Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 11 um sem þegar hafa verið nefndar fylgjast Skagamenn spenntir með umræðum um uppbyggingu frek- ari stóriðju á Grundartanga enda myndi uppbygging þar hafa mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. Tvennt er í athugun, eins og kunnugt er, stækkun Járnblendi- verksmiðjunnar og bygging nýs álvers Columbia Vent- _________ ure_s Corporation. A vegum Járnblendi- félagsins og eigenda þess standa yfir at- ___________ huganir á hagkvæmni og áhættu þess að stækka verk- smiðjuna með því að bæta við þriðja bræðsluofninum. Ákveðið verður í vetur hvort í þetta verður ráðist og gæti viðbótin þá komist í gagnið á árinu 1999. Kostnaður við stækkunina gæti orðið um 3 milljarðar kr. og bæta þyrfti við 30-40 starfsmönnum þegar ofn- inn kemst í rekstur. Samningar standa yfír við Getum tekið við fólki án fjárfestinga geiri og Ellert segist gera sér grein fyrir því að meginþungi fram- kvæmdanna muni verða á annarra herðum, „en það hijóta að falla einhveijir molar til smáfuglanna,“ segir hann. Hann viðurkennir þó að slíkar stórframkvæmdir geti einnig haft óþægindi í för með sér á vinnumarkaðnum. Búast megi ________ við að nýtt fyrirtæki muni höggva fyrst í rað- ir starfandi fyrirtækja á svæðinu þegar þau bæta við sig járniðnaðar- mönnum, eins og gerðist þegar Járnblendiverksmiðjan tók til starfa. Hervar Gunnarsson segist ekki sjá að helsta vandamálið á vinnu- markaðnum, atvinnuleysi meðal kvenna, lagist með uppbyggingu stóriðju og tilkomu Hvalfjarðar- ganga. Einhveijar konur hefðu ráðið sigtil vinnu í Járnblendiverk- smiðjunni á sínum tíma en það hefði ekki gengið. „Með stóriðju bandaríska fyrirtækið Columbia Ventures um byggingu 60 þúsund tonna álvers á Grundartanga og samkvæmt síðustu fréttum eru taldar yfirgnæfandi iíkur á að af því verði. Búist er við að fram- kvæmdir geti hafist i janúar og álverið taki til starfa á árinu 1998. Stofnkostnaður verður yfir 10 milljarðar kr. og starfsfólk hins nýja álvers verður á öðru hundrað- inu. Gísli Gíslason segir að Akurnes- ingar fylgist vel með öllum fréttum af stóriðjuáformum á Grundart- anga en segir að menn séu enn ekki farnir að gera ráð fyrir auk- inni starfsemi þar. „Við teljum öruggt að einhver ný starfsemi komi, það er aðeins spurning um hvaða starfsemi og hvenær, ekki hvort,“ segir Gunnar Sigurðsson. Hann segir að framkvæmdir og rekstur á Grundartanga verði kærkomin viðbót við þá grósku sem fyrir er á Skaganum og frétt- ir af framvindu mála viðhaldi já- kvæðu viðhorfi Skagamanna og geri þeim kleift að horfa með bjart- sýni fram á veginn. Bygging Hvalfjarðarganga er talin forsenda stóriðjuáformanna á Grundartanga. Vinnumarkaður- inn er svo lítill að hann myndi ekki ráða við þessa miklu aukn- ingu. Má því segja að göngin séu nokkurs konar öryggisventill þess- ara fyrirtækja inn á stóra vinnu- markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnurekendur á Akranesi horfa vonaraugum til frekari stór- iðju. Þorgeir Jósefsson hjá Þor- skapast bara störf fyrir hluta af ijölskyldunni. Það þarf líka að huga að öðrum,“ segir Hervar. Gísli Gíslason tekur undir það að mikilvægt sé að hafa fjölbreytni á vinnumarkaðnum og segir að áhugi Akurnesinga á að fá opin- bera stofnun eins og Landmæling- ar ríkisins upp á Skaga byggist meðal annars á þeirri hugsun. Getum tekið við nokkur hundruð manns En hvernig er Akranesbær í stakk búinn til að taka við þessari aukningu, ef af henni verður? Gísli segir að það hafi tekið bæinn 10-15 ár að byggja upp þjónustu til að fylgja eftir fólksfjölguninni sem varð í kjölfar byggingar Járn- blendiverksmiðjunnar. Ibúafjöld- inn hafi farið upp í um 5.400 en sé nú um 5.100. „Við stöndum vel að vígi. Höfum byggt upp góða þjónustu á öllum sviðum og getum þjónað nokkur hundruð íbúum til viðbótar án verulegra fjárfest- inga,“ segir Gísli. Þeir Gunnar nefna góða heilsugæslu og sjúkra- hús, grunnskólana, Fjölbrauta- skólann, leikskóla og mikla íþróttaaðstöðu. Ekki verður séð að stóriðju- draumarnir séu farnir að hafa áhrif á Akranesi. Töluverð hreyf- ing er á fasteignum um þessar mundir. Soffía S. Magnúsdóttir fasteignasali segist þó ekki geta merkt að stóriðjuáform hafi þar áhrif, markaðurinn sé sveiflu- kenndur og fasteignaverð hafi ekki hækkað síðustu árin. BENS TIL SÖLU BÍLLINN SEM NORÐMENN ERU Bens 300E, 4-matic árgerð 1993, ekinn 92 þús. km. Fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur, ABS bremsur, loftkæling, samlæsing, líknarbelgur, álfelgur, litað gler, úti hitamælir, rafmagn í rúðum og loftneti. arm- og höfuðpúðar aftur í o.fl. Verð, tilboð. Upplýsingar í síma 511 1600 og 896 0747. I j ■ 11 ! 1 1 • 1 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.