Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 56
<3S> AS/400 er... ..þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi cO> NÝHERJI MORGUNBIAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK * Morgunblaðið/RAX Þriðjungslækkun kostnaðar vegna útboða varnarliðsins Sparnaður Bandaríkja- MARGT býr í jöklinum. Starfs- menn Jöklaferða hf. komust að raun um það nýlega þegar þeir fundu fyrir tilviljun þennan ægifagra íshelli í Skálafellsjökli, skammt frá skálanum Jöklaseli á Hálsaskeri. Hellirinn er um 350 metra langur og vel mann- gengur, sumstaðar allt að tvær mannhæðir. Eftir honum rennur á sem fellur í fossum á stöku stað eins og sést á myndinni og er nú gríðarmikill straumur í ánni eftir hið hlýja suðaustan- veður sem verið hefur ríkjandi að undanförnu. Samstarf Jökiaferða hf. og banda- rískrar auglýsingastofu Okeypis auglýs- ingar um Island BANDARÍSKA auglýsingastofan Allen & Gerritsen er að vinna auglýsingar um ævintýraferðir til íslands. Um er að ræða vegg- spjöld og tímaritsauglýsingar um -vélsléða- og snjóbílaferðir á Vatnajökul með Jöklaferðum hf. á Höfn í Hornafirði. Gert er ráð fyrir að auglýsingarnar kosti milljónir króna, en þær eru alfar- ið gerðar á kostnað auglýsinga- stofunnar. Forsvarsmenn Allen & Gerrits- en hyggjast nota auglýsingarnar til að keppa á auglýsingahátíðum í Bandaríkjunum og til að laða til sín nýja viðskiptavini. Tryggvi Arnason hjá Jöklaferð- um hf. telur fyrirtækið hafa dottið í lukkupottinn því það fær fijálsar hendur um notkun auglýsinganna eftir að Allen & Gerritsen hafa notað þær. Hann segir framtakið líka vera hvalreka á fjörur ís- lenskrar ferðaþjónustu, því aug- lýsingarnar munu birtast í helstu borgum á austurströnd Bandaríkj- anna. ■ Jöklaferðir/Cl. manna 135 milljónir UTBOÐ á kaupum vöru og þjón- ustu fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli hafa að meðaltali leitt til nærri þriðjungs lækkunar á þeim kostnaðarliðum Bandaríkjahers, sem um ræðir. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hafa útboðin, sem byijað var á í fyrravor, nú þegar skilað varnarliðinu u.þ.b. tveggja milljóna dollara sparnaði á ársgrundvelli, eða sem samsvarar um 135 milljónum króna. Sem dæmi um þætti i starfsemi varnarliðsins, sem boðnir hafa verið út, má nefna starfrækslu hótelbók- unarkerfís, fólksflutninga, útgáfu tímarits, holræsahreinsun, búslóð- arflutninga, garðslátt, niðurrif húsa og sorpurðun. Tilboð í sorpurðun helmingur kostnaðaráætlunar Þetta eru þó aðeins fyrstu skrefin í mun víðtækari útboðsstefnu, sem varnarliðið og utanríkisráðuneytið hafa mótað. Þannig er á döfínni útboð á ræstingum bygginga varn- arliðsins og fleiri verkefnum. Heimildir Morgunblaðsins herma að einna mestur sparnaður hafí náðst vegna útboðs á sorpurðun. Kostnaðaráætlun Bandaríkjahers hljóðaði upp á um 19 milljónir króna. Njarðtak, fyrirtækið sem hafði haft verkið með höndum frá árinu 1992 samkvæmt ákvörðun utanríkisráðu- neytisins, bauð lægst, um 10 milljón- ir króna, og hélt samningnum, Að meðaltali hafa þau útboð, sem þegar hafa verið framkvæmd, skil- að um 30% sparnaði frá kostnaðar- áætlun Bandaríkjahers. Morgunblaðið/GOLLI Skyldi hún bíta? SÝNING undir yfirskriftinni Risaeðlur - leit að horfnum heimi var opnuð á 1. hæð Toll- _ hússins síðastliðinn föstudag. Á sýningunni eru hreyfilíkön af forsögulegum risaeðlum sem fyrirtækið Óravíddir ehf. hefur fengið hingað til lands. Sýningin stendur til 25. októ- ber og er opin frá klukkan 10-22 um helgar og 16-22 á virkum dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.