Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 33 MARGRET ÞORBJÖRG THORS + Margrét Þor- björg Thors Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 22. apríl 1902. Hún lést í Reykjavík 2. september síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 10. september. Föðursystir mín, Margrét Þorbjörg Thors Hallgrímsson, er látin og langar mig að minnast hennar með nokkrum síðbúnum kveðjuorð- um. Mér fannst hún alltaf vera hin eina sanna hefðarkona, eins og þær gerast bestar og mestar í ævintýr- unum. Lát Margrétar leiðir huga minn til bernsku minnar og foreldra hennar, afa míns og ömmu, þeirra Thors Jensen og Margrétar Þor- bjargar, sem ég var svo heppin að fá að alast upp hjá fyrstu æviár mín ásamt foreldrum mínum og systkinum. Það var óviðjafnanlegt að búa í húsinu hjá afa og ömmu á Fríkirkju- vegi 11. Mér fannst það alltaf líkjast stórri höll með raunveruleg- um hallargarði og lysti- húsi. Afi sat með mig á hnjánum, hossaði mér og söng fyrir mig skemmtilegar danskar barnavísur. Amma mín, Margrét Þorbjörg, var eins og góður verndarengill, hæg og hljóð, en samt svo sterk eins og kletturinn sem öldurnar brotna á, og faðmurinn hennar svo óendanlega hlýr og traustur. Viðvera Margrétar föðursystur minnar minnti mig allt- af á þennan hlýleika, mildi og reisn, sem henni var í blóð borin og beinn arfur frá afa og ömmu. Hún reynd- ist mér ætíð umhyggjusöm og góð og í sorg og í gleði lét hún heyra í sér á margvíslegan hátt, reiðubúin að aðstoða ef með þurfti. Móðir mín sem nú er orðin öldruð og sjúk og gat því ekki fylgt Margréti til grafar, minnist hennar sem einstak- lega góðrar og elskulegrar mág- konu. Nú að leiðarlokum kveð ég því Margréti föðursystur mína með þakklæti og virðingu og sendi dætr- um hennar, tengdasonum og öðrum nánustu aðstandendum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Borghildur Thors. Virðuleiki og þokki einkenndi allt líf hennar ömmu minnar. Hún var hraust nánast allt sitt líf og kom það fjölskyldunni alltaf á óvart hversu vel hún stóð af sér þau veik- indi sem hijáðu hana síðustu árin. Hún var ekki þessi amma sem sat og las fyrir barnabörnin en gaf okkur góða fyrirmynd um siði og hugprýði. Hún hafði sérstakt yndi af barna- barnabörnunum og var sönn ánægja að fylgjast með henni ná- lægt þeim. Hún var ein eftirlifandi sinna systkina og merkir hennar fráhvarf tímabil nýrrar kynslóðar í íjölskyld- unni. Sú kynslóð á örugglega ekki eftir að lifa þvílíka breytingu á lifn- aðarháttum og menningarstraum- um og líf hennar einkenndist af. Ég vona að okkur hlotnist sú gæfa að móta framtíðina þannig að arfleifð hennar kynslóðar lifi áfram í minningunni. Bentína Björgólfsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERNÓDUS ÓLAFSSON, Mánabraut 5, Skagaströnd, lést hinn 18. september sl. og verður jarð- sunginn laugardaginn 28. september kl. 14 frá Hólaneskirkju, Skagaströnd. Anna H. Aspar, Halla B. Bernódusdóttir, Ari Einarsson, Þórunn Bernódusdóttir, Guðmundur J. Björnsson, Ólafur H. Bernódusson, Guðrún Pálsdóttir, Lilja Bernódusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÞORHILDUR JAKOBSDÓTTIR Þórhildur Jakobsdóttir frá Árbakka fæddist í Skaga- firði 29. febrúar 1912. Hún lést eftir stutt veikindi á Sjúkrahúsi Akureyrar 19. ágúst síðastlið- inn. Hún ólst upp á Árbakka frá unga aldri. Þórhildur stund- aði bæði nám og störf í Reykja- vík og fyrir norðan. Hún giftist Guðmundi Torfasyni frá Kolls- vík 10. júlí 1938. Þau eignuðust þrjú börn, Sigurlaugu, Torfa og Jakob. Þau bjuggu allan sinn búskap á Njálsgötu 36. Guð- mundur lést 3. desember 1991. Eftir lát mannsins síns dvaldi hún hjá þeim systkinunum Sig- urlaugu og Torfa. Útför Þórhildar fór fram frá Fossvogskirkju 29. ágúst. Ég dvaldi hjá þeim hjónum um tíma fyrir rúmum þijátíu árum. Þar leið mér mjög vel og mun ég alltaf muna þann tíma. Þau hjón voru mjög samhent í öllu og lögðu sig fram um að fólki liði vel sem hjá þeim dvaldi. Þórhildur unni sveitinni sinni mjög og talaði oft um fólkið sitt og lífið þar. Þegar ég dvaldi hjá þeim voru öll börnin búin að stofna sín heimili. Lauga og Torfi í Reykjavík og Jakob sem nú býr á Árbakka. Þau hjón, Þórhildur og Guðmundur, fóru á hveiju sumri norður á meðan heilsa leyfði og fylgdust með og tóku þátt í störfum þar. Þau urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa tengdason sinn í blóma lífsins. Það var þeim þung- bært. Barnabörnin og svo líka barnabarnabörnin voru Þórhildi mjög kær. Sannur sólargeisli á ævikvöldinu. Með þessum fáu línum vil ég þakka þessari góðu fjölskyldu fyrir löng og góð kynni. Blessuð sé minning hjónanna á Njálsgötu 36. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Hvíl þú í Guðs friði, kæra vin- kona. Létt var skapið, lundin þjál, löngum dátt hún syngur. Þetta var mesta sólskinssál, sannur Skagfírðingur. (H.S.) Jórunn og fjölskylda, Hveragerði. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS JÓNSLÁRUSSONAR Álfheimum 38, Reykjavík. Valgerður Björnsdóttir, Gunnlaugur Helgason, Lárus Björnsson, Vilborg Gunnarsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Skarphéðinn Ragnarsson, Ingveldur H. Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær kona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, DÚA BJÖRNSDÓTTIR, Borgarhrauni 23, Hveragerði, sem andaðist 18. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. september kl. 13.30. Juan Roig, Margrét Karlsdóttir, Karl Dúi Karlsson, Einar Björn Bragason, Olga Björk Bragadóttir, og barnabörn. Björn Dúason, Sigurður Hannesson, Kristjana Björnsdóttir, Rakel Árnadóttir, Sveinbjörn Ottesen Það var mjög kært með Þórhildi og börnunum, sérstaklega mæðg- unum. Þær töluðust við í síma á hveijum degi og eins komu þau í heimsókn. Síðar fór Þórhildur á Sæborg, dvalarheimili aldraðra á Skagaströnd. Þar undi hún sér mjög vel, en tíma og tíma dvaldi hún hjá Jakobi syni sínum og fjölskyldu og eins Laugu og Torfa fyrir sunnan. Við höfðum þekkst um margra áratuga skeið og þau kynni voru sérstaklega ánægjuleg. Þórhildur var einstaklega hlýr og skemmtileg- ur persónuleiki. Þegar við komum í heimsókn var okkur tekið opnum örmum. Alltaf var tími fyrir gesti, enda gestkvæmt á Njálsgötunni. Magga, öldruð kona og blind, dvaldi hjá þeim hjónum um 20 ár. Hún var áður vinnukona á Árbakka. Það var alveg einstakt að heimsækja þau. Húsbændumir ræðnir og skemmtilegir og Magga sat í stóln- um sínum og pijónaði. Já, hún Þór- hildur var alveg einstök kona, það var eins og hún hefði aldrei neitt að gera. Allt varð svo auðvelt og þægilegt í návist hennar. Þórhildur var mjög trúuð kona og bað okkur ávallt Guðs blessunar þegar við kvödd- umst. M0RGUN BLAÐSINS T ölv ur og tækni SUNNUDAGINN 29. SEPTEMBER Á öld upplýsingatækni skiptir miklu máli fyrir einstaklinga og fyrirtæki að fylgjast vel með þróun í tölvu- og tæknimálum. í hinum árlega blaðauka Tölvum og tækni verður megináhersla lögð á tölvulausnir fyrir fyrirtæki, innranet fyrirtækja, íslenskan hugbúnaðariðnað og framtíðarhorfur hans. Fjallað verður um nýjustu tækni í tölvum fyrir einstaklinga og fyrirtæki, alnetið, heimabanka og tölvutengingar banka og sparisjóða, byltingu í ljósmyndatækni, sýninguna Prentmessu 96, tækni tengda prentvinnslu, tölvuleiki og margt fleira. Allar nánari upplýsingar veita Agnes Arnardóttir og Arnar Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfl 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 23 . septembe^ww^ -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.