Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ OLGEIR Jóhannesson talar við Petrínu meðan Diðrik og Maggie skoða leikföngin. Morgunblaðið/RAX ur hér fyrir þau og afkomendur þeirra. Þetta eru hjónin Maggie og 01- geir Jóhannesson, heymarlaus, með tvö börn, annað heyrandi, hitt heym- arlaust. Það var ekki auðvelt að koma á viðtali við þau. Það er reynd- ar ekkert auðvelt fyrir okkur sem emm heyrandi að komast í samband við heymarlausa einstaklinga, vegna þess að við tölum almennt ekki tákn- mál. Það er ekki hægt að hringja í Maggie og Olgeir og þegar maður nær sambandi við þau á netinu, upp- hefst mikið skipulagsatriði. Það er ekki nóg að við komum okkur saman um tíma til að hittast, heldur verður að hafa samband við enn einn aðila - táknmálstúlkinn - og á endanum er það hans tími sem ræður því hve- nær samskipti milli mín og þeirra eiga sér stað. Maggie og Olgeir hittust fyrst árið 1982 og aftur 1986, en sam- band þeirra hófst ári seinna, þegar Olgeir flutti til Noregs. Það var áhugi á ferðalögum sem tengdi þau ekki hvað síst saman. Þau hafa ferðast mikið og segir Olgeir sín ferðalög oft tengd áhugamáli hans, handbolt- anum. Hann starfar sem forstöðu- maður Félagsmiðstöðvar Vesturhlíð- arskóla og er nemi á tölvubraut við Iðnskólann í Reykjavík. Maggie er kennari að mennt og kennir heymar- lausum bömum við Vesturhlíðar- skóla. Hún er í 70% starfi, en þar fyrir utan kennir hún táknmál í auka- vinnu við Samskiptamiðstöð heym- arlausra og heymarskertra. „Ég hef líka kennt víðar frá því ég kom hingað fyrir tveimur árum,“ segir Maggie. „I vetur var boðið upp á táknmálskennslu í grunnskólanum í Njarðvík og þar var ég að kenna heyrandi börnum. í fyrravetur kenndi ég svo einni fjölskyldu í Sandgerði." í Samskiptamiðstöðinni HEIMILI FJOGUR TUHGUMALÁ VIÐ ERUM ekki öll eins, þótt stöðugt sé verið að búa tíl kerfí sem gera ráð fyrir því að lítill munur sé á ein- staklingunum sem byggja þetta litla land. Það, sem þykja sjálfsögð mannréttindi hjá okkur sem höfum öll skynfæri, leggi og limi í virku ástandi, getur virkað þveröfugt fyr- ir þá, sem eru á einhvem hátt fatl- aðir. Reglur sem okkur eru settar, ganga út frá almennu heilsufare- og ásigkomulagsástandi og við ís- lendingar höfum nú ekki mikla þol- inmæði, eða skilning, á frávikum. Það var því nokkuð áhugavert að kynnast lítilli fjölskyldu, sem býr Hún kemur frá Ósló, hann er íslenskur. Þau Maggie og Olgeir eru bæði heymarlaus og eiga eitt heyrandi bam. Sonurínn, þríggja og hálfs árs, heyrír, en dóttirín, tveggja ára, er heymarlaus. Súsanna Svavarsdóttir heimsótti fjölskylduna og kynntist íslensku samfélagi, eins og heymarlausir sjá það. við Kleppsveginn í Reykjavík og værum þrýstihópi, sættir sig við það lætur lítið fyrir sér fara. Hún er sem hún hefur og vonar bara að hljóðlát - verður aldrei hluti af há- með næstu áratugum batni aðstæð- hefur hún kennt mismunandi hóp- um, en í dag kennir hún aðeins ein- um hópi táknmál II, á námskeiði sem lýkur í vor. „Ég veit ekki hvern- ig verður með framhaldið; hvort ég kenni á fleiri námskeiðum," segir Maggie. Heimilið er stórt og í raun- inni ærið að vinna úti á daginn - og táknmálskennsla er erfítt starf og lýjandi. Heyrnarlausir einangraðir Maggie og Olgeir bjuggu í Noregi í sjö ár áður en þau fluttu til Is- lands. „Ég var ekkert spenntur fyr- ir því að koma heim. Mér leið mjög vel í Noregi,“ segir Olgeir. „Mögu- leikamir þar eru svo miklu meiri og þjónustan betri. Ekki þessar ei- lífu hindranir. Það era svo fáir heyrnarlausir hér á íslandi og mað- ur verður svo einangraður. Auðvitað saknaði ég fjölskyldunnar og þegar Maggie stakk upp á því að við próf- uðum að búa hér, fylgdi ég henni bara.“ Þetta segir Olgeir hlæjandi og það er ekki laust við stríðnisg- lampa í augunum þegár hann lítur á konu sína. Hún er kvik og nett en það er augljóst að hún er býsna sjálfsöragg og ákveðin; hann ró- lyndismaður, en fastur fyrir. Þau hjónin era bæði forvitin og fróðleiksfús. Þau hafa aflað sér víð- tækrar reynslu og þekkingar á hin- um ýmsu þjóðum, hafa greinilega miklu að miðla og vilja leggja sitt af mörkum til að bæta aðstæður og auka sjálfsögð mannréttindi heyrn- arlausra. Maggie segir margar ástæður hafa verið til þess að hana langaði að prófa að búa á íslandi. Þau Olgeir hafí viljað að bömin kynntust föðurfólkinu sínu og iærðu íslensku. En fieira kom til. „Ég er fædd í Ósló og hafði aldrei búið fyr- ir utan borgina," segir Maggie. „Mig langaði til að prófa að búa í þessu litla samfélagi." Hún segir það hafa verið mikil viðbrigði að koma hing- að. „í Noregi er hópur heymarlausra svo stór að maður gat valið sér vini, sem vora að gera ólíka hluti. Sumir vora í íþróttum, aðrir að mennta sig og svo framvegis. Héma er þetta meira eins og lítið sveitasamfélag. Hér er gerólík menning og það hefur verið mjög lærdómsríkt og þroskandi fyrir mig.“ Maggie og Oigeir era sammála um það að heyrnarlausir séu ein- angraðir í samfélaginu. „Þó ekkert meira hér en annars staðar,“ segja þau, „en hópurinn hér er bara svo miklu minni. Heymarlausir halda gjarnan hópinn og umgangast nær eingöngu fjölskyldur sínar þar fyrir utan. „Ég æfí til dæmis handbolta," segir Olgeir, „og hitti félaga mína á æfíngum. Síðan fer ég í Félags- heimili FH og hitti sama fólkið. Það er sama hvað við gerum, við erum alltaf með sama fólkinu. Þetta getur verið dálítið leiðigjarnt, en við verð- um að halda saman. Þetta er svo lítill hópur.“ Lærdómsrík reynsla og þrosk- andi, segir Maggie, en það er ljóst að þau munu ekki ílendast hér. Þau ætla að flytja aftur til Noregs. „Ástæðan er sú að dóttir okkar er heymarlaus og ég vil að hún eigi fleiri vaimöguleika en era í boði hér. Ég er sjálf alin upp við þá möguleika. Og það á við alla þætti lífsins. Menntun, starfsval, áhuga- mál og ekki hvað síst möguleikana á að velja sér félaga. Hér er einn pínulítill grunnskóli fyrir heyrnar- lausa. í Ósló eru tveir skólar - sem hvor um sig er miklu stærri en sá sem er hér. En það þýðir ekki að heymarlausir í Ósló þekki bara sitt fólk þar. Það era skólar fyrir heyrn- arlausa víðar í Noregi og það er mikið gert til að láta fólk hittast. Á vorin eru haldin íþróttamót og þá hittast allir, alls staðar að úr Nor- egi. Á einu mótinu keppa til dæmis bara 9-17 ára en í þeim eina aldurs- hópi era um 130 manns. I Heymleysingjaskólanum hér era bara 25 nemendur og á leikskól- anum era þeir átta. Síðan eru um sjötíu heyrnarskertir nemendur í hinum almennu grunnskólum. Hlut- fallið milli heyrnarlausra og heyr- andi er það sama hér og í Noregi, en þar er hópurinn stærri. Það er út af þessum íjölda og þeim mögu- leikum sem eru fyrir hendi í Noregi sem við viljum flytja.“ Málumhverfi fjölskyldunnar Oftast er það svo að heyrandi ein- staklingar era í meirihluta í fjölskyld- um heymarlausra. Hjá Maggie og Olgeiri snýst þetta hlutfall við. Sonur þeirra, Diðrik, er eini heyrandi ein- staklingurinn á heimilinu. Þar fyrir utan er fjölskyldan hans norsk í móðurætt og íslensk í föðurætt. Dið- rik elst því upp við að tala fjögur tungumál; íslensku og íslenskt tákn- mál og norsku og norskt táknmál. „Þegar ég gekk með hann, leitaði ég ráða hjá fagfólki um það hvort ráðlegt yrði að láta hann tala fleiri I I I > I > I > i > > > I I > i i i l i í f-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.