Morgunblaðið - 20.09.1996, Side 3

Morgunblaðið - 20.09.1996, Side 3
KNATTSPYRNA 2 C FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ URSLIT IÞROTTIR Mogunblaðið/Björn Blöndal Ánægja með „íslands- pakkann"í Wuppertal WUPPERTAL, sem leikur í 2. deildar- keppninni í handknattleik i Þýska- landi, er spáð góðu gengi og baráttu um sæti í 1. deild. Þjálfari liðsins er Viggó Sigurðsson og með honum fóru tveir íslenskir landsliðsmenn, Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson úr Vad, og Rússinn Dimitri Filippov, sem lék undir stjórn Viggós hjá Stjörn- unni. Wuppertal vann fyrsta leik sinn í 2. deild - gegn Duderstadt 25:23 á heimavelli um sl. helgi. Filippov skor- aði 12/4 mörk í leiknum, en hann var að skora þetta tiu mörk í æfingaleikj- um fyrir deildarkeppnina. Ólafur skoraði 3 mörk, Dagur lék ekki, þar sem hann meiddist á æfingu tveimur dögum fyrir leik og handarbrotnaði. „Ég ræddi við þýska landsliðsmann- inn Stefan Schön, sem leikur með Wuppertal, á dögunum og sagði hann mér að menn væru mjög ánægðir með „íslandspakkann" í Wuppertal,“ sagði Kristján Arason. Báðir heima hjá Haukum HAUKAR munu leika báða leiki sína í Borgarkeppni Evrópu í handknattleik karla hér á landi. Mótherjar Hauka verða Martve Tibilisi frá Georgíu og hafa fé- lögin náð samkomulagi um að báðir leik- irnir verði hér á landi, sá fyrri laugardag- inn 19. október og hinn daginn eftir. Tvö vilja upp, ekkert niður SÍÐASTA umferðin í 2. deild- inni í knattspyrnu verður í dag og hefjast leikirnir að þessu sinni klukkan 17.15. Tvö lið berjat um að fylgja Fram í 1. deild og þrjú lið um að falla ekki niður í 3. deild. Framarar eru komnir upp og leik- ur þeirra við FH í Hafnarfirð- inum skiptir í raun engu máli því Hafnfirðingar eiga ekki möguleika á að komast upp. Þar stendur bar- áttan á milli Skallagríms úr Borgar- nesi, sem er í öðru sæti með 34 stig, og Þróttar úr Reykjavík, sem hefur stigi minna í þriðja sæti. Skallagrímur fer til Húsavíkur, en Völsungur er í bullandi fallhættu og verður að vinna ætli liðið sér að halda sér í deildinni. Þróttur tek- ur hins vegar á móti Víkingi og ætti að sigra og fá þar með 36 stig. Sigri Skallagrímur á Húsavík eru ailar línur skýrar. Skallagrímur fylgir Fram í 1. deild og Völsungur fylgir Leikni niður í 3. deild. Sigri Völsungur hins vegar getur ýmislegt gerst. Þróttur er þá vænt- anlega kominn í 1. deild, miðað við þær forsendur að liðið sigri Víking. Víkingur er þá með 18 stig og 11 mörk í mínus, að viðbættum úrslit- um leiksins við Þrótt. Völsungur væri þá einnig kominn með 18 stig og 16 mörk í mínus fyrir ieiki dags- ins og ÍR er einnig með 18 stig fyrir leik dagsins, en Breiðhyltingar leika á Akureyri gegn KA. ÍR er með 17 mörk í mínus fyrir leikinn. Af þessu má ljóst vera að það verður víða barist um kvöldmatar- leytið í dag þegar línur verða farn- ar að skýrast um hvaða lið fylgir Fram upp og hvaða lið fylgir Leikni niður. ÍR-Bretamir farnir heim BRETARNIR tveir, sem spilað hafa með ÍR í annnarri deildinni í sumar, verða ekki með í dag. Ian Ashbee og Will Davies, eru á samningi hjá Derby og voru lánað- ir til ÍR en enska liðið vildi fá þá heim. Forráðamenn ÍR reyndu hvað þeir gátu til að halda þeim fram yfir leikinn í dag en það fékkst ekki. spyrnudeildarinnar, Sigur- vin Jónsson markvörður liðsins, Jón Þórir Jónsson, leikmaður og þjálfari Dal- víkinga, Gísli Bjarnason leikmaður liðsins og Gunn- laugur Gunnlaugsson sljórnarmaður knatt- spyrnudeildar. Knattspyrna Portúgal Meistarakeppni, seinni leikur. Lissabon: Porto - Benfica..................5:0 Artur Oliveira (3.), Edmilson Pimenta (43.), Jorge Costa (46.), Arnold Wetl (57.), Ljub- imko Drulovic (85.). 30.000. ■Porto vann samanlagt 6:0.. Frakkland Auxetre - Nantes..................2:2 Laslandes (19.), Diomede (37.) — N’Doram 2 (30., 44.). 7.000. Skotland Dregið í undanúrslit í deildarbikarkeppn- inni: Dunfermline - Rangers Hearts - Dundee Körfuknattleikur Evrópudeildin. A-RIÐILL: Aþena, Gríkklandi:- Panionios - CSKA Moskva........72:67 Gerd Haming 17, Mitehel Wigins 16, Ge- orge Bosganas 12 - Sergei Panov 19, Marcus Webb 11. 5.000. Istanbúl, Tyrklandi: Ulkerspor - Stefanel Mílanó....67:73 Dan Godfread 20, Harun Erdenay 13, Or- hun Ene 10 Stefanel Milano - Bowie 18, Portaluppi 15. 5.000. Limoges, Frakklandi: Limoges - Maccabi Tel Aviv.....62:69 Vern Fleming 17, Yann Bonato 13 Maccabi - Oded Katash 19, Randy White 17. 3.500. B-RIÐILL: Aþena, Grikklandi: Olympiakos - Alba Berlín.......64:67 David Rivers 18, Dragan Tarlac 15 - Sasa Hupman 20, Hening Hamish 11. 7.000. ■Willy Anderson, fyrrum NBA-leikmaður hjá Olympiakos, sem gekk til liðs við liðið fyrir keppnistímabilið, skoraði aðeins átta sig. Hann á eftir að aðlaga sig körfuknatt- leiknum í Evrópu. Zagreb, Króatíu: Cibona - Estudiantes (Spáni)....81:66 Davor Marcelic 22, Damir Mulaomeruic 18, Slaven Rimac 17 - Juan Aisa 13, Ignacio De Miguel 13. 4.000. Bologna, Ítalíu: Bologna - Charleroi (Belgíu)....87:78 Crotty 21, Myers 22, McRae 15 - Ellis 21, Cleymans 14. 4.500. C-RIÐILL: Leverkusen, Þýskalandi: Leverkusen - ASVEL (Frakkl.)....66:79 Kevin Pritchard 21, Tony Dawson 11, Den- is Wucherer 10 - Brian Howard 20, Delany Rudd 16, Jim Bilb^ 14. 1,500. D-RIÐILL: Istanbúl, Tyrklandi: Efes Pilsen - Virtus Bologna (ítal.) ..75:60 Petar Naumaski 17, Ufuk Sarca 15, Tamer Oyguc 10 - Arijan Komazec 15, Zoran Savic 10, Prelevic 10. 5.000. Moskva, Rússlandi: Dynamo M. - Pau-Orthez (Frakkl.) ..70:65 Dmitry Shakulin 20 - Laurant Paure 17. FELAGSLIF Drottningamót Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna halda Drottningamótið 1996 laugardaginn 5. október á sandgrasvellinum í Kópavogi. Allar konur sem ekki tóku þátt í íslands- móti KSÍ í ár era hlutgengar. Þátttöku ber að tilkynna fyrir 27. september til Líneyjar í síma 587-9261 eða á símbréfi 557-8025. Lokahóf hjá FH Lokahóf knattspyrnudeildar FH verður haldið í kvöld í Hraunholti að Dalshrauni 15 og hefst kl. 21.30. Allir velunnarar deild- arinnar era velkomnir. Hjóladagur Iþróttir fyrir alla gangast fyrir hjóladegi á sunnudaginn og hvetja alla til að vera með. Boðið verður uppá um 20 km hring á stíga- kerfi borgarinnar og geta menn farið inní hann hvar sem er, þurfa aðeins að koma við á tveimur drykkjarstöðvum, við Tjörnina og í Elliðaárdalnum. Þeir sem ljúka hringn- um fá viðurkenningu fyrir þátttökuna. Hringurinn er frá Tjörninni, að Suðurgötu, niður að stígnum vestan við flugvöllinn, þaðan upp að Elliðaárdal og til baka að stígnum sem liggur meðfram Suðurlands- braut og efri hluta Laugavegs, niður með Snorrabraut og merðfram Sæbraut, stíginn meðfram Kalkofnsvegi að drykkjarstöð við Tjömina. Menn geta hjólað hringinn frá kl. 11 árdegis til klukkan 14. HELGARGOLFIÐ Hafnarfjörður Opið mót verður á nýja velli Keil- is á laugardaginn. 18 holur með og án forgjafar. Styrktarmót í Leirunni Opið mót verður í Leirunni á sunnudag og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Þetta er fyrsta mótið af þremur sem verða til styrktar sveit GS sem fer á Evrópu- mót klúbbliða í Vilamura í Portúgal 21. til 24. nóvember.. Enn reynt við ÍBR-bikarinn Allt er þá þrennt er, segir mál- tækið, og á sunnudaginn á að reyna í þriðja sinn að keppa um ÍBR-bik- arinn í kvennakeppni GR, en tvo síðustu sunnudaga hefur orðið að hætta við vegna veðurs. Yfirlýsing leikmanna knattspyrnuliðs ÍBV Hörmum aðdrótt- anir í okkar garð MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarándi frá leikmönnum IBV í knattspyrnu: „Að gefnu tilefni finnst okkur ástæða til þess að greina frá þeirri hlið sem snýr að okkur leikmönn- um í því moldroki, sem þyrlað hefur verið upp, í kringum leik okkar gegn Skagamönnum í 17. umferð Sjóvár-Almennra deildar- innar, sem fram fer nk. laugardag. Við hörmum þær aðdróttanir í okkar garð sem komið hafa fram í fjölmiðlum undanfarna daga. Þar erum við sakaðir um óíþrótta- mannslega framkomu og bornir þungum ásökunum. M.a. hefur eftirfarandi komið fram á baksíðu leikskrár Lengjunnar frá 17. sept- ember sl.: „Þar sem heyrst hefur að leikmenn ÍBV hafi sagt „best væri að tapa fyrir í A til að kom- ast í Evrópukeppni" höfum við ákveðið að hafa þennan leik ekki á Lengjunni. Við þurfum að vera 100% öruggir um að úrslit séu ekki ákveðin fyrirfram og að leik- ur á Lengjunni sé í alla staði heið- arlega framkvæmdur." Ofangreind ummæli hefur eng- inn leikmaður ÍBV nokkru sinni látið frá sér fara og höfum við ætíð komið til hvers kappleiks, hvort sem um er að ræða æfinga- eða keppnisleik, með það efst i huga að fara með sigur af hólmi. Einnig höfum við, með leikgleði og frumlegum hugmyndum, reynt að stuðla að framgangi knatt- spyrnunnar í landinu. Á þennan hátt höfum við viljað sýna hve skemmtileg íþrótt knattspyrnan er og höfum við fengið bæði góð og ánægjuleg viðbrögð frá knatt- spymuunnendum um land allt. Eyjamenn hafa oft komist í ’ann krappann og verið þekktir fyrir allt annað en að gefast upp. Okk- ur sámar því verulega þegar við eram taldir hafa rangt við og ætla vísvitandi að tapa kappleik. Slíkur hugsanagangur er hvorki okkur, stuðningsmönnum né forráða- mönnum okkar í blóð borinn, frek- ar en öðrum sönnum íþróttamönn- um. Með knattspyrnukveðju, Leikmenn IBV.“ Ikvöld Knattspyrna 2. deild karla, kl. 17.15: Húsavík: Völsungur - Skallagrimur Leiknisvöllur: Leiknir - Þór Laugardalur: Þróttur - Víkingur KA-völlur: KA - ÍR Kaplakriki: FH - Fram Framarar fagna Framarar verða með opið hús í Fram- heimilinu að leik loknum, þar sem þeir ætla að fagna árangri liðsins í sumar. Fram er 2. deildarmeistari. Aftur frestað LEIK iBV og Gróttu i 1. deildar- keppninni í handknattleik, sem átti að fara fram í gærkvöldi, var enn á ný frestað vegna veðurs. Leikurinn Dalvík og Reynir í 2. deild DALVÍKINGAR og Reynismenn fögnuðu sætum í 2. deild um síð- ustu helgi. Dalvíkingar urðu deild- armeistarar eftir sigur á Gróttu- mönnum í sögulegum leik og Reyn- ismenn urðu í öðru sæti eftir 3:0 sigur á Víði í Iokaumferðinni. Á myndinni hér að ofan má sjá Jó- hannes Eðvaldsson, framkvæmda- stjóra Reynis í Sandgerði, sam- gleðjast Grétari Ó. Hjartarsyni, sem var markahæsti leikmaður liðsins með 14 mörk og Skotanum Scott Ramsey. Reynir hefur ekki leikið í 2. deild síðan 1983. Dalvík- ingar voru að vonum einnig kátir með að vera komnir í 2. deild í fyrsta sinn og fögnuðu prúðbúnir í félagsheimilinu Víkurröst. Á efri myndinni eru frá vinstri Björn Friðþjófsson, formaður knatt- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 C 3 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson ÍÞR&mR FOLX ■ ÞÆR fréttir bárust úr herbúðum AC Milan í gær, að miðherjinn George Weah, væri ekki til sölu — samningur hans til félagsins væri til 30. júní 1999. ■ ADRIANO Galliani, varaforseti AC Milan, sagði það það þýddi ekk- ert fyrir neitt félag að reyna að fá hann, en þær sögusagnir voru á lofti að Blackburn væri tilbúið að nota stóran hluta af 15 millj. punda sem félagið fékk frá Newcastle fyrir Alan Shearer til að kaupa hann. ■ ARSENAL hefur einnig verið nefnt í sambandi við Weah, þar sem maðurinn sem „bjó“ til snillinginn, Arsene Wenger, sé orðinn knatt- spyrnustjóri Arsenal. Weah varð frægur undir stjórn Wenger hjá Mónakó. ■ OLIVER Bierhoff, iandslið- smiðheiji Þýskalands, hefur einnig verið orðaður við Blackburn. „Ég veit ekkert, ég er samningsbundinn Udinese," sagði Bierhoff. ■ ÍTALSKA knattspyrnusam- bandið hefur ritað enska knatt- spyrnusambandinu bréf þess efnis, að sambandið óski eftir að Fabrizio Ravanelli hjá Middlesborugh og Roberto Di Matteo hjá Chlesea fái sig lausa fimm daga fyrir leik Ítalíu gegn Moldova 5. október og Ge- orgíu 9. október í undankeppni HM. ■ BOBBY Gould, landsliðsþjálfari Wales, sem stefnir að því að koma liði sínu í HM í Frakklandi 1998, valdi Ian Rush ekki í landsliðshóp sinn fyrir leik Wales gegn Hollandi 5. október. ■ GOULD segir að að þeir Dean Saunders og Mark Hughes séu þeir sóknarleikmenn, sem hann tefli fram, þá væri John Hartson hjá Arsenal einnig til staðar. ■ „Ég hef tilkynnt Rush ákvörðun mína. Ég hef séð hann leika tvo leiki með Leeds. Hann hefur lagt hart að sér og ég er viss um að hann nái sér á strik undir stjórn George Graham," sagði Gould. ■ RYAN Giggis getur ekki leikið með Wales gegn Hollandi, þar sem hann tekur út leikbann. ■ WELSKI landsliðshópurinn er þannig skipaður: Neville Southall, Andy Marriott, Mark Bowen, Steve Jenkins, Chris Coleman, Kit Symons, Andy Melville, Marc- us Browning, Mark Pembridge, Andy Legg, Barry Horne, John Robinson, Dean Saunders, Mark Hughes, Gary Speed, Rob Savage, Gareth Taylor, John Hartson, Jason Bowen, Deryn Brace og Wayne Phillips. Birkir Kristinsson settur út í kuldann fyrir að leika fyrir hönd íslands Þjálfari Noregs ætlar að kanna mál Birkis Þjálfari Brann refsar leikmanni sem nærárangri LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari íslands, hefur ekki verið ánægð- ur með framkomu Kjell Tennfjörd, þjálfara Brann, við Birki Krist- insson landsliðsmarkvörð. Tennfjörd var með hótanir við Birki, þegar hann fór til að leika fyrir hönd íslands f Tékklandi á dögun- um, og setti hann síðan út fkuidann sem vakti mikla athygli í Noregi. |%jálfarinn sagði við Birki, þegar w* hann fór til að leika i Tékk- landi, að hann tæki afleiðingunum ef hann færi. Birkir fór og hefur verið á varamannabekknum síðan - í Evrópuleik gegn SC Brúgge og einum deildarleik. „Ég ræddi við Egil Olsen, landsliðsþjálfara Nor- egs, um mál Birkis og var hann undrapdi. Kom af fjöllum,“ sagði Logi Ólafsson, sem ræddi við Olsen á landsliðsþjálfararáðstefnu Evr- ópu, sem fór fram í Kaupmanna- höfn í vikunni. Logi sagði að Olsen hafi sagt að hann myndi skoða málið þegar hann kæmi til Noregs, enda væri hann sem landsliðsþjálf- ari ekki ánægður með þannig fram- komu. „Olsen sagði að hann hafi sjálfur lent í útistöðum við þjálfara, þegar hann hafi óskað eftir þeim í lands- leiki. Hann sagði að þýskir þjálfarar væru erfiðir og sagði mér frá fram- komu Otto Rehhagel, fyrrum þjálf- ara Werder Bremen, þegar hann kallaði á fyrirliða sinn, Rune Brat- seth í landsleiki," sagði Logi. Logi ætlar að hafa samband við Egil Olsen á næstu dögum, til að' kanna hvaða fleti hann hafí séð á málinu. Þess má geta að í reglum Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, segir að félög verði að gefa leik- menn sína lausa í sjö landsleiki á ári, fyrir utan leiki í heimsmeistara- keppni eða Evrópukeppni. Það hefur vakið athygli í Noregi að þjálfari Brann hafi refsað leik- manni sínum fyrir að ná árangri, að vera valinn til að leika í lands- liði fyrir hönd þjóðar sinnar. „Ekki sama að vera Norð- maður og íslendingur“ - segir Birkir Kristinsson, sem ætlar ekki að gefast upp þó að á móti blási hundleiðinlegt að standa í þessu. Ég hélt að menn ættu að njóta þess að vera valdir til að leika með landsliði, heldur en að lenda í einhverju leiðindamáli. Þetta myndi ekki gerast ef norskur landsliðsmaður stæði í sömu spor- um og ég, það er greinilega ekki sama að vera Norðmaður og ís- lendingur hér,“ sagði Birkir, sem er ákveðinn að gefast ekki upp við mótlætið. Hann gerði tveggja ára samning við Brann, sem renn- ur út í lok næsta árs. Hefur hann hugsað sér að yfirgefa Brann sem fyrst? „Nei, ég hleyp ekki undan skyldum mínum. Ég mun þó hugsa málið vandlega og sjá hvað gerist á næstu dögum - ástandið er ekki skemmtilegt." Ekki er leikið í Noregi um helg- ina. Spurningin er hvort Birkir verður valinn til að verja mark Brann í seinni Evrópuleik liðsins gegn SC Brúgge frá Belgíu í næstu viku. Brann stendur vel að vígi, þar sem liðið gerði tvö mörk í Belgíu á dögunum í tapleik, 3:2. Ágúst Gylfason fiskaði víta- spyrnu á síðustu mín. leiksins, sen Brann skoraði seinna mark sitt úr. hafa mig með í þessum leik. Eft- ir að ég hafði rætt við Loga Ólafs- son landsliðsþjálfara, sem vildi fá mig í hinn þýðingarmikla undir- búningsleik í Tékklandi, ákvað ég að svara kalli Loga og tilkynnti Tannfjörd um þá ákvörðun mína. „Þetta er þín ákvörðun, þú veist um afleiðingarnar. Ef við vinnum Skeid án þín, þá leikur þú ekki í markinu á ný,“ sagði þjálfarinn við mig,“ sagði Birkir. Brann vann Skeid. Tannfjörd ætlaði fyrst að neita Birki um að leika í Tékklandi; sagði að hann væri búinn að leika sjö leiki með íslandi á árinu, þann- ig að kvótinn væri búinn. Birkir sagði að það væri ekki rétt og þar fyrir utan væri ekki hægt að telja leikina í undankeppni HM ekki með, þar sem félög geta ekki neitað að gefa leikmenn lausa í leiki í HM. Tannfjörd lét kanna þetta og komst að því að Birkir hefði rétt fyrir sér. „Þegar hér var komið við sögu, bað hann Morgvnblaðið/Stemundur Ó. Steinarsson BIRKIR Kristinsson og Ág- úst Gylfason, landsliðs- menn Islands, sem leika báðlr með Brann. mig að skila því til Loga að það væri betra fyrir ísland að láta mig ekki leika í Tékklandi, þann- ig að ég kæmi í leikæfingu í leik- ina sem framundan væru í heims- meistarakeppninni. Það væri Knattspyrnusambandi íslands fyrir bestu,“ sagði Birkir. Tann- fjörd var þarna að gefa í skyn að Birkir myndi ekki leika meira með Brann á keppnistímabilinu, eða fyrir leiki íslands gegn Lithá- en, Rúmeníu og írlandi. „Ég gerði mér grein fyrir að þjálfarinn yrði ósammála ákvörð- un minni. Ég trúði því ekki fyrr en á það reyndi, að ég yrði algjör- lega settur út í kuldann. Það er Opið golfmót í Leiru sunnudaginn 22. september Fyrirkomulag: Punktakeppni 7/8 forgjöf. Hámarksforgjöf 24 hjá körlum en 28 hjá konum. 10 bestu, auk tveggja nándarverðlauna, velja af „Verðlaunahlaðborði“: Tvær golfferðir til Cork á írlandi. Tveir vinningar, gisting á Hótel Keflavík. Gisting á Hótel Borg. Gisting á FlugHótel. Tvær golfkerrur. Char-Broil gasgrill frá Olís. Airway regn- galli. Veitingar á Langbest og Driver frá Haga. Golfsett. poki oa kerra fvrir holu í höaai. Til fjáröflunar Evrópuferðar íslandsmeistara 1. deildar. Skráning hafin í síma 421 4100. Golfklúbbur Suðurnesja. „ÞAÐ er ekkert við því að segja, þegar maður er settur út úr liði vegna þess að mað- ur hefur leikið illa, það er aft- ur á móti óviðunandi þegar maður er settur út úr liði á allt öðrum forsendum," sagði Birkir Kristinsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, sem er óhress með það að hafa misst sæti sitt hjá Brann fyrir að haf a f arið til T ékklands til að leika fyrir hönd íslands. „Ég tel mig eiga sæti í liðinu. Þó að á móti blási ætia ég ekki að gefast upp, heldur mun ég berjast áfram fyrir tilverurétti mínum.“ Framkoma Kjell Tennfjörd, þjálfara Brann, hefur vakið athygli, því að hann gerði allt til að koma í veg fyrir að Birkir færi til Tékklands. „Þetta byijaði allt viku fyrir leikinn gegn Tékk- um, þar sem við áttum að leika á sama tíma þýðingarmikinn leik gegn Skeid í Ösló. Við gátum náð öðru sæti með því að vinna og sagði Tennfjörd að hann vildi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.