Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 1
VA. > / FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 BLAÐ B ¦ ÍSLENSKT HEIMILI I INDÓNESÍSKUM STÍL/2 ¦ MYNPBANP SJALF- STÆDRAR HUGSUNAR/3 ¦ ALDAMÓTABÖRN/4 ¦ PACHKINGO, JAP- ANSKT LEIKTÆKI/6 ¦ ÓLYMPÍUKEPPNI MATREIÐSLUMEISTARA/8 VILTU finna lyktina af nýju blómasokkunum mínum," spurði lítil stúlka bróður sinn, sem hik- aði og afþakkaði svo boðið. Sokkar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir, bæði fylgja þeir tískunni og líka því sem eigandinn leggur stund á. Haustsokkar eru í jarðlitum og eru þykkari og gróf- ari en vorsokkar sem eru í bjart- ari litum. Sokkar eru líka sérhannaðir fyrir íþróttagreinar; körfubolta- sokkar, golfsokkar, göngu- sokkar, hlaupasokkar, tennissokkar, eróbik- sokkar og svo framvegis. Bandaríska fyrirtækið Burlington framleiðir sokka með táfýluvörn, en efnið í sokkana er bleytt f í sérstökum vökva. Sokka- heimurinn er því ekki eins- leitur. Sokkar eru hannaðir fyrir starfsstéttir. Hjúkrunarfræðingar vilja mjúka 100% bómullarsokka. Verkamenn þykka, forstjórar þunna. Ráðherrasokkar eru úr góðu efni. Sérstakt bréf er innan í þeim til að það skrjáfi í sokkun- um þegar þeir eru keyptir. Þjónar þurfa sérstaka sokka, háa með stuðning við kálfann. Lögreglu- konur velja hvíta, þunna, lága sokka, svokallaða löggukonu^ sokka. Fólk virðist líka vera sérviturt á sokkana sína. Sumir vilja aðeins eina tegund og ákveðinn lit, sumir þykka, aðrir þunna. Og nokkrir skipta um sokka eftir því hvað þeir eru að gera heima hjá sér. Sjónvarpssokkar eru til dæmis þykkir, mjúkir og of stórir, með öðrum orðum notalegir og veita slökunartilfinningu. Sloppasokkar eru líka til. Gömlu góðu ullarsokkarnir eru ekki bara til vetrarnotkunar heldur taldir góðir til að hugsa í. Náms- menn smeygja sér í þá þegar þeir þurfa að glíma við erfið verkefni. Karlmenn eru sagðir farnir að velta sokkum meira fyrir sér en áður og velja þá vandlega í stíl við fötin. Sokkarnir eru nefnilega ekki minna mál en bindið. Börnum er ekki heldur sama í hvaða sokka þau fara. Leikskólasokkar eru með bremsum undir til að þau renni ekki á gólfplötunum. Þau vilja líka sérstaka jólasokka, og sokka með myndum. ¦ « * 348,- 599,-r-^ 198, Lambafrairipartu niðursneiddur ^ h Grensásveg - Rofabæ - Þverbrekku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.