Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarúrslitin í undanúrslitum Bikarsins 1996 mætast sveitir Búlka og Landsbréfa og sveitir Sparisjóðs S-Þingeyinga og Samvinnuferða/Landsýnar. Leik- irnir hefjast kl. 11.00 á laugardag, 21. sept. og úrslit ættu að liggja fyrir um kl. 19.00. Aðstaða fyrir áhorfendur verður með besta móti og ný sýningartækni verður reynd. Úrslitaleikurinn hefst síðan kl. 10.00 á sunnudag og honum á að ljúka um kl. 20.00. Allir bestu bridsskýrendur lands- ins verða á staðnum og því verður enginn svikinn af því að líta inn í Þönglabakka um helgina. Vetrar-Mitchell Vetrar-mitchell hefst föstudaginn 20. sept. kl. 19.00. Spilaður verður Mitchell annað hvert kvöld og Monrad Barómeter hin kvöldin, allt- af eins kvölds keppnir. Byrjað verður á Mitchell. Bridsdeild Rangæinga- félagsins og Breiðholts Eins kvölds tvímenningur var spil- aður sl. þriðjudag. Úrslit: Vilhj. Sigurðss. jr. - Hermann Friðrikss. 214 GuðbjömÞórðarson-JensJensson 182 Guðm. Grétarss. - Valdimar Sveinss. 181 Pálmi Steinþórss.- Indriði Guðmundss. 164 Nk. þriðjudag verður eins kvölds tvímenningur. Bikarkeppni Bridssambands Austurlands í fullum gangi Úrslit í 1. umf. bikarkeppni BSA 1996: Sláturfélag Vopnf. — Loðnuvinnslan, Fásk. 106-142 Aðalsteinn Jónsson, Eskif. — Unaós, Egilsst. 105-86 Hótel Snæfell, Seyðisf. — Hótel Bláfeli, Breiðdalsvík 89-101 Sparisj. Norðfl., Nesk. — Bragi Bjarnason, Homaf. 80-76 Siguqón G. Jónsson, Nes. — ReynirMagnússon, Egilsst. 86-120 Hótel Höfn, Hornaf. — Herðir hf., Egilsst. 63-141 Hornabær, Hornaf. — Malarvinnslan, Egilsst. 51-156 Eldsmiðurinn, Hornaf. — Skipaklettur, Reyðarf. 90-129 Laugardaginn 14. september var dregið í 2. umf. Bikarkeppni BSA 1996. Saman drógust (heimavöllur talinn á undan): Herðir hf. - Reynir Magnússon Skipaklettur hf. - Loðnuvinnslan hf. Hótel Bláfell - Aðalsteinn Jónsson Malarvinnslan hf. - Sparisj. Norðfj. Leikjum í annarri umferð sé lokið eigi síðar en 11. okt. nk. Dregið verður í þriðju umferð laugard. 12. okt. í Parasveitakeppni BSA á Reyðarfirði. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 16. sept. sl. hófst vetrarstarfið með því að spilaður var eins kvöld Mitchell tvímenningur. 37 pör mættu, spilaðar voru 14 umferðir með forgefin spil. Meðal- skor 364 stig. Bestu skor í N/S: Þórður Sigfússon - Hermann Friðriksson 449 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 444 AlbertÞorteinsson-BjömAmason 435 Bestu skor í A/V: Kristín Andrewsdóttir - Kristján Jóhannesson 451 Vilhjálmur Sigurðsson - Þórir Leifsson 446 Soffía Daníelsdóttir - Hrafnhildur Skúladóttir 423 Mánudaginn 23. nk. verður spil- aður einskvölds tvímenningur. Skráning á staðnum ef mætt er stundvíslega, þ.e. fyrir kl. 19.30. Til sölu sniótroðari Upplýsingar gefur Omar Skarphéöinsson í síma 477 1523 á kvöldin KÁSSBORHER P.B. 42.200, árgerð 1984, ekinn 8.000 vst., nýleg belti og í góðu ástandi. Kringlan stækkar Tll leigu 39 m2 verslunareining Nánari upplýsingar veitir Einar I. Halldórsson í síma 588 1565. Einingin er á 2. hæð í húsnæði Borgar- kringlunnar á milli glæsilegs þriggja sala kvikmyndahúss og SEGA leiktækjasalar. Tilvalið undir starfsemi sem tengist afþreyingu ýmiss konar, kvikmyndum, tölvuleikjum, leiktækjum o.fl. Hentar einnig fyrir litríkar smávörur, tískuskart og tækifærisgjafir. Kjörið tækifæri fyrir ungt fólk sem vill hefja eigin verslunarrekstur. I DAG BRIDS llmsjón Guómundur Páll Amarson ÞAÐ rann fljótlega upp fýr- ir Matthíasi Þorvaldssyni að hann yrði að hitta í lauf- ið til að vinna fjóra spaða. Hann var með Gx í borði á móti K10. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ GIO V DG76 ♦ ÁG1065 ♦ G4 Vestur Austur ♦ D32 ♦ K5 V 95 IIIIH V ÁK108432 ♦ 9 111111 ♦ K4 + Á987532 ♦ D6 Suður ♦ Á98764 V ♦ D8732 ♦ K10 Spilið _er frá silfurstiga- móti BSÍ um síðustu helgi. Matthías hélt á spiium suð- urs og stökk beint í flóra spaða eftir opnun Aðal- steins Jörgensens á fár- veiku grandi og innákomu austurs á tveimur hjörtum. Vestur Norður Austur Suður 1 grand* 2 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Pass * 10-12 Vestur kom út með ein- spilið í tígli. Matthías drap á ás blinds, spilaði spaða og hleypti yfir á drottningu vesturs. Nú kom hjarta, sem Matthías trompaði og lagði niður spaðaás. Þegar kóng- urinn birtist, leit spilið mun betur út. Eina vandamálið var nú laufliturinn. Matthías tók þriðja tromp- ið og henti lauffjarkanum úr borði!! Spilaði síðan tígli á kóng austurs, sem var ekki höndum seinni að skipta yfír í laufdrottningu. „Þú hefur hitt í laufíð,“ sögðu sveitarfélagamir, þakklátir við samanburðinn. Afmælistilkynning- ar þurfa að berast blaðinu með að minnsta kosti tveggja daga fyrir- vara og þriggja daga fyrirvara í sunnudagsblað. Að gefnu tilefni þarf samþykki afmælis- barns að fylgja með og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is UMFERÐ ARÖN GÞ VEITI við Laugardalshöll. Umferðaröng- þveiti við Laugardalshöll STARFSMAÐUR í íþrótt- amiðstöðinni í Laugardal hringdi og taldi rétt að vekja athygli á því stjórn- leysi sem virtist ríkjandi í umferðinni við Laug- ardalshöllina. Hann sagði m.a.: „Núna stendur Sjáv- arútvegssýningin yfir í Höllinni og ógrynni fólks- og flutningabíla og jafnvel vinnuvéla er lagt þvers og kruss þar fyrir framan. Lagt er á túnum og í beygjum svo liggur við að gangandi vegfarendur séu í stórhættu á hveijum degi. Næg stæði eru fyrir neðan Höllina og þau væri hægt að nýta betur, en svo mikil þvaga er fremst að fólk áttar sig ekki á því, enda enginn til að vísa í stæði eða sjá um að um- ferðin gangi eðlilega fyrir sig. Ef það eru mennirnir sem stýra útgerðinni, fjö- reggi þjóðarinnar, sem sjá um þessa sýningu, þá er ég ekki hissa á að sumar útgerðir standi höllum fæti í dag. “ Til umhugsunar ÉG ER ein þeirra mörgu sem nú síðustu mánuði hef verið að leita mér að vinnu. Ég hef sótt um fjölda starfa, er að mínu mati samræmast þeirri getu og fæmi er ég bý yfír eftir áratuga veru á vinnumarkaðnum. Ég hef fylgst með og tileinkað mér nýjar aðferðir og alla þá þekkingu sem í boði hefur verið eftir því sem tækninni hefur fleygt fram. Ég er heilsuhraust og vel á mig komin og tel mig á allan hátt vel hæfan starfsmann á mínu sviði. En eftir reynslu mína síðustu mánuði hefur læðst að mér óhugnalegur grunur, fimmtíu og níu ára manneskja virðist ekki vera lengur talin gjald- geng í vinnu, a.m.k. hafa synjanir verið nær jafn- margar umsóknunum og aðeins í einu tilfelii verið látið svo lítið að taka við- tal við mig. Þá læðist einnig að mér sú hræðilega hugsun að nú með sívaxandi hagræð- ingu eigi hópur fólks yfir fimmtugt á atvinnuleysis- skrá til langframa sífellt eftir að stækka. Fólk með þekkingu og reynslu er látið líða fyrir aldur sinn, en frekar ráðið inn yngra fólk með litla sem enga reynslu (og mun líklegra til að stoppa styttra við). Þið sem annist manna- ráðningar ættuð að hugsa til þess að þið eigið eftir að komast á þennan aldur og gætuð þess vegna þurft að leita ykkur að vinnu. Ég tel að þið yrðuð ekki sáttir við að vera álitnir eitthvað síðri starfsmenn þó þið væruð orðnir meira en fimmtíu ára. Ég vil minna á að flest- um stofnunum og fyrir- tækjum er stjórnað af mönnum sem eru yfir fimmtugt. Enginn efast að þeir séu enn með óskerta starfsgetu. Að iokum vil ég hvetja þá sem um mannaráðn- ingar sjá að gæta að sér og útiloka ekki fólk eftir kennitölu og í það minnsta að ræða við það eins og aðra umsækjendur. Félagi í VR, 080437-7499. Tapað/fundið Taska tapaðist DÖKKBLÁ taska með löngu bandi hvarf á ljós- myndastofu við Laugaveg 82, Barónstígsmegin fyrir viku. I töskunni voru m.a. lyklar og skilríki. Sá sem veit um töskuna er beðinn að hringja í síma 587-6413 eða 568-2373 eftir kl. 19. Stólsessa í Engjahverfi í ROKINU 18. september sl. var ég svo óheppin að stólsessa fauk af sólstól úr garðinum mínum og fínn ég hana hvergi. Hún er gul/hvít röndótt og ef einhver í Engjahverfí í Grafarvogi rekst á hana væri ég þakklát að fá hana aftur. Guðbjörg helgadótt- ir, Reyrengi 10, sími 586-1185. Bílastæðakort tapaðist BÍLASTÆÐAKORT, merkt LR-608, íbúakort A, tapaðist úr bíl á Berg- staðastræti sl. miðviku- dagsmorgun. Finnandi vinsamlega hringi í síma 561-3398. Gæludýr Kolsvört læða DIMMALIMM hvarf að heiman þann 27. júní sl. úr Háskólahverfinu. Læðan er fimm ára gömul og búin að eignast kettl- inga fjarri heimili sínu. Hún er fremur stór og háfætt af læðu að vera. Dimmalimm hefur stór og falleg rafgul augu. Hún var með rauða leðuról og merkt með rauðu plast- merkispjaldi. Ef einhver getur gefið upplýsingar um afdrif læðunnar er við- komandi beðinn að hafa samband í síma 551-5301. Helga. Yíkveiji skrifar... VÍKVERJI er afskaplega þakklát- ur starfsmönnum Rafmagns- veitu Reykjavíkur fyrir að hafa sett nýja peru í ljósastaur í Fossvogs- hverfi, sem hann kvartaði yfir að ekki fengist viðgerður í pistlinum, sem birtist síðastliðinn laugardag. Tveir íbúar í nágrenni staursins höfðu margbeðið um að ný pera yrði sett í ljóskerið. Strax eftir helgina bar starfsmaður Rafmagnsveitunnar fram fyrirspurn um hvar þennan staur væri að finna og á þriðjudags- kvöld Ijómaði þessi staur betur en allir hinir og skammdegið lýstist upp í kringum hann. Víkvetji er greinilega mjög máttugur og áhrifamikill. xxx NÚ ER mikið talað um innflutn- ing lifandi dýra. Menn vilja nú flytja inn strúta og helja strúts- eldi. í grein um þessar fyrirætlanir á miðopnu Morgunblaðsins síðastlið- inn miðvikudag er haft eftir ritstjóra Búnaðarblaðsins Freys, að upphaf- lega hafi verið rætt um innflutning á strútum og strútseldi sem grín innan Bændasamtakanna. En það er greinilegt að öllu gamni fylgir einhver alvara. Er nú að sjá hveiju fram vindur í þessu máli eða hvort yfirvöld stinga hausnum í sandinn að hætti strútsins. Einnig er rætt í alvöru um inn- flutning sauðnauta. Muni Víkveiji það rétt, hefur slíkur innfiutningur verið reyndur einu sinni áður og gekk þá ekki betur en svo að öll sauðnaut- in, sem fiutt voru inn frá Grænlandi, vesluðust upp og dóu. Var það heldur óskemmtileg lífsreynsla t.d. fyrir Reykvíkinga sem upp á þessa tilraun horfðu, en sauðnautin munu hafa verið höfð á beit á Austurvelli. Ein- hverra hluta vegna hefur ekki komið til tals síðan, að slík tilraun yrði end- urtekin, fyrr en þá nú. Víkveiji þorir vart að minnast á innflutning á gíröffum, sem eru af- skaplega tíguleg spendýr og vantar gjörsamlega S hina íslenzku spen- dýraflóru. Kannski þeir gætu lifað hér í gróðurhúsum? HLÝINDIN ætla engan enda að taka. Nú er komið vel fram yfir miðjan september og daglega er hitinn í höfuðhorginni 13 til 14C, svo að ekki sé nú talað um sumaraukann á Norðausturlandi og Austurlandi. Votviðrasamt hefur verið hér syðra og talsverður vindur síðustu daga. Tré hafa því sveiflazt einhver ósköp, enda flestar tijátegundir enn allaufg- aðar og því taka þau mikið á sig í vindhviðunum. Sumar tijátegundir, einkum barr- tré, eiga eftir að vaxa vel næsta sum- ar, þar sem vöxtur þeirra er þeirrar náttúru að hann stjórnast af veður- fari ársins á undan. Það má því bú- ast við, ef fer sem horfir, að vöxtur barrtijáa verði mikill næsta sumar. En hlýindin hafa einnig haft áhrif á dýralífið allt. Þannig berast fréttir af góðum viðgangi músa, en einnig mun ýmis óværa, sem sótt hefur á tré, tímgazt vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.