Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUÁSTANDIÐ á Akranesi hefur verið að breytast til batnaðar síðustu misserin eftir langvarandi stöðnun og erfiðleika- tímabil. Flest mikilvægustu at- vinnufyrirtæki bæjarins eru í vexti. Ýmsar framkvæmdir sem nú eru í gangi eins og til dæmis við endurbyggingu fiskimjölsverk- smiðjunnar og Hvalljarðargöng, auka mönnum bjartsýni um enn betri tíma, auk þess sem draumar um frekari stóriðju á Grundar- tanga virðast ætla að rætast. Mikill uppgangstími var á Akra- nesi eftir byggingu Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga. Verksmiðjan var opnuð 1978 og segir Gísli Gíslason bæjarstjóri að á uppbyggingartímanum og fyrstu starfsárum fyrirtækisins hafi fjölgað um 1.000 manns í bænum. Um miðjan níunda áratuginn fór að hægja á framþróuninni og við tók samdráttur, fyrst í sauma- og Skaginn á uppleið Umskipti eru að verða í atvinnumálum á Akranesi. Enduruppbygging gamalgróinna fyrirtækja hefur hleypt nýju blóði í atvinnu- lífíð og fólk skynjar væntanlegar breytingar í kjölfar Hvalfjarðarganga og nýrrar stóriðju á Grundartanga. Helgi Bjarnason tók púlsinn á atvinnulífínu á Skaganum. smiðjan sameinuðust HB árið 1991 og nú er verið að ganga frá sameiningu Krossvíkur eins og áður segir. Gísli bæjarstjóri segir að vissulega hafi verið skiptar skoðanir um þessa þróun í bæjar- félaginu en hún hafi verið nauð- synleg vegna minnkandi aflaheim- ilda. Hann segir að vel hafi tekist til með framkvæmdina og hún orðið án mikilla sárinda. „Ef við Akurnesingar hefðum ekki verið svo lánssamir að stíga þessi skref værum við að að horfa upp á algjöra stöðnun í sjávarút- vegi hér, í staðinn fyrir þá upp- byggingu til framtíðar sem staðið hefur yfir, bæði til lands og sjáv- ar. Við vorum í raun á síðasta snúningi með að gera þetta,“ seg- ir Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvars- sonar hf. Krossvík bættist við á þessu ári og um áramót sameinast fyrirtækið Miðnesi hf. í Sandgerði undir nafni HB. Þegar er hafin hátt inn í samfélagið. Menn hafi séð að breytingar væru í vændum og framkvæmdirnar hafi síðan skapað töluverða vinnu á Akra- nesi. Verktakinn hefði farið þá leið að hafa aðstöðu við norður- enda ganganna í lágmarki en nýta sér þjónustu fyrirtækja á Akra- nesi. Þá hefði endurbygging Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjunnar, stórframkvæmd sem allir bæj- arbúar hafa fyrir augunum, virkað mjög hvetjandi. Á vegum Akraneskaupstaðar er að hefjast vinna við stefnumót- un vegna tilkomu Hvalfjarðar- ganga 1999, undir vinnuheitinu Akranes við upphaf nýrrar aldar. Gísli bæjarstjóri segir að göngin muni hafa bæði jákvæð og nei- kvæð áhrif á Akranesi. Hann seg- ir að þau opni nýja möguleika varðandi atvinnumál, skólamál og búsetu og leiði til breyttra að- stæðna varðandi verslun, sam- göngur og heilbrigðisþjónustu. „ Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir NÝIR tnöguleikar opnast með Hvalfjarðargöngum. Á mynd- inni til vinstri eru Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar á Akranesi og Gísli Gíslason bæjarstjóri við gangamunnann undir Akrafjalli. Ef framvindan verður hagstæð skapast störf fyrir vel á annað hundrað manns á Grundartanga, til viðbót- ar við núverandi starfsmannafjölda Járnblendiverksmiðjunn- ar. Það eru hins vegar mest karlastörf. Þeir hafa ekki síður um margt að ræða eins og sést á myndinni til hægri hér að ofan sem tekin var í Járnblendiverksmiðjunni. pijónastofurekstri og síðan í sjáv- arútvegi vegna minnkunar á kvóta. „Við fundum fyrir erfiðleik- unum á undan flestum öðrum. Það rofaði aðeins til 1990 en í skamm- an tíma því samdrátturinn hélt áfram á næstu árum. Á árunum 1991-1994 vorum við að fást við viðvarandi og mikið atvinnuleysi sem fór yfir 250 manns þegar mest var,“ segir Gísli. Hann segir að ástandið hafi batnað á síðasta ári og staðan sé nokkuð góð nú um stundir. Enn- þá eru þó yfir 100 manns á atvinnuleysisskrá. Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að enn sé mikið atvinnuleysi með- ai kvenna á Akranesi. Það sé búið að vera viðvarandi frá því erfiðleikar fataiðnaðarins hófust og lítið komið í staðinn. Þá hafi heldur hallað undan fæti í sjávar- útveginum. Vel heppnuð endurreisn skipasmíðastöðvarinnar Gunnar Sigurðsson, forseti bæj- arstjórnar, segir að lausn á vanda tveggja stórra vandræðabarna skipti mestu máli í þeim umskipt- um sem orðið hafa í atvinnumálun- um síðustu tvö árin. Hann nefnir Krossvík og Þorgeir og Ellert í þessu sambandi. Þegar skipasmíðastöðin Þorgeir og Ellert hf. var að verða gjald- þrota á árinu 1994 leitaði bærinn til einstaklinga um að taka við rekstrinum svo þessi starfsemi legðist ekki af. Stofnað var hluta- félag sem tók við rekstrinum og keypti síðar eignir þrotabúsins. Núverandi eigendur leigðu starfs- mönnum trésmiðju og rafmagns- verkstæðis þessa rekstrarþætti og reka sjálfir sérhæft málmiðnaðar- fyrirtæki. Gunnar segir að nú sé blússandi gangur í öllum þessum rekstrareiningum. Starfsmenn séu nú orðnir yfir 100, fleiri en var þegar Þorgeir og Ellert hf. var í fullum rekstri og tvöfalt fleiri en síðustu mánuðina fyrir gjaldþrot. Bærinn seldi hlutabréf sín í skipasmíða- stöðinni. Var sú sala umdeild en Gunnar segist sannfærður um að hún hafi verið rétt út frá hagsmun- um bæjarfélagsins. Þorgeir Jósefsson, fram- kvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts hf., segir að nýja félagið hafi ekki haft mikla tiltrú þegar það tók við rekstrin- um. Það hafi breyst eftir að eign- irnar voru keyptar og síðan hafi leiðin legið upp á við. „Við fórum í ýmsar kostnaðarsparandi að- gerðir. Nýja félagið hafði nokkurt hlutafé og þurfti ekki að draga á eftir sér þann mikla skuldahala sem sligaði gamla fyrirtækið og því höfum við getað fjárfest til að auka hagkvæmni framleiðslunn- ar,“ segir Þorgeir. Hann segir þó að almennur uppgangur í málm- iðnaði hafi hjálpað þeim mest. Rekstur Þorgeirs og Ellerts skiptist aðallega í tvo hluta, ann- ars vegar skipaviðgerðir og breyt- ingar og hins vegar framleiðslu á fiskvinnslubúnaði úr ryðfríu stáli. Þorgeir er bjartsýnn á framtíðina í báðum greinum og segir frá því að fyrirtækið sé nú að byggja 750 fermetra viðbyggingu við húsnæði síðarnefndu deildarinnar. Endurskipulagning sjávarútvegsins Akraneskaupstaður endurreisti hlutafélagið Krossvík á sínum tíma til að taka við rekstri frystihúss Hafamarins og halda kvóta Höfðavíkur á staðnum. Bærinn hefur nú selt hlutabréf sín og ver- ið er að sameina félagið Haraldi Böðvarssyni hf. Kvótinn var flutt- ur á skip HB og segir Gunnar Sigurðsson að með því hafí náðst meginmarkmið bæjarins, að halda kvótanum í bænum. Starfsfólk Krossvíkur fékk vinnu hjá HB og hjá sjávarréttafyrirtækinu ís- lenskt-franskt eldhús hf. sem flutti starfsemi sína í húsnæði Krossvík- ur. „Við tókum mikla áhættu í atvinnumálunum með sölunni á Krossvík en allt hefur farið á besta veg. Menn geta ímyndað sér í hvaða stöðu bæjarsjóður væri ef vinnslu hefði verið haldið áfram í frystihúsinu," segir Gunnar. A undanförnum árum hefur orð- ið mikil skipulagsbreyting í sjávar- útvegsmálum á Akranesi. Fyrir fimm árum voru þar þtjú frystihús starfrækt auk síldar- og fiski- mjölsverksmiðju. Þessi starfsemi fer nú öll fram í einu fyrirtæki, Haraldi Böðvarssyni hf. Heima- skagi og Síldar- og fiskimjölsverk- náin samvinna fyrirtækjanna tveggja. Haraldur segir að nýja fyrirtækið verði með mikinn loðnu- og síldarkvóta og það skapi grund- völl fyrir þeirri miklu uppbyggingu loðnuverksmiðjunnar sem nú stendur yfir. Höfuðstöðvar fyrir- tækisins verða á Akranesi en Har- aldur segir að áfram verði sérhæfð starfsemi í Sandgerði. Segir hann að fyrirtækið muni nýta sér ná- lægðina við stóran fiskmarkað á Suðurnesjum og mikla löndunar- höfn, það muni koma starfsemi þess á báðum stöðum til góða. Haraldur vill ekki fjölyrða um frekari útþenslu, segir að búið sé að stíga stór skref. Hann telur að frekari samþjöppun verði í sjávar- útvegi á næstu árum. „Það er allt á iði og ég reikna með að það taki tvö ár að festast," segir Haraldur. Búa sig undir opnun ganganna „Á síðasta vori fundum við að ýmsir góðir möguleikar eru í aug- sýn,“ segir Gísli þegar áfram er fjallað um stöðu mála á Akranesi. Nefnir hann að undirskrift samn- inga um borun ganga undir Hval- fjörð hafi skilað sér á jákvæðan Göngin ein og sér leiði til breyt- inga, en að öðru leyti muni þau kalla á aðgerðir til að vega gegn þáttum, sem fyrirfram væru taldir neikvæðir. Sem jákvæða þætti nefnir Gísli að Akurnesingar nálgist stóra markaðinn á höfuðborgarsvæðinu og höfuðborgarbúar nálgist mark- aðinn á Akranesi og á öllu Vestur- landi. Telur hann að mikiir mögu- leikar skapist í þjónustu við ferða- fólk og sumarhúsafólk enda muni umferðin stóraukast. Neikvæðu þættirnir eru þeir helstir að stór og góður vinnustaður leggst af, það er Akraborgin. Þá muni fólk í auknum mæli leita eftir þjónustu út fyrir svæðið. „Við teljum að með markvissum aðgerðum og með því að þjónustuaðilar haldi áfram að bjóða rétt verð og góða þjónustu þurfi ekki svo mjög að óttast þetta. En það gerist ekkert af sjálfu sér,“ segir bæjarstjórinn. Gísli og Gunnar leggja áherslu á að stefnumótunarvinnunni ljúki sem fyrst og að hún verði kynnt tímanlega fyrir opnun ganganna þannig að Akurnesingar geti búið sig undir breytinguna. Til viðbótar þeim framkvæmd- Enn mikið atvinnuleysi meðal kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.