Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 9 's FRETTIR Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson VARÐSKIPIÐ Óðinn heldur úr höfn í Tromsö á morgun eftir að hafa sótt þangað eldsneyti og vistir. 19 íslensk skip eftir í Smugunni Oðinn sækir vist- ir til Noregs VARÐSKIPIÐ Óðinn kom til hafn- ar í Tromsö í Noregi í fyrradag eftir tveggja sólarhringa siglingu úr Smugunni. Skipið hreppti afar slæmt veður á leiðinni að sögn Helga Hallvarðssonar, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, en komst klakklaust til hafnar. „Sjór var þungur og veður slæmt og íslensku skipin héldu sjó, en almennt séð hafa þeir ver- ið heppnir með veður seinustu vik- ur,“ segir hann. Ásgeir Arnarson háseti á Óðni segir veðurofsann ekki hafa tafið för skipsins þar sem ágjöf og hvassviðrið hafi komið á skipið að aftanverðu, en „við gengum hér nærri því á þiljum og lofti meðan á þessu stóð, skipið valt svo mik- ið,“ segir hann. Helgi segir að Óðinn hafi haldið til hafnar til að sækja vatn, olíu og vistir, auk þess að „leyfa áhöfn- inni að stíga fæti á fasta jörð“, segir hann. Skipið heldur út aftur á sunnudag, en mánuður er síðan það sigldi í Smuguna. 40 tilvik á mánuði Helgi segir að læknirinn um borð hafi sinnt um 40 sjúkdómstil- fellum á þeim tíma, bæði í vitjun- um og í gegnum talstöð. Hann segir öll tilvikin hafa verið minni- háttar. „Veiði hjá íslensku skipunum hefur verið misjöfn. Þegar Óðinn kom í Smuguna voru þar 53 skip FROSTI ÞH á veiðum í Smug- unni fyrir skömmu, en varð- skipsmenn hafa sinnt veiðieft- irliti hjá sex skipum seinustu vikur. en nú eru þau 19 og veiði hefur verið mjög dræm, fyrir utan smá- lífsvott öðru hveiju, kannski 8-10 tonn í einu. Þá hafa menn hrúgast á viðkomandi blett og verið fljótir að þurrka upp þann fisk sem þar er að hafa,“ segir Helgi. Varðskipsmenn hafa farið um borð i sex íslensk skip á liðnum mánuði til að sinna veiðieftirliti fyrir Hafrannsóknastofnun og segir Helgi að fiskurinn hafi í öll- um tilvikum verið vænn og stór. Samskiptin við norsk eftirlitsskip hafa verið góð, að sögn Helga. Málefna- samningur kynntur Borgarnesi Drög að málefnasamningi um meirihlutasamstarf Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks í Borg- arbyggð hafa verið lögð fyrir full- trúaráð Sjálfstæðisflokksins og verða lögð fyrir fulltrúaráð Fram- sóknarflokksins í kvöld. Að sögn Sigrúnar Símonardótt- ur, fulltrúa sjálfstæðismanna, hefur ekkert það komið fram í viðræðum manna sem dregur úr líkum á að samstarf takist milli flokkanna. Meirihlutasamstarf þessara flokka felur í sér sjö af níu fulltrúum í bæjarstjórn Borgarbyggðar. í júní síðastliðnum var kosið nýtt bæjarráð í Borgarbyggð til eins árs og nú er spurningin hvað tekur við þegar nýr meirihluti hefur verið myndaður. Forseti bæjarráðs er Jenni Ragnar Ólason fulltrúi Al- þýðubandalagsins, sem sleit meiri- hlutasamstarfi við Framsóknar- flokkinn. Að sögn Sesselju Árna- dóttur, lögfræðings í félagsmála- ráðuneytinu, er ekkert beint ákvæði í sveitarstjórnarlögum sem segir að fulltrúar eigi að víkja sæti í tilvikum sem þessum. „Ef samkomulag er um að skipta um menn í bæjarráði er ekkert því til fyrirstöðu," sagði hún. „En menn verða fyrst að gera það upp við sig áður en aðrir gera það hvort þeir sitji áfram.“ Komi tii ágreinings er honum vísað til úrskurðar í ráðuneytinu." ----»-»'•■♦- Busaball fór úr böndum BUSABALL hjá einum framhalds- skólanna síðastliðið fimmtudags- kvöld fór verulega úr böndunum að mati lögreglu. Leyfilegur gestaíjöldi var 700 en útgefnir aðgöngumiðar miklu fleiri. Auk þess var ástand unglinganna talið miður gott og engin aðstaða til að hlúa að þeim ofdrukknu. Lögregian telur að ástandi hafi verið ábótavant á sumum skóla- skemmtunum það sem af er þessu skólaári og segir brögð að því að hópar nemenda leigi sér aðstöðu til fordrykkju áður en þær heijast. Þá er áhersla lögð á að skólar sem bijóta skilyrði sem sett eru við veitingu leyf- is til skemmtanahalds fái ekki annað slíkt nema að vel athuguðu máli. Sameinaðir verktakar 30 ára Eyþór Þórðarson tók saman sögu fyrirtækisins ÚT ER komin bókin Saga samein- aðra verktaka 1951-1981 í saman- tekt Eyþórs Þórðarsonar. Útgefandi er Sameinaðir verktakar hf. í bókinni er rakin byggingarsaga Keflavíkurflugvallar og þáttur Is- lendinga í mannvirkjagerð á varnar- svæðinu á árunum 1951-1957. Einnig er rakin forsaga þeirra fram- kvæmda frá því að Bandaríkjamenn hófu flugvallágerð á Suðurnesjum árið 1941. Sérstaklega er fjallað um stofnun Sameinaðra verktaka sf. og verktakaframkvremdir á Keflavíkurflugvelli á árunum 1951-1957. Eftir gerð varnarsamningsins árið 1951 hófust umfangsmiklar framkvæmdir á vegum Bandaríkja- hers á Keflavíkurflugvelli. íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því að byggingar þar væru háðar íslensk- um byggingarreglum og fram- kvæmdir væru að hluta í höndum íslendinga. Til að tryggja að Islend- ingar tækju að sér framkvæmdir og koma í veg fyrir að.iðnaðarmenn og verktakar kepptu innbyrðis um útboð var ákveðið að stofna frjáls og opin samtök iðnaðar- manna og verktaka sem störfuðu sem undir- verktakar bandarískra aðalverktaka. Sameinaðir verktakar sf. voru stofnaðir í þessu skyni og áttu þátt í mikl- um framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli er brátt varð stærsti vinnu- staður landsins. Voru um tíma 1.100 manns í vinnu hjá Sameinuðum verktökum úr öllum landshlutum. Stórfram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli urðu til að færa þekkingu á nýrri verk- tækni til landsins. Þar var einnig bryddað upp á nýjungum í aðbúnaði og tómstundastarfi starfsmanna ásamt náms- og kynnisferðum starfsmanna til Bandaríkjanna. Hér er rakin saga framkvæmda Sameinaðra verktaka uns þeim var hætt er ný skipan framkvæmda var tekin upp árið 1957. Rakin er í sér- stökum ritaukaþáttum þróun Sam- einaðrá verktaka eftir að félagið var eignarhaldsfélag með hlutdeild í Islenskum aðalverktökum hf. Bókin er prýdd fjölda mynda og í henni eru birtar at- hyglisverðar frum- heimildir um stofnun og starfsemi Samei- naðra verkíaka og framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir. Bókin er gefin út af Sameinuðum verktök- um og verður dreift til hluthafa á sérstökum hátíðarfundi í tilefni af 45 ára afmæli félagsins þann 22. september. Höfundur bókarinnar Eyþór Þórð- arson starfaði sem vélaeftirlitsmað- ur á Keflavíkurflugvelli um 34 ára skeið en er nú starfsmaður Þjóð- skjalasafns Islands. Hann hefur um langt skeið aflað gagna um sögu Keflavíkurflugvallar. Eftir hann liggja einnig fjölmargar greinar um atvinnusögu Suðurnesja. Bókin verður fyrst til sölu hjá Bókabúð Lárusar Blöndal. Eyþór Þórðarson Stökkpallur til Edinboraar rg er eng sældir, fegurð, erðlag. Nú er að hrökkva eða stökkva. Við setjum nokkur síðustu sætin i eftirtaldar ferðir til Edinborgar á sannkölluðu Stökkpallsverði. 5,- 6.10. 1 nótt 16sæti 18.500 kr. 5. -13.10. 8 nætur 11 sæti 32.900 kr. 6. -13.10. 7 nætur 20sæti 28.900 kr. 11. -13.10 2 nætur 20sæti 22.900 kr. 13. -17.10 4 nætur 18sæti 25.900 kr. 20. - 24.10. 4 nætur 23 sæti 25.900 kr. 27. - 29.10. 2 nætur 15 sæti 22.900 kr. 27. - 31.10. 4 nætur 12 sæti 25.900 kr. InnifaLið í verði: Flug, gisting, islensk fararstjórn, ferðir til og frá flugveLLi í Edinborg og skattar. Uppselt er í eftirtaLdar ferðir tiL Edinborgar: 3., 4., 10., 17., 18. og 24. október og 1. nóvember. • Þú velur þér brottfarardag til Edinborgar. • Þú greiðir staðfestingargjald við pöntun. • Við staðfestum flugsætin. • Við ábyrgjumst vandaða gistingu. • 10 dögum fyrir brottför staðfestum við nafn gististaóar í Edinborg. Edinborgarferðir frá Akureyri: i 17.10. 8 sæti laus i 22.10. 22 sæti laus ÚRVAL ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 23 66, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt. 3B (D QATLAS^ Vorum að taka upp nýja sendingu /Ce TISKUVERSLUN Kringlunni 8-12 sími: 553 3300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.