Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Óí 75 ÁRA LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 C 3 JHANNES Jósefsson, límukappi, keppti fyrstur ilendinga á Ólympíuleikum. VILHJÁLMUR Elnarsson í „silfur- stökkinu" á Ólympíuleikunum í Mel- borne í Ástralíu árið 1956. m í heimsókn til íslands í fyrra til leð Gísla Halldórssyni, fyrrum for- >i Óí. íslendingar sendu fríðan hóp 1936 og 1956 bar viðleitnin ávöxt er Vilhjálmur Einarsson varð annar í þrístökki, sem er líklega glæsilegasti árangur sem nokkur islenskur íþróttamaður hefur náð. Þessir tveir viðburðir, að taka þátt í leikunum 1908 og silfurverðlaun Vilhjálms 1956, eru tvær stærstu stundirnar í sögu ólympíunefndarinnar að meðtöldum árangri Bjarna Friðrikssonar, júdó- manns, á leikunum í Los Angeles 1984 þegar hann náði í bronsverð- laun.“ Höldum alltaf í vonina um verðlaun á Ólympíuleikum „Það stendur líka upp úr að ís- lendingar skuli alltaf ráðast á garð- inn þar sem hann er hæstur og ætli sér á Ólympíuleika, ekki bara til að vera með heldur til að ná góðum árangri. Ég nefni Vilhjálm og Bjarna en það er iíka ástæða til að nefna hin 20 skiptin sem íslendingar hafa átt íþróttamenn á meðal tólf bestu. Árangur Guðrúnar Arnardóttur í Atlanta vakti mikla eftirtekt. Að ná tíunda sæti í 400 metra grinda- hlaupi er ekki á færi miðlungsfólks. Jón Arnar Magnússon stóð sig líka vel í tugþrautinni. Félagar mínir á Norðurlöndum sögðu við mig í Atl- anta að þeir vildu eiga jafn frábæran íþróttamann og Jón Arnar. Auðvitað eigum við alltaf þessa litlu von í brjósti okkar að enn einu sinni komi íslendingur heim af Ólympíuleikum með verðlaun. Það á eftir að gerast og það verður jafn óvænt og það var 1956 og 1984.“ Smáþjóðaleikar á næsta ári Júlíus segir að þó mikið hafi verið að gera hjá Ólympíunefndinni vegna leikanna í Atlanta, sé miklu meira framundan á næsta ári. ;,Það er þýðingarmikið að allir í Ólympíu- hreyfingunni standi saman og vinni í friði að undirbúningi Smáþjóðaleik- anna. Það skiptir miklu fyrir íslenskt íþróttalíf að Smáþjóðaleikarnir tak- ist vel. Skipulag og umgjörð verði anna vlð setningu Ólympíulelkanna í Seoul í Suður-Kóreu 1988. BJARNI Friðriksson með bronsverðlaunin eftir leik- ana í Los Angeles 1984. okkur til sóma því alþjóða íþrótta- hreyfingin mun fylgjast með. Ef við viljum láta taka mark á okkur í náinni framtíð verðum við að standa okkur vel í framkvæmd Smáþjóða- leikanna. Undirbúningurinn gengur samkvæmt áætlun. Við erum endan- lega að skipta með okkur verkum og fara ofan í smáatriði. Næsta skref er að fá sjálfboðaliða til að starfa við leikana, en þeir verða um 500.“ Er þetta ekki of stórt verkefni fyrir okkur íslendinga? „Nei, ef þetta er of stórt verkefni þá er það líka of stórt fyrir okkur að vera þátttakendur í svona leikum. Við verðum að axla þá ábyrgð að sjá um framkvæmdina jafn oft og aðrar smáþjóðir Evrópu sem eru í þessu samsta'rfi. Þetta vex mér ekki í augum. Við eigum að fagna því að fá tækifæri til að sýna að við getum gert svona hluti.“ Hvaða möguleika á ísland að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi í framtíð- inni? „Island hefur einu sinni átt full- trúa í Alþjóða Ólympíunefndinni, Benedikt Waage. Hann var kosinn 1946 og sat þar til dauðadags 1966. Við höfum ekki átt fulltrúa í IOC síðan, en aftur á móti höfum við tekið virkan þátt í störfum Evrópu- sambands Ólympíunefnda. Við eig- um alla möguleika á að ná frekari fótfestu í alþjóðlegu starfi. Bæði hjá IOC og Evrópusambandi Ólympíu- nefnda.“ Stiklað á stóvn ÓLYMPÍUNEFND íslands heldur upp á 75 ára afmæli sitt í dag, laugardag, en nefndin var formlega stofnuð 29. septem- ber 1921. Hlutverk Ólympíunefndarinnar er að útbreiða og vernda ólympíuhreyfinguna, að undirbúa, ákveða og stjórna þátttöku Islendinga í Ólympíuieikum. íslendingar tóku fyrst þátt í Ólympíuleikum í London 1908. Það mun hafa verið að frumkvæði Þórhalls Bjarnasonar, prentara á Akureyri, að þátttakan var ákveðin. Einnig kom Jóhannes Jósefsson, glímukappi og síðar hótelhaldara á Hótel Borg, þar við sögu. Vitað er hann skrifaði Einari Benediktssyni og bað hann um, að tryggja að íslendingar fengju að taka þátt í leikunum með því að sýna íslenska glímu. Það gekk eftir og var Jó- hannes fararstjóri fyrir þessum hópi og fékk hann jafnframt að keppa í grísk-rómverskri grímu og var þar með fyrstur íslendinga til að keppa á Ólympíuleikum. Olympíufararnir í London 1908 fundu fyrir því að hafa engin heildarsamtök að bak- hjarli. Því varð að ráði að Sigur- jón Pétursson, glímukappi frá Álafossi, tók sig til og gekkst fyrir stofnun Iþróttasambands íslands fyrir leikana í Stokkhólmi 1912. Níu íþróttamenn voru sendir þangað, sjö sýndu glímu, en einn þeirra, Jón Haildórsson, tók þátt í 100 og 200 metra hlaupi. Sigutjón Pétursson tók jafnframt þátt í grísk-rómverskri glímu. Þátttaka íslendinga í Stokkhólmi snerist upp í hat- ramma sjálfstæðisbaráttu þar sem þeir þurftu að beygja sig fyrir Dönum og ganga á eftir þeim inn við setningarathöfnina, með sérstakt skilti sem á stóð yísland“. Þetta varð til þess að Islendingar hentu frá sér skiltinu og sneru frá þegar aðrir gengu inn á leikvanginn. íslendingar sátu heima Árið 1916 féllu leikarnir niður vegna heimstyijaldarinnar og þegar þeir fóru fram í Antwerpen 1920 voru íslendingar ekki I stakk búnir til þátttöku. Eftir leikana vaknaði mikill áhugi for- ráðamanna íþróttahreyfíngarinn- ar að undirbúa þátttöku Islands í leikunum í París 1924. ÍSÍ skip- aði Ólympíunefnd ÍSÍ 29. sept- ember 1921, en í henni sátu: Benedikt G. Waage, Ólafur Sveinsson, Guðmundur K. Guð- mundsson, Magnús Kjaran, Magnús Stefánsson, Siguijón Pétursson, Björn Ólafsson, Helgi Jónsson, Ágúst Jóhannesson, Pétur Sigurðsson, A. Bertelsen og Steindór Björnsson. Ekkert varð þó úr þátttöku íslendinga á leikunum í París og var ástæðan sú að ekki var völ á nægilega þjálfuðum íþróttamönnum til að senda þangað. íslendingar sátu einnig heima þegar leikarnir fóru fram í Amsterdam 1928 og Los Angeles 1932. Þáttaskil Þáttaskil urðu í starfi Ólympíu- nefndarinnar fyrir leikana í Berlín 1936. Ný nefnd var skipuð og var helsta verkefni hennar, auk þess að undirbúa för íslenska ólympíu- hópsins, að fá viðurkenningu Al- þjóðaólympíunefndarinnar, IOC, sem fékkst loks árið 1935. Síðan hefur ísland verið aðili að IOC og tekið þátt í öllum Ólympíuleik- um fram á þennan tíma. Það var sambandsráð ÍSÍ sem skipaði í næstu Ólympíunefndir sam- kvæmt lögum ÍSÍ og hélst það til ársins 1983. Þá varð sú breyt- ing á að nefndin var sjálfstæð og samdi ný lög, sem voru sam- þykkt 22. mars 1983. Það var gert samkvæmt ósk Alþjóða- ólympíunefndarinnar, IOC; er krafðist að algjörlega væri farið að, samkvæmt lögum IOC. Það hafði ekki verið gert að öllu leyti áður. Verkefni Ólympíunefndar íslands hafa farið stöðugt vax- andi og sem dæmi um það verður velta nefndarinnar á þessu starfs- ári um 40 milljónir króna. NAMSKEIÐ UM ÍÞRÓTTALÆKNISFRÆÐI Á vegum Ólympíunefndar íslands verður haldið námskeið um íþróttalæknisfræði dagana 3.-5. október næstkomandi. Námskeiðið er einkum ætlað læknum, sjúkraþjálfurum og íþróttaþjálfurum. Námskeiðið verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal fímmtudaginn 3. október kl. 17.15 og laugardaginn 5. október kl. 9.15. Fjallað verður um m.a.: áreynslulífeðlisfræði, lyfjamisnotkun, smit/ferðasjúkdóma, læknisþjónustu á stórmótum, meiðsli íþróttamanna. Þátttaka er ókeypis en heildarfjölda verður að takmarka við húsrými. I Háskólabíói í sal 4, föstudaginn 4. október, verður fjallað um heilsufarsvandamál kvenna í íþróttum. Sá fundur verður haldinn kl. 17.15 og verður opinn öllu áhugafólki um íþróttir kvenna meðan húsrúm leyfir. Gestafyrirlesari verður Dr. C. Harmon Brown sem situr í læknanefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Umsóknir um þátttöku berist til skrifstofu Ólympíunefndar Islands, Iþróttamiðstöðinni, Laugardal, fyrir 30. september þar sem veittar verða nánari upplýsingar. Lœknaráð Olympíunefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.