Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D t¥0UttÞ!nMfr STOFNAÐ 1913 216.TBL.84.ARG. SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Æfðu hunda í sprengjuleit í TWA-þotunni New York. Reuter. ÞOTA TWA-flugfélagsins sem splimdr- aðist á flugi skömmu eftir flugtak frá New York 17. júlí sl. var notuð í fyrra til að þjálfa sprengjuleitarhunda og gætu örlitlar sprengiefnaleifar, sem fundist hafa í braki þotunnar, verið frá þeim tíma, að sögn embættismanna. Bögglar með sprengiefni voru faldir víðs vegar í Boeing-747 þotunni er hundaþjálfunin, sem var á vegum alrík- islögreglunnar (FBI), fór fram. í lok æfingarinnar, sem fór fram á ótil- greindum tíma í fyrra, voru bögglarnir fjarlægðir. Talsmaður Oryggisstofnunar sam- göngumála (NTSB) sagði að þessi sprengiefni skýrðu ekki hvers vegna þotan fórst. Aðeins sprengiefni hefðu verið í bögglunum, ekki fullbúnar sprengjur, og engir þeirra hefðu verið skildir eftir um borð. Orsmáar leifar sprengiefnanna PETN og RDX, uppistöðuefna Semtex- sprengiefnisins, hafa fundist á tveimur stöðum, sem langt var á milli, í braki TWA-þotunnar. Þykja leifarnar ónógar til að hægt verði að fullyrða að sprengja hafi grandað þotunni. Til við- bótar hafa engin ummerki fundist á brakinu, sem venjulega fylgja spreng- ingu, og því beinist rannsóknin á slys- inu nú meir að hugsanlegri bilun í raf- kerfi eða sprengingu í eldsneytistanki. Heróín fannst í forsetaþotu Bogota. Reuter. RUMLEGA þrjú kíló af heróíni fundust falin í nefi og stéli Boeing-707 þotu Ernesto Sampers, forseta Kólumbíu, skömmu áður en hann ætlaði að halda í opinbera heimsókn til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York. Málið er hið vandræðalegasta fyrir Samper því hann hefur verið sakaður um að hafa fjármagnað kosningabar- áttu sína fyrir forsetakjörið 1994 með peningum frá Cali-eiturlyfjahringnum. Hann var sviptur vegabréfsáritun til Bandaríkjanna í júlí sl. og sögðu stjórn- völd í Washington ástæðuna vera tengsl Sampers við fíkniefnasmyglara. Carlos Medellin dómsmálaráðherra skellti skuldinni á „glæpamenn sem viljað hefðu skaða ímynd forsetans á alþjóðavettvangi enn frekar". Lék grunur á að flugvirkjar hersins hefðu átt hlut að máli. Fyndust fíkniefnin eftir komuna til New York hefði Sam- per átt yfir höfði sér handtöku þar. Morgunblaðið/RAX Utivistardögum fækkar NÚ haustar að og lýkur því hvað úr hverju útivistardögum kúnna. Er ekki annað að sjá en þessi kúahjörð í Hrunamanna- hreppi njóti útiverunnar. Við tekur vetrardvöl innandyra áður en kýrnar fá að sletta úr klaufunum á ný að vori. Skurðaðgerð á Jeltsín talin of áhættusöm Moskvu. Reuter. HJARTASKURÐAÐGERÐ á Borís Jeltsín Rússlandsforseta gæti reynst of áhættusöm til þess að vera réttlætanleg, að sögn rússneska skurðlæknisins Renats Aktsjúríns. Ákveðið verður næstu daga hvort af aðgerðinni verður og kvaðst Aktsjúrín þrátt fyrir allt vona að af henni gæti orðið. Hann kvaðst einungis vilja leggja áherslu á hætturnar sem því fylgdu að gera aðgerð á forsetanum svo að hann gæti lifað aftur eðlilegu lífí. Uppljóstrun Aktsjúríns þess efnis að Jelts- ín hefði fengið hjartaáfall nokkrum dögum fyrir seinni umferð forsetakosninganna, 3. júlí sl.j hefur vakið upp efasemdir um að forsetinn lifi af eða nái sér nokkurn tíma eftir fyrirhugaða skurðaðgerð. Aktsjúrín sagði að sér hefði beinlínis verið bannað af ráðamönnum í Kreml að fjalla um sjúkleika forsetans í smátriðum. Honum hefði aldrei verið tjáð að hann hefði fengið áfall, annaðhvort í lok júní eða byrjun júlí, en greinileg merki þess hefðu komið fram á hj artasneiðmyndum. Jeltsín dró sig í hlé eftir fyrri umferð kosn- inganna, 16. júní, og var því haldið fram að hann væri með hálsbólgu og kvef, ekkert alvarlegt amaði að honum. Víktor Tsjerno- mýrdín forsætisráðherra fór þar fremstur í flokki og sagði öðru hverju að kvefið væri Hefja aftur heimkvaðningu Moskvu. Reuter. BROTTFLUTNINGUR rússneskra hersveita frá Tsjetsjníju hófst að nýju í gær eftir 11 daga hlé vegna ágreinings um stríðsfanga. í framhaldi af friðarsamningum, sem tókust fyrir tilstilli Alexanders Lebeds, yfirmanns öryggisráðs Rússlands, hófst brottflutningur sveita 8. september en stöðvaðist daginn eft- ir vegna ágreinings um lista yfir stríðsfanga sem báðir deiluaðilar í Tsjetsjníju lögðu fram. Fyrsta járnbrautarlestjn hélt til stöðva 276. rifflaherdeildarinnar í Úralfjöllum. Ráðgert er að tvær lestar leggi upp frá Tsjetsjníju á mánudag og þriðjudag. að batna og forsetinn að endurheimta rödd- ina. Aktsjúrín mun stjórna aðgerðinni en mun njóta aðstoðar og ráðgjafa Michaels DeBa- key, eins færasta hjartaskurðlæknis Banda- ríkjanna. Aðeins nokkrir vissu um veikindin Aktsjúrín skýrði frá hjartaáfallinu, hinu þriðja sem Jeltsín verður fyrir, í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í fyrra- kvöld. Hann játaði að því hefði verið haldið leyndu, aðeins nokkrir æðstu ráðmenn hefðu fengið vitneskju um það. „Getur þú ímyndað þér hvað gerst hefði ef forsetinn hefði sagt öllum frá því að hann hefði fengið hjarta- áfall og gæti ekki unnið?" svaraði hann spurn- ingu um hvers vegna veikindum forsetans hefði verið haldið leyndum. Rússneskir kommúnistar minntust þess á Smolensktorgi í Moskvu í gær að þrjú ár voru liðin frá því að valdaránstilraun harð- línumanna á þingi var stöðvuð. Ekkert bólaði á samúð í garð Jeltsíns á útifundinum. Mikil gróska á Skaganum Fjögur tungumál a einu heimili Afmæliskaffi _ hjá 24 q Kaaber 2 .2 D V) B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.