Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STUÐNINGSMENN Lýðræðisflokks Kúrdistans, flokks Massouds Barzanis, leggja undir sig byggingu Föðurlandsfylkingar Kúrd- istans (PUK) í bænum Sulaimaniya fyrr í mánuðinum. Aðgerðir CIA í írak kost- uðu 66 milljarða króna IRASKIR stjórnarandstæð- ingar hafa undanfarin ár átt greiðan aðgang að banda- rísku fé til að grafa undan stjórn Saddams Husseins, forseta íraks. Hafa þeir árum saman leit- að til bandarískra útsendara leyni- þjónustunnar, CIA, sem höfðu meðal annars bækistöðvar í fjór- um húsum í borginni Salahuddin í héruðum Kúrda í norðurhluta Iraks í þeim tilgangi að fram- fylgja fyrirskipun Bandaríkjafor- seta um að koma Saddam Hussein frá völdum. Þessi starfsemi hefur þó verið til lítils og yfirmaður CIA, John Deutch, varð að viðurkenna í yfirheyrslu á Bandaríkjaþingi á fimmtudag að pólitísk staða Sadd- ams væri nú styrkari, en hún hefði verið frá lokum Persaflóastríðsins. Kvaðst Deutch ekki sjá fyrir sér að Saddam yrði steypt á næstunni og Bill Clinton Bandaríkjaforseti, var greinilega að reyna að draga úr væntingum almennings vegna íraksmálsins þegar hann sagði í viðtali við fréttamanninn Barböru Walters að fyrir sér vekti ekki að losa sig við Saddam: „ Við stundum ekki að steypa ríkisstjórnum,“ sagði forsetinn. Athygli vakti að í fréttaskeytum mSW1 BAKSVIÐ Bandaríska leyniþjónustan stóð fyrir umfangsmiklum aðfferðum í norðurhéruð- um Kúrda í írak. Árangurinn var hins vegar lítill og virðist milljónum dollara hafa verið varið til einskis. kom ekki fram að Ðeutch hefði greint þinginu frá samstarfi CIA við Kúrda. I grein í bandaríska dagblaðinu The Washington Post sagði að Kúrdar þar og annars staðar hefðu beðið um og fengið tugi milljóna dollara. Þeir hefðu notað pening- ana til að kaupa létt vopn, skot- færi, samskiptabúnað, gögn til út- gáfu og útvarpsútsendinga, bíla, mat og lyf. Kváðust þeir þarfnast þessa til að gera Saddam skráveifu og ýta undir byltingu eða valdarán. Einnig var um að ræða fullkom- inn eftirlitsbúnað, sem ætlaður var til að fylgjast með ferðum íraska hersins. Ætla má að sá búnaður sé nú fallinn í hendur írökum, eða öllu heldur Ali Hassan Majid, sem stjórnar aðgerðum íraka í norðri og er sagður helsti böðull Sadd- ams. Hann stjórnaði herferðinni á hendur Kúrdum árið 1988 þegar eiturgas var notað kerfisbundið, 3.800 þorp voru jöfnuð við jörðu og mörg hundruð þúsund manns hurfu. Þegar Saddam réðst yfir Kúveit 1990 gerði hann Majid að „ríkisstjóra" Kúveits. Þrýstingur á CIA Bæði þingmenn og embættis- menn hvöttu CIA til dáða og stjórn leyniþjónustunnar átti erfitt með að neita neinum, sem leitaði ásjár hennar. Andófsmenn sprengdu nokkrar sprengjur, fengu nokkra íraka til að flýja land, börðust við íraska hermenn í mars 1995 og tóku mörg hundruð íraska her- menn til fanga. Þetta var ekki gert samkvæmt fyrirmælum CIA, sagði í blaðinu, en leyniþjónustan hvatti til þess og veitti fjárhags- legan stuðning. Sagði að alls hefði CIA látið af hendi 100 milljónir dollara (um 6,6 milljarða íslenskra króna), eða að meðaltali 20 milljónir dollara (um 1,3 milljarða króna) á ári frá 1991 til að fella Saddam. CIA gæti hins vegar ekki státað af miklum árangri eftir allt erfiðið, eftir því sem The Washington Post hafði eftir heimildamönnum í bandarísku stjórninni, á Banda- ríkjaþingi og úr röðum íraskra andófsmanna. Herferð þeirrar fylkingar Kúrda, sem nýtur stuðnings íra- skra stjórnvalda, um norðurhluta íraks á undanförnum árum hefði gert starf leyniþjónustunnar að engu. Arum saman nutu tvær helstu aðskilnaðarhreyfingar Kúrda stuðnings CIA, en í ágúst kúventi önnur þeirra, sem er und- ir stjórn Massouds Barzanis, og gekk í lið með Saddam. Fyrir vik- ið hafa margir félagár og stuðn- ingsmenn nokkurs konar regnhlíf- arsamtaka, sem CIA hafði komið upp, verið handteknir, myrtir eða umkringdir af Kúrdum á bandi Saddams. Hópum, sem ekki eru úr röðum Kúrda, en fengu stuðning CIA, hefur einnig mistekist að koma höggi á Saddam. Aðgerðir þeirra hafa hins vegar Ieitt til þess að Saddam hefur gripið til harkalegra öryggisaðgerða og reglulegra hreinsana í forustu hersins. Sam- kvæmt leyniskýrslu, sem nýlega var gerð opinber „virðist brottför Saddams af hinu pólitíska sjónar- sviði í írak ekki vera á döfinni". Sennilegt er að brátt vakni há- værar spurningar um það hvernig staðið var að þessum leynilegu aðgerðum í írak. Hófust í stjórnartíð Bush Þær hófust í stjórnartíð George Bush. Frá upphafi láðist að leggja á ráðin um það hver eða hvað tæki við af Saddam ef tækist að koma honum frá. Um leið óttuð- ust bandarískir embættismenn og ráðamenn í grannríkjum íraks að íranar mundu seiíast til aukinna áhrifa ef tómarúm myndaðist í írak eða landið liðaðist í sundur. Árið 1992 ákvað CIA að ástæða væri til að hygla Massoud Barzani og Jalal Talabani, leiðtogum tveggja andstæðra hreyfinga Kúrda. Bandaríkjamenn vildu með því að fjármagna hópana tryggja frið milli Kúrda. Eitt stóð þó sam- bandi Bandaríkjamanna við Kúrdahreyfingarnar fyrir þrifum: Þeir voru andvígir því megin- markmiði Kúrda að öðlast pólitískt sjálfstæði. Þetta skapaði spennu vegna þess að CIA neitaði að láta Kúrdana hafa þau öflugu vopn, sem þeir vildu fá í hendur. Eftir að Clinton náði kjöri árið 1992 var áætlun CIA endurskoðuð og komist að þeirri niðurstöðu að ólíklegt væri að með henni yrði Saddam felldur. CIA og Clinton lögðu því til að framlagið til þess- ara leyniaðgerða yrði skorið niður um helming. Þetta mætti mikilli andstöðu á Bandaríkjaþingi og börðust Kúrdar einnig gegn þess- um niðurskurði. I ár ákvað Clinton hins vegar að auka framlagið til aðgerða CIA í írak. Barzani sveik CIA í síðasta mánuði og verður að gera ráð fyrir því að írakar hafi fengið miklar upplýsingar um starfsemi stjórnarandstöðunnar og CIA fyrir vikið. Nú hyggst Barzani leita aftur á náðir Bandaríkjamanna og CIA. Eins og Deutch orðaði það fyrir Bandaríkjaþingi er Barz- ani að „leika hættulegan leik“. Eftir atburði undanfarinnar vikna verður CIA að byrja aftur á byrj- unarreit ætli leyniþjónustan að taka þátt í Ieiknum á ný. Italskar konur fordæma dómsúrskurð Dómur sagður löghelga ofbeldi eiginmanna Róm. Reuter. ÍTALSKAR konur hafa fordæmt dómsúrskurð þar sem kveðið var á um að eiginmaður megi af og til slá konu sína, en fórnarlambið kvaðst gleðjast yfír því að „fyrir- myndareiginmaður“ hennar hefði verið hreinsaður af ákærunni. Stjórnmálamenn, fræðimenn og lögfræðingar úr röðum kvenna for- dæmdu úrskurðinn, sem kveðinn var upp á fimmtudag, og sögðu hann „djöfullegan", „rangan" og „hneykslaniegan". „Þessi úrskurður er hættulegur vegna þess að hann löghelgar of- beldi,“ sagði Alessandra Mussolini, þingmaður og barnabarn Benitos Mussolinis, fyrrverandi fasistaleið- toga Ítalíu. Góður á mill barsmíða Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í undirrétti á Sikiley fyrir að beita konu sína ofbeldi, en áfrýjunardómstóll ógilti þann dóm og sendi málið aftur til undirréttarins til endurupptöku. Sagði að framferði mannsins teldist ekki ill meðferð vegna þess að milli þess að hann hefði ein- staka sinnum barið konu sína hefðu komið tímar, þar sem „milli þeirra ríkti samhljómur". Konan var lögð á sjúkrahús eft- ir barsmíðarnar, sem áttu sér stað fyrir sex árum. Hún lagði ekki fram kæru og sagði að sættir hefðu tekist með þeim hjónum nokkrum dögum eftir atvikið. Læknar til- kynntu lögreglu atvikið og sótti hún eiginmanninn til saka. Bhutto féll í bardaga MURTAZA Bhutto, bróðir Benaz- ir Bhutto forsætisráðherra Pakist- ans, (t.h.) féll ásamt sex stuðnings- mönnum í skotbardaga við lög- reglu í Karachi í gær. Fullyrt var að mennirnir hefðu hafið skothríð á lögreglu er hún vildi skoða bif- reiðar þeirra af öryggisástæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.