Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Ljósmvnilir/Ingvar H. Guðmundsson FORRETTURINN sjávarréttur í tómatseyði, sjá uppskrift. Aðalrétturinn lambahryggur og uunbatunga. EftirrétturuHi súkkulaðimús. Þessir þrír réttir fengu silfurverðlaun á Olympíuleikunum í flokknum um heitarétti. MATREIÐSLUMEISTARAR í íslenska landsliðinu yöktu at- hygli fyrir fagmennsku á Ólympíu- leikunum í matargerð, sem fram fóru í Berlín daganna 7.-12. sept- ember. íslenska landsliðið vann til silfur- verðlauna í flokknum um heita rétti og fékk brons í köldum réttum. Landsliðið skipuðu Örn Garðarsson liðsstjóri, Friðrik Sigurðsson, Sturla Birgisson, Guðmundur Guð- mundsson, Ragnar Wessmann, Snæbjörn Kristjánsson, Þorvarður Óskarsson og Jón Arilíusson. Þrjátíu og sex þjóðir kepptu í Berlín eða rúmlega eitt þúsund matreiðslumeistarar. Héðan fóru 65 íslendingar, sumir til að vera með, aðrir til að hvetja. Undu sér ekki hvíldar Orn Garðarsson segir að eftir að liðið kom til Berlínar á föstudegin- um hafi varla unnist hvíldarstund. Þeir bjuggu sig undir keppni í heit- um réttum á laugardeginum 6. september alveg fram á nótt, fengu aðeins um klukkustundar svefn. Og klukkan fimm á sunnudags- nótt var landsliðið mætt með hrá- efnið í sýningarhöllina til að stilla upp eldhúsinu sínu og byrja elda- mennskuna. Klukkan ellefu átti allt að vera tilbúið. Dómarar fylgdust með liðunum og gáfu þeim stig meðal annars fyrir undirbúning, vinnu á staðnum, nýtingu á hráefni, næringarlega samsetningu o.fl. Matreiðslumeistarnir sváfu svo frá fimm til ellefu um kvöldið og unnu sleitulaust til hádegis næsta dag. „Yið sváfum svo um daginn," segir Örn, „og hófum aftur vinnu klukkan sex síðdegis." Síðasta sólarhringinn var lands- liðið við matargerðina. „Við byrjuð- um á miðnætti á þriðjudeginum og hættum ekki fyrr en eftir 27 tíma vinnu til að skila kalda matnum. „Þetta var feikilega strembið en rosalega gaman," segir hann, Ljósmynd/Magnús Hjörleifsson ÞORVARÐUR Oskarsson Hótel Loftleiðum, Ragnar Wessmann Hótel Sögu, Jón Arilíusson og Sturla Birgisson Perlunni, Friðrik Sigurðsson Hótel Hvolsvelli. Sitjandi: Guðmundur Guðmundsson Hótel Sögu, Orn Garðars- son Hótel Borg og Snæbjörn Kristjánsson Fiðlaranum Akureyri. Islenska landsliðið í Berlín á s Olympíuleikum matreiðslumeistara „enda um góðan hóp að ræða." Niðurstaðan var silfur fyrir heita matinn og tvö brons og eitt viður- kenningarskjal fyrir kalda borðið. Kalda og heita borðinu var skipt í nokkra þætti, meðal annars for- rétt, aðalrétt og eftirrétt. Lið þurfa að ná ákveðnum stigafjölda til að geta fengið verðlaun og því geta fleiri en ein þjóð fengið gull, silfur eða brons. Leikarnir hafa víótæk áhrif Örn Garðarsson segir Ólympíu- leika í matargerðarlist ávallt marka tímamót í matreiðsluheim- inum, enda fari upprennandi mat- reiðslumeistarar á sýninguna til að nema strauma og stefnur. Örn segir að íslendingarnir hafi lagt áherslu á lífrænt ræktað hrá- efni. „Það var okkar aðalsmerki," segir hann og að þeir hafi fengið mörg stig út á það ásamt góðri nýtingu á hráefni og hollustunni. Þjóðlegi rétturinn sem íslenska liðið sýndi var lúðusúpa í forrétt, saltkjöt og baunir í aðalrétt og ávextir og skyrís í eftirrétt. Þess má geta í lokin að íslenska liðið matreiddi fjölmarga rétti og sýndi á borði skreyttu með vikri, sem minnti gesti á eldfjallalandið. Ragnar Wessmann gefur hér til hægri lesendum uppskriftina að silfur-forréttinum. Gunnar Hersveinn NÓMSKEIÐIPOSTUUNSDUKKUCERÐ <ydá> tu^ auÁAuae/Hfaj^ de/fia/ita/iúi ¦Je6ná> yBföfÁsýS&terse/ii sími> óóij /ó&4 í sátt við umhverfið Aurion Barnagraufar * hrein náttúruafurð úr lífrænt ræktuðu korni * bragðgóðir og næringaríkir demeter gæðavottun Útsðlustaðir: Yggdrasill, Kárastíg 1, Hagkaup, Kringlunni, Heilsuhúsið, Kringlunni. FORRETTUR ISLENSKUR FISKURÍ TÆRU TÓMATSEYÐI 280 g karfí 280 g bleikja 230 g humarhalar 280 g hörpuskel með lifur 10 /orlaukar 20 finguls-iengjur (fennel) 1 búnt ireinse'ja 20 o;tap',ó".ar Hreistrið karfann og bleikjuna. Brúnið karfann og bleikjuna ásamt skelflettum humarnum á rifflaðri pönnu. Raðið fiskinum í skammta í ofnskúffu, penslið með olíu sem í er hakkað basil, og haldið köldu þar til að eldun kemur. Kryddið með nýmöluðum pipar og sjávarsalti. Takið híðið af tómötunum, kjarnið og skerið í lauf. Hreinsið, skerið vorlaukinn og forsjóðið. Slítið steinseljuna af stilkunum og djúpsteikið í mjög heitri olíu. Leggið á pappírs-servíettu og stráið salti yfir. Pullbakið fiskinn og hitið grænmetið í ofni við vægan hita. Raðið smekklega í djúpan diskinn og hellið tæru seyðinu varlega yfir. Framreitt með ostaprjónum VERÐLAUNA- SEYÐIÐ ] ,5 kij tón 100 g tómatamauk 1 meoalstór laukcr 3 h ítlauksrif 4 síilkar ni biaðsei'U 1 -2 gulrætur 2 búnt steinseljustilkar 2 iítrar af fisksooi 1 flaska af sætvíni (Sauternes) 10 eqqiahvítur Hakkið grænmetið og blandið út í fisksoðið ásamt sætvíninu. Þeytið eggjahvíturnar í soðinu og kryddið til. Sjóðið hratt upp, dragið til hliðar og látið sjóða við vægan hita. Sigtið þá soðið í gegnum sigtudúk þegar eggjahvítan er hleypt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.