Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF ÓPÍUMBORÐIÐ í sjónvarpsherberginu. ANDREA Brabin situr við indónesíska borðstofuborðið. Morgunblaðið/Þorkell SÓFINN í stofunni er sérsmíðaður í Bandaríkjunum. Skálin á sófaborðinu er frá Marokkó. íslenskt heimili prýtt húsgögnum frá Indónesíu HÁLSMENIÐ frá Kenýa er úr tölum og rótum. HUSGÖGN hönnuð og smíðuð í Austurlöndum fjær njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi og prýða nú mörg íslensk heimilin. Andrea Brabin fyrirsæta og dagskrárgerð- armaður, er nýflutt í lítið hús í Þing- holtunum, en hún hefur innréttað heimili sitt nær eingöngu með hús- gögnum upprunnum frá Indlandi og Indónesíu. Þau hefur hún keypt á ferðalögum sínum víða um heim og flutt heim til íslands. Blaðamað- ur Daglegs lífs leit við hjá Andreu á dögunum, þáði hjá henni kaffi- bolla og fékk að skoða og heyra söguna á bakvið hin framandi hús- „Ég hef reyndar keypt stóran hluta af mínum innanstokksmunum á fornmörkuðum eða í austurlensk- um verslunum í New York og Los Angeles þar sem ég bjó um hríð," segir Andrea og býður blaðamanni sæti við fallegt borðstofuborð úr tekki, en það er sérstök viðartegund upprunnin í Suðaustur-Asíu. Borðið fékk Andrea fyrir lítinn pening í indónesískri búð í New York, „en húsgögn frá Indlandi og Indónesíu eru fremur ódýr í Bandaríkjunum," segir hún og bætir því við að þó sé verðið hagstæðara í Los Angeles en New York. Andrea segist hafa mjög gaman af því að fara á fornsölur og útimarkaði, en auk þess hafi hún verið iðin við að fara á svokallaðar bílskúrsútsölur é. meðan hún bjó í Los Angeles. „Á slíkum útsölum er fólk að selja gamla og notaða hluti á grasflötinni eða í bílskúrnum heima hjá sér. Eg fór stundum EF MENN gætu valið kysu trúlega flestir að vera háfættir fremur en með stutta, kubbslega fætur. Lengi hefur þótt eftirsóknarvert að vera hávaxinn og hávaxið fólk þykir eiga auðveldara uppdráttar í lífínu en þeir lágvöxnu. Til dæmis þurfa lág- vaxnir að líta upp til hávaxinna og það eitt og sér gefur ímyndina um vald hinna síðarnefndu. Fólk dá- samar ákveðnar fyrirmyndir, sem birtast í líki fyrirsætna í tískutíma- ritum og víðar. Kvenfyrirsæturnar eru j'afnan yfír 180 sm á hæð og ekki eru karlfyrirsæturnar lágvaxn- ari. En kostir þess að vera hávaxinn virðast ekki bara snúa að útlits- ímyndinni. Rannsóknir sýna að börn, sem eru lágvaxin eftir aldri, verða öðrum fremur fyrir stríðni í skólanum og hávaxið fólk nýtur forgangs þegar það sækir um vinnu. Nýlegar rannsóknir leiddu ennfremur í ljós að hávaxnir eru heilbrigðari og langlífari en lág- vaxnir. Eru hávaxnir heilbrigöari en lágvaxnir? Samkvæmt dr. Bernhard Harris við háskólann í Southampton er lægri tíðni hjartasjúkdóma, heila- blóðfalla og jafnvel brjóstakrabba- • meins á ákveðnu svæði í Bretlandi þar sem meðalhæð fólks er meiri en annars staðar á landinu. „Ástæð- an er annaðhvort sú að hávaxið fólk er langlífara vegna erfðafræði- legra eiginleika eða ýmsir þættir eins og hollt mataræði og líkamsæf- ingar auka hæð þess og jafnframt lífslíkur," segir dr. Harris, sem að- hyliist síðari kenninguna. í breska tímaritinu Zest segir að vaxandi tilhneiging sé-til að líta á Hávaxnir virðast við betri heilsu en lágvaxnir SUMSTAÐAR er vaxandi til- hneiging til að líta á lágan líkamsvöxt sem læknis- fræðilegt vandamál. smæð sem læknisfræðilegt vanda- mál. Bent er á að núna fái um fjög- ur þúsund óvenju lágvaxin bresk börn tilbúna hormóna til að vöxtur- inn aukist. Meðferðin, sem hefst um fjögurra ára aldur og tekur um tíu ár, hefur tíðkast frá 1985 án sýnilegra neikvæðra aukaverkana. Aður fólst vaxtarhormónameðferð í því að börn voru sprautuð með hormónum úr heiladingli látinna. Slík meðferð reyndist árangurslaus auk þess sem sum börnin fengu svonefndan Creutzfeldt- Jackob sjúkdóm, sem svipar til kúariðu. Nýrnabilun, afbrigði- legir litningar í stúlkum eða svonefnd Turner ein- kenni, skortur á vaxtar- hormón og skemmd á heiladingli vegna lyfja- meðferðar eru taldar meg- inástæður þess að hægir á vexti barna. Þótt vaxtar- hormónameðferð auki ekki vöxt fullorðinna bendir bandarísk tilraun til að slík meðferð örvi kynhvötina og valdi þyngdartapi. Á sumum læknisstofum í Bandaríkj-J unum er þreyttum miðaldra borgur- um boðið upp á slíka meðferð. Fáránleg hræðsla við smæð Sá möguleiki er fyrir hendi að smávöxnu fólki fækki samfara greiðari aðgangi almennings að vaxtarhormónum. í Zest segir að í Bandaríkjunum hafi hræðslan við smæð teírið á sig fáránlega mynd. Lyfjafyrirtæki selji vaxtarhormóna í stórum stíl til foreldra, sem vilja fullvissa sig um að börn þeirra verði ekki fyrir óþægindum í framtíðinni vegna smæðar sinnar. Því til sönn- varar Vaxtorhorm- ónameðferð virðist stund- um beitt sem fegrunarað- gerð en ekki af laeknis- fræðilegri nauðsyn. unar er bent á að þar í landi taki tuttugu þúsund börn vaxtarhorm- óna þó eingöngu sjö þúsund börn þurfi á þeim að halda. Vaxtarhorm- ónameðferð virðist því vera notuð sem fegrunaraðgerð en ekki af læknisfræðilegri nauðsyn. Hæðin eykur sjálfstraustið Tam nokkur Fry hjá breskri stofnun sem rannsakar vöxt barna við misnotkun vaxtarhorm- óna. Slíkt segir hann valda bólgum í liðamót- um auk þess sem börnin geti orðið kynlega rengluleg ásýndum „Heilbrigð börn, sem eru lágvaxin eftir aldri, ættu þó að eiga kost á stuttri meðferð til að auka hæð sína, bæta sjálfstraustið og koma í leiðinni í veg fyrir að verða skotspónar skólafélaganna," segir Fry, sem telur að vel nærð og vel alin börn séu líklegust til að verða í meðallagi há eða hærri. Fjöldi rannsókna bendir til að andleg og líkamleg misnotkun hægi á vexti sumra barna. Fry segir að hjá barni sem verði fyrir sálrænu áfalli virðist lokast fyrir þann hluta heilans sem stjórnar vextinum. Nýlega leiddi rannsókn á 700 börnum í ljós að kvíðnar og áhyggjufullar stúlkur eru tvisvar sinnum líklegri en aðrar til að verða undir 158 sm hæð á fullorðinsárum. Niðurstöðurnar þykja renna enn frekari stoðum undir kenninguna um að heilbrigð og hamingjusöm bernska sé ómetanlegur grunnur að góðri heilsu ævina á enda. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.