Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐASTA þingi voru samþykkt ný lög um framhaldsskólann sem tóku gildi frá og með þessu skóla- ári. I framhaldi af því hefur menntamálaráðuneytið nú auglýst eftir starfsmönnum til að vinna að nýrri reglugerð og nýrri að- alnámskrá fyrir framhaldsskól- ann. Fróðlegt verður að fylgjast með þeirri vinnu og sjá hvernig unnið verður úr ýmsum nýjungum sem fram koma í lögunum. Við sem störfum í áfangaskólum höf- um stundum haft á orði að í um- ræðunni um framhaldsskóla væri ekki tekið nægjanlegt tillit til eig- inleika og hugsjóna áfangakerfis- ins, heldur væru menn fastir í gamla bekkjakerfinu. Ég heid að því sé ekki svo farið í nýju lögun- um heldur séu hér stigin mikilvæg skref í átt að meiri sveigjanleika en áður og möguleikar til ný- breytni allnokkrir. Hugsjónir áfangakerfisins Eitt helsta markmið áfangakerf- isins er að reyna að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda með því að gefa þeim kost á því að skipu- leggja nám sitt í samræmi við kunnáttu, áhugasvið og framtíð- aráform. Þá skulu nemendur sömu- leiðis geta lokið námi á ólíkum tíma. Skipulagið leiðir til þess að útskrifaðir nemendur eru ekki með sams konar nám að baki, jafnvel þótt þeir séu útskrifaðir af sömu braut. Hefur þetta í áfangaskólum þótt kostur og ein leið til að nálg- ast mjög fjölbreyttar og síbreytileg- ar þarfír samfélagsins. Menntaskólinn við Hamrahlíð, sem 1972 og fyrstur allra skóla, skipulagði allt nám í áfangakerfi hefur síðan reynt að fylgja eftir þeim hugsjónum sem liggja að baki áfangakerfí og haft hug á því að ganga enn lengra í átt til sjálfstæð- is og sjálfsábyrgðar nemenda. Hef- ur skólinn að mínu mati náð langt hvað varðar þátttöku og ábyrgð nemenda í samsetningu eigin náms og hefur hann Iagt sig allan fram um að aðlaga sig ólíkum þörfum þeirra. Nægir þar að nefna viðleitni skólans til að skipuleggja nám fyr- ir fatlaða nemendur, nemendur með annað tungumál en íslensku og nemendur með lestrar- og skriftarörðugleika. En verður skól- inn betur í stakk búinn til að sinna þessum nemendum í umhverfi nýrra laga? Ég tel að svo geti ver- ið. í lögunum er að vísu hvergi minnst á nemendur með lestrar- og skriftarörðugleika, en þeir eru svo margir í framhaldsskólum að ekki er hægt að ganga fram hjá þeim í skipulagi skólans. Huga verður sérstaklega að þörfum þessa Við þurfum framhalds- skóla sem er fljótur að bregðast við breyttum aðstæðum, segir Sverr- ir Einarsson, um skóla framtíðarinnar. hóps og sjá til þess að hann njóti réttinda til jafns við aðra. Um sérkennslu, kennslu fatlaðra og heyrnarlausra Samkvæmt lögunum skal veita fötluðum nemendum kennslu, stuðning og aðbúnað eftir þörfum þannig að fatlaðir geti stundað nám við hlið annarra nemenda og hlotið sambærilega menntun og aðrir. Þá er í lögunum sömuleiðis minnt á vanda þeirra nemenda sem ekki hafa íslensku sem móðurmál og rétt þeirra til sérstakrar kennslu í íslensku. Er þetta ekki síst mikil- væg lagagrein í ljósi þess að til landsins koma reglulega hópar nýbúa sem huga verður sérstaklega að í skólakerfinu. í Menntaskólanum við Hamra- hlíð hefur um nokkurt skeið verið skipulagt nám fyrir heyrnarlausa nemendur sem hafa íslenska tákn- málið að móðurmáli en ekki ís- lensku. í lögunum er kveðið á um að í reglugerð skuli réttur þessara nemenda til sérstakrar íslensku- kennslu skilgreindur. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert en að mínu mati ekki nægjanlegt. Ég tel nauð- synlegt að skrefið verði stigið tii fulls og að íslenska táknmálið verði viðurkennt sem móðurmál heyrnar- lausra, fyrsta mál þeirra, og það mál sem þeir hljóti kennslu á í öll- um námsgreinum. Hér erum við að vísu að tala um að útskrifa nem- endur, stúdenta sem aðra, með mun minni þekkingu í íslensku máli en viðkomandi prófgráða gerir ráð fyrir. En það gildir hér sem annars staðar að koma skal til móts við þarfír nemenda því þannig er sam- tímis komið til móts við þarfir sam- félagsins og þeir best búnir undir verkefni daglegs lífs og þátttöku í þjóðfélaginu eins og svo laglega er orðað í frumvarpinu sjálfu. Það er áhugi fyrir því innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð að þróa þessa þjónustu við fatlaða og heyrnarlausa nemendur enn frekar þannig að um markvissara og betra nám verði að ræða. Það er þó ljóst að þetta getur skólinn ekki, og á ekki að gera, nema í nánu samráði og samstarfí við fagráðuneyti og hagsmunasamtök fatl- aðra. Hugmynd ráðu- neytisins um „kjarna- skóla“ (sem ég skýri ekki frekar hér) er at- hyglisverð og upplagð- ur grunnur að nánara skipulagi þessarar þjónustu. Val í námi er hvetjandi fyrir nemendur í lögunum er talað um að skipta náms- brautum í brautar- kjarna, kjörsvið og fijálst val og skal ákveða hlutfall þessara þátta í að- alnámskrá en það getur samt verið misjafnt eftir brautum. Þetta er í fullu samræmi við skipulag áfanga- kerfis en stóra spurningin er hver hlutföllin verða. Við í Menntaskól- anum við Hamrahlíð höfum fært rök fyrir því að betur færi á því auka bæði bundið val og fijálst val og með því móti auka möguleika nem- enda til áhrifa á samsetningu eigin náms. Það er reynsla okkar að nem- endur sem valið hafa sér leið í námi í samræmi við námskrá, áhugasvið, kunnáttu og framtíðaráform eru áhugasamari og nýta sér betur námsframboðið en þeir nemendur sem fylgja verða fyrirfram mark- aðri leið sem þeir hafa ekkert haft um að segja. Ég hvet því til þess að í reglugerðarvinnu og námskrár- vinnu verði horft og tillit tekið til þessara þátta. Er bekkjakerfið úrelt? Athyglisverð er sú ákvörðun sæn- skra stjórnvalda að áfangavæða sænska framhaldsskólann að ís- lenskri fyrirmynd. Hver er ástæðan? Svíar sjá fyrir sér opnari Evrópu og meiri samkeppni á öllum sviðum og eigi þeir að standa sig í þeirri samkeppni verður skólakerfíð að laga sig að breyttum aðstæðum. Svíar eru fullvissir um að nám sem tekur mið af þörfum hvers einstakl- ings (einstaklingsviðmiðað nám) verði að vera grunnurinn að skipu- lagi framhaldsskóla framtíðarinnar (og jafnvel efri hluta grunnskóla) eigi að ná þessum markmiðum. í þeirra augum er það úrelt að skil- greina námsmarkmið fýrir heilan árgang í einu, þar sem allir þurfa að fylgast að í náminu og taka síð- an samræmd lokapróf. Þeir vilja leita leiða til að nálgast þarfír ein- staklingsins og koma til móts við þær. Það var því nokkuð augljóst að gamla bekkjakerfíð sem var hið eina þekkta var orðið úrelt og varð að hverfa eða þróast í átt að meiri einstaklingsviðmiðun. Það hefur ekki verið á dagskrá hjá Svíum að skera niður fjárframlög til framhaldsskólans. Áhrif samræmdra lokaprófa á áfangaskóla íslenski áfangaskól- inn hefur sannað ágæti sitt. Hann hefur reynst frumkvöðull gagnlegra nýjunga í íslensku skólakerfi og nemendur útskrifaðir úr áfangakerfi hafa reynst ekki síðri en nemendur úr bekkja- skólum og á þetta jafnt við nemend- ur í verknámi og bóknámi. í nýjum framhaldsskólalögum er gert ráð fyrir því að burtfararpróf og stúdentspróf úr framhaldsskól- um eða próf sem gefa frekari rétt- indi til náms eða starfs skuli í til- teknum greinum vera samræmd. Samræmd próf hafa hingað til ekki tíðkast í framhaldsskólum á íslandi pg því engin reynsla fengin af þeim. í frumvai'pinu er beinlínis sagt að „lokapróf af námsbrautum fram- haldsskóla verði samræmd í til- teknum greinum". Er markmiðið að samræma í meira mæli nám milli skóla sem skilgreint skal í að- alnámskrá. En hvað er í rauninni átt við með hugtakinu „lokapróf“ og hvaða afleiðingar kann þetta að hafa fyrir þá skóla sem skilgreina nám sitt í áfangakerfí? í rauninni má segja að hveijum áfanga í áfangakerfí Ijúki með lokaprófí. Efni þess áfanga verður ekki endur- tekið og einkunn nemandans í áfanganum kemur fram á burtfar- arskírteini. Mig grunar aftur á móti að einhveijir líti á hugtakið „loka- próf“ sem lokapróf í grein og ef sú verður reyndin stendur áfangaskól- inn með nýjum lögum frammi fyrir meiri breytingum í starfsháttum en ég hafði búist við. Nú er ég alls ekki á móti því að innan framhaldsskólans verði skil- greind og tekin upp samræmd próf. Ég vil aftur á móti að þessi sam- ræmdu próf verði skilgreind og skipulögð á forsendum framhalds- skólans sjálfs, skilgreind fyrst og fremst til þess að nýtast framhalds- skólanum en ekki einhveijum öðrum óskýrðum þáttum. Framhaldsskólinn þarf á viðmið- unum að halda, það er öllum Ijóst. Kennarar og nemendur í einum skóla þurfa að vita hvar þeir standa miðað við aðra skóla og nemendur þeirra. Með því móti fæst hvatning og rök fyrir breyttum vinnubrögðum eða öðrum áherslum í kennslunni. Ég fæ aftur á móti ekki séð að samræmd próf þurfí endilega að ná efnislega yfír heila grein þ.e. heita lokapróf í grein. Samanburð milli skóla má fá með því að leggja t.d fyrir samræmd próf að loknum 3 einingum í ensku eða 6 einingum í stærðfræði svo dæmi sé tekið. Á vormánuðum 1993 skilaði nefnd um „lokapróf úr framhalds- skóla“ skýrslu til menntamálaráð- herra. Þar er komið inn á þessa námsmatsþætti skólastarfsins og lagt til að frekar verði farin sú leið að skilgreina samræmd próf út frá loknum tilteknum einingum en loka- prófí í grein. Þar er sömuleiðis bent á þann möguleika að skilgreina inn- an framhaldsskólans svokölluð „rauð strik“ , þ.e. að nemandi á samræmdu prófí verði að ná tiltek- inni einkunn til að mega halda áfram námi á tiltekinni braut. Ef það tækist ekki yrði framhaldsnám hans að vera á einhverri annarri námsbraut hafi hann náð fram- haldseinkunn þar. Einkunn 7 að loknum 6 einingum á samræmdu prófí í stærðfræði gæti t.d gefíð réttindi til áframhaldandi náms á eðlisfræðibraut svo dæmi sé tekið. Framhaldsskólinn og svigrúm til frekari þróunar Rektor Háskóla íslands hefur í ræðum sínum rætt um ósamræmi og mismunandi kröfur í framhalds- skólum landsins og komið fram með þá hugmynd að einhveijir tilteknir framhaldsskólar geti boðið nemend- um upp á nám sem gæfí nemendum þess skóla rétt til inngöngu í Há- skóla íslands. Nemendur annarra framhaldsskóla þyrftu því væntan- lega að ljúka einhveiju tilteknu námi sem Háskólinn sjálfur skilgreindi og byði upp á. Hugsun þessi er mér ákaflega ógeðfelld og tel ég að framkvæmdin gæti skaðað fram- haidsskólann verulega. Ég hef hér að ofan bent á aðra leið til að sam- ræma námsmat innan framhalds- skólanna, leið sem ekki gengur í berhögg við hugsjónir og markmið áfangaskólans um fjölbreyttar námsleiðir innan framhaldsskólans. Leið sem gefur áfangaskólanum og nemendum hans áframhaldandi möguleika til áhrifa á samsetningu eigin náms i samræmi við framtíð- aráform þeirra. Framtíðaráform sem með degi hveijum verða fjöl- breyttari og margslungnari en hægt er að sjá fyrir. Við þurfum fram- haldsskóla sem er fljótur að bregð- ast við breyttum aðstæðum bæði hér heima og erlendis. Njörvum framhaldsskólann ekki algjörlega niður eftir fyrirfram ákveðnum leið- um. Gefum honum ákveðið svigrúm til raunverulegrar þróunar og ger- um okkur ekki von um að hægt sé að leysa vandamál háskóla með þvi að samræma alla framhaldsskóla landsins með samræmdum loka- prófum. Við höfum aðrar leiðir sem gagnast bæði framhaldsskólum og háskólum. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. SKOÐUN AFANGASKOLINN OG NY LÖG UM FRAMHALDSSKÓLA Sverrir Einarsson ffioxðum gxœnmeti og áueccti heií»unnwc vegna fl., ,uin 054 Manneidisráð hvetja fólk á öllum aldri til að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti, ávöxtum eða kartöflum á dag. Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 50 g af grænmeti, 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.