Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens IFORJÚ/U 06 HORfUM A '6TJ&KAHA STökjo/A ' NBh 'Takk! "§1 ÍM//EKkf?FR0SKA\ [fGHÆTT/AÐhím 6TÖ/CÍ E£ þJÓ£>AR ) IETT/K AP þElft \F6rO íUERKFALL ÍþRÓTTOKX/lP f T Tommi og Jenni H^EINSOM TEPPA / Ljóska Ferdinand Smáfólk Til hvers stoppaðirðu?! BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is V eiðimaðurinn, rottan og mannúðin Frá Jóni Hjaltasyni: ÉG ÆTLA að gera játningu, jafn- vel leggja fram ákæru. Þannig er mál með vexti að ég fór hér á dögunum í veiðiferð með dóttur minni. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir mik- inn hörmungaratburð er ég varð valdur að þennan dag. Við höfðum unað okkur þægi- lega í fjörunni nokkra stund þegar ég sá allt í einu hvar stór rotta kom hlaupandi. Af gamalli eðlisá- vísun (sem ég skammast mín fyr- ir) lagði ég þegar til atlögu. Fyrst reyndi ég að grýta kvikindið, síðan að slá til þess með kústskafti sem rekið hafði í fjöruna, seinast greip ég í skottið á dýrinu og hóf það upp með þeim einlæga ásetningi að beija því við næsta stein. Sett- ust þá um mig svo miklir bakþank- ar að ég hikaði fáein augnablik. Skyldi það nú teljast mannúðlegt að aflífa dýrið með þessum hætti? Ég svipaðist um eftir farsímanum, ætlaði að hringja í ráðuneytið, síð- an veiðimálastjóra og seinast yfir- refavin, Sigurð Hjartarson, að spyija ráða. Einnig flaug mér í hug að hóa í dýralækni og biðja um rottuaflífun. Mitt í þessum þönkum vindur rottan upp á sig, glefsar í mig og ég missi takið. Hún tekur þegar á rás og í æsingnum missi ég stjórn á mannúð minni og grýti á eftir henni oddhvössu gijóti. Og hvað haldið þið; steinninn kemur niður á miðjan hrygg dýrsins og drepur það. Ég sver að þetta voru ósjálfrögð viðbrögð en ég er reiðubúinn að taka út refsinguna mína, ég játa það líka að faðir minn á byssu sem ég hefði getað beðið hann að koma með. Svo legg ég þetta mál í hendur almennings og annarra dómstóla í þeirri von að heit iðran mín megi þvo kám syndarinnar af hjarta mínu og sál. Mér til málsbóta hef ég ekki annað en að ég veitti rott- unni kristilega jarðarför - og hitt að líklega á rottan, blessuð sé minning hennar, ekki ættir að rekja til frumbyggja íslands, þó veit maður aldrei. Einn iðrandi rottudrepir. JÓN HJALTASON, Byggðavegi 101, Akureyri. Sjómannaskattur Frá Björgvini Þór Hólm: ÉG LAS grein í Morgunblaðinu laugardaginn 7. september eftir Gylfa Þ. Gíslason um auðlinda- skatt (veiðileyfagjald) á sjávarút- veginn. Hún var eitthvað á þá leið að setja ætti auðlindaskatt (veiði- leyfagjald) á veiðiheimildir og nota þá peninga til þess að hækka per- sónufrádrátt um 750 krónur á mánuði, fyrir einstakling, það að segja að setja aukaskatt á sjávar- útveg til að auka kaupmátt al- mennings. í fyrstu er þessi hug- mynd heillandi, en skoðum þetta nánar. Ef ekki væru til sjómenn sem hafa tekjur sínar af sjónum, þá væri þetta í raun frábær hug- mynd, en hún er það ekki, hún er í raun svipað dæmi og ef ég myndi leggja til að það ætti að setja aukaskatt á alla ríkisstarfsmenn til þess að hækka persónufrádrátt fyrir alla aðra. Þegar allt kemur til alls þá lend- ir þessi skattlagning alfarið á sjó- mönnum, samanber þáttöku sjó- manna í kvótaviðskiftum. Ef á að kaffæra sjávarútveginn með skattlagningu sem er alveg nóg fyrir þá geta sjómenn engan veg- inn vænst betri aðbúnaðar um borð í íslenskum fiskiskipum og hvað þá sótt um einhveijar kjara- bætur. Um daginn var 1% þróunar- sjóðsgjald sett á sjávarútveginn sem er aukaskattur á sjávarútveg- inn, en það sem kom mér mest á óvart var að hvorki LIÚ né for- ysta sjómanna skyldi mótmæla þessu gjaldi. Það er ekkert annað en aukaskattur á sjávarútveginn, því að allir aukaskattar á sjávar- útveg umfram aðrar greinar at- vinnulífs skerða afkomu útgerða og sjómanna. En ég er sammála umræddum greinarhöfundi að núverandi kerfi er með öllu óþol- andi. BJÖRGVIN ÞÓRHÓLM, Víkurbraut 50, Grindavík. Hvað skal segja? 17 Væri rétt að segja: Ráðgert er að byggja þangað veg? Svar: Vegir eru ekki byggðir, heldur lagðir eða gerðir; flugvell- ir eru gerðir; en brýr eru smíðaðar, einnig skip og flugvélar; og hús eru smíðuð eða reist, jafnt steinhús sem önnur. Því væri rétt að segja: Ráðgert er að leggja þangað veg. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.