Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga hina hugljúfu mynd Fyrirbærið, Phenomenon, með John Travolta í aðalhlutverki og Kyra Sedgwick, Forest Whitaker og Robert Duvall í aukahlutverkum. Leikstjóri er Jon Turtletaub. Þetta er ein af stórmyndum sumarsins vestanhafs. Sag’a af venj ulegnm snillingi FYRIRBÆRIÐ er mynd um George Malley (John Tra- volta) sem vinnur fyrir sér sem bifvélavirki í smábænum Harmon. íbúum bæjarins líkar vel við Ge- orge, hann er góður strákur, traustur vinur, kannski svolítið ein- faldur en galdramaður í höndunum þegar blöndungar eru annars veg- ar. Líf George er jafn áferðarfal- legt og snyrtilegt og garðurinn hans og þar bregður ekki öðrum skugga en þeim að George fínnur ekki réttu konuna. Svo er það, daginn sem hann verður 37 ára, að eitthvað dularfullt gerist og breytir lífi hans að eilífu. George er einu sinni sem oftar að tefla á kránni sinni en tekur sér pásu til að ganga út og teygja úr sér. Þá sér hann skært leiftur á himni, sem slær hann niður og rotar hann. Þegar hann raknar við er hann ekki sá sami og áður. Nú er hann haldinn óslökkvandi þorsta í fróð- leik og hlutir sem áður voru honum ráðgáta eru allt í einu orðnir auð- skiljanlegir. Hann þarf ekki lengur að beygja sig eftir skiptilyklinum á verkstæðinu því hendur hans eru segulmagnaðar ef hann vill það við hafa. Hann getur ekki sofíð en drekkur þess í stað í sig efni þriggja bóka á hverri nóttu og dag nokkurn er hann farinn að tala portúgölsku reiprennandi. Hann fínnur upp umhverfisvænt elds- neyti úr mykju og sér fyrir jarð- skjálfta. En auðvitað fylgja aukaverkanir snilligáfunni. Fólkið sem hélt sig þekkja George stendur allt í einu frammi fyrir manni sem það botn- ar hvorki upp né niður í og George verður að fyrirbæri. Fyrst dáist fólk að honum, svo sýnir það hon- um tortryggni og loks verður það óttaslegið. Gamlir vinir og grannar sniðganga hann og hæða. FBI vill taka af honum skýrslu og háskóla- prófessor vill fá hann til liðs við sig í jarðskjálftarannsóknir. Þar kemur að George, sem er alltaf sami góði drengurinn, vill halda áfram að lifa því lífi sem hann lifði áður og er farinn að sakna. Hann telur sig loksins vera búinn að finna réttu konuna til þess að deila öllu með, Lace (Kyra Sedgwick). Það verður þó ekki snúið aftur en hins vegar fínnur George hjá sér styrk sem hann átti ekki áður og reynsla hans færir honum persónulegan þroska og djúpstæðan skilning á því hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Sagan sem myndin Phenomenon er byggð á er eftir Gerald DiPego sem fór með handrit sitt til fram- leiðandanna Barbara Boyle og Michael Taylor. „Hlutirnir gerðust hratt," segir Barbara. Gerald, sem er góður vinur minn, hringdi og spurði hvort ég vildi lesa handrit sem hann hefði skrifað. Ég las það og féll fyrir því. Michael var sam- mála mér. Við sendum handritið til kvikmyndavera á föstudegi. Touchstone samþykkti að gera myndina á mánudegi. Joe Roth stakk upp á John Travolta í hlut- verk George Malley. Það leið innan við sólarhringur frá því að John las handritið þangað til hann ákvað að þiggja hlutverkið." „Þetta var í raun og veru allt Gerald DiPego að þakka,“ segir Michael Taylor. „Handrit hans var svo gott að það dró að sér hæfíleikafólk eins og segull. Frá sjónarhóli okkar fram- leiðendanna þá var einhver blessun yfir þessu verkefni frá upphafí." John Travolta er stórstjarna myndarinnar og töldu margir gagnrýnendur að hér hefði hann slegið sjálfum sér við og sýnt slík- an afbragðsleik að hann verðskuldi óskarsverðlaunatilnefningu fyrir. Kyra Sedgwick leikur Lace og hefur hlotið afbragðsdóma fyrir frammistöðu sína. Hún vakti fyrst athygli fyrir leik í mynd Olivers Stone, Born on The Fourth of July en sló síðan m.a. í gegn í Singles og Something to Talk About. Forest Whitaker leikur Nate Pope, vin George Malley, sem á erfitt með að skilja þá breytingu sem verður á vini hans og fínnst sársaukafullt að horfa á hann fjar- lægjast sig. Forest Whitaker vakti GEORGE Malley (John Travolta) öðlast skyndilega ýmsa yfirskilvitlega hæfileika. síðast athygli fyrir frumraun sína sem leikstjóri Waiting To Exhale, en er auðvitað víðþekktur leikari, m.a. fyrir Crying Game, Bird, PretáPorter, Good Morning Viet- nam og fleiri og fleiri. Meðal annarra leikara ber hæst gamla brýnið Robert Duvall í hlut- verki þorpslæknisins, hollvinar George Malleys, sem stendur með honum í gegnum þykkt og þunnt. Leikstjóri myndarinnar er Jon Turtletaub, sem áður leikstýrði m.a. mynd Söndru Bullock, While You Were Sleeping og Cool Runn- ings, með John Candy. Meðal sam- starfsmanna hans þar var gríski myndatökumaðurinn Phedon Pap- amichael og þeir halda samstarfinu áfram hér. Þeim félögum tekst í sameiningu á trúverðugan hátt að koma sífellt dýpri skynjun George Malleys á tilverunni og sjálfum sér til skila til áhorfenda og Ijá henni þannig dýpt sem er óvenjuleg fyrir Hollywood-myndir seinni tíma. Myndin Phenomenon sækir að sumu leyti til mynda af því tagi sem kenndar eru við leikstjórann Frank Capra en hún er jafnframt og ekki síst undir sterkum áhrifum frá mannræktarhreyfingu okkar tíma. Phenomenon gengst stolt við því sem hún sækir til Capra. Það kemur m.a. fram í því að aðalper- sóna myndarinnar heitir George Malley en í It’s a Wonderful World, þekktustu mynd Frank Capra, lék James Stewart mann sem hét Ge- orge Bailey. Boðskapur Capra myndanna er alltaf hinn sami, venjulegur maður kemst í óvenju- lega aðstæður og eftir eldraunir stendur hann uppi sem sigurvegari í krafti siðferðisstyrks, sem hvílir á óbilandi trú á ástina og hefð- bundin gildi. Phenomenon er óvenjuleg mynd nú á tímum. í henni er ekki eitt einasta blótsyrði, engin nektarsena og ekki framið morð. Hún gerist í samfélagi - smábænum Harm- on(y) - þar sem hið góða hefur tögl og hagldir frá upphafi. Karl- mennirnir koma saman á kránni til að tefla og skiptast á hugmynd- um en ekki til þess að drekka og segja sögur. Afbrot og eiturlyf hafa ekki borist til bæjarins. Börn- in leika sér að blómum. Þetta er samfélag sem kennt hefur verið við liðinn tíma en stendur fyrir gildi sem eiga undir högg að sækja; gildi sem aðstandendur Phenomen- on vilja kenna sig við og breiða út. I því, og endurvöktum vinsæld- um John Travolta, felst sjálfsagt skýringin á þeirri miklu velgengni sem hún naut vestanhafs í sumar. Phenomenon naut mestra vin- sælda allra þeirra mynda sem ekki byggðust á mannvígum, tæknibrellum og geimferðum og skaut þeim flestum reyndar ref fyrir rass. Ferillinn kominn á flug FERILL Johns Travolta sem kvik- myndaleikara spannar 20 ár. Fyrstu árin fór vegur hans ört vaxandi með myndum á borð við Carrie, Grease og Saturday Night Fever en eftir gerð þeirra tveggja síðasttöldu var John Travolta án efa vinsælasti kvikmyndaleikari Vestur- landa. Siðan komu mögru árin. Það má segja að þau hafi staðið frá 1979 til árs- ins 1994 þegar Reyfari, Pulp Fiction eftir Tarantino, fleytti Travolta aftur fram á sjónarsviðið. Síðan hefur hann orðið vin- sælli með hverri myndinni sem hann hef- ur gert. A þessu ári hafa íslenskir kvikmyndaá- horfendur - auk myndarinnar Phenom- enon - séð hann í myndunum Broken Arrow þar sem hann lék á móti Christian Slater og í Get Shorty. Hann hefur nýlega lokið við leik í mynd Nora Ephron, Mich- ael, og í White Man’s Burden á móti Sidn- ey Poitier. Eins og frægt varð gaf hann 17 milljóna dala þóknun upp á bátinn í sumar og gekk út þegar hann var nýbyij- aður samstarf við Roman Polanski um gerð myndarinnar The Double. John Travolta er fæddur í New Jersey í Bandaríkjunum og varð frægur sem Vinnie Barbarino í sjónvarpsþáttunum „Welcome Back, Kotter“ snemma á átt- unda áratugnum. Hann fékk svo hlutverk í spennumyndinni The Devil’s Rain árið 1975 og í Carrie eftir John Carpenter árið eftir. Í kjölfarið fylgdu Saturday Night Fever og Grease og pilturinn var orðinn að holdgervingi diskóæðisins á áttunda áratugnum. í samræmi við það hlutskipti féll hann í skuggann uppúr 1980 og að frátalinni Blow Out eftir Brian De Palma lék hann í hverri Iélegu myndinni af annarri. Þar til Tarantino hóaði í hann með handritið að Pulp Fiction voru hlutverk hans í Look Who’s Talking, Look Who’s Talking Now og Look Who’s Talking Too þau verkefni sem Travolta gat helst litið til ógrátandi síðustu árin. Travolta hefur aldrei hlotið Óskars- verðlaun, þrátt fyrir tvær tilnefningar, fyrst fyrir Saturday Night Fever og síðan fyrir Pulp Fiction. Margir telja að hann eigi þriðju tilnefninguna vísa fyrir Phenomenon. En John Travolta hefði ekki til að bera þá seiglu sem raun ber vitni ef hann léti stjórnast af því hvernig vindar blása í Hollywood. Hann fjárfesti gróða sinn frá velgengnisárunum fyrri viturlega og á næga peninga. Hann dvelst lengst af á auðmannanýlendunni sögufrægu Mart- ha’s Vineyard, þar sem hann og kona hans, leikkonan Kelly Preston, eiga hús en ferðast á milli í einkaþotu sem hann flýgur sjálfur. Þau hjónin tilheyra hinum umdeilda félagsskap Church of Sciento- logy, eins og Tom Cruise og Nicole Kid- man og þakkar Travolta þeim söfnuði það að hann hafi haldið sönsum í gegnum misvindasaman feril sinn. Travolta á sér tvær ástríður. Önnur er flug. Hann velti fyrir sér um tíma að snúa baki við leiklistinni og gerast at- vinnuflugmaður. Til marks um delluna er það að einkasonur hans var skírður Jett, í höfuðið á þotu. Hin ástríðan er góður matur. Travolta á í stöðugri bar- áttu við aukakíióin og sumir samstarfs- menn hans hafa sagt að hann virðist borða 10 máltíðir á dag og einkakokkur hans fylgir honum á öllum ferðalögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.