Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KAPPAKSTUR Einvígi Hill og Villenueve berjast um heimsmeist- aratitilinn. Úrslitin gætu ráðist í dag. AÐEINS tveir ökumenn geta tryggt sér heimsmeistaratitil öku- manna í Formula 1 kappakstri þegar tveimur mótum er ólokið, Bretinn Damon Hill og Kanadamaðurinn Jaques Villeneuve. Þeir aka báðir fyrir Williams-liðið, en Hill hefur misst sæti sitt þar næsta ár. Þjóðverjinn Heinz Harald Frentzen tekur sæti Hills hjá liðinu og hefur sú ákvörðun vakið furðu margra. En Frank Will- iams hefur náð árangri með keppnislið sitt síðustu ár og tækja- kostur liðsins er líklega sá besti sem völ er á. Á Williams-bfl gæti Hill tryggt sér titil ökumanna í keppni í Portúgal ídag. Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar Það kom eins og þruma úr heið- skíri lofti þegar tilkynnt var að Hill myndi ekki aka fyrir Will- iams á næsta ári. Hann hefur nánast alist upp sem For- mula 1 ökumaður með breska liðinu en Frank Williams vill gera breyting- ar. Fá sneggri ökumann en það hlýtur hann að telja Frentzen vera fyrst hann lætur það í ljós fyrir lok tímabilsins að ekki sé frekari þörf á Hill. Vissulega setur það aukið álag á Hill að ljúka tímabilinu á þennan hátt með Williams. Hann hafði forystu í síðustu keppni áður en hann ók á dekkjahaug sem af- markaði keppnisbrautina og hver veit nema orsökin sé sú að hann nái ekki fullkominni einbeitingu eins og staðan er. Villeneuve gekk ekkert of vel í sömu keppni og gerði mistök. Hinn ungi Kanadamaður hefur fallið vel í kramið hjá Williams og verður þar á næsta ári. Hann er lítið gefinn fyrir athygli fjölmiðla og er orðinn þekktur fyrir það að hlaupa með hjálm á höfði frá aðstöðu ökumanna bak við viðgerðarsvæði mótanna og beint upp í keppnisbíl sinn. Komast hjá þeim eitt þúsund blaðamönnum og ljósmyndurum sem elta þá bestu á röndum á hveiju móti. Bæði Vil- lenuve og Hill hafa lítið haft sig í frammi að undanförnu, reyna að einbeita sér að akstrinum í lokamót- unum tveimur. Það má segja að Hill hafi hafið feril sinn á kappakstursbrautinni í Portúgal. Þá var hann látinn aka brautina í kapp við klukkuna til að staðfesta getu sína til að aka með Alain Prost í keppnisliðinu árið 1993. Hill stóðst prófið og ók eitt ár með Prost. Hill varð síðan aðalökumaður Williams þegar Ayr- ton Senna lést árið 1994, en þá hafði Senna tekið sæti Prost. Frá þeim tíma hefur Hill sigrað í 20 mótum. Hann hefur unnið sjö sinn- um í ár og einu sinni náð öðru sæti. Hann hefur 13 stiga forskot á Villenuve. Villeneuve verður að ná betri árangri en Hill í keppninni í dag. Helst verður hann að vinna eða ná öðru sæti að því tilskildu að Hill verði ekki ofar en í fimmta sæti. Þá á hann möguleika á titilinum í síðasta mótinu í Japan. Á þessu ári hefur Villeneuve þrívegis unnið, fimm sinnum náð öðru sæti og þrisvar því þriðja. Þó ökumennirnir tveir berjist af kappi eru margir sem geta gert þeim skrávéifu. Miehael Schumac- her á Ferrari sigraði í síðustu keppni en segir möguleika sína á brautinni í Portúgal ekki mikla. Það gæti þó verið sálfræðibrella. Þá hafa Jean Alesi og Gerhard Berger sýnt aukinn styrk á Benetton og að sama skapi Mika Hakkinen og David Coulthard á McLaren. Frem- ur ólíklegt er að aðrir blandi sér í baráttuna um sigurinn. jjjjj Engin miskunn FRANK Williams hefur rekið margan frægan ökumanninn frá liði sínu og endurnýjaði ekki samning sinn við Hill sem hér spjallar við hann ásamt aðstoðarmanni Williams-liðsins. Frank er bundinn hjólastól eftir bílslys. ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Einbeittur BLÁU augun þín. Villeneuve er einbeittur og augu hans hafa dáleltt marga stúlkuna, en Formula 1 ökumenn eru vinsælir hjá kvenþjóðinni í mörgum löndum. En hann hugsar meira um kappakstur og því að ná árangri á kappakstursbrautinni en á sviði einkalífsins. Hver er Frentzen, hin nýja stjarna Williams? Á ÁRUM áður þótti Þjóverjinn Heinz Haraid Frentzen engu síðri en Michael Schumacher sem ökumaður. Þá óku báðir í Formula 3 í Þýskalandi og höfðu keppt í kart-kappakstri. Sumir höfðu á orði að Frentzen væri jafnvel betri en Schumacher. Frentzen byrjaði að keppa í Formula 1 fyrir þremur árum. Hann hefur 44 sinnum ekið í Formula 1 kappakstri, en aldrei unnið sigur fyrir Sauber Ford- liðið sem hann hefur verið samn- ingsbundinn frá byrjun. Hjá Wiliiams kemst hann á öflugri bíl og fær þvi tækifæri tii að sanna sig að nýju, en á þessu ári hefur hann ýmist fallið út vegana bilana eða hreinlega ekið útaf. Besti árangur sem hann hefur náði í Formula 1 er 3. sæti í ítaiska kappakstrinum í fyrra. Frentzen hefur keppt í ýmiss konar kappakstri, á Formula 3 bíl, kartbílum, Formula 3000 og I innanlandsmótum í Japan. Hann býr einn síns liðs S Món- akó, en er fæddur i Mönc- hengladbach i Þýskalandi. Mm FOLK ■ JACKIE Stewart þrefaldur heimsmeistari í Formula 1 er form- lega búinn að stofan keppnislið sem byrjar að keppa á næsta ári. Stew- art hefur sýnt því áhuga að fá Damon Hill í lið sitt. Liðið hefur þegar gert fyrsta auglýsingasamn- inginn opinberan. Er hann við al- þjóðlega bankasamsteypu, með rætur í Hong Kong. ■ JORDAN keppnisliðið undir stjórn írans Eddie Jordan vill líka fá Damon Hill í sínar raðir. Þá hefur McLaren liðið gefið honum gaum en fá sæti eru eftir í raun fyrir hugsanlegan heimsmeistara. ■ BERNIE Ecclestone sem öllu ræður í Formula 1 heiminum vill koma Hill í alvöru bíl á næsta ári. Sæti hjá Jordan er talið líklegasti kosturinn, en ' þar verður einnig bróðir heimsmeistarans Ralf Schumacher. ■ DAVID Coulthard vann port- úgalska kappaksturinn i fyrra á Williams. Hann ekur nú McLaren Mercedes og hefur ekki sigrað á þessu ári. Coulthard hefur náð silfri á árinu, en félagi hans hjá McLaren Mika Hakkinen hefur náð þriðja sæti í tveimur síðustu mótunum. Þeir verða báðir áfram hjá liðinu næsta ár. ■ DAMON Hill er með 81 stig í heimsmeistaramótinu, Jaques Vil- lenuve 68, Michael Schumacher 49, Jean Alesi 44 og Mika Hakkin- en 27. ■ MAX Mosley forseti alþjóða bílaíþróttasambandsins segir það ákveðið að keppnisdagar í Formula 1 verði sem fyrr þrír. Til stóð að fækka þeim niður í tvo. Föstudag nota liðin sem æfingadag, á laugar- dag er tímataka til uppröðunar á ráslínu og síðan keppnin sjálf á sunnudag. Mótmæli margra liða ollu því að enginn breyting var gerð á fyrirkomuiaginu. RALL Makinen heims- meistari í fyrsta sinn Finninn Tommi Makinen tryggði sér heimsmeistaratitilinn í rallakstri í fyrsta sinn með því að sigra í ástralska rallinu sem lauk á mánudag. Þó svo að tvö mót séu enn eftir í keppninni um heimsmeistaratitilinn getur enginn annar ökumaður náð Finnanum að stigum. Makinen, sem er 32 ára, kom fyrstur í mark á mánudaginn og var það jafnframt fimmti sigur hans í sjö mótum og er hann fyrst- ur til að vinna meira en helming mótanna á sama keppnistímabil- inu. „Þetta er ótrúleg tilfinning. Auðvitað var svolítil pressa á mér í þessu ralli, en ég er á góðum bíl og það hefur sitt að segja,“ sagði Makinen, sem varð einnig fyrstur til að vinna heimsmeistaratitilinn fyrir Mitsubishi. Makinen var 1,17 mínútum á undan Svíanum Kenneth Ericks- son, sem ekur Subaru og var 1,21 mín. á undan fyrrum heimsmeist- ara, Spánveijanum Carlos Sainz. Ef Sainz hefði náð öðru sæti í þessu ralii hefði Makinen ekki get- að fagnað fyrr en hugsanlega í San Remo rallinu í næsta mánuði. Staðan í heimsmeistarakeppn- inni (eftir sjö mót af níu); 1. Makinen..................115 Reuter FINNARNIR fagna heimsmelstaratitlinum. Makinen til hægri en aðstoðarökumaður hans, Seppo Harjanne til vinstri. 2. Sainz...................74 4. McRae....................52 3. Eriksson................66 5. Liatti...................41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.