Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF 1895 - Hin nýja brú yfir Þjórsá vígð og opnuð til umferðar. Brúin er 256 fet á lengd og kostaði 75 þúsund krónur. 2.300 manns hlýddu á vígsluræðu Hannesar Haf- steins, landritara. Flest var fólkið úr nærsýslunum tveimur, „en auk þess eigi allfátt úr Reykjavík og nokk- uð austan úr Mýrdal." 1896 - Ógurlegir land- skjálftar dynja yfir Suður- land. í skjálftunum tveimur, 26. ágúst og 5. septémber, hrynur fjöldi húsa til grunna. Mörg öiinur eru hálfhrunin eða stórskemmd. 1897 - Þorsteinn Erlingsson og Einar Benediktsson, tvö af hinum yngri en tilþrifa- mestu skáldum þjóðarinnar, gefa út sínar fyrstu bækur. Báðir eru þeir orðnir þekktir af kvæðum er eftir þá hafa birst í blöðum og tímaritum. 1898 - Maður norðan úr Eyjafirði finnst aðframkom- inn skammt ofan við efstu bæi í Árnessýslu. Hann hafði verið matarlaus og klæðlítill á ferð í 15 daga og villst þvert yfir meginöræfi lands- ins. 1899 - Enskir landhelgis- þjófar verða þrem Dýrfirð- ingum að bana þegar þeir sökkva báti undir sýslumanni f sfirðinga. Hannes Hafstein sýslumaður sleppur nauðug- lega lífs af úr klóm varg- anna, sem sýndu af sér dæmalausa varmennsku. - Ofsaveður veldur stórkostlegum slysum og gíf- urlegu tjóni á skipum og húsum um allt land. Skip fórst nyrðra með fimm mönnum og í Arnarfirði drukknuðu 17 menn af ára- bátum. Víðar berast fréttir um manntjón og vitað er að 34 menn hafa farist. 1981 - Tuttugasta öldin gengur í garð. Reykvíkingar kveðja gömlu öldina og fagnaþeirri nýju. ,,Um léið og klukkan sló tólf dundu við flugeldaskotin á miðjum Austurvelli, klukknahhóm- urinn kvað við í turninum, og á þaki lyfjabúðarinnar var brugðið upp eldi, sem sló björtum Ijóma á umhverfið, svo að mönnum sýndist Thor- valdsen gamli kinka kolli framan í nýársmánann." 1982 - í janúarmánuði flyt- ur póstskipið þau tíðindi að konungur vilji verða við ósk- um íslendinga um sérstakan ráðgjafa fyrir ísland og sér- stakt stjórnarráð með að- setri í Reykjavík. Frumvarp til sljórnarskrárbreytinga er samþykkt eftir þingkosning- ar í júní. Það verður þó tek- ið aftur til atkvæða á nýju þingiáriðl903. 1983 - Sljórnarskrárbreyt- ingin samþykkt eftir alþing- iskosningar í byrjun júní- mánaðar. Hannes Hafstein, sýslumaður, verður fyrsti ís- lenski ráðherrann. I blaðinu ísafold kemur fram að sumir menn séu ekki ánægðir með þessa ráðstöfun sljórnarinn- ar, en hið sama hefði orðið uppi á teningnum hver svo sem í embættið hefði verið settur. Ennfremur segir: „Því síður er ástæða til að amast við þessu, sem allir kunnugir vita, að hr. Hafstein hefur marga góða hæfileika, sem vonandi er að fái að njóta sín fyrir óboðnum ráðgjöfum, ótímabærum andróðri og úr- eltum flokkaríg." ALDAMO Svo margt hefur breyst á íslandi frá síðustu öld að erfítt getur verið að finna samnefnara mi langaði til að öðlast innsýn í horfinn tíma og tók skipstjóra, rafvirkjameistara, handver Ráðherra á • * sjonum Morgunblaðið/Golli BRYNJÓLFUR JÓNSSON ASTARPUNGAR, kleinur og kókómjólk er það sem blaðamaður hefur í farteskinu þegar hann heimsækir Brynjólf Jónsson, skipstjóra. Hann er hins vegar klæddur og kominn á ról þegar blaðamann ber að garði og hefur engan tíma til að gæða sér á morgunverði. Þess í stað lætur hann móðan mása um liðna tíð og lætur blaðamann um áhyggjur þessa heims og morgun- verðinn. „Ég er fæddur á Höfðabrekku 17. janúar 1899 - svo ég er frá hinni öld- inni. Foreldrar mínir, Jón Brynjólfsson og Rannveig Einarsdóttir, bjuggu á vesturbænum en á austur- bænum bjó Sveinn Ólafs- son, faðir Einars Ólafs Sveinssonar heitins. Nú gerist það að Björgvin Vigfússon, sýslumaður, kaupir báðar jarðirnar. Þá var ég sjö ára. Björgvin bauðst einnig til að taka eitt af sjö börnum foreldra minna, en þrátt fyrir mikla ómegð vildi ekkert þeirra frá þeim hverfa. Það varð úr að ég sló til, enda voru synir og dóttir sýslumanns- ins jafnaldrar mínir. Ég átti þó eftir að komast að því að það er öðruvísi að vera tökukrakki og þurfa að vinna fyrir sér en að vera barn sýslumannsins." Blaðamaður kinkar kolli þakklátur fyrir að þurfa ekki að spyrja spurninga og geta einbeitt sér að morg- unverðinum. Brynjólfur heldur áfram: „Frá átta ára aldri var ég látinn sitja yfir ám og vinna hvað sem var. Tveimur árum síðar keypti Björgvin Efra-Hvol í Hvol- hreppi og seldi Höfðabrekku. Þá fór ég sem tökudrengur að Hemru í Skaftár- tungu og var töluvert á flækingi eftir það. Sautján ára ákvað ég að freista gæfunnar og fara til Reykjavíkur. Það eina sem ég átti voru fjórtán krónur í vasa. Það má því segja að lánið hafi leikið við mig þegar Klemens í Minni-Vogum réði mig, ungan og reynslulaus- an, sem háseta á skipið Sörla. Þar var ég yfir veturinn og fékk 100 krónur fyrir vertíðina, sem þótti mikið fyrir 17 ára strákpjakk." Undur og stórmerki „Næstu vertíð var ég búinn að ráða mig á annan bát þegar hann fórst með manni og mús við Keilisnes. Þá varð á vegi mínum Sigurður Grímsson, heljardugnaðarmaður austan úr Mýrdal. Hann vann á togara, sem á þeim tíma var jafn hátt í metum og ráðherrastarf. Sjómannaverkfall var nýbúið og fyrir óvaning var vita vonlaust að komast á togara, en Sigurður féllst engu að síður á að fylgja mér til Ziemsens hjá Islandsfélaginu, sem átti togarann. „Ég er feginn því," segi ég. „Það hefur enga þýðingu," svarar hann vantrúaður. Það gekk eftir að Ziemsen hló og sagðist ekki geta ráðið óvanan krakka sem háseta um borð. Hann bætti samt við: „Maí kemur inn á morgun og skip- stjórinn á eftir _að bæta við mannskap. Komdu tíu í fyrramálið." Morguninn eftir var Björn Ólafsson, skipstjóri, hjá honum. „Þarna er pilturinn sem ég var að tala um við þig," segir Ziemsen. „Það er útilokað að taka óvana," segir þá Björn. Ég var kominn út í dyrnar þegar Ziemsen kallaði: „Bíddu aðeins." „Mér líst vel á strákinn," segir hann við Björn. „Mér gerir það líka," segir Björn. Eftir stundarþögn var ég ráðinn. Fyrir mér voru það undur og stórmerki. Ég trúði því yarla sjálfur. Enda átti ég eftir að hafa 900 krónur í laun fyrir vorið." „Ég var ráðinn á togarann Mars. Þar voru aðeins vanir menn og var ég kallaður öllum illum nöfnum um borð. Einnig átti að láta mig þvo gólfið í lúkarnum. Mér leist ekki á það, en var eins og krakkabjáni og þorði ekkert að segja. Þá kallar Aðalsteinn Pálssonv stýrimaður, mig á eintal og spyr mig hvort ég vilji taka að mér lúkarinn. „Ég vil helst ganga vaktir eins og aðr- ir," svara ég. „Þá skaltu kynnaþér málið og standa með manninum sem er á trollvakt núna," segir hann. Ég hlýði þessum ráðum, en þegar ég kem að vaktmanninum sem átti að veita mér upplýsingar segir hann: „Ég skal ekki segja þér til, helvítið þitt, fyrst þú vildir ekki passá lúkarinn." I sömu andrá sér í iljarnar á honum. Þá hafði Aðalsteinn staðið á lágri brú fyrir ofan, heyrt hvað fram fór og runnið í skap. Hann hafði tekið með hrömmunum í axlirnar á honum og kippt honum upp. Svo las hann yfir hon- um með rosta: „Ef þú getur ekki verið almennilegur við strákinn er mér að mæta." Vaktmaðurinn lagði niður rófuna." Blaðamaður hefur borðað nægju sína og er þess fullviss að viðtalið sé orð- ið nógu langt, þótt ekki sé hann kominn lengra en tvo áratugi inn í tuttug- ustu öldina. Hinir átta verða að bíða betri tíma. Blómarós kóngsins AHEIMILI Halldóru Gröndal liggja gluggar inn í hugarheima Kjarvals, Jóns Stefánssonar og Finns Jónssonar. Ut um annan glugga má sjá yfir hafið og fátæklegu beitingaskúrana við Ægisíðuna. Þá er ótalinn gluggi inn í byrjun tuttugustu aldarinnar. „Ég er sú eina á lífi af ellefu systkinum," segir Halldóra, sem er fædd 17. júlí 1899. „Ágúst Flygenring, faðir minn, rak stórútgerð og var einn af forvíg- ismönnum Hafnarfjarðar. Hann átti vagna og hesta og þrjár kýr í fjósi auk stórs heimilis. Einnig var hann alltaf með fólk í vinnu við öll möguleg störf." Fyrsta bernskuminning Halldóru er frá því heimili hennar brann til kaldra kola árið 1906. „Móðir mín var ein heima vegna þess að faðir minn var í veislu hjá kónginum í Danmörku. Þegar hann fékk tíðindin fór hann til Noregs, keypti alla innviði og teiknaði nýtt hús á heimleiðinni. Húsið var tilbúið um miðjan vetur sama ár. Það var stórt með fjórtán herbergjum, enda margir í heimili. Árið eftir kom danski kóngurinn, Friðrik VIII til íslands. Ég var fengin til að strá blómum á göngu- leiðina fyrir framan hann ásamt nokkrum öðrum stúlkum. Hannes Hafstein, ráðherra, tók á móti kóng- inum og fjölmargir íslend- ingar fylgdust með við höfnina." Halldóra segir að á þess- um tíma hafi ekki verið hótel eða veitingastaður í Hafnarfirði, enda hafi verið afar gestkvæmt á heimili foreldra hennar. „Við höfðum sérherbergi sem einungis var haft fyrir gesti. Þar fengu margir að gista. Séra Jens Pálsson frá Görðum í Álftanesi lá þar banaleguna og einu sinni kom Geir Zoega í heimsókn í listivagni með tveim- ur hestum fyrir." Börn hlýða ekki lengur Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig hafi verið að alast upp með ellefu systkinum. „Indælt," segir Halldóra. „Við vorum strangt alin upp. Ef við lékum okkur úti á sumarkvöldum kom mamma út á stétt og kallaði: „Börn!" Við stóðum upp um leið. Þá var ekkert sem hét að óhlýðnast - svo mikill var aginn. Annað en í dag. Börn hlýða ekki lengur." Blaðamaður verður hálf- skömmustulegur, en Halldóra hristir höfuðið og heldur áfram. Hún segir frá því að hún hafi farið tíu ára í barnaskóla. Fram að því hafði hún lært hjá heimiliskennara í skólastofu sem faðir hennar hafði byggt. Hún var því ailæs þegar hún byrjaði í skóla. Flensborgarskóli tók við um fermingu og eftir það Kvennaskólinn í einn vetur. „Ég lærði ekkert þar á bókina - kunni allt áður úr Flensborgarskóla. Það var svo góður skóli." Bogi Ólafsson kenndi Halldóru ensku í Kvennaskólanum. „Hann gat verið grimmur," segir hún. „Einu sinni sagði hann við bekkjarsystur mína: „Bölvuð þvæla er þetta, snautaðu út." Hún fór að gráta, en hann hélt áfram: „Halldóra - segið þér það." Hann vissi að ég kynni það af því að ég hafði lært hjá Ögmundi Sigurðssyni, skólastjóra í Flensborg." Ágúst faðir Halldóru sat á þingi, en fylgist hún með stjórnmálum? „Nei, ég kæri mig ekki um pólitík, - fylgi auðvitað Sjálfstæðisflokknum eins og hver heiðarleg manneskja. Faðir minn var mikill vinur Hannesar Hafsteins." Annar fjölskylduvinur var Kjarval. „Faðir minn fór á fyrstu sýninguna hans og fannst ekki mikið til um hana. Sagði að helst liti út fyrir að tómat- súpu hefði verið slett á vegginn. Hann kom að máli við Kjarval og sagði yið hann: „Komdu suður eftir. Við þurfum að fita þig upp. Þú ert svo magur." Upp úr því tókst vinátta, enda prýða tveir gluggar Kjarvals vegginn heima hjá Halldóru. í gegnum annan þeirra, sem er lítill, má sjá sveitasæluna í byrjun aldarinnar. „Ég er trúlofaður þessari rétt," sagði Kjarval um myndina. Eiginmann sinn, Benedikt Þórðarson, dótturson skáldsins Benedikts Grön- dals, þekkti Halldóra frá því þau voru smábörn. Þau giftu sig 1924 eftir að hafa gengið með hringa í þrjú ár. „Þá var nú siður að gifta sig ekki fyrr en maðurinn var búinn að fá stöðu og farinn að vinna fyrir konunni." Meðan á viðtalinu stendur tekur Árni Sæberg myndir af Halldóru og hún er farin að ókyrrast. „Ekki spandera svona miklu á mig," segir hún. „Eg er svo sparsöm." Eftir að hafa spanderað einu brosi til viðbótar kveður þessi merkilega kona, sem er mun'eldri en blaðamaður og ljósmyndari til samans - og hefur frá svo miklu að segja. Morgunblaðið/Árni Sæberg HALLDÓRA GRÖNDAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.