Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LIF Pachinko-spilið heillar japanska spilafíkla ÉG STÓÐ fyrir utan „Jumbo" Pac- hinko spilasal og velti því fyrir mér hvernig ég ætti að ná góðum mynd- um. Ég var búinn að fara á marga staði áður en ég kom á þennan og hafði gengið frekar erfiðlega. Yfir- leitt var ég varla búinn að munda vélina fyrr en verðirnir komu ask- vaðandi, undarlega áfjáðir að stöðva þetta tiltæki. Drykkjuþrútin andlit þeirra og rámar viskíraddirn- ar komu mér til að hugsa um sögu- sagnir um ítök „yakusa", japönsku mafíunnar. Vissulega gerði þetta myndatökuna meira spennandi, en það hafði þá leiðinlegu aukaverkun að sjaldan náðust nema örfáar myndir á hverjum stað. Það var þess vegna sem ég stóð allgóða stund fyrir utan ogskipu- lagði innrásina i „Jumbo". Ég tók myndir af neonljósunum fyrir utan. Þau flöktu tryllingslega í öllum regnbogans litum, rétt eins og líf þeirra væri að veði ef þau gætu ekki náð athygli allra sem framhjá færu. Í kvöldmyrkrinu var skiltið reyndar svo áberandi, að það hlaut að þurfa blindan mann til að sjá það ekki. Öll forhliðin fyrir neðan það var úr gleri, og innan úr salnum vörpuðu neonljósin bláhvítri birtu sinni á fólkið sem framhjá gekk. Það glampaði á bílakösina sem streymdi i báðar áttir eins hratt og kringumstæður leyfðu. Ljósin voru i ýmsum litum. Bláar, rauðar og gular perur mynduðu mynstur í speglaklæddu lofti og veggjum. Nokkur hundruð kúluspil stóðu í þéttum röðum og þröngur gang- vegur á milli þeirra. í spilasölum í Japan situr fólk á öllum aldri í stór- um spilasölum og spilar Pachinko; kúlnaspil áþekkt svokölluðu flipp- erspili, sem voru algeng í leikjasölum í Reykjavik fyrir fáum árum. Hlér Guðjónsson prófaði spilið og mundaöi ljós- myndavélina þess á milli. Tilbreytingarsnauöur leikur, en stórfenglegar umbúðir Ég lagði til atlögu. Sjálfvirk renni- hurð opnaðist góðfúslega og gersam- lega ærandi hávaði mætti mér í dyr- unum. Það drundi i hundruðum spila- kassa, og æstar raddir hrópuðu í hátalara. Glymjandi rokktónlist hamraði ofaní allt saman. Ég ákvað að prófa spilið og varð hissa, þegar ég uppötvaði hvað leikurinn var til- breytingarsnauður, í samanburði við stórfenglegar umbúðirnar í kringum hann. Svo að lesandinn geti fengið ein- hverja hugmynd um það hvernig spilið fer fram, er helst að líkja því við flipperspilin. Fyrir fáum árum var þau að finna í öllum leikjasölum Reykjavíkurborgar, og flestir muna sjálfsagt eftir þeim. Pachinkospilið er ekkert ósvipað að sjá, en það er samt heldur minna og stendur lóð- rétt. Það er að því leyti frábrugðið flipper, að það er ekki með nokkru móti hægt að stýra kúlunum. Með góðum skammti af heppni, lendir ein af kúlunum í gati sem gefur vinn- ing, og þákoma fleiri veltandi niður í skálina. Ég skellti nokkrum hundr- aðköllum í vélina, og í staðinn hellti hún kúlum í skál sem var framan á henni. Síðan innbyrti hún þær allar sjálfkrafa aftur og skaut þeim upp, en það varð svo til þe^ss, að þær ultu aftur inn í vélina. Ég fékk aldrei nema allra lægstu vinninga, og það eina sem ég hafði upp úr hundrað- köllunum sínum var að fá að sjá vélina éta kúlurnar. Fullur vonbrigða gaf ég mig á tal við manninn sem sat við hliðina á JUMBO Pachinko, Ueno, Tokyo. Morgunblaðið/Hlér Guðjónsson SKRIFSTOFUMENN lífga upp á tilveruna og spila á leiðinni í vinnuna. mér. Þetta var miðaldra kall í gráum jakkafötum. Hann var greinilega að koma af skrifstofunni, því að skjala- taskan stóð á gólfinu við fætur hans. Hann keðjureykti, og öskubakkinn, innbyggður í spilatækið, var barma- fullur af stubbum. Hann leit aldrei upp á meðan hann talaði við útlend- inginn. Augun voru fest á seyðandi flaum kúlnanna sem runnu gegnum tækið, og það var eins og hann væri dáleiddur, sálin væri komin yfir á annað tíðnisvið, þar sem Pac- hinko konungur ræður öllum ríkjum. Ég reyndi að fá uppúr manninum hver væri leyndardómurinn á bakvið kúlnahauginn sem hann hafði safn- að sér.. Með semingi upplýsti hann, Konan, líkami hennar og og sál í bók dr. Stoppard ÁRÞÚSUNDALÖNG þróun hefur gert nú- tímakonur að einum flóknustu, skynsöm- ustu og tilfinningarík- ustu lífverunum," segir í Kvennafræðaranum, leiðarvísi um lífíð, sem Forlagið og Mál og menning gáfu út í þessum mánuði. Bókin er eftir dr. Miriam Stoppard og fjallar meðal annars um til- finningar, vitsmunalíf, kynlíf og heilsufar kvenna auk ítarlegrar umfjöllunar um kven- líkamann. Kvennafræðarinn, sem er þýddur af Guðrúnu Svansdóttur, er 224 blaðsíður i stóru broti með 800 lit- myndum og skýringamyndum til viðbótar. Kaflarnir heita: Líkami konunnar, vitS' munaveran, kynver- an, heilbrigða konan, frjósama konan, þungaða konan, eldri konan og frá barni til konu. Hér verður stiklað á síðum bókarinnar. APHRA Behn. ? Nefið hefur mikil- vægu hlutverki að gegna hjá ýmsum þjóð- flokkum. Eskimóar og maórar heilsast með nefinu (nefín rétt snertast en ekki núið saman eins og margir halda). í Afríku, á Ind- landi og meðal amer- ískra indíana tíðkast íburðarmikið nefskaut. Nefskraut hefur einnig öðlast vinsældir í hin- um vestræna heimi, þó það takmarkist að mestu við þjóðarbrot og minnihlutahópa, pönkara og mótor- TVIBURAR. DRAUMANEFIÐ. Hið „fullkomna nef er með 36° til 40° halla miðað við and- litið. 90° til 120° upp frá efri vörinni. Grace Kelly var með „fullkomið" nef. hjólagengi. Á vesturlöndum eru menn gagnteknir af litlu barnalegu kvennefi og þess vegna eru algeng- ustu lýtalækningarnar nefaðgerðir. ? Meðalhæð íslenskra kvenna er 167,5 cm. Til samanburðar er með- alhæð kvenna af Watusi ættflokknum í Rúanda 178 cm og meðalhæð Mbuti kvenna í Zaire 135 cm. Mesti hæðarmun- ur milli kvenna er um 60 cm. Munur á meðal- hæð kvenna og karla er aðeins 7,5-12,5 cm. Þessi sáralitli munur hefur samt átt þátt í að móta hugtökin „kven- legur" og „karlmannlegur" varðandi Iíkamshæð. Smæðin er talin kvenleg en karlmenn þykja því karl- mannlegri sem þeir eru hávaxnari. Margar konur leita sér af þessum sökum að maka sem er a.m.k. sjónarmun hærri en þær sjálfar. Lengi var litið á mjög hávaxnar konur sem ókvenlegar en það viðhorf er sem betur fer mjög á undanhaldi. ? Líkurnar á eineggja tví- burum virðast vera algjör- lega tilviljunarkenndar. Þó virðist sem í einstaka fjöl- skyldum sé eiginleikinn al- gengur. Tilkoma tvíeggja tvíbura er vegna þess að konan hefur tilhneigingu til að losa fleiri en eitt egg við egglos. Þessi eiginleiki getur verið arfgengur (tví- eggja tvíburar virðast oft liggja í ættum og erfist frá móður til dóttur) eða ein- staklingsbundinn. Líkur á tvíeggja tvíburum, ef eiginleikinn er ekki í ættinni, aukast fram að hálffertugu og minnka svo aftur. Líkurnar virð- ast einnig meiri ef konan er hávax- in, þrekleg og frjó. Eftir því sem kona á fleiri börn virðast líkurnar á tvíeggja tvíburum aukast. ? Skáldkonan Aphra Behn varð jafn þekkt á sínum tíma og sam- tímamaður hennar William Shake- speare. Hún samdi fyrstu skáldsög- una á ensku árið 1680, en orti jafn- framt ljóð, samdi eitt leikrit á ári um nærri tuttugu ára skeið og þýddi franskar bókmenntir. Hún var líka heimshornaflakkari og starfaði um skeið sem njósnari. Behn er fyrsta konan sem vitað er til að hafi lifað af ritstörfum. ¦ Utlitið vegur þungt „TISKU- og útlitsráðgjafi á að geta veitt ráðgjöf um hvernig fólk á að vera klætt og hafa þekkingu á framleiðslu sem er seld," segir Anna F. Gunnars- dóttir útlitshönnuður. Hún rek- ur útlitsráðgjöfina Anna og út- litíð og hefur unnið sem hönnuð- ur og ráðgjafi um klæðnað fólks og útlit og einnig um umhverfi verslana og á vinnustöðum. Hún hefur nú stofnað skóla sem mun hefja starfsemi um miðjan sept- ember. „Námskeiðið er tveggja anna hagnýtt nám og miðast að því að gera nemendur sem hæf- asta fyrir verslunarstjórn og afgreiðslustörf." Anna segir að námið verði fjölbreytt og muni gagnast nemendum á ýmsan hátt. „Á fyrri önninni verður kennd formfræði þar sem sett er sam- an mismunandi útlit á fatnaði eftir lífstíl. Einnig er fólki kennt hvernig á að meta efnis- gerðir rétt og þurfa nemendur að geta séð hvort að flík sé vönduð og vel unnin, en til að geta það læra þeir að sauma undir handleiðslu klæðskera. Til að f ólk sé sem best í stakk búið til að geta stjórnað verslun verður kennd markaðsfræði, bókfærsla skatt- og tollskýrslu- gerð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.