Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/9-21/3 ►TVÖ banaslys urðu á mánudagskvöld. Annað varð undir Hafnarfjalli þegar ung kona varð fyrir aðvífandi bíl skömmu eftir að hún steig út úr hóp- ferðabifreið með barn sitt í fanginu, en hitt í Keflavík þar sem karlmaður á fer- tugsaldri lést þegar eldur kom upp i íbúð hans. ►MIKIÐ hvassviðri gekk yfir sunnan- og vestanvert landið á þriðjudag og olli töfum á skipaumferð og umferð um Reykjavíkur- flugvöll. ►TAP af reglulegri starf- semi Flugleiða, þ.e. rekstri og fjármagnsliðum, var um 99 milljónir króna fyrstu sjö mánuði þessa árs. ►EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hefur sent norskum stjórnvöldum formlega at- hugasemd vegna kæru út- gerðar togarans Más á hendur Noregi. Stofnunin hefur rökstuddan grun um að norsk yfirvöld hafi brot- ið samninginn um EES er þau meinuðu Má að leggj- ast að bryggju í fyrra. ►HVALUR, sem bjargað var úr höfninni í Sandgerði á þriðjudag, strandaði þar skammt frá næsta dag. Var þá gert að honum og kjötið sett á Fiskmarkað Suður- nesja. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja setti sölubann á kjötið í kjölfarið, vegna gruns um að dýrið hafi verið sjúkt. ►ÍSLENSKUM skólabörn- um, búsettum í Kaup- mannahöfn og nágrenni, er ekki lengur boðin aðstaða í Jónshúsi til íslenskunáms. Mikil óánægja ríkir meðal foreldra og skólabarna um þessa niðurtöðu. Tilræði við Björk afstýrt TILRÆÐI við Björk Guðmunds- dóttur var afstýrt á þriðjudag, þegar pakki sem talið er víst að hafí inni- haldið brenni- steinssýru og sprengibúnað var eyðilagður í Bret- landi. Böggullinn var frá Ricardo Lopez, 21 árs gömlum aðdáenda hennar í bænum Hollywood í Flórída, sem svipti sig lífi eftir að hafa sett hann í póst. Talið er að kynþáttafordómar hafi verið ráðandi þáttur í ætlun tilræðismannsins að skaða Björk, þar sem hann gat ekki sætt sig við að hún eigi í sambandi við tónlistarmanninn Goldie, sem er þel- dökkur. Flugvélar of nærri í flugi RANNSÓKNARNEFND flugslysa at- hugar nú mál tveggja Flugleiðarvéla sem mættust 20 mílur suðaustur af Keflavíkurflugvelli seinasta sunnudag. Formaður nefndarinnar segir þær hafa mæst langt innan æskilegrar fjarlægð- ar en yfirumflugferðarstjóri í Keflavík segir nægjanlega fjarlægð hafa verið þeirra milli. Flugstjóri annarrar vélar- inn segir að skilaboð frá flugturni hafi komið of seint og að honum hafi ekki verið sagt frá neinni umferð sem kom á móti. Stuðningur við verkfall INNAN ASÍ er stuðningur við að verk- fall skelli á 1. janúar nk., hafi kjara- samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Talsmenn ASÍ og Rafiðnaðarsam- bandsins, sem birtir kröfugerð sína að lokinni kjaramálaráðstefnu um helgina, segjast líta svo á hafi ekki náðst samn- ingar fyrir milligöngu ríkissáttasemjara fyrir áramót, hljóti að skella á allshetj- arverkfall. Þjóðernissinnar sigruðu í Bosníu NIÐURSTAÐA kosninganna í Bosníu voru þær, að flokkar þjóðernissinna meðal Serba, Króata og múslima báru sigur úr býtum. Var að vísu við því búist en Carl Bildt, sem stýrir upp- byggingarstarfinu í landinu, kveðst telja rétt, að Sameinuðu þjóðirnar veiti heimild til refsiaðgerða til að knýja flokkana til samstarfs. Skipta flokkarnir með sér þremur fulltrúum forsætisráðsins og verður Alija Izet- begovic, leiðtogi múslima, formaður þess. Aðeins sólarhringi eftir að úrslit- in lágu nokkuð ljós fyrir voru Serbar og múslimar komnir í hár saman um forsætisráðið, meðal annars hvar það skyldi koma saman, hvernig embættis- eiðurinn ætti að hljóða og hvernig formennskan skiptist á milli fulltrú- anna. Umboð friðargæsluliðsins í Bos- níu rennur út nk. aðfangadag en talið er, að það verði þar lengur, að minnsta kosti fram yfir sveitarstjórnarkosning- arnar, sem verða öðrum hvorum meg- in við áramótin. Dularfull landganga NORÐUR-kóreskur kafbátur strand- aði við Suður-Kóreu á miðvikudag og er talið, að 26 manns hafi gengið á land. Fundust 11 þeirra látnir, höfðu verið skotnir og er talið, að einn úr hópnum hafí unnið það verk og stytt síðan sjálfum sér aldur. S- kóreskir hermenn handtóku einn mann og felldu aðra sjö og aðfarar- nótt laugardagsins börðust þeir við nokkra menn, sem höfðu leitað skjóls í gömlum kolanámum. Ekki er vitað hvert markmið hópsins var en yfir- völd í S-Kóreu telja atburðinn beina hernaðarögrun. Stjórnvöld í N-Kóreu hafa hins vegar neitað að taka við formlegum mótmælum. ►MASSOUD Barzani, helsti leiðtogi Kúrda, átti viðræður við bandaríska embættismenn í Ankara í Tyrklandi á miðvikudag. Var lagt hart að honum að hætta samstarfi við Saddam . Hussein, forseta íraks, og er haft eftir John Deutch, yfirmanni CIA, að Barzani hafi óskað aðstoðar Banda- ríkjamanna við að halda Saddam í skefjum. ►STJÓRNVÖLD í Belgíu lýstu yfir á fimmtudag, að kæmi í Ijós, að lögreglu hefðu orðið á alvarleg mis- tök við rannsókn á máli barnanauðgara og á morð- inu á Andre Cools, fyrrver- andi ráðherra, yrði ► EFTIR tveggja mánaða íeit að sönnunum um, að sprengja hafi grandað breiðþotu TWA-flugfélags- ins bandaríska eru rann- sóknaraðilar farnir að hall- ast að því, að vélarbilun eða eldur í aðaleldsneytistanki hafi valdið því, að hún fórst með öllum innanborðs. Fundist hafa örlitlar leifar um sprengiefni í vélinni en langt var á milli þeirra og skýringin getur verið sú, að vélin hafði áður flutt sprengiefni. ►AUKINNAR geislavirkni gætti í Tsjernobyl-kjarn- orkuverinu í liðinni viku og óttuðust vísindamenn, að hún gæti til keðjuverkunar. Síðar var þetta borið til baka og sagt, að um væri að kenna bilun í mælitækj- um. _________FRÉTTIR_____ Karlar verði virkari í jafnréttisumræðu Morgunblaðið/Golli NORRÆNI vinnuhópurinn sem semur aðgerðaáætlun til að auka þátttöku karla í jafnréttisumræðu. Frá vinstri: Knut Oftung, Noregi, Sigurður Svavarsson, Jan Kampman, Danmörku, og Lasse Reijonma, Finnlandi. ANNAR fundur norræns vinnu- hóps um karla og jafnrétti, sem jafnréttismálaráðherrar Norður- landanna skipuðu í sumar, er hald- inn í Reykjavík um helgina. Sigurð- ur Svavarsson, formaður vinnu- hópsins, segir hlutverk hópsins að semja aðgerðaáætlun til fjögurra ára sem miði að því að auka þátt- töku karla í jafnréttisumræðunni og gera þeim kleift að takast á við hlutverk sín í samfélaginu sam- hliða konum. Sigurður segir að hópurinn fjalli um stöðu karla á ýmsum sviðum samfélagsins, s.s. í skólum, á vinnu- markaði og heimilinu. Hann segir nefndarmenn hafa komist að því að reynsla þess sem vel sé gert í jafnréttismálum í einu Norðurland- anna skili sér ekki sjálfkrafa til hinna landanna. Markmið nefndar- starfsins sé að safna saman niður- stöðum af ýmsum tilraunaverkefn- um og rannsóknum og meta það sem vel hefur til tekist. Sem dæmi megi nefna að Norð- mönnum, Svíum og Finnum hafi orðið vel ágengt við meðhöndlun ofbeldiskarla og segir Sigurður að íslendingar geti vel lært af þeim. Þá segir hann að ríki á Norðurlönd- um séu misvel á veg komin í að veita körlum sjálfsagðan rétt til fæðingarorlofs. Stefnt er að því að aðgerðaáætl- un verði þilbúin snemma á nýju ári. Forsætis- ráðherra Svíþjóðar í opinberri heimsókn OPINBER heimsókn sænska for- sætisráðherrans, Görans Perssons, pg konu hans, Anniku Persson, til íslands hófst um fjögurleytið í gær. Forsætisráðherrann flýgur í dag ásamt fylgdarliði til Hornafjarðar og skoðar Jökulsárlón. Því næst verður haldið upp á Vatnajökul í vélsleðaferð þar sem meðal annars verður boðið upp á hlaðborð. Á mánudag hittir ráðherrann meðal annarra Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra og snæðir há- degisverð í boði forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Auk þess mun Persson skoða Árnastofnun og Alþingishúsið. Um kvöldið býður Davíð Oddsson for- sætisráðherra ráðherranum og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í Perlunni. Heimsókn ráðherrans lýkur á þriðjudagsmorgun. -----» ♦ ♦ Ungmenni staðin að „sniffi“ LÖGREGLAN í Reykjavík hafði á fimmtudag afskipti af þremur ung- mennum sem voru í vímu eftir að hafa andað að sér innihaldi illa feng- inna gasbrúsa. Voru þau síðan færð til foreldra sinna. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur borið á því úti á landi að ungmenni séu staðin að því að „sniffa" og vill lögreglan minna á ákvæði í reglugerðum sem banna sölu á bútani og própani, eða kveikj- aragasi, í almennum verslunum og söluturnum. Þar sem sala er heimil- uð, á bensínafgreiðslustöðvum, er bannað að afhenda yngri en 18 ára kveikjaragas. Tómir kveikjaragasbrúsar og ílát undan öðrum leysiefnum geta bent til neyslu. Þeir sem þefa af kveikj- aragasi eða lífrænum leysiefnum geta hlotið heilaskaða. í sumum til- fellum hljótast af skyndileg dauðsföll. Morgunblaðið/Aðalheiöur Högnadóttir Árekstur á brú yfir Ytri-Rangá Varð fyrir bifreið sem féll af dráttarvagni Hellu - Tveir fólksbílar lentu í all- hörðum árekstri á brúnni yfir Ytri- Rangá við Hellu síðdegis á föstu- dag. Málsatvik voru þau að jeppa með dráttarvagni var ekið til aust- urs yfir brúna, en hann var að flyta Renault fólksbíl frá Selfossi. Að sögn ökumanns jeppans mun fólks- bíllinn á einhvern hátt hafa runnið eða fallið aftur af dráttarvagninum með þeim afleiðingum að hann lenti framan á Ford Escort bifreið sem var að koma úr gagnstæðri átt og höfnuðu bílarnir uppi á gangstétt og utan í handriði brúarinnar. Ung kona með lítið barn sitt var í Escort- inum og sluppu þau algerlega ómeidd. Má þakka það beltum og barnastól auk þess sem báðir bílarn- ir voru á mjög litlum hraða á brúnni. Þrátt fyrir það eru bílarnir mjög mikið skemmdir, ef ekki ónýtir. Andlát JÓHANN KRÖYER JÓHANN Kröyer, Helgamagrastræti 9, lést á Akureyri síðast- liðinn fímmtudag 101 árs að aldri. Jóhann fæddist 21. janúar 1895, á Svínár- nesi á Látraströnd en foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason, bóndi og útgerðarmað- ur, og Anna Jóakims- dóttir húsfreyja. Jóhann lauk prófi frá Gagnfræðaskólan- um á Akureyri vorið 1915. Eftir námið var hann við störf heima hjá foreldrum sínum og tók við búskapnum á Svínárnesi árið 1923. Hann kvænt- ist árið 1918 Evu Pálsdóttur frá Hrísey og áttu þau soninn Harald og fósturdótturina Ástu. Jóhann kvæntist síð- an eftirlifandi konu sinni, Margréti Guð- laugsdóttur, um fimm- tugt og auðnaðist þeim ein dóttir, Elín Anna. Jóhann starfaði í þijú ár á Norðfirði eftir að kreppan skall á, nánar tiltekið við fisk- verkun hjá Konráði Hjálmarssyni. Að því búnu starfaði hann sem útibússtjóri hjá KEA í Ólafsfirði og síð- ar á Akureyri sem kjöt- búðarstjóri, þar til hann tók við Samvinnutryggingum. Jóhann starfaði í 40 ár hjá KEA, eða þar til hann lét af störfum, sjö- tugur. Jóhann var elsti borgari Akur- eyrar. L- > > í I > \ L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.