimi og mettaði marga því oft var fjölmennt við matarborðið að Skinnastöðum jafnvel þannig að tvísetið var við matarborðið sem þó rúmar 15 manns. Þannig var þetta iðulega, mikið af gestum og gangandi enda gott að sækja ömmu og Skinnastaði heim. Það voru mörg börnin sem fengu að njóta þess að komast í sveitadýrðina á Skinnastöðum, þetta voru barnabörn, börn vina, kunningja og fleiri og ég held að við eigum það öll sameiginlegt að búa að þeirri dvöl síðan. Einhverju sinni reyndum við amma að telja saman öll þau börn og þá unglinga sem höfðu dvalið á Skinnastöðum en gáfumst upp. Við vorum sam- mála að það væri synd að hún skyldi ekki safna í bók nöfnum og mynd- um af þeim sem hjá henni hefðu dvalið, sú bók hefði orðið þykk. Það er sjónarsviptir að þér, amma, en ég veit að þú varst tilbú- in til að fara, það hræddi þig ekki að færast yfir á annað tilverustig. Þar biðu þín ástvinir sem þú hafðir misst. Það sem ef til vill skelfdi þig var að missa reisn þína og sjálf- stæði þegar aldurinn færðist yfir, en til þess kom aldrei. Lífið er fá- tæklegra eftir að þú ert farin, en minningin um þig lifir. Haukur Magnússon. t LENA FIGVED PÁLSSON lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 12. september síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram. Aðstandendur. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, HAUKUR GUÐJÓNSSON, Staðarhrauni 2, Grindavík, sem lést 12. september, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 21. september kl. 11.00. Árni B. Hauksson, Guðjón Hauksson, Pétur R. Hauksson, Bryndís Hauksdóttir, Guðrún Helga Pálsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. Hólmfríður Georgsdóttir, Þórný Harðardóttir, Dóróthea Jónsdóttir, Skúli E. Harðarsson t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Hagamel 53, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 20. september, kl. 13.30. Magnús Leopoldsson, Björk Valsdóttir, Hailur Leopoldsson, Guðrún Gísladóttir, Elvar Steinn Þorkelsson, Guðný Ósk Diðriksdóttir, Þórhallur Björnsson, Unnar Þór Gunnarsson, María Sif Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag eftir kl. 13.00 vegna útfarar. Starfsfólk Fasteignamiðstöðvarinnar, Skipholti 50b. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI HALLGRÍMSSON, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, áðurtil heimilis að Grænumörk 3, Selfossi, sem lést á heimili sínu 9. september sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum laugardaginn 21. september kl. 14.00. Svanhildur Gisladóttir, Róbert Sigurmundsson, Rögnvaldur Gíslason, Sigrfður Andersen, Hansfna Gfsladóttir, Ólafur Egilsson, Sigrfður Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, HREIÐAR JÓNSSON bóndi íÁrkvörn, Fljótshlíð, til heimilis að Smáratúni 8, Selfossi, verður jarðsettur laugardaginn 21. september kl. 16.00frá Hlíðarenda- kirkju í Fljótshlíð. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún E. Sæmundsdóttir. t Ástkær kona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, DÚA BJÖRNSDÓTTIR, Borgarhrauni 23, Hveragerði, sem andaðist 18. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. september kl. 13.30. Juan Roig, Margrét Karlsdóttir, Karl Dúi Karlsson, Einar Björn Bragason, Olga Björk Bragadóttir, og barnabörn. Björn Dúason, Sigurður Hannesson, Kristjana Björnsdóttir, Rakel Árnadóttir, Sveinbjörn Ottesen t Innilegar pakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Dalbraut 20, Reykjavfk. Þórarinn Stefánsson, Erna Helga Þórarinsdóttir, Danfel Emilsson, Stefán G. Þórarinsson, Lára Kristín Samúelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengamóður, ömmu og langömmu, JENNÝJAR J. LEVY frá Hrísakoti, Erla J. Levy, Gunnlaugur Guðmundsson, Agnar J. Levy, Hlíf Sigurðardóttir, Eggert J. Levy, Marfa Norðdahl, barnabörn og barnabarnabörn. Við sendum öllum þeim þakklæti sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar hlý- hug og samúð við fráfall sonar mín, bróður, mágs og frænda, HLYNS HANSEN, er lést hinn 30. ágúst sl. Klara Hansen, Esther Hansen, Pétur Guðmundsson, Gautur Hansen, Anna Ingvadóttir, frændur og frænkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.