Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLA.ÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR NÚ ER útlit fyrir, að fyrsti sérhannaði tónlistarsalurinn á íslandi muni rísa í nýrri menning- armiðstöð, sem byggja á í Kópa- vogi í nánum tengslum við Lista- safn Kópavogs-Gerðarsafn. í Les- bók Morgunblaðsins í gær skýrði Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi, frá því, að væntanlega mundu fram- kvæmdir við hina nýju menning- armiðstöð hefjást næsta vor. í samtalinu við bæjarfulltrúann kemur fram, að Tónlistarskóli Kópavogs verði til húsa í hinni nýju menningarmiðstöð, bókasafn og náttúrufræðistofa en jafnframt verði þar fyrsti sérhannaði tón- listarsalur landsins. Gunnar Birgis- son sagði m.a.: „Það var Jónas Ingimundarson, sem fyrstur varp- aði fram hugmyndinni unutónlist- arsal. Þótti okkur hún þegar góð enda er enginn salur, sem hannað- ur er sérstaklega með tónlistar- flutning í huga, til í landinu. Við gerðum okkur því grein fyrir því, að við ættum möguleika á að stíga tímamótaskref." Hinn nýi tónlistarsalur á að taka 300 manns í sæti og segir Gunnar Birgisson, að þegar hafi orðið vart við mikinn áhuga tónlistarmanna á honum. „Miðað við þau viðbrögð er ástæða til að ætla að salurinn Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. muni verða í fullri notkun allt árið um kring.“ Þetta er merkilegt framtak hjá Kópavogsbæ og engin spurning um, að sérhannaður tónlistarsalur af þessari stærð verður mikil lyfti- stöng tónlistarlífí í landinu auk þess, sem bygging hans ásamt þeirri starfsemi, sem fram fer í Gerðarsafni stuðlar að því að í Kópavogi verði ein helzta menn- ingarmiðstöð á höfuðborgarsvæð- inu. í samtali við Morgunblaðið í gær segir Jónas Ingimundarson, píanó- leikari, sem jafnframt er tónlistar- ráðunautur Kópavogskaupstaðar, að hér sé um að ræða glæsilegt framtak, sem beri að fagna. Þetta séu jafnmikil tíðindi fyrir menning- arlíf í landinu og þegar ákvörðun var tekin um byggingu Borgarleik- hússins. En hann tekur jafnframt fram að þessi fyrirhuguðu húsa- kynni muni ekki leysa vanda Sinfó- níuhljómsveitar íslands. Það er auðvitað alveg ljóst, að þetta framtak Kópavogskaupstað- ar dregur ekki úr þörfinni fyrir það tónlistarhús, sem lengi hefur verið á dagskrá að byggja í Reykjavík og Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, hefur lýst fullum vilja til að fylgja fram. Eftir sem áður er nauðsynlegt að byggja hér stórt og glæsilegt tónlistarhús og von- andi kemst skriður á þá fram- kvæmd á næstu misserum. Tónlistarlíf á íslandi stendur með miklum blóma. Það er tíma- bært, að þjóðin sýni í verki vilja til að bæta aðbúnað þeirra, sem að tónlistarmálum starfa. Við höf- um byggt myndarlega yfir bæði leiklist og myndlist. Nú er röðin komin að tónlistinni. LENNART MERI SÉRSTÖK ástæða er til að fagna endurkjöri Lennarts Meris á forsetastól í Eistlandi. Þessi merki stjórnmálaleiðtogi er íslendingum að góðu kunnur. Hann kom hér á þeim dimmu dög- um, þegar úrslitaorustan var háð um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og hafði mikil áhrif á þá, sem hon- um kynntust. Lennart Meri hefur háð harða og erfíða baráttu fyrir endurkjöri sínu. Það segir sína sögu um þær leifar af kommúnískum áhrifum, sem enn eru fyrir hendi í Eystra- saltsríkjunum, að þessi merki mað- ur skuli af pólitískum andstæðing- um hafa verið sakaður um tengsl við KGB! Ungur að árum fylgdist hann með því, þegar sovézka leyni- þjónustan handtók föður hans og sakaði hann um brot á sovézkum lögum um „vopnaeign". Sönnunar- gagn KGB fyrir „vopnaeigninni" var bókahnífur á skrifstofu föður Meris. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr- um utanríkisráðherra, sem átt hef- ur mikil samskipti við Lennart Meri á undanfömum árum segir í samtali við Morgunblaðið í gær: ..ég tel, að það hefði orðið stór- pólitískt slys fyrir Eista og Eystra- saltsþjóðirnar allar á þeim ödaga- tímum, sem framundan eru, ef þær hefðu ekki notið forustu og leið- sagnar Meris, ekki hvað sízt varð- andi stórmál eins og inngöngu í Evrópusambandið og Atlantshafs- bandalagið." TONLISTARSALUR - TÓNLIST ARHÚ S i rq ÁSTRÍÐ- lOt/.an í kvæði Björns breiðvíkinga- kappa og ég minntist á leynir sér ekki í Die Winterreise Schu- berts, þvert á móti þá er hún hreyfíafl þessarar „hræði- legu“ söngfléttu við ljóð Vilhelms Múllers, þessi tregafullu ferðaljóð um sársauka söguhetjunnar sem ber vetrarkulda umhverfísins í brostnu hjarta. Vetrarlandslagið er tákn þess tilfinningakulda sem róm- antísku skáldin sungu um. Þessi söngur kom frá hjartanu og lýsti höfundum sínum fremur en um- hverfinu. Takturinn er tregafullur en þó einsog hjartsláttur ástfangins manns sem heyrir í bréfberanum, en veit það er borin von það komi hlý kveðja utanúr kuldanum. Samt slær hjarta hans hraðar, takturinn verður óreglulegri og þá er það hlut- verk skáldsins að koma reglu á til- finningarnar. Þegar mönnum hættir til að ofsa sér til vansa, einsog stendur á gam- alli bók, þarf að lægja öldurnar. Hver þekkir þetta ekki af sjálfum sér? Múller reyndi að yrkja sig frá þessum kalda gusti sársauka og saknaðar og Schubert felldi hann í farveg tregablandinnar gleði sinnar miklu listar. Þannig er þessari svalsömu vetr- arferð heitið inní óafmáanlega reynslu. Og þannig breytist sárs- auki endingargóðrar listar í óum- ræðilega gleði okkar sem njótum góðs af þjáningu listamannsins. Þjáning hans verður algilt íhugun- arefni. Gleðin er dýrkeypt en það þurfa ekki allir að greiða hana fullu verði. Hvenær grænka frostrósirnar á glugganum? Þær hverfa með vetrinum eins og bréfberinn sem skilur ekki einu sinni eftir sig spor í snjónum: Von der Strasse hier ein Posthom klingt. Was hat es, dass es so hoch aufspringt, Mein Herz? Hjartslátturinn verður ekki þýdd- ur. Hann er eina alþjóðatungumál- ið. En Schubert fann honum stað í „hræðilegum söngvum" sem veittu honum meiri ánægju en allir söngv- ar aðrir. Listin er fögnuður í sjálfu sér, hvortsem hún er sprottin af gleði eða sorg. Hún er vor eftir vetrarferð. -| PA MÉR HEFUR STUND- lUv*um dottið í hug það sé einskonar kraftaverk að við skulum lifa sjálf okkur af. Ég get kollsiglt sjálfum mér, segir Kierkegaard, en ég kemst ekki út fyrir sjálfan mig. Það geta listamenn allra sízt. Og fullkomlega hamingjusamt skáld, eða ánægt eða ofnæmislaust, hætt- ir að yrkja. Þess vegna m.a. eru verðlaun bjarnargreiði við skáld! Menn þurfa að hafa sterk bein til að þola góða daga. Ég er aldrei hamingjusöm, hefur ung skáldkona sagt við mig. Og ég er ánægð með að vera óhamingjusöm. Við erum, gagnstætt því sem okkur hefur verið sagt, alltaf að treysta nábúum okkar og blaðaumsögnum til að segja okkur til um líf okkar og af- stöðu. En það getur enginn trúað bæjarslúðrinu fyrir slíku. Þetta verður hver maður að útkljá með sjálfum sér, hefur Kierkegaard bent á, og mér þótti þessi ábending dýr- mæt eign, þegar ég staldraði við hana. Áður hafði hún farið framhjá mér, einsog gengur. Samt hefur mér ávallt staðið einhver undarleg ógn af mergðinni, þessum blinda náttúrukrafti, og þessi orð eru fremur en flest annað töluð útúr hjarta mínu: Sérhver tilraun til að leggja lag sitt við aðra og fara þannig í fólksbað, fannst mér skelfi- leg. Samt er engu líkara en margir telji mikilvægast að vera listamenn í Qölmiðlum; einkum þar. En það' er enginn meiri listamaður en hann er í verkum sínum. Það sem skiptir litlu sem engu máli þyrlast og hverf- ur með tímanum einsog haustlauf. Og við getum ekki einusinni treyst því að hægt sé að veðja á verð- mæti. Höfundur heimspekisögunn- ar um Soffíu, Jostein Gaarder, nefn- ir Viktoríu Knuts Hamsuns, eina eftirminnilegustu ástarsögu allra tíma, á mikilvægum stað í frum- verki sínu. En því er ekki treyst að lesendur þekki Hamsun þviað þessi norski metsöluhöfundur fellst á að breyta Viktoríu í Mýs og menn eftir Steinbeck, þegar bókin var þýdd á ensku. Það er ekki mikil sannfæring á bakvið slíka breyt- ingu. Því er semsagt ekki trúað að önnur eins saga og Viktoría sé kunn öðrum lesendum en norskum. Það segir mikla sögu um okkar válegu tíma. P.S. í samtali okkar Silju Aðalsteins- dóttur í síðasta hefti Tímarits Máls & menningar, sem út kom í vikunni er af vangá minnzt á lerki sem sí- græna þöll eða barrtré. En ólíkt öðrum barrtrjám er lerkið barrfell- ir. Það hefur verið eitt helzta skóg- ræktartré hérlendis frá 1950, fyrst gróðursett í Hallormsstaðarskógi 1937. í samtalinu á að sjálfsögðu að standa greni. Lerki er líklega tökuorð úr dönsku, það er einnig til sem karl- kynsorðið lerkir. Þá ertil lerki, einn- ig tökuorð úr dönsku, sem söngfugl og kannski ekki út í bláinn að tala um lævirkjatré í sömu andrá og skáldskap! M HELGI spjall Mikil óvissa ríkir enn sem fyrr um þróun mála í Rúss- landi. Að þessu sinni mótast umræðan af vangaveltum um, hvað taki við þar í landi mistakist hjartaaðgerðin á Jeltsín forseta. Eðlilegt er, að ríkisstjórnir og allur almenningur fylgist grannt með framvindu mála í þessu fjölmenna og víðfeðma landi, sem er að öðrum þræði Evrópuríki en Asíuríki að hinum, því afleiðingarnar geta skipt sköp- um langt út fyrir landamæri þess. Sovétríkin voru örlagavaldur í þróun heimsmála meirihluta þessarar aldar, sem kölluð hefur verið atómöld. Það voru því mikil tíðindi, þegar Sovétríkin hrundu skyndilega árið 1990, og kommúnisminn stóð afhjúpaður sem eitthvert mesta kúg- unarkerfí, sem mannkynið hefur nokkru sinni mátt þola. Áhrif hrunsins voru víðtæk og skjót. Leppríki Sovétríkjanna, sem þau höfðu raðað umhverfís landamæri sín sem stuðpúðum, brutust undan oki Moskvu- valdsins, og lýstu yfir sjálfstæði og tóku að bijóta á bak aftur kommúnismann heima fyrir. Þessu til viðbótar lýstu mörg fyrrum svonefndra sovétlýðvelda yfir sjálf- stæði og urðu hluti af nýju ríkjasambandi, Samveldi sjálfstæðra ríkja. Það er enn við lýði og forusta þess er í höndum Rússa. Ríkjaflótti STÓRVELDA- sinnarnir í Rúss- landi og yfírmenn hersins stóðu ráð- þrota gagnvart þessum ríkjaflótta af áhrifasvæði sínu. Þeir gátu ekkert að- hafzt, því hrun Sovétríkjanna stafaði ekki eingöngu af fráhvarfi frá kommúnisman- um heldur því, að efnahagskerfí hans var gjaldþrota og Rússar höfðu engin efni á hernaðarævintýrum til að treysta stöðu sína. Rauði herinn fyrrverandi var magn- þrota vegna skorts á nauðsynjum og stór- fellt liðhlaup hermanna gerði hann óvígan. Enn þann dag í dag skortir herinn vopn, vistir, olíur og annað sem til þarf og her- menn fá ekki mála sinn. Hann er því í lamasessi og ekki til stórræðanna. Augljóst er, að Rússland mun eiga í stórfelldum erfiðleikum á næstu árum vegna efnahagshruns sovéttímabilsins. Rússland er auðugt land og íbúafjöldinn yfír 150 milljónir, en kommúnistar skildu við það í slíkri rúst, að uppbyggingin mun taka langan tíma, svo og þróun stjórnmála- lífsins frá einræði og alveldi Kommúnista- flokksins til lýðræðis. Allsendis er óljóst, hvort lýðræði að vestrænni fyrirmynd kemst á í landinu til frambúðar, enda þekkja Rússar lýðræði ekki af eigin raun. Þótt verulega hafi miðað í rétta átt á valda- tíma Jeltsíns, er ekki þar með sagt, að einræðisöflin nái ekki yfírhöndinni á ný, jafnvel með byltingu hersins. sitt hvert af öðru á árunum eftir heims- styijöldina síðari. Þessi ríki treysta ekki á þróun mála í Rússlandi í framtíðinni og vilja því grípa tækifærið nú til að tryggja aðild sína að NATO á meðan Rússland hefur ekki burði til að ráðast gegn þeim. Rússar líta hins vegar á það sem ógnun við föðurlandið, ef yfirráðasvæði NATO færist að landamærum þess. Þeim fínnst þeir vera berskjaldaðir án eins konar ör- yggissvæðis á milli sín og hugsanlegs óvin- ar, en Rússar eru aldir upp við það frá árum kalda stríðsins, að höfuðóvinurinn sé NATO undir forustu Bandaríkjanna. Það er erfítt að breyta slíkum hugsunar- hætti á einni nóttu. Hrun kommúnismans hefur ekki breytt þessari afstöðu og þess vegna hefur stjórn Jeltsíns barizt gegn stækkun NATÖ til austurs. Rússneskir hershöfðingjar mega ekki til þess hugsa, að fyrrum leppríki þeirra í Varsjárbanda- laginu gangi í NATÓ, hvað þá Eystrasalts- ríkin, sem voru innlimuð í Sovétríkin og þeir líta því á sem hluta af föðurlandinu. Stór hluti íbúanna þar nú er af rússnesku bergi brotinn, en Stalín flutti fjölda Letta, Litháa og Eistlendinga á brott, en Rússa inn í staðinn, einmitt til að tryggja, að Eystrasaltslöndin yrðu rússnesk til eilífð- ar. Auk þess hefur flotinn haft þar aðgang að sjó, sem hefur verið sáluhjálparatriði allt frá dögum Péturs mikla. Síðasti Sovétleiðtoginn, Mikhail Gorb- atsjov, féllst á sameiningu Þýzkalands á sínum tíma og brottflutning Rauða hersins frá Austur-Þýzkalandi og Póllandi gegn hatrammri andstöðu hershöfðingjanna. Afstaða þeirra byggðist m.a. á því, að þar var kjarni þess herliðs, sem reiknað var með að ryddist inn í Vestur-Evrópu kæmi til styijaldar. Líklega hefur Gorbatsjov gefið hershöfðingjum sínum fyrirheit um, að þessi lönd færu ekki undir yfirráða- svæði NATO. Hann bauð sig fram til for- seta í Rússlandi sl. vor og í kosningabarátt- unni hélt hann því fram, að Vesturlönd hefðu svikið gefin loforð með yfírlýsingum um, að NATO verði stækkað til austurs. Gorbatsjov segir, að gert hafi verið heið- ursmannasamkomulag við sameiningu Þýzkalands um að svo verði ekki. Vestræn- ir leiðtogar neita þessu en segja, að því hafí hins vegar verið lýst yfír, að sameinað Þýzkaland yrði ekki ógnun við öryggis- hagsmuni Sovétríkjanna, sem reyndar eru liðin undir lok nú. Ráðstefna mmmmmm^m það er þessi Þrýstinffur mynd- sem blasir J 6 við nýfijálsum ríkj- um Mið- og Austur- Evrópu, Tékklandi, Ungveijalandi, Pól- landi og löndunum við Eystrasalt. Þessi ríki leggja því á það höfuðáherzlu að tryggja frelsi sitt og öryggi til frambúðar og að þeirra mati er aðild að Atlantshafs- bandalaginu og Evrópusambandinu bezta leiðin til þess. Þau beita því öllum þeim þrýstingi er þau mega til þess að komast undir öryggishlíf NATO og treysta efna- hagstengslin við önnur lýðræðisríki í Evr- ópu innan ESB. Þessi afstaða er eðlileg, þegar litið er til blóðugrar sögu Evrópu, sem sýnir að ekkert ríki getur verið ör- uggt um sjálfstæði sitt til lengdar. Það er fyrst með stofnun varnarbandalags lýð- ræðisríkjanna beggja vegna Atlantshafsins árið 1949, sem framsókn heimskommúr.- ismans var stöðvuð í Evrópu, og hefur tryggt frelsi og öryggi aðildarríkjanna í nær hálfa öld. Þessi lexía hefur ekki farið fram hjá ríkjunum, sem áttu landamæri að Sovétríkjunum, og misstu sjálfstæði REYKJAVTKURBREF Laugardagur 21. september FORUSTURÍKI Atlantshafsbanda- lagsins og Evrópu- sambandsins hafa ekki viljað gera neitt til að valda Jeltsín forseta erfiðleikum heima fyrir og sem leitt gætu til þess, að lýðræðislegar um- bætur í Rússlandi gangi hægar fyrir sig en ella. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir forsetakosningarnar í sumarbyijun. Jeltsín, sem aðrir rússneskir forustumenn, hefur andmælt sterklega stækkun NATO til austurs. í júnílok sagði Hann m.a., að áætlanir NATO um stækkun og nýjan klofning í Evrópu væri sérstakt áhyggju- efni. Forsetinn kvað nauðsynlegt, að Rúss- ar hefðu öflugan her vegna þessara mála. Vegna samskiptanna við Rússland hefur stækkun Atlantshafsbandalagsins dregizt á langinn. Nú er fyrirhugað, að bandalag- ið taki ákvarðanir í málinu fyrrihluta næsta árs. Frakkar hafa stungið upp á því, að boðað verði til ráðstefnu á næsta ári til að reyna að komast að niðurstöðu um stækkun NATO. Chirac Frakklandsforseti hefur hvatt til þess, að til ráðstefnunnar verði boðið öllum aðildarríkjum bandalags- ins, Rússlandi og ríkjum Austur-Evrópu og mun franski utanríkisráðherrann, Herve de Charette, ræða þessa tillögu við rússneska ráðamenn, þegar hann kemur til Moskvu 8. október nk. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins líta á það sem ákveðið mál, að bandalagið verði stækkað, þótt ekki sé einhugur um það enn sem komið er, hvenær það verði né hvaða ríki fái inngöngu. Mörg þeirra eru þeirrar skoðunar, að ekki komi til Á DRANGAJÖKKLI Morgunblaðið/Þorkell greina, að Rússar geti ráðið því með hótun- um, hvaða stefnu bandalagið tekur um inngöngu nýrra ríkja. Rússar geti ekki haft ákvörðunarvald í þeim efnum. Þegar Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, kom í heimsókn til Reykjavíkur fyrrihluta þessa árs sagði hann m.a. í við- tali við Morgunblaðið: „Stækkun NATO hefur þegar verið ákveðin. NATO er opið bandalag og við höfum haldið áfram á þeirri braut, sem var mörkuð árið 1994 og enn frekar stað- fest á sl. ári.“ Solana kvað bandalagið eiga í viðræðum við þau ríki, sem starfí með því í Friðarsamstarfi NATO (Rússa, Austur-Evrópuríki, Svía, Finna og Áustur- ríkismenn) um fyrirhugaðar breytingar og í lok ársins liggi árangurinn af viðræðum við einstök ríki fyrir og í framhaldi af því verði tekin ákvörðun um framhaldið. í þessu sambandi má benda á, að næsta sumar munu fara fram æfingar hér á landi á vegum Atlantshafsbandalagsins um við- búnað vegna náttúruhamfara. Aðildarríki að Friðarsamstarfinu munu sum hver taka þátt í æfingunum og m.a. munu Rússar senda lið til landsins. mmmmmm^mw rússneskir Valdabar- Stjórnmálaleiðtog- , ar og ráðherrar átta hafa yfírleitt talað einum rómi gegn stækkun NATO til austurs, enda erfítt fyrir þá að ganga í berhögg við afstöðu hersins. Hatrömm valdabarátta hefur hins vegar átt sér stað í Moskvu og hún hefur magnazt eftir for- setakosningarnar og veikindi Jeltsíns. Einn vinsælasti hershöfðingi Rússa, Alex- ander Lebed, var skipaður yfirmaður ör- yggisráðsins eftir fyrri umferð forseta- kosninganna, því Jeltsín vildi tryggja sér atkvæði stuðningsmanna hans. Lebed hef- ur þar með öðlazt mikil völd og góða að- stöðu til að treysta stöðu sína í baráttunni um; hver verður eftirmaður Jeltsíns. Ohjákvæmilega er hlustað á rödd Lebeds, þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar. í kosningabaráttunni um forsetaembættið í vor lét hann sér fátt um það finnast, þótt yfirráðasvæði NATO muni ná að landamærum Rússlands. Hann lét svo ummælt í viðtali við brezka blaðið Financial Times, að kostnaðurinn fyrir bandalagið yrði svo gífurlegur, að út- þensla þess yrði því fremur til tjóns en góðs. Þessi ummæli bentu til þess, að Lebed hefði aðra skoðun á stækkun NATO en kollegar hans í hernum. Hins vegar brá svo við í byijun þessa mánaðar, að Lebed sagði í viðtali við alþjóðlega frétta- stofu, að stækkun NATO til austurs kæmi ekki til mála og bætti því við, að hún væri „einkennandi fyrir hugsunarháttinn, sem ríkti á árum kalda stríðsins, og endur- vekti hugmyndir um hernaðarblokkir.“ Samkvæmt þessu er ekki annað að sjá, en að Lebed hafí tekið harðari afstöðu gegn stækkun NATO en fyrr og er hún nú í samræmi við afstöðu Jeltsíns og forustu hersins. ■■■■■■■■■ EINS OG STAÐAN Akvörðun er ne eru a^ar horf- ur á, að innan Atl- antshafsbanda- lagsins verði teknar ákvarðanir um á fyrrihluta ársins 1997 með hvaða hætti nýjum ríkjum verður boðin aðild og hver þau verða. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að heppilegt sé að skipta löndunum, sem vilja fá aðild, í tvo hópa, þ.e. annars vegar Tékkland, Úngveijaland og Pólland, en Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen hins vegar. Rökin er þau, að Rússar muni ekki snúast af sömu hörku gegn aðild ríkjanna í fyrri hópnum og gegn aðild Eystrasaltsríkjanna. Þá er á það bent, að þau séu ekki eins vel und- ir það búin að gerast aðilar að hernaðar- bandalagi og hin og taka þar með á sig nauðsynlegar skuldbindingar. wmi^mtmmm pá má ekki Norðurlönd gleyma því, að hugsanlegt er að tvær Norðurlanda- þjóðir muni með tímanum sækja um aðild að NATO, Svíþjóð og Finnland, sem báðar eru orðnar aðilar að Evrópusambandinu. Bæði löndin hafa talsverð samskipti við NATO nú þegar, m.a. í Friðarsamstarfi þess. Síðustu misseri hafa sænskir og finnskir stjórnmálamenn látið að því liggja, að rétt sé að gerast aðilar að Atlantshafs- bandalaginu, en ríkisstjórnir landanna hafa ekki viljað taka undir það opinber- lega. Er talið, að ríkisstjórnir þessara landa vilji ekki styggja Rússa við núverandi að- stæður og vilji bíða og sjá, hver framvinda mála verður þar í landi. Þijár Norðurlandaþjóðir eru í bandalag- inu, Danmörk, Noregur og ísland, og styðja þær allar aðild Eystrasaltsríkjanna. Samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkj- anna verður æ nánara og innan Evrópu- sambandsins eru það Danmörk, Svíþjóð og Finnland, sem fyrst og fremst beita sér fyrir því, að þau fái þar inngöngu. Sú skoðun er á lofti, að rétt sé að Eystrasalts- ríkin leggi fyrst og fremst áherzlu á inn- göngu í ESB, því það muni ekki kalla á jafn hörð viðbrögð Rússa og aðild þeirra aðNATO. í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á ummælum, sem Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finna viðhafði sl. mánu- dag en þar lýsti hann áhyggjum vegna fyrirhugaðrar stækkunar Atlantshafs- bandalagsins og spurði, hvort hún væri nægilega vel hugsuð og hvert markmið hennar væri. Finnski forsætisráðherrann spurði jafnframt, hvort Bandaríkjamenn vissu hvað þeir væru að gera með áformum um stækkun. Brezka blaðið Financial Tim- es sagði sl. þriðjudag, að í Finnlandi og Svíþjóð hefðu menn áhyggjur af því, að ákvörðun á hvom veginn sem væri mundi draga úr pólitískum stöðugleika við Eyst- rasalt. Hins vegar hvatti finnski forsætis- ráðherrann mjög til aðildar Eystrasaltsríkj- anna þriggja að Evrópusambandinu. Eystrasaltsríkjunum finnst aðild að ESB ekki jafn mikil trygging fyrir öryggi sínu og aðild að Atlantshafsbandalaginu. Og Lennart Meri, sem nú hefur verið endur- kjörinn forseti Eistlands leggur áherzlu á aðild Eistlands að bæði Atlantshafsbanda- laginu og Evrópusambandinu og túlkar niðurstöðu forsetakjörsins, sem stuðning þjóðar sinnar við þá stefnu, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Innan ESB er afstaða aðildarríkja mismun- andi í öryggismálum, sum eru í NATO en önnur halda fast við hlutleysi. Það er fyrst og fremst öryggishlíf NATO, sem Eystra- saltsríkin sækjast eftir, þar sem árás á eitt bandalagsríki er túlkað sem árás á þau öll. Þegar saga þessara ríkja er höfð í huga síðustu áratugina er afstaða þeirra skiljanleg. Það er óhugsandi að láta Rússa hafa neitunarvald um með hvaða hætti Eystrasaltsríkin tryggja öryggi sitt og sjálfstæði. Nú eru allar horf- ur á, að innan Atlantshafs- bandalagsins verði teknar ákvarðanir um á fyrrihluta ársins 1997 með hvaða hætti nýjum ríkj- um verður boðin aðild og hver þau verða. 1l/ V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.