Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SKAK Erfitt að tefla við veiku andstæðingana FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 45 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell 150 farþega liðvagn - Jerevan. Morgunblaðið. 1 „Það er orðið svo erfitt að tefla við þessa svokölluðu veiku and- ■ stæðinga, þótt þeir hafi ekki mikið * af stigum. Tölvan mun gera yður fijálsa - og jafna. Hér áður fyrr höfðu atvinnustórmeistarar for- skot að því leyti hvað þeir bjuggu yfir miklum upplýsingum, en nú getur hvaða flóðhestur sem er haft meira en milljón skákir inni í tölv- unni sinni, og vitað upp á hár hvað | líklegt er að maður tefli,“ sagði Jóhann Hjartarsson stórmeistari þegar fjórðu umferð Ólympíu- | skákmóstins í Jerevan lauk í gær- kvöldi. Hinn margfróði andstæðingur Jóhanns var Chile-maðurinn Egg- er, en Jóhann þurfti raunar ekki að kvarta að þessu sinni því hann vann sigur í ágætri skák. „Egger tefldi alveg eins og hann gerði gegn Hannesi Hlífari á síðasta | Ölympíumóti, og mér tókst að end- 4 urbæta taflmennsku Hannesar,“ g sagði Jóhann. " Öðrum skákum íslendinga og Chile-manna lauk með jafntefii og íslendingar höfðu því sigur, með 2,5 vinningi gegn 1,5. Á efsta borði hafði Margeir Pétursson svart gegn langsterkasta skák- manni Chile-manna, stórmeistar- anum Ivan Morovic Fernandez, og . tefldi Margeir drekaafbrigðið. Eftir " býsna skemmtilega baráttuskák 4 var samið um_ jafntefli í fremur | óljósri stöðu. Á þriðja borði lenti Þröstur Þórhallsson í miklum hremmingum gegn Rojas og viður- kenndi eftir skákina að á tímabili hefði staða sín verið koltöpuð. En Þröstur sýndi aðdáunarverða seiglu og þrautsegju og náði að ________Skák__________ Jcrcvan, Armcníu ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ Ólympíuskákmótið er haldið í Arme- níu dagana 15. september til 2. októ- ber. ÍSLENDINGAR unnu Chilebúa 2Vz - V/z í fjórðu umferð á Ólymp- íuskákmótinu í Jerevan í Armeníu í gær. Jóhann Hjartarson vann Egger á öðru borði, en aðrar skák- ir urðu jafntefli. Skákir Margeirs ’ Péturssonar og Þrastar Þórhalls- | sonar voru spennandi baráttuskák- i ir, en skák Helga Áss Grétarssonar var róleg. íslendingar hafa enn ekki tapað einni einustu skák, en jafnteflin eru nokkuð mörg, enn sem komið er. Sveitin hefur 10 'h vinning og hefur væntanlega hækkað sig úr 23. sæti, sem hún var í fyrir umferðina. Við skulum nú sjá vel teflda vinn- , ingsskák Jóhanns. Hvítt: Jóhann Hjartarson I Svart: Egger ( Aljékínsvörn 1. e4 - Rf6 2. e5 - Rd5 3. d4 - d6 4. Rf3 - Jóhann velur rólegt og öruggt fram- hald. Ákafari skákmenn velja fjög- urra peða árásina, 4. c4 - Rb6 5. f4 o.s.frv. 4. - g6 5. Bc4 - Rb6 Svartur getur einnig haldið riddar- i anum á d5 með 5. — c6 o.s.frv. 6. Bb3 - Bg7 7. 0-0 - 0-0 ’ Svartur getur ekki ieppað riddarann I strax með 7. — Bg4, vegna 8. Bxf7+ — Kxf7 9. Rg5+ ásamt 10. lokum jafntefli með snjallri fléttu sem hófst með hróksfórn. Á ijórða borði hafði Helgi Áss Grétarsson hvítt gegn Aramncibia og lauk skákinni með heldur tíðindalitlu jafntefli. Kínveijar efstir Af helstu úrslitum má nefna að í keppni tveggja efstu þjóðanna töpuðu Kúbumenn gegn Kínveij- um, enda hvíldu Kúbumenn stór- meistarann Vera að þessu sinni. Kínveijar unnu á tveimur efstu borðunum en töpuðu á því neðsta og unnu 2,5-1,5. Kína hefur 13 vinninga af 16 mögulegum en Rússland færðist upp í annað sæt- ið með 3-1 sigri á Þýskalandi. Tveir sterkustu skákmenn heims, Garri Kasparov heims- meistari og Vladimir Kramnik, tefldu báðir í gær en gerðu fremur tilþrifalítil jafntefli gegn Yussupow og Hubner. Á fjórða borði vann Shvidler Lobron og gaf Lobron skákina í fræðilegri jafnteflisstöðu og á þriðja borði vann Dreev Dautow. Armeníumenn í gang Þá komst aðalsveit Armeníu loks í gang, heimamönnum hér til mik- illar gleði, og vann Indónesíu 4-0. Vaganian reið á vaðið með snagg- aralegum sigri með svörtu og síðan unnu þeir Akopin, Lputian og An- astasian einnig sínar skákir. Eng- land vann Rúmeníu 2,5-1,5 og innbyrti Sadler sigurinn á neðsta borði. Hollendingar unnu Eistlendinga með sama mun, og Portúgalir sýndu að stórsigur þeirra á Grikkj- sjá stöðumynd 23. Be4! - Jóhann fórnar peði tímabundið, en við það lenda menn svarts í óvirkri stöðu. 23. - Hxe5 24. Be3 - c5 Eftir 24. - Db3 25. Bf4 vinnur hvít- um fýrr í mótinu var engin slembi- lukka með því að standa rækilega uppi í hárinu á hinum geysisterku Ungveijum. Portúgalir töpuðu að vísu, en með minnsta mun, 1,5-2,5 og á efsta borði vann eini stór- meistari Portúgals, Antumes, sigur á Judit Polgar. Georgíumenn unnu Pólveija 3-1, Tékkar unnu Argentínumenn 2,5-1,5 og Slóvenar máttu játa sig sigraða gegn Úkraínumönnum þrátt fyrir að tefla fram úkraínska stórmeistaranum Beljavskí á efsta borði. Beljavskí vann landa sin Rómanisjin en á neðri borðunum töpuðu Slóvenar tvívegis. Þá unnu Hvít-Rússar B-sveit Armeníu 3-1, en á neðsta borðinu vann hinn 13 ára gamli Levon Aronian, and- stæðingur Helga Ólafssonar frá í fyrradag, nautsterkan stórmeist- ara að nafni Dydysjko, með 2.545 Elo-stig. Svíar skutust óvænt upp í þriðja sætið, ásamt Englendingum, Hol- lendingum og Kúbumönnum, með því að vinna sveit Ástralíu 4-0. Svíar unnu 4-0 Ulf Andersson settist nú í fyrsta sinn að tafli hér í Jerevan og hafði svo góð áhrif á landa sína að Pia Cramling, Akesson og Astrom unnu öll skákir sínar og Andersson sömuleiðis. Norðmenn töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum, 1,5-2,5, Gausel og Elsness töpuðu en Djur- huss vann Kaidanov. Simen Agde- stein er enn ekki mættur til leiks hér í Jerevan. Danir unnu Kúbu- menn, og Færeyingar unnu E1 Salvador, og þá unnu Finnar Zimbabvemenn 4-0. c4 - Rxb3 37. Bd5 - Hf8 38. Hb7 fellur svarta peðið á b6, en eftir það verður erfitt fyrir svart að stöðva hvita frípeðið á b-línunni. 35. Kf2 - Kf6 36. Hc7 - g5 37. Kf3 - gxf4 38. Kxf4 - Rc4 Svartur verður fyrr eða síðar að leika þessum leik. 39. b3 - Rd6 40. g4 - Hh8 41. c4 — Hh2 42. g5+ — Kg6 Ekki 42. - Ke6 43.Bd5+ mát. 43. Bd5 — a4 Jafngildir uppgjöf, en svarti eru allar bjargir bannaðar. 44. Hc6 - Hh4+ 45. Ke5 - axb3 46. Hxd6+ - Kxg5 47. Bxf7 og svartur gafst upp, því að eftir 47. - b2 48. Hg6+ Kh5 49. Hgl+ kemst svarta frípeðið ekki lengra og hvít- ur vinnur létt. Bragi Kristjánsson NÝI liðvagninn er kominn til landsins og mun hann væntan- lega hefja akstur á leið 111, Lækjartorg - Seljahverfi, í næstu viku, að sögn Lilju Ólafs- dóttur forstjóra SVR. Verið er að fara yfir vagninn og merkja og eftir helgi eru væntanlegir ÍSLENSKIR hjúkrunarfræðingar sem farið hafa til starfa erlendis eru flestir að fylgja mökum sínum sem eru í námi eða starfi. Aðeins lítill minnihluti hefur flust út til að bæta launakjör sín eða möguleika í starfí. Þetta kemur fram í könnun sem birtist í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Könnunina unnu hjúkrunarfræðing- arnir Þorgerður Ragnarsdóttur og Sesselja Guðmundsdóttur. Könnunin var gerð fyrra hluta þessa árs og náði til 158 félags- manna í Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga sem búsettir eru erlendis. Þar af voru 154 konur og fjórir karlmenn. Svarhlutfall var 75%, eða 118 manns. Tilgreina mátti fleiri en eina ástæðu fyrir brottflutningn- um. Hér birtast þau svör sem merkt voru sem mikilvægasta ástæða eða sem ekki voru forgangsröðuð. Alls eru þau svör 138. Nám maka, starf hans eða þjóð- erni er tilgreint 96 sinnum. Aðeins 26 sinnum var merkt við bætt laun, starfsmöguleika eða eigin menntun. Marktækur munur var á svörum eftir aldri. Enginn þeirra hjúkrunar- fræðinga sem fæddur var fyrir 1941 fór á á eigin forsendum vegna starfs, náms eða til að breyta til. Það gerðu hins vegar 44% þeirra koma á næstunni til framkvæmda skipulagsbreytingar sem eiga að stuðla að skilvirkari starfsemi ráðu- neytisins og meiri hagræðingu. Tvær nýjar deildir verða settar á laggirnar. Þær eru mats- og eftirlits- deild sem verður innan skrifstofu menntamála og vísinda og þróunar- og áætlanadeild sem verður innan almenns sviðs. Deildarstjóri máls- og eftirlitsdeildar verður Margrét Harðardóttir og deildarstjóri þróun- ar- og áætlanadeildar verður Pétur Ásgeirsson. Starfsmannadeild verður lögð nið- uren hún hefurverið innan Qármála- sviðs. Einnig flytjast nokkrir starfs- menn á milli deilda og skrifstofa í ráðuneytinu. Samhliða þessum breytingum er stöðugildum í ráðu- neytinu fækkað úr rúmlega 72 í 67 og stefnt er að frekari fækkun á næstu vikum meðal annars vegna til landsins Svíar, sem kenna starfsmönnum að meðhöndla hann meðal annars í akstri. Liðvagninn tekur 150 farþega og kostar um 22 milljónir króna en aðrir vagnar taka 90 far- þega og kosta um 16 milljónir króna. sem fæddust á árunum 1941-1950, 14% þeirra sem fæddust 1951-60 og 28% þeirra sem yngri eru. I könnuninni var meðal annars einnig spurt um viðfangsefni hjúkr- unarfræðinganna erlendis. Flestir svarenda stunda hjúkrunarstörf, 'kennslu eða eru í námi. 27 merktu við að þeir væru heimavinnandi. Hjúkrunarfr æðingar eftirsóttir erlendis Ásta Möller, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að senni- legasta skýringin á því að hjúkr- unarfræðingar geti fylgt mökum sínum eftir í nám og starf sé að mikil eftirspurn er eftir þeim víðast hvar í heiminum. „Hjúkrunarfræðingar eiga auð- velt með að fá vinnu erlendis því víða er skortur á þeim. Ég bendi á að í könnuninni kom fram að flestir hjúkrunarfræðingarnir starfa að sínu fagi erlendis eða eru í fram- haldsnámi, þó að aðalástæðan fyrir utanferðinni tengist makanum." Ásta segir einnig að mismunandi ástæður utanferða eftir aldri hjúkr- unarfræðinga skýrist að hluta af mismiklu framboði á framhaldsnámi hérlendis á ólíkum tímum. tilfærslu verkefna frá ráðuneyti til annarra aðila. Þessar breytingar eiga sér stað nú í kjölfar nýrra laga. Ný lög hafa verið samþykkt um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna en með þeim er sjálfstæði stofnana aukið. Grunnskólinn hefur verið fluttur frá ríki til sveitarfélaga og því dregur verulega úr beinum afskiptum ríkis- ins af starfsemi grunnskóla. Ný lög um framhaldsskóla hafa verið sam- þykkt en í þeim felst að sjálfstæði skólanna eykst. í nýjum grunnskólalögum og framhaldsskólalögum er gert ráð fyrir að ráðuneytið sinni í auknum mæli mati og eftirliti með skóla- starfí. Nýja mats- og eftirlitsdeildin á að sinna öllum skólastigum frá leikskóla til háskóla. Innan þróunar- og áætlanadeildar verður unnið að því að þróa og bæta verklag og starfshætti, upplýs- ingamiðlun og fjármálastjórnun inn- an ráðuneytisins. Vinningsskák Jóhanns tryggði sigur á Chile Dxg4 með yfírburða- tafli fyrir hvít. 8. h3 — a5 9. a4 — Rc6 10. De2 — dxe5 11. dxe5 - Rd4 12. Rxd4 - Dxd4 13. Hel - Bd7 14. Rc3 - Bc6 15. Rb5 - Bxb5 16. Dxb5 - c6 17. De2 - Rd5 18. c3 - Db6 19. Bc2 - Had8 20. h4 - Rc7 Svartur getur ekki leik- ið 20. — h5, því að þá verður peðið á g6 veikt eftir 21. e6 o.s.frv. 21. h5 — Hd5 22. hxg6 - hxg6 Jóhann Hjartarson ur skiptamun. 25. Bf4 - He6 26. Dc4 — Re8 Svartur á ekki betri leik, því að hvítur hót- ar einfaldlega 27. Hadl og 28. Hd7. Eft- ir 26. - Hd8 27. Hadl — Hxdl+ 28. Hxdl er hótunin t.d. 29. Hd8+ og 30. Hb8 o.s.frv. 27. Db5 - Dxb5 28. axb5 — b6 29.Bc6 — Hxel+ 30. Hxel — e5 Eftir 30. - e6 31.Bb8 ásamt 32. Ba7 falla svörtu peðin á drottningarvæng. 31. Bxe5 - Bxe5 32. Hxe5 - Rd6 33. He7 - Hd8 34. f4 - Kg7 Eftir 34. - Rc4 35. b3 - Rd2 36. Islenskir hjúkrunarfræðingar erlendis Flestir fylgja mök- unum til útlanda Skipulagi breytt í menntamálaráðuneyti í MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.