Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 B 3 DAGLEGT LIF SNYRTIBORÐIÐ f ékk Andrea á fornsölu í New York. ÝMSIR smá- hlutir sem Andrea hefur safnað að sér. snemma á laugardags- eða sunnu- dagsmorgnum og keyrði um út- hverfin í leit að bílskúrsútsölum, því inn á milli draslsins sem verið var að selja reyndust oft ótrúleg- ustu hlutir," segir hún ennfremur. Feröaðlst með þunga hluti helmshornanna á mllli Andrea segist hafa unnið mikið í Kenýa og Marokkó, en það hafi verið mjög vinsælir tökustaðir fyrir tískuljósmyndir um tíma. „Ég keypti ýmsa hluti þar, eins og til dæmis fallega vasa og skálar, sem kostuðu lítið sem ekkert, en hins vegar hef ég séð svipaða hluti hér heima á mun hærra verðij" segir Andrea og heldur áfram. „I Kenýa og Marokkó þykir sjálfsagt að prútta og hikaði ég ekki við það, enda var ég orðin mjög þjálfuð í því. Reyndar er það þannig að þeg- ar maður er að prútta á þessum stöðum, þá uppgötvar maður kannski í miðju kafi að maður er farin að prútta um tíu íslenskar krónur til eða frá," segir hún og hlær við. Andrea bendir á gerðarlegan blómavasa á borðstofuborðinu og segir að hann hafi hún til dæmis fengið í Marókko. Auk þess kemur hún með nokkrar litríkar leirskálar og sýnir blaðamanni. „Það var hins vegar algjör martröð að bera þessa hluti heim, því þeir voru margir hverjir þungir og fyrirferðarmikl- ir," segir hún. „Og stundum þurfti ég að þvælast með þá með mér heimshornanna á milli áður en ég gat komið þeim fyrir á öruggum stað. En ég sé náttúrulega alls ekki eftir neinu, þetta var vel þess virði." Andrea segist hafa leigt litla geymslu í New York fyrir húsmun- ina sína um skeið, en fyrir nokkrum árum var brotist þar inn og öllu verðmætu stolið. „Þar hafði ég til dæmis geymt falleg indversk teppi, myndir og vasa sem ég sé mjeg mikið eftir," segir hún. „En það þýðir víst ekki að sýta það," segir hún ennfremur. Einföld húsgögn í Jarðlitum Á heimili Andreu eru jarðlitirnir ríkjandi, húsgögnin flest úr ljósum við og áklæði og gluggatjöld í bein- hvítum eða ljósbrúnum litum. „Ég bjó einu sinni með vinkonu minni sem var mjö'g litaglöð. Myndirnar á veggjunum voru litríkar og það sama átti við um húsgögnin og ýmsa smáhluti. Mér fannst þetta mjög flott og hef sjálf gert tilraun- ir til að hafa þannig heima hjá mér. En það gengur ekki, ég enda alltaf á því að safna í kringum mig jarðarlitunum, enda er ég hrifnust af þeim," segir hún. Andrea fer inn í stofuna og bendir á ljósan og stóran sófa og stól í stíl. „Þetta sófasett lét ég sérsmíða handa mér í Bandaríkjun- um og valdi ég áklæðið sjálf, í mjög látlausum lit, auðvitað," seg- ir hún og vekur athygli á glugga- tjöldunum sem líka eru úr ljósum lit. „Gluggatjöldin keypti ég í ind- verskri búð í New York, en mun- strið í þeim er skorið út í efnið." Á efri hæðinni er sjónvarpsher- bergi og svefnherbergi. I því fyrr- nefnda er lítið svokallað „ópíum- borð", sem Andrea fékk reyndar í verslun einni í Reykjavík, „en það er einn af þeim fáu innanstokks- munum sem ég hef keypt hér á landi," segir hún. „Vegna þess hve ópíumborðið er lágt hef ég hugsað mér að kaupa nokkra púða til að hafa í kringum það. Þannig væri hægt að sitja á púðunum, en ná samt upp á borðið." í svefnherberginu vekur athygli gamaldags snyrtiborð með stórum spegli, sem Andrea segist hafa fengið á fornsölu í New York. Á snyrtiborðinu hangir sérstakt hálsmen úr tölum og rótum. „Stríðsmaður í Kenýa gaf mér petta hálsmen. Hann var með það um hálsinn á sér og eftir að ég hafði dáðst að því gaf hann mér það," segir Andrea og bætir því við að henni þyki mjög vænt um það. Áður en blaðamaður kveður hef- ur hann á orði að húsgögnunum sé svo haganlega fyrir komið á heimilinu að það mætti halda að þau hafi verið keypt með húsið í huga. „Já, eða þá að húsið hafi verið keypt fyrir húsgögnin," svar- ar Andrea að bragði. ¦ Myndband til að efla með fólki sjálf stæða hugsun ÓLAFI Jóhannessyni fannst vera skortur á heimildaþáttum um lífið í íslenskri dagskrárgerð fyrir sjónvarp og ákvað að bæta úr honum sjálfur. Hann hófst handa og hefur nú lokið fyrsta þætti af fimm sem fjalla um tilgang lífsins. Ólafur, sem er 21 árs gamall, hefur leitað til fagmanna um gerð þáttanna og hafa þeir liðsinnt honum vel. En markmið þáttanna er að „spegla hin ýmsu málefni til áhorf- enda og reyna að vekja þá til um- hugsunar um eigin stefnu í lífinu," segir Ólafur. En hvað fékk þig til að ráðast í gerð þáttanna, svona upp á eigin spýtur? „Mig langaði til að gera eitthvað nýtt," svarar hann. „Mig langaði líka til að sjá þátt sem kafaði aðeins dýpra í andleg málefni en venjulega er gert í sjónvarpi. Fyrsti þáttur Olafs fjallar um til- gang lífsins, þroskaleiðir mannsins, þjáninguna og „ég" einstaklingsins, og viðmælendur hans eru sérfræð- ingar á ólíkum sviðum mannlífsins. Þeir eru prestar, miðlar, heimspek- ingar, skemmtikraftar, rithöfundar, munkar ofl. Það er ekki heiglum hent að gera góðan sjónvarpsþátt, hvernig fórst þú að? „Ég skrifaði handrit og gerði allt ÓLAFUR Jóhannesson. Morgunblaðið/Kristinn sem þarf, en gætti þess að ráðfæra mig alltaf við sérfræðinga. Þannig hélt ég áfram og hætti ekki fyrr en vinnan skilaði árangri," segir hann. Hvert er meginmarkmið sem ligg- ur að baki verkinu? „Að fólk hugsi sjálfstætt, og að hver og einn geti skapað sína ham- ingju sjálfur," segir hann. „Flestir eru sofandi á verðinum og það er eins og samfélagið sé kerfi sem henti hugsunarlausum best. í skóla er til dæmis ekki fjallað um tilfinningar og börn ekki oft hvött til að uppgötva hlutina sjálf. Mér þótti einfaldlega nóg um mötun samfélagsins," segir Olafur, „og þess vegna fannst mér ég verða að gera þætti sem hvöttu til sjálfstæðr- ar hugsunar." Ólafur situr nú við skriftir og gerir drög að handriti að næsta þætti. Einnig vinnur hann að því að selja þættina einhverri sjónvarps- stöðinni. ¦ GH C styrkir ónæmiskerfið Nóbelsverðlaunahafinn Linus Pauling leggur ofuráherslu á gagnsemi C-vítamíns gegn kvefi og flensu, enda talið sryrkja ónæmiskerfi líkamans. C-vítamín er nauðsynlegt fyrir heilbrigða starfsemi ýmissa líffæra, einnig fyrir heilbrigði tanna, góms, beina og bandvefs og til að sár grói eðlilega. Streita eyðir C-vítamíni úr líkamanum og það gera reykingar einnig. Því getur reykingafólk skort C-vítamín. í náttúrulegu C-vítamíni Heilsu eru rósaber, rútín og bíóflavóníðar, sem auka gæði þess. Fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Éh, teilsuhúsið Kringlunni & Skðlavörðustig GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.