Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 LISTIR Hvar liggur menningar- arfurinn? * A menningararfsdegi Evrópu 20. september var efnt til ráðstefnu í Þjóðminjasafni um þjóðminjavörslu — starfsemi og markmið. Jóhann Hjálmarsson fylgdist með umræð- um sem einkum snerust um safnið á kross- götum o g framtíðarstefnu þess. EVROPURÁÐIÐ átti frumkvæði að menningararfsdögum með stuðningi Evrópusambandsins en yfirlýstur til- gangur þeirra er að vekja þjóðir álf- unnar til meiri skilnings og áhuga um þjóðlegan mennigararf sinn. Segja má að fyrsti menningar- arfsdagurinn hafi verið helgaður efni sem ótvírætt snertir rætur þjóðar- innar, sjálf þjóðminjavarslan. Björn Bjarnason vék hins vegar að því í erindi, sem hann kallaði íslensk menning sem hluti evrópskrar menn- ingararfleifðar, að hæst beri tung- una, söguna og náttúruna og flestir íslendingar telji að bókmenntirnar eigi að vera í fyrirrúmi og bók- menntaarfurinn sé ekki nógu hátt metinn í evrópsku samstarfi. Hann nefndi mörg nýleg dæmi um áhuga Norðurlandabúa á íslenskum efnum, meðal annars að danska skáldkonan Susanne Brogger hefur nýlega lokið þýðingu á Völuspá. „Danir leita róta sinna í þjóðlegum arfi meðan menn- ingin færist suður á bóginn," sagði Björn. Hann lagði til að í Reykholti yrði stofnað menningarsetur og bað alla að stuðla að því. Á ráðstefnunni voru lögð fram drög að stefnumörkun Þjóðminja- safns íslands 1996-2002 ásamt kynningu á nýju stjórnskipulagi fyr- ir Þjóðminjasafn íslands og var að heyra á fyrirlesurum sem starfa á safninu að hér væri um tímamóta- plögg að ræða, safnið stæði á kross- götum og mjög nauðsynlegt væri að efla það. Mörgum ræðumönnum blöskraði aðstaða safnsins og bág- borið húsnæði. Fjögnr töfraorð Sturla Böðvarsson, formaður Þjóðminjaráðs, og Runólfur Smári Steinþórsson skýrðu stefnumörkun safnsins og nýtt stjórnskipulag, en meginstefnumið Þjóðminjasafnsins felast í fjórum lykiíorðum: Forysta, samráð, þjónusta og árangur. Of Iangt mál yrði upp að telja hvað felst í þessum orðum, en það er Ijóst að safnið tekur að sér forystu við HVERJIR eru möguleikar rithöf- undarins að vekja fólk til umhugs- unar, stilla vekjaraklukkuna á hringingu í heimi bókmenntanna, þegar fólk kvartar einna helst yfir of stórum skammti upplýsinga og kveðst búið að fá sig fullsatt af fjölmiðlum? Er nema von að hand- hafi bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs, Kerstin Ekman, spyrji sjálfa sig þessarar spurningar? Fyrir skemmstu kom út nýjasta bók Ekman „Gör mig levande igen“. Hún er sögð samfélagsgagn- rýni, um stríð sem „Bandaríkin geta ekki einu sinni unnið“. Segir Ekman sögu sjö kvenna og vísar á ýmsan hátt til bóka Eyvinds Jo- hnssons, „Krilonsvit", sem fjölluðu um stríðsárin og hollustu margra Svía við nasismann. Og eins og í öðrum bóka hennar fléttast saka- mál inn í atburðarásina. Á baksíðu bókarinnar er hún sögð „skáldsaga um möguleikann á því að bregðast á mannlegan hátt við ómanneskju- legum aðstæðum". Hér á landi er Ekman sjálfsagt þekktust fyrir bók sína „Átburðir við vatn“ sem kom út árið 1983 og færði höfundi sínum bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs. að auka skilning almennings og stjórnvalda á mikilvægi minjavörsl- unnar og aukins fjár henni til handa; verður sjálfsagður og viðurkenndur vettvangur fyrir umræðu og ákvarð- anatöku um menningararfinn og minjavörslu; stefnir að því að veit'a gestum og öðrum viðskiptavinum góð skilyrði til að njóta þjónustu safnsins og tileinka sér þá vitneskju sem fólgin er í þeim minjum, öðrum heimildum og sérfræðiþekkingu sem safnið býr að og verður með starfs- háttum sínum viðmiðun fyrir önnur söfn á íslandi og samstarfsaðili þeirra. Sturla Böðvarsson minnti á að auðlind er ekki bara sjávarfang held- ur sú þekking sem starfsfólk, í þessu samhengi Þjóðminjasafnsins, býr yfir. Um leið og hann talaði um Hún hefur verið þýdd á yfir tutt- ugu tungumál og hefur notið tölu- verðra vinsælda í Bretlandi og aukna áherslu safnsins á fornleifa- skráningu og hinn mikla áhuga á fornminjum sagði hann að nauðsyn- legt væri að finna æðaslátt nútíðar. Þór Magnússon þjóðminjavörður lét m.a. frá sér fara ágæta setn- ingu: „Ræktaðu vini þína og þeir munu rækta þig.“ Sverrir Kristins- son sem er formaður Minja og sögu, vinafélags safnsins, talaði af hálfu áhugamanna. Sverrir sagði að þjóðin yrði fátækari ef gengi menningar- innar minnkaði. Listin væri löng. Lífæðin til okkar sjálfra Árni Björnsson útgáfustjóri varaði við því að rannsóknarstörf yrðu út- undan vegna annarra verkefna. Hann taldi ekki nægilegan skilning vera á gildi rannsókna. Þóra Krist- jánsdóttir listfræðingur sagði að Bandaríkjunum, þar sem henni hefur verið líkt við annan norræn- an höfund, Danann Peter Hoeg. upplýsingaþjóðfélagið væri með aðr- ar boðleiðir en áður tíðkáðist og taldi eins og fleiri ræðumenn að illa væri búið að safninu og meira fjármagn yrði að renna til þess. Hún vildi fá listamenn og rithöfunda til liðs við safnið því að verkefnin væru óþijót- andi. „Týnum ekki lífæðinni til okk- ar sjálfra", sagði Þóra. Að mati Orra Vésteinssonar forn- leifafræðings eru söfn ekki geymslu- búr og honum varð tíðrætt um nauð- syn fornleifarannsókna. Þórður Tómasson, safnstjóri í Skógum, sem talaði um hlutverk byggðasafna í minjavörslu sagði að byggðasöfn hefðu dafnað í skjóli og með full- tingi Þjóðminjasafns. Byggðasöfnin voru lofuð af fyrirlesurum og má nefna Byggðasafnið í Skógum og á Görðum á Akranesi og sérsöfn eins og Vesturfarasafnið á Hofsósi og Síldarsafnið á Siglufirði. Þórður Tómasson gat þess að byggðasöfn ættu upphaf að rekja til fimmta tug- ar aldarinnar og vildi að gaumur yrði einnig gefinn að deginum í dag við varðveislu minja. Aðrir ræðumenn voru Lilja Árna- dóttir safnstjóri sem Ijallaði um söfn- unar- og varðveislustefnu Þjóð- minjasafnsins og Guðrún Fjóla Granz fjármálastjóri sem skýrði fjár- mála- og þjónustustefnu safnsins. Ráðstefnustjóri var Kristinn Magn- ússon deildarstjóri. Lilja upplýsti að safnið ætti 60.000 gripi og eina milljón ljósmynda. Með aðild Islendinga að evrópska efnahagssvæðinu hófst að dómi Björns Bjarnasonar mikilvægt sam- starf. Ljóst er að lítil evrópsk mál- svæði leggja sitt af mörkum í evr- ópsku menningarsamstarfi og geta jafnvel notið stuðnings umfram önn- ur sé rétt á málum haldið. Menning- arsetur í Reykholti getur þess vegna stuðlað að því að færa íslenska menningu, ekki síst bókmenntirnar, nær Evrópu og Evrópumenn alla leið að rótum okkar sem í senn Iiggja í Snorralaug og öxinni sem Snorri var höggvinn með. Hún er ekki á því að það sem sam- eini þau sé óskilgreind norræn depurð en fagnar því hins vegar að skáldsögur þar sem samfélags- gagnrýnin spilar svo veigamikinn þátt, séu eftirsóttar. Ekman hefur skrifað 18 skáld- sögur en hún er 63 ára. Hún á sæti í sænsku akademíunni sem veitir nóbelsverðlaunin í bók- menntum en hefur ekki sótt fundi hennar frá 1991 þar sem hún er ósátt við að akademían skuli ekki hafa gagnrýnt dauðadóm íransk- lerka yfir indverska rithöfundinum Salman Rushdie. Málið er tekið upp með reglulegu millibili í fjöl- miðlum og segist Ekman í samtali við Svenska Dagbladet orðin æði þreytt á því. „Mér iíður eins og veiðihundi sem er með rotnandi hænu um hálsinn,“ segir hún. „Þegar fá á veiðihund til að hætta veiðum, er gripið til þess að hengja hænu í hálsólina og þar fær hún að rotna.“ Ekman getur þó ekki neitað því að hún hefur sjálf tekið málið upp, m.a. í nýju bókinni þar sem segir frá herramanni í bók- menntaakademíu, og er þar greini- lega vísað til ritara sænsku aka- demíunnar, sem Ekman og fleiri meðlimir hennar eru svo ósátt við. LJÓSMYND eftir Lárus. Sýning Lárusar framlengd SÝNING Lárusar S. Aðalsteins- sonar á svart-hvítum ljósmynd- um hefur verið framlengd um viku eða til 27. september. Myndirnar sem eru 14 talsins eru víða af landinu. Sýningin er í galleríi Myndási, Laugarás- vegi 1 og er opin alla virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Vatnslita- myndir í Lóu- hreiðri SÝNING á vatnslitamyndum Soffíu Siguijónsdóttur stendur nú yfir í Kaffistofunni Lóu- hreiðri í Kjörgarði (2. hæð) við Laugaveg. Þetta er fyrsta einkasýning Soffíu. Sýningin stendur til 21. októ- ber næstkomandi. Hún er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og frá og með 1. október einnig á Iaugardögum kl. 10-16. Kynning í Listakoti NÚ stendur yfir kynning á verkum þriggja listakvenna í litla sal gallerís Listakots á annarri hæð. Þær sem sýna verk sín eru; Dröfn Guðmunds- dóttir sem sýnir glerverk, Jó- hanna Sveinsdóttir og Svein- björg Hallgrímsdóttir sem sýna báðar olíumálverk og myndir unnar með blandaðri tækni. Kynningin stendur til laug- ardagsins 28. september. Gall- erí Listakot er til húsa við Laugaveg 70 og er opið kl. 12-18 virka daga og kl. 10-14 laugardaga. Lokað er á sunnu- dögum. Gluggasýn- ing í Sneglu NÚ stendur yfir kynning á verkum Jónu Sigríðar Jónsdótt- ur í Sneglu. Jóna lauk námi frá textíldeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1985. í glugga- num verða myndir málaðar á silki. Snegla listhús er á horni Grettisgötu og Klapparstígs og er opið kl. 12-18 mán. - fös. og kl. 10-14 lau. Verk eftir Elínu G. í Kringlunni OPNUÐ hefur verið sýning á verkum eftir Elínu G. Jóhann- esdóttur á fyrstu hæð Kringl- unnar, í sal ÁTVR. Elín hefur níu ára myndlist- arnám að baki, fyrst í textíl en síðar í málun. Á sýningunni eru sjö málverk sem unnin eru á þessu ári. Sýningin stendur út október og er opin frá kl. 10-18. Lokað um helgar. STURLA Böðvarsson, formaður Þjóðminja- . Morgunbiaðið/ Ásdís ráðs, nefndi auk fornminjanna æðaslátt nútíðar AHEYRENDUR voru margir og áhugasamir um hlutverk og framtíð Þjóðminjasafnsins. Sjö konur í stríði Nýjasta bók höfundarins Kerstin Ekman fjallar um stríð og sakamál KERSTIN Ekman segir að í hvert skipti sem hún ljúki við að skrifa bók, sé það sér eins konar áfall, jafnvel þó sú næsta sé í smiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.