Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 60
Jíem£d -setur brag á sérhvern dag! HEIMILISLINAN - Heildarlausn á jjármálum einstaklinga ^BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Flugstjóri Boeing-757 vélar breytti flughæð vegna tilmæla árekstrarvara .Hafði lækkað flugið er boð bárust frá flugtumi EKKI er árekstrarvari í Boeing-737 þotu Flugleiða sem hlut átti að máli í flugumferðaratviki suðaustur af Keflavík síðastliðinn sunnudags- morgun. Magnús Jónsson flugstjóri Boeing-757 vélar á leið til Frank- furt segir í yfirlýsingu í Morgun- blaðinu í dag að skilaboð flugum- ferðarstjóra um að hætta klifri og halda 7.000 feta hæð hafí borist •í-^sieftir að árekstrarvari hafði gefið skipun um að lækka flugið. Arekstrarvarinn sendi boðin þeg- ar vélin var að klifra í 7.500 feta hæð en flugstjórinn hafði áður fengið heimild til að klifra upp í 29.000 fet óhindrað. „Umrætt at- vik var þá þegar um garð gengið MIKLIR vatnavextir hafa verið í Breiðá undan Breiðamerkurjökli undanfarna sólarhringa, en frá því í desember í fyrra rennur áin í nýjum farvegi undan jöklinum í Breiðárlón. Hálfdán Björnsson á Kvískeijum í Öræfum segir ána og við búnir að gera þær ráðstafan- ir sem þurfti til þess að forðast mögulegan árekstur við vélina sem á móti kom,“ segir í yfirlýsingu flugstjórans. Einar Sigurðsson aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða segir að árekstr- arvarar séu í öllum fjórum 757 vélum félagsins og einni af fjórum 737 þotum þess. Segir hann enn- fremur að vélin sem var á leið frá Frankfurt á sunnudag sé ein þeirra sem ekki hafi árekstrarvara. Bandaríkjamenn krefjast slíks bún- aðar í flugi innan sinnar lofthelgi en sams konar reglur gilda ekki um flug í Evrópu og til Kanada að Einars sögn. hafa brotið sér leið í gegn um jökulurðina hátt i einum kíló- metra austan við gamla farveg- inn og breiðir hún nú úr sér yfir í Flugorðasafni er flugumferðar- atvik skilgreint sem „atvik þegar liggur við árekstri loftfara eða al- varleg vandamál koma upp í flugi vegna einhverra mistaka eða bil- ana“. I Morgunblaðinu í gær lýsti formaður rannsóknarnefndar flug- slysa flugumferðaratvikinu sem al- varlegu. 300 metrar skildu leið flugvélanna Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins skildu innan við 1.000 fet, sem eru um 300 metrar, um- ræddar Boeing-vélar Flugleiða á leið til og frá Frankfurt þegar um 700 metra svæði, sem var áður þurr fláki. Hefur áin rutt með sér gríðarmiklu magni af framburði og ís, sem hefur safn- árekstrarvari annarrar gaf boðin „lækkið strax“ með háværri, tölvu- gerðri röddu. Fram hefur komið í Morgunblað- inu að 737-vélin, sem var á leið til landsins, hafí verið að lækka flugið í 8.000 feta hæð þegar atvikið varð og segir í fyrrgreindri yfirlýsingu flugstjórans að árekstrarvarinn í hinni vélinni, það er Boeing-757, hafi gefið fyrirmælin þegar vélin var að klifra í 7.500 fet. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins hefði það tekið umrædda vél 7-8 sekúndur að hækka sig um 500 fet, í hæð Boeing-737 vélarinnar. ■ Yfirlýsingar/2 azt í vesturenda lónsins. Segir Hálfdán hið óvenju hlýja suðaust- anveður, sem ríkt hefur undanf- arið, með yfir 10 stiga hita og úrkomu, vera aðalorsök vatna- vaxtanna nú, sem líkjast mest vorleysingum. Morgunblaðið/Þorkell Fiðrildi frá Afríku með sunnan- áttinni SUNNANÁTTIN, sem nú hef- ur verið ríkjandi um alllangt skeið, hefur borið með sér fjöldann allan af litskrúðug- um fiðrildum. Eitt þeirra sést á myndinni að ofan en Olafur Jakob Þorgeirsson, þrettán ára Kópavogsbúi, kom auga á það í fyrradag og veiddi í húfuna sína. Þau eru mörg hver komin um langan veg, jafnvel alla leið frá Afríku, að sögn Erl- ings Ólafssonar, skordýra- fræðings á Náttúrufræði- stofnun. Hann segir það ekki nýtt að fiðrildi og fuglar berist um langan veg með sunnan- áttum en það sem sé óvenju- legt nú sé hve lengi áttin hafi verið ríkjandi og hve hlý hún sé. Þess vegna drepist fiðrildin ekki eins á ieiðinni. „Hins vegar hefur borið minna á fuglum en ég átti von á. Reyndar skilst mér að þessi lægð hafi ekki náð nógu vel inn á Bretlandseyjar og Norð- ursjó til þess að ná í fuglana. Það virðist sem þessi fiðrildi séu komin allt sunnan af Mið- jarðarhafssvæðinu og hafi komið upp eftir öllu Atlants- hafi án þess að fara yfir land,“ segir Erling. Hann segir að mjög mikið hafi fundist af fiðrildum und- anfarna daga á suðaustan- verðu landinu og víðar. Morgunblaðið/RAX Breiðá breiðir úr sér Framkvæmdastjóri ASI segir að samningar verði að nást fyrir árslok Stuðningur við verk- fall um næstu áramót Fundur um Flæmingja- grunn HALLDÓR Ásgrímsson átti í gær fund með kanadískum ráðamönnum vegna deilna íslands og Kanada um veiðistjórnun á Flæmingjagrunni. Halldór, sem er staddur í Kanada vegna stofnunar Norðurskautsráðs- ins, sagði í samtali við Morgunblaðið að Kanadamenn hefðu óskað eftir fundi með honum og myndi hann hitta þarlenda ráðamenn að máli í Ottawa síðdegis í gær. Morgunblaðið greindi frá því í gær ■"-"•-'iið Kanadastjórn íhugaði að setja hafnbann á íslenzk fiskiskip, drægi ísland ekki verulega úr rækjuveiðum á miðunum. Blaðinu er ekki kunnugt um niðurstöðu fundarins, en fyrir hann sagði Halldór að hann teldi það afar alvarlegt mál ef kanadískum höfnum yrði lokað fyrir íslenzkum skipum og lögð yrði áherzla á að reyna að finna lausn á þessum mál- um á næstunni. AR_I Skúlason, framkvæmdastjóri ASI, segir að innan ASÍ njóti það sjónarmið fylgis að eðlilegt sé að verkfall skelli á 1. janúar nk. hafi kjarasamningar ekki tekist. Guð- mundur Gunnarsson, formaður Raf- iðnaðarsambandsins, segir að nái aðilar vinnumarkaðarins ekki sam- komulagi um nýja kjarasamninga fyrir áramót hljóti sáttasemjari að leggja fram sáttatillögu og verði hún felld skelli á verkfall. „I allri umræðu um breytingar á vinnulöggjöfinni var lögð mikil áhersla á það af hálfu ráðherra og Alþingis að breytingarnar ættu að verða til þess að samningar næðust á réttum tíma. Það er almennt sjón- armið innan okkar raða að ef það nást ekki samningar um áramót, þegar samningar renna út, byiji verkfall strax 1. janúar," sagði Ari. Samkvæmt nýju vinnulöggjöfinni verða samningsaðilar að gera með sér viðræðuáætlun 10 vikum áður en samningar renna út. I nýjasta fréttabréfí ASÍ er að finna dæmi um hvernig viðræðuáætlun gæti litið út. í dæminu er miðað við að verkfall hefjist 8. febrúar hafí samningar ekki tekist. Ari sagði að þessi dag- setning hefði einungis verið sett á blað bara til að hafa einhveija dag- setningu. Viðbrögð margra innan verkalýðshreyfíngarinnar við þessu hefðu verið að eðlilegt væri að miða við að verkfall skylli á um áramót hefðu samningar þá ekki tekist. Hann sagðist sjálfur styðja þetta sjónarmið. Sáttatillaga um áramót? „Við lítum svo að hafi ekki náðst samningar fyrir milligöngu sátta- semjara fyrir áramót hljóti að skella á allsheijarverkfall. Sáttasemjari hlýtur að leggja fram sáttatillögu á gamlárskvöld verði ekki búið að ná saman samningum fyrir þann tíma. Viðræðuáætlun hlýtur að enda á því. Hún getur ekki farið fram yfír samningstímann. Félögin verða síð- an að taka afstöðu til tillögunnar og verði hún felld hlýtur að skella á verkfall," sagði Guðmundur. Bæði Ari og Guðmundur bentu á að í Danmörku skylli á verkfall ef ekki væri búið að semja áður en eldri samningar rynnu út. ASI hlyti að taka mið af því þar sem breytingarn- ar sem gerðar voru á vinnulöggjöf- inni í vor væru sniðnar að danskri fyrirmynd. ■ Átök um/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.