Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAN D S M A N N A INroeraiHb&Ífr 1996 HANDKNATTLEIKUR FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER BLAÐ C Kristján Arason, þjálfari Wallau-Massenheim, eftirtap gegn Essen „Patrekur skaut okkur á kaf" KRISTJÁN Arason og lærisveinar hans hjá Wallau-Massenheim mættu ofjarli sínum þegar þeir heimsóttu Essen á miðvikudags- kvöldið tií að leika í 1. deildarkeppninni í Þýskalandi. Þar hittu þeir fyrir Patrek Jóhannesson í vfgamóði; að hætti víkinga frá fyrri ti'ð. „Patrekur var okkur erf iður, hann hreinlega skaut okkur á kaf," sagði Kristján. Við lögðum áherslu á að stöðva Hvít-Rússann Aleksandr Tutschkin og tókst okkur það mjög vel, vorum 4 mörkum yfir í leikhléi, 12:16, og leiddum lengi vel framan af í seinni hálfleik. Það var þá sem Patrekur fór á ferðina og töframað- urinn Stefan Hecker sagði lok, lok og læs. Hann varði fjórum sinnum skot frá okkur úr dauðafærum og gaf okkur síðan langt nef með því að verja vítakast. Patrekur, sem lék mjög vel í vörninni, skoraði mörk í óllum regnbogans litum — 4 úr víta- köstum, með þremur góðum lang- skotum, eitt úr hraðaupphlaupi, tvö með gegnumbrotum og brá sér inn á línuna til að skora 1 mark. Þá átti hann hnitmiðar sendingar, sem vörn okkar átti erfitt með. Það er mjög gott fyrir Patrek að SJONVARP byrja eins vel og hann hefur gert, skora 19 mörk í tveimur fyrstu leikj- um sínum. Þessi góða byrjun hefur tekið alla pressu af honum og hann naut sín svo sannarlega fyrir framan hátt í þrjú þúsund áhorfendur í Ess- en. Patrekur, Tutschkin og Hecker eiga eftir að leika stór hlutverk hjá Essen í vetur," sagði Kristján, sem var ekki ánægður með leik sinna manna. „Við lékum vel í fyrri hálfleik, illa í þeim síðari. Við erum með marga góða einstaklinga, en eigum eftir að fínpússa ýmislegt. Tveir af nýjum leikmönnum okkar voru lítið með á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla, Rússinn Dimitri Torgow- anow og Frakkinn Frederic Volle, ásamt þýska landsliðsmanninum Mike Fuhrig," sagði Kristján. KKI semur við Stöð 2 og Sýn Stjórn Körfuknattleikssambands íslands ákvað á fundi í gær- kvöldi að ganga til samninga við Stöð 2 og Sýn um sýningar frá inn- lendum körfuknattleik næstu árin. Samningurinn verður til 5 ára og tekur bæði til landsleikja og deildar- og bikarleikja. Stöðvarnar greiða, skv. heimildum Morgunblaðsins, tæpar 15 milljónir króna á samnings- tímanum skv. tilboði. Um verður að ræða svokallaðan forgangsréttarsamning, þannig að aðrar stöðvar geta sýnt frá körfu- boltaleikjum en Stöð og Sýn hafa alltaf forgang - geta því valið leiki, og öðrum stöðvum verður ekki heim- ilt að sýna þá. Hart er nú barist á sjónvarpsmarkaði hérlendis um íþróttaefni. Ríkissjónvarpið og Stöð 3 hafa keypt einkarétt til sýninga frá handbolta næstu fjögur árin eins og greint var frá í blaðinu í gær og nánar í dag og Stöð 2 hefur nælt í einkarétt á sýningum frá aksturs- íþróttum næstu árin og þátturinn Mótorspprt, sem verið hefur á dag- skrá RÚV undanfarið, flyst því yfír á Stöð 2 næsta sumar. Hreyfingin / C4 Stöð 2 / C4 PATREKUR Jóhannesson hefur byrjað keppnistímabilið f Þýskalandi glæsilega. Kristján Arason þjálfarl Wallau Mass- enhelm hælir honum á hvert reipl fyrir frammlstöðuna. Birgir Leif- ur lék frá- bærlega BIRGIR Leifur Hafþórsson, hinn ungi Íslands- meistari frá Akranesi, lék frábærlega í gær á Opna ítalska mótinu í golfi. Hann lék völlinn á 65 höggum, f jóruni hSggum undir pari og mun því taka þáttí holukeppninni sem hefst í dag. „Strákurinn lék stórkostlega og við látum okkur nægja að gleðjast yfir hans skori," sagði Björg- vin Þorsteinsson, sem lék á 78 höggum í gær og komst ekki áfram í hóp þeirra 32 bestu. „ Ánna r s bætti ég mig um sex högg frá því á fyrsta hring og er því á réttri ieið, hefði verið orðinn góður á sunnudaginn," sagði BjSrgvin í léttum tón í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Birgir Leifur fékk 7 fugla á hringnum og þrjá skolla og hefði þvi hæglega getað komið inn á enn lægra skori. í dag leika 36 bestu holu- keppni, 18 holur, fyrir há- . degi ogeftir hádegi þeir 16 bestu. Á laugardaginn verða átta fyrir hádegi og undan- úrslitin eftír hádegi og á sunnudaginn verður 36 holu úrslitaleikur, einnig holu- keppni. „ Við verðum þar," sagði Björgvin en hann ætl- ar að vera kylfusveinn hjá Birgi Leifi í holukeppninni. Birkir undir smásjánni BLÖÐ í Bergen hafa sagt frá þvi að Birkir Kristínsson, landsliðsmarkvörður íslands, sé undir smásjánni hjá félög- um utan Noregs. Sagt hefur verið frá þvi að „njósnarar" frá hollenska liðinu FC Twente Enschede hafi gert sér ferð tíl Bergen á dðgun- um tíl að fylgjast með Birki og einum varnarmanni Brann. Þá hefur verið sagt frá „njósnurum" frá enskum liðum, sem eru orðnir dag- legir gestir á norskum knatt- spyrnuvöllum. Brann seldi t.d. fyrirliða sinn, varnar- manninn Klaus Lunde- kvamm, til Southampton á dögunum og hjá liðinu er einnig er miðherjinn Thoren Andre Flo, bróðir Jostein Flo, tíl reynslu. Frode Grodás, landsliðsmarkvðrð- ur Noregs, sem leikur með Lillestrðm, er á fðrum til Chelsea. Hann hefur verið lánaður tíl Lundúnarliðsins út árið, þar sem rússneski landsliðsmarkvðrðurinn Dmitri Kharin er meiddur. Rúnar skoraði RÚN AR Kristinsson, lands- liðsmaður i knattspyrnu, kom Örgryte á bragðið, þeg- ar hann skoraði í sigurleik gegn Falkenberg i sænsku bikarkeppninni, 3:1. Örebro vann Vesterás 2:1 á útivelli, eftír framlengingu. Pétur Marteinsson og félagar hjá Hammerby fögnuðu sigri á Enköping, 2:0. Einar Brekk- an skoraði ekki þegar Sirius vann Ope á útívelli, 2:1. KNATTSPYRNA: NORSKILANDSLIÐSÞJALFARINN KANNAR MAL BIRKIS / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.