Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 B 5 DAGLEGT LÍF TABÖRN milli þessara tveggja heima. Þeir fínnast þó og eru ágætlega skrafhreifir. Pétur Blöndal erkskonu og húsmóður tali, sem eiga það sameiginlegt að hafa fæðst í lok 19. aldar. Perla Austfjarða ÞAÐ ERU nú ekki stofurnar að ganga um,“ segir Þorbjörg Jónsdóttir, þegar blaðamaður lýkur lofsyrði á heimili hennar. „Þetta er bara eins og sveitinni." Þá hlýtur að vera fallegt í sveitinni hugsar blaðamaður með sér því veggina prýða snotur vefnaður og myndir eftir Þorbjörgu og dóttur henn- ar Nönnu Emilsdóttur. Mæðgurnar hafa líka haft tímann fyrir sér, því Nanna, sem er 73 ára, hefur alla tíð búið með móður sinni. Þorbjörg fæddist í Papey 30. apríl 1895. Foreldrar hennar voru Sigríður Gróa Sveinsdóttir og Jón Jónsson. „Þá voru Jónar og Jónar og Jónar á hveij- um bæ,“ segir hún bros- andi. „Foreldrar mínir áttu heima í Papey. Þau voru vinnuhjú hjá Lárusi ríka. Allir urðu rikir sem bjuggu í Papey í þá daga, enda eyjan full af góssi fyrir þá sem vilja hagnýta sér það.“ Hún bætir við með slíkum sannfæringarkrafti að blaðamaður getur ekki ann- að en trúað henni: „Papey er perla Austfjarða." Þorbjörg segist muna of- urlítið frá nítjándu öld, en ekkert sem orð sé á ger- andi. Hún var tveggja ára þegar hún missti föður sinn. Hann fékk heiftarlega lungnabólgu og kunnu læknar engin ráð við því í þá daga. Bjuggu hún og móðir hennar eftir það til skiptis hjá tveimur móður- bræðrum hennar í Álfta- firði. „Eftir að ég fermdist varð ég auðvitað að fara að vinna fyrir mér,“ segir hún. „Auðvitað," segir blaða- maður og veltir því fyrir sér hvort það flokkist ekki undir barnaþrælkun í dag. Það virðist þó ekki hafa haft slæm áhrif á heilsufar hennar því hún segist alltaf hafa verið stálhraust. „Það þakka ég fyrst og fremst almættinu og þar næst Lárusi hómópata sem læknaði fjöldamörg börn. Ég fékk barnaveiki og læknar voru ráðþrota. Þá ráðlagði Lárus móður minni að baða mig annan hvern dag upp úr sjó og gefa mér eina matskeið af sjó á hveijum degi. Eftir tvö ár var ég laus við alla pest og hef ekki fengið neina vonda pest síðan.“ Morgunblaðið/Þorkell ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR Tímarnir eru hræðilegir Ekki líst Þorbjörgu vel á gang mála í heiminum í dag. „Tímarnir eru hræði- legir," segir hún með hryllingi. „Alveg hræðiiegir." Hún horfir í gaupnir sér og bætir við: „Maður á ekki að segja allt sem maður hugsar út af samkomu- lagi manna og þjóða á milli, en það er alls staðar að sjóða upp úr af illsku. Ef lægir einhvers staðar gýs það upp annars staðar." Hún hristir hausinn og blaðamaður flýtir sér að leiða talið að öðru: „Húsakynnin hafa ekki verið jafn góð í byijun aldarinnar?" „Ekki aldeilis," svarar hún og hýrnar aftur yfir henni. „Þau voru ekki merkileg um aldamótin, en samt undi fólk vel við sitt. Ég var orðin fullorðin, gift manni og átti börn áður en ég hætti að búa í torfbænum á Kleifarstekk austur í Breiðdal. Ég var 25 ára þegar ég flutti þangað og bjó þar í 23 ár, - í litlu baðstofunni. Það voru mikil viðbrigði að flytja þaðan. Þá var torfbærinn að detta saman svo það var byggt yfir mig hús í Breiðdalsvík. Ekki er samt hægt að segja annað en að manni þyki ennþá vænt um veggina á Kleifarstekk, þótt þeir séu úr torfí og gijóti." Árið 1956 flutti Þorbjörg suður og fór að sauma hjá Kristjáni Friðrikssyni í Últíma, en áður hafði hún rekið saumastofu í Breiðdalsvík fyrir Kaupfélag Stöðfirðinga. Raunar bjó hún í Reykjavík um skamma hríð, árin 1913 til 1916, og saum- aði upp á kraft hjá klæðskerunum Árna og Bjarna í Bankastræti 9. Þar lærði hún að sauma karlmannsföt. Hún hefur einnig alla tíð haft mikinn áhuga á vefnaði og gáfu þær mæðgur Breiðdalshreppi afrakstur þeirrar vinnu á hundr- að ára afmæli Þorbjargar í fyrra. En hveiju þakkar Þorbjörg langlífið? „Óhætt er að segja að það sé Guðs blessun. Heilsan er manni allt. Unga fólkið mætti taka meira tillit til þess. Það er eins og það snúist heldur á þá sveifina að skemma heilsuna en halda henni við.“ Þorbjörg segist aldrei hafa reykt og ekki heldur drukkið áfengi. „Var ekki einu sinni skálað í brúðkaupinu þínu,“ spyr blaðamaður vantrúað- ur. „Það var ekki verið að hafa fyrir svoleiðis í þá daga,“ svarar hún. „Þá var farið hljóðlega og ekki með mikilli fyrirhöfn." Er ekki við hæfi að enda viðtalið þannig? Ævintýri sveitastráks ÞAÐ ER ekkert gaman að tala við mig. Ég er hálfblindur og heyrnar- laus,“ segir Vilhjálmur Hallgrímsson þegar blaðamann ber að garði. Hann bíður ekki eftir svari heldur brosir út í annað og segist vera fæddur á Miðeyjarhólmi í Landeyjum 10. apríl 1899. Foreldrar hans voru Sigurveig Sveinsdóttir, ættuð frá Hlíðarenda í Fljóts- hlíð, og Hallgrímur Brynjólfsson, frá Litlu-Heiði í Mýrdal. Þau bjuggu í Lan- deyjum fyrstu búskaparár sín, en fluttu árið 1903 austur að Felli í Mýrdal. Þá var Vilhjálmur þriggja ára. Morgunblaðið/Ásdís VILHJÁLMUR HALLGRÍMSSON „Ég man vel eftir þessu ferðalagi," segir hann. „Við gistum hjá frægum manni, Þorvaldi Björnssyni á Þorvaldseyri. Hann var eiginlega kóngur þeirra Eyfellinga og átti flestar jarðir. Karlinn er mér í fersku minni þrátt fyrir að síðan séu liðin 94 ár. Þetta var myndarlegur karl sem gat verið ákaflega frek- ur og ráðríkur og mikill peningapúki." Ferðalagið tók tvo daga og þrátt fyr- ir ungan aldur var Vilhjálmur látinn ríða fylfullri meri austur að Skarðshlíð. Þá var hann orðinn svo þreyttur að seinni daginn var „skrýtinn" karl úr Skarðshlíð fenginn til að reiða hann austur að Felli. Renndi sér niður handriðið „Fell hafði verið prestssetur í aldaraðir," segir Vilhjálmur. „Síðasti prestur- inn flutti þaðan á sama tíma og við settumst þar að. Þau voru ekki farin úr húsinu þegar okkur bar að garði og ég man að ég var á sama aldri og lítil dóttir þeirra. Hún átti stól sem passaði alveg fyrir litla bossann á mér.“ Öfugt við baðstofuna í Miðeyjarhólmi var tvílyft timburhús á Felli. Það hafði verið byggt úr tveimur kirkjum, Sólheima- og Dyrhólakirkju. „Okkur fannst þetta stóra hús nýstárlegt. Ég man t.d. að við Sveinn, bróðir minn, lékum okkur að því að fara upp stigann og renna okkur niður handriðið." Ári síðar tók faðir Vilhjálms efri hæðina af húsinu. Ástæðan var sú að byggingin var ótraust og það gat verið vindasamt á Felli. Hann var hræddur um að húsið myndi fjúka. Eftir stóð neðri hæðin og kaldari. Vilhjálmur var sautján ára þegar hann fór fyrst til Vestmannaeyja. Þá var mótorbátaútgerðin að ryðja sér til rúms. Vilhjálmur vann við beitingu og seg- ir að skúrarnir hafi verið kaldir: „í þeim var einfalt bárujárn og það gat ver- ið sóðaleg og kaldsöm vinna að grufla á ískaldri beitunni í 10 til 12 stiga frosti." Þegar Vilhjálmur var um tvítugt fékk hann pláss á enskum togara sem gerður var út frá Hull með íslenskum yfirmönnum og flatningsmönnum. „Þá leiðina komst ég til Englands um vorið, - í mína fyrstu utanlandsreisu,“ seg- ir Vilhjálmur. „Það þótti aldeilis ævintýri fyrir sveitastrák eftir fiskiríið um vertíðina að komast í bjórinn og sjá stelpurnar." Eftir stundarumhugsun bætir hann við: „Ég var nefnilega svo saklaus að ég gerði ekkert nema horfa.“ Ásdís ljósmyndari hefur ekki setið auðum höndum meðan á samtalinu hef- ur staðið og nú lítur Vilhjálmur upp, hrósar henni og segir gáskafullur: „Ef ég hefði betri sjón færi ég að verða skotinn í henni.“ Vilhjálmur var þrítugur þegar hann hætti til sjós. Þá fór hann að læra raf- virkjun hjá Jóni Ormssyni og varð það hans ævistarf. Hann fékkst þó við ýmislegt fleira og settist ekki í helgan stein fyrir en hann var kominn yfir áttrætt. Vilhjálmur segir að árin hafi ekki verið lengi að líða. Ekki einu sinni í ell- inni. Það þakkar hann því að börnin hans, Árni og Ragna, hugsi vel um sig. Einnig því að hann eigi hægt með að vera einn. „Mér liði vel þótt ég sæi ekki nokkurn mann allan daginn.“ Vilhjálmur giftist Huldu Ragnheiði Jónsdóttur árið 1924. „Hún var afbragðs- kona,“ segir hann og ljómar í framan. Loksins búinn að fínna verðugt umræðu- efni. „Hún fæddist í Reykjavík en var tekin í fóstur á Giljum í Mýrdal á unga aldri.“ Hann er íbygginn þegar hann bætir við: „Við kynntumst í Mýrdalnum." „Það er hvað undan öðru þar,“ segir Ragna, dóttir hans, í gamansömum tón. Hún er ekki langt undan meðan á viðtalinu stendur. Blaðamanni leikur hins vegar forvitni á að vita hvernig þau hjónakornin kynntust. „Eins og gengur og gerist í sveitinni,“ svarar Vilhjálmur hóglega. „Þetta gerist á böllun- um.“ 1904 - Alþingi samþykkir að gera tilraunir með hvort tiltækilegt væri að nota bif- reiðar á vegum á íslandi. Fyrsta bifreiðin er því keypt til landsins. f umsögn um til- raunina segir: „Gengur vagninn heldur báglega, bil- ar oft, og er vélin of afllítil til þess að bifreiðin komist upp brekkur, sem eru nokk- uð brattar." 1905 - Spíritismi nemur land á íslandi. Reykjavíkur- blöðin eru langt frá því að vera á sama máli um þetta nýja hugðarefni landans. „Þetta, sem áminnstu bæjarskrafi veldur, er ekki • annað en það, að hér er far- ið nýlega að fást við sams konar tilraunir til að hafa tal af framliðnum, sem altíðkað- ar eru orðnar um allan heim ... Því veldur gersamlegur ókunnugleiki almennings hér á fyrrnefndum tilraun- um, að þeim er blandað sam- an við draugatrú og særing- ar,“ segir blaðið ísafold. 1906 — Konungur vor, Rrist- ján IX., andast í aðseturshöll sinni, Amalíenborg í Kaup- mannahöfn, mánudaginn 29. janúar á 88. aldursári. Hinn nýi konungur vor, Friðrik VIII., tekur við ríki eftir föð- ur sinn látinn. 1907 - Friðrik VIII heim- sækir ísland ásamt syni sín- um, Haraldi prins, og 40 dönskum ríkisþingmönnum. Hann undirritar „konung- lega auglýsingu um nefndar- skipun viðvíkjandi stöðu ís- lands í veldi Danakonungs". 1908 - „Málverk hafa nú verið sýnd um tíma í G.T.- húsinu uppi. Flest lancíslags- myndir. Maðurinn, sem hef- ur málað þau, heitir Jóhann- es Sveinsson [Kjarval]. Það er gamla sagan, sem hér endurtekur sig. Maður með óslökkvandi löngun til þessarar listar fær liti og léreft og fer að mála tilsagn- arlaust. Enginn kostur er á tilsögn. Tvennt er það, sem mest ber á, er litið er á þessar myndir. Það er eðlisgáfan og lærdómsleysið. Nánar á ekki við að lýsa þeim. Eðlisgáfan er ríkari en menn eiga að venjast lyá þeim, sem bera þetta við. Kunnáttuleysið er ekki meira en við er að búast. Þessi einkenni bera flestar fagrar listir hjá þessari þjóð - einkenni ótaminna gáfna. Hvað verður nú íslandi úr þessu listamannsefni?" 1909 - Björn Jónsson, rit- stjóri, tekur við ráðherra- embætti þrátt fyrir að það hafi algerlega verið á móti vilja konu hans, frú Elísabet- ar Sveinsdóttur. „Þegar víst var að svo yrði, hafði hún sagt: „Það getur verið, að húsbóndinn hérna ætli að verða ráðherra, en ég ætla mér ekki að verða ráðherra- frú.“ - Það hefur orðið að samkomulagi, að Sigríður dóttir þeirra hjóna standi fyrir opinberum veizlum.“ 1910 - Þau stórtíðindi ger- ast að samþykkt er frumvarp á Alþingi um bann á aðflutn- ingi áfengra drykkja. Aðeins. eitt þjóðþing í heimi hefur samþykkt slíkt bann áður. Það var þing Finna, en þeim lögum var synjað staðfest- ingar af Rússakeisara. Að- flutningsbannið gengur í gildi 1912 ogsölubann 1915. • Unnið upp úr Öldinni okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.