Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NONNI minn, hvort eigum við að eyða góðærinu okkar í hrífu eða skrípó af Óla? Sníkjudýr í sandkössum HUNDAR og kettir eru margir smit- aðir af sníkjudýrum, sem einnig geta borizt í menn og valdið sjúkdómum. Egg sníkjudýranna eru í skít dýr- anna, sem stundum lendir í sandköss- um og getur þannig smitazt í böm. Niðurstöður rannsóknar á því, hvaða sníkjudýr er að finna í sandkössum á leiksvæðum barna hér á landi og hvaða hætta mönnum stafar af hunda- og kattasníkjudýrum eru kynntar í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins. Greinarhöfundar, Heiðdís Smára- dóttir og Karl Skírnisson, greina frá því, að leitað hafi verið að sníkjudýr- um í 411 sandsýnum úr 32 sandköss- um. Katta- og hundaskítur fannst í 21 kassa, eða 66%. Þijár tegundir sníkjudýra, katta- og hundaspólu- ormar auk svokallaðs bogfrymils fundust í sandkössum á leiksvæðum barna í Reykjavík og Kópavogi. Þetta er fyrsta könnunin af þessu tagi, sem gerð er hérlendis. Gizkað er á, að fjöldi katta á Ís- landi sé um 10-15.000 og hunda um 4-6.000. í þéttbýli ganga flestir kett- ir fijálsir ferða sinna að degi sem nóttu, á meðan hundar lúta yfirleitt eftirlits eigenda. Skítur fannst í 21 kassa af þeim 32, sem sýni voru tek- in úr. í flestum tilvikum var þetta kattaskítur, en í að minnsta kosti einu tilviki var um hundaskít að ræða. Dauð rotta fannst í sandinum í einum kassanna. Alls fundust fimm tegundir sníkju- dýra í kössunum; þijár tegundir spóluorma og tvær tegundir ein- frumu sníkjudýra. Áðurtaldar þijár tegundir, kattaspóluormur, hunda- spóluormur og bogfrymill, geta lifað í mönnum og valdið í þeim sjúkdóm- um. Hlutfall sníkjudýra í sandkössum hérlendis er í alþjóðlegum saman- burði frekar lágt, þegar mið er tekið af sambærilegum könnunum, sem gerðar hafa verið í Evrópu og Banda- ríkjunum. Höfundar greinarinnar benda að lokum á, að til að hindra smit á hunda- og kattasníkjudýrum úr sandkössum væri árangursríkast að loka kössunum þegar þeir eru ekki í notkun, en enginn sandkassanna 32 hafði yfirbreiðslu af neinu tagi. Skipt hafði verið um sand í þriðjungi þessarra sandkassa á árinu sem rannsóknin var gerð. Sandskipti þykja brýn og heppilegasti tíminn til að framkvæma þau munu vera í lok apríl eða byijun maí. ÞÓTT óvenju hlýir vindar blási um landið þessa dagana er ekki um að villast að sumarið hefur kvatt og þriðja árstíðin tekin við. Haustjafndægur eru á laugar- Haustlauf daginn; upp frá því tekur skammdegið yfirhöndina, og sól- in lætur sjá sig æ skemur, unz daginn tekur að lengja á ný eftir vetrarsólstöður. Stúlkan, sem Morgunblaðið/Kristinn hér brosir í gegnum gulnandi lauf í Þingholtunum, virðist þó horfa bjartsýnisaugum til vetrar- ins. Skyldi ástæða þess vera sú, að hún er ekki í skólabúningi? Sjómannskonur á IMorðurlöndum Yiljum fá ís- lenskar konur til liðs við okkur Camilla Österman HÓPUR sjómanns- kvenna á Norður- löndum er nú staddur hér á landi til að fá íslenskar konur til sam- starfs. Samtök kvennanna eru nú orðin sjö ára gömul og vonast þær til þess að fá konur frá öllum Norður- löndunum til samstarfs, þar á meðal íslandi. Hitta þær konur frá Slysavarna- félagi ísiands í því skyni í dag en hafa áhuga á að heyra frá öllum þeim sem vilja starfa með þeim. For- maður samtakanna, sem nefnast „Nordisk utvalg for kyst- og fiskerekvinn- er“, er Camilla Östermann frá Álandseyjum. „Við vonum að einhver dugmikil íslensk kona vilji taka sæti í stjórn félagsins fyrir íslands hönd, og ekki er verra ef hún talar skandinavísk mál. Við höfum kynnt okkur ýmis mál sem tengjast starfsemi okkar, svo sem öryggismál, atvinnuöryggi, félagsmál og fieira og teljum að Islendingar hafi af miklu að miðla. Okkur sýnist að okkur væri mikill ávinningur í því að fá íslenskar konur til samstarfs.“ - Eru allar Norðurlandaþjóðirnar í þessum samtökum? „Nei, ekki Danmörk og ísland, auk þess sem grænlenskar konur eru að ganga til liðs við okkur nú. Það voru norskar konur sem hrintu þessari hugmynd í fram- kvæmd árið 1989, í kjölfar hug- myndar sem kviknaði á kvennar- áðstefnunni í Ósló árið 1988. Þá ræddu norsku konurnar þetta við stallsystur sínar frá íslandi og Grænlandi en þær síðarnefndu heltust einhverra hluta vegna úr lestinni. Norsku konurnar fengu konur frá Finnlandi, Álandseyjum og Færeyjum í lið með sér og síð- ar bættust sænskar konur í hóp- inn. Við teljum okkur vera að glíma meira og minna við sömu vanda- mál, þó þeirra gæti mismikið eftir löndum." - Hvaða mál fáist þið fyrst og fremst við? „Þau varða öll á einhvern hátt það sem mennirnir okkar fást við. Þeir eru jú á sjó en við í landi og höfum miklu betri aðstöðu til að vinna að þeim málum sem varða starf þeirra og áhrif þess á fjöl- skyldurnar. Öryggismál eru auðvitað ofar- lega á blaði, við viljum fá mennina okkar til að gera sér betri grein en nú er fyrir því hversu miklu máli þau skipta. Þá má nefna allt það sem varðar starfs- og félags- legt öryggi, til dæmis fá sjómenn á sumum Norðurlöndunum ekki atvinnuleysisbætur missi þeir vinnuna. Og víða er pottur brotinn hvað varðar dánarbætur farist sjómaður og lík hans finnst ekki. Eru fjölmörg dæmi um að fjölskyldur þeirra hafi þurft að bíða í allt að tíu ár eftir að fá bætur greiddar. Við viljum einnig koma því á framfæri hversu hollur fiskurinn er og fá fólk til að auka neysi- una. Næsta vor ætlum við því að efna til ráðstefnu á Álandseyjum um hollustu físks og bjóða til hennar þeim sem elda ofan í börn og unglinga í skólum, því við telj- um mikilvægt að unga kynslóðin læri að meta fisk. Okkur skilst reyndar að ofan- ► Camilla Österman er fædd á Álandseyjum árið 1958. Hún lauk prófi í hjúkrunarfræði og starfar sem svæðishjúkrunar- fræðingur í heimabæ sínum Fögle á Álandseyjum, svo og í höfuðstaðnum, Mariehamn. Hún hefur verið í stjórn Nord- isk kontaktutvalg for kyst- og fiskerekvinner frá 1991 og for- maður frá áramótum. Aðildar- lönd skiptast á formennsku á tveggja ára fresti. Camilla er gift Tage Östermann sjómanni og á með honum tvö börn, 15 og 9 ára. talin mál séu í ágætu horfí hér á landi og vonum að íslenskar konur geti aðstoðað okkur hvað þau varðar. Af öðrum málum má nefna skráningu á sjómannskonum á Norðurlöndunum og hugmynd um að leita til norræna ráðherraráðs- ins um styrkveitingu tii að vinna að verkefni um þá menningu og það umhverfi sem sjómenn og fjöl- skyldur þeirra hrærast í. Island sýnist mér vera öflugt fiskveiði- þjóðfélag og það sama má segja um Færeyjar og Grænland. Það sama er hins vegar ekki uppi á teningnum á hinum Norðurlönd- unum, þar sem sjómennska er mun minni þáttur í atvinnulífinu.“ - Hversu margar konur eru í sam- tökunum? „Því get_ ég ekki svarað ná- kvæmlega. í Noregi, þar sem þær eru flestar, eru þær nokkur þús- und en á Álandseyjum, þar sem aðeins búa um 20.000 manns, erum við um eitt hundrað talsins." Stjórn félags norrænu sjó- mannskvennanna hefur kynnt sér öryggismál hjá Slysavarnafélag- inu, heimsótt Fiskifélagið og farið til Sandgerðis, svo eitthvað sé nefnt. Eru þær ákaflega ánægðar með móttökurnar hér en hingað komu þær fyrir milligöngu Slysa- varnafélagsins. Österman segir það hafa verið rætt innan samtakanna að færa út kvíamar þegar þau hafi náð fótfestu á öll- um Norðurlöndunum. Er áhugi á því að stofna systurfé- lag í Eystrasaltslöndunum. „Við teljum nauðsynlegt að vekja sjómenn og fjölskyldur þeirra í Eistlandi, Lettlandi og Litháen til umhugsunar um ör- yggismál en þau mál eru mun skemur á veg komin þar en á Norðurlöndunum. Ég á þó ekki von á því að þær muni ganga í félag okkar, heldur fá aðstoð og hvatningu til að stofna slíkt félag sjálfar." Öryggismál eru ofariega á blaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.