Morgunblaðið - 22.09.1996, Side 2

Morgunblaðið - 22.09.1996, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ íslensku landnemarnir sem settust að í Nýja-íslandi fyrir rúmlega 100 árum urðu nágrannar indíána og eins og gengur í fámenninu urðu samskiptin stundum náin. Þótt margir afkomendur „blandaðra“ sambanda hafi spjarað sig hefur lífsgangan reynst öðrum erfið. Það síðarnefnda á við um Patriciu Wilhelmínu Harper sem er af íslendingum í föðurætt en indíánum í móðurætt. Steinþór Guðbjartsson tók hús á Pat í Winnipeg og skyggndist inn í 35 ára lífshlaup hennar. Undarlega hljótt var í húsinu við Simcoe- stræti en það átti sínar skýringar. Morgunhugleiðsla fjölskyldunnar stóð yfir og jafnvel páfagaukurinn, sem annars gargaði stanslaust meðan á heimsókninni stóð, bærði ekki á sér. „Ég ólst upp í Riverton sem er íslenskur staður en þar er mikið af kynblendingum og ég er einn þeirra,“ sagði Pat sem er 35 ára, og frekar íslensk í útliti, ljós yfírlit- um, græneygð og skolhærð. „En ég lít frekar á mig sem hálfan indí- ána eftir að hafa gengið í gegnum mikil óþægindi allt mitt líf. Það hefur tekið mig öll fullorðinsárin að skilja mig og vera ánægð með mig eins og ég er. Þjóðfélagið vill að ég geri upp hug minn og velji. Ég fann ekki fyrir þessu í Riverton því þar eru svo margir kynblend- ingar en þegar ég flutti þaðan 17 ára gömul, 1979, rakst ég á vegg. Ég vildi ekki búa lengur í River- ton, hætti í skóla og vildi fara að vinna. Síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar." Eilíf barátta Pat býr í Winnipeg, í borgarhluta vestur af miðbænum þar sem eldri Vestur-íslendingar eru fjölmennir og indíánar í seinni tíð. Hún er í sambúð með hljómlistarmanninum og indíánanum Allen Riev og á tvær dætur, sjö og fjórtán ára, auk þess sem þau hafa tekið að sér tvær stúlkur, en fósturdætumar luku námi í grunnskóla með góðum ár- angri fyrr í sumar. Hún virðist lífsg- löð, Ijómar af ánægju og rekur upp miklar rokur þegar skondin atvik ber á góma. Hún er komin á beinu brautina eftir að hafa oft ekki séð til sólar síðan hún var unglingur. „Lífíð hefur verið mjög erfítt. Sem indíáni hef ég staðið í eilífri baráttu. Indíánamir segja að ég sé svo ljós en aðrir segja að ég sé hálfur indíáni og gefa til kynna að þar með sé eitthvað óhreint við mig. Því var um stöðuga innri bar- áttu að ræða, hver er ég? Það tók mig mörg ár að skilgreina sjálfa mig, hvaða menningu ég tilheyrði. í Kanada era mörg þjóðabrot og ég gat ekki sagt að ég tilheyrði menningu indíána heldur varð að finna út hver ég var. Og ég hef komist að niðurstöðu. Ég trúi á skepnur. Ég trúi á að virða allar lifandi verar og viðvarandi samteng- ingu náttúrannar við allt Iíf.“ Hún sagði að George Magnús Pálson, faðir sinn, hefði átt 10 systkini, en hún hefði lítið samband við íslenska skyldfólkið. „íslenska kjarnafjölskyldan lifir í sínum litla heimi, sem ein lítil eining, en þann- ig er því ekki varið hjá indíánum. Fjölskyldan er nauðsynleg en mun- urinn felst í því að hjá íslendingum eru menn einstaklingar en við eram öll ein heild. Ég á til dæmis mjög nánar frænkur í þriðja og fjórða lið í móðurætt en slíku er ekki fýrir að fara í föðurætt. Þannig er menn- ing okkar enda er það svo að ég verð aldrei íslendingur, þó ég sé af íslenskum ættum, því ég er hálfur indíáni. Fjölskyldumynstur indíána í Kanada er þannig að ég eyði mest- um tíma mínum innan fjölskyldunn- ar, innan hópsins. Ég valdi þessa leið vegna þess að ég átti frekar heima á meðal indíána og þar var ég frekar viðurkennd. Samt sem áður naut ég mikillar umhyggju í föðurættinni og afí og amma elsk- uðu okkur systkinin mikið og gerðu eflaust meira fyrir okkur en hrein- ræktuðu afa- og ömmubömin. Þetta var stöðug togstreita hjá mér vegna þess að þau elskuðu mig svo mikið, sama hvað ég gerði. Ég var eiturlyfjaneytandi og áfengissjúklingur en hef algerlega haldið mig frá vímuefnum, tóbaki þar með, í sex ár. Ég hef öðlast FJÖLSKYLDAN er ríkur þáttur í lífi Patriciu. Hér heldur hún á mynd af sér og dætrunum, á eldhúsborðinu er hún á mynd í fangi móður sinnar, peysa íslensku ömmunnar er fyrir framan hana og fremst má sjá fléttuna sem notuð var við hugleiðslu fjölskyldunnar. p m m |XX m Frekar indiani en íslendlnnur nýja lífssýn og elska líf mitt en met allt það sem pabbi kenndi mér og virði hann fyrir það. Ég byijaði að drekka 12 ára og unglingsárin vora mér erfið og ruglingsleg. Á þeim tíma hófu indíánar að beijast markvisst fyrir réttindum sínum og samtök indíána í Manitoba voru stofnuð en ég hef verið í þeim frá byijun. Ég hef því verið virkur þátttakandi í réttindabaráttunni síðan ég var 13 ára.“ í félagsráðgjöf fyrir indíána Mörgum hefur reynst erfitt að komast úr viðjum áfengis og eitur- lyfja en Pat tókst að snúa blaðinu við og stefnir að því að ljúka há- skólanámi í félagsráðgjöf næsta vor. Hún lítur björtum augum til framtíðarinnar og hlakkar til að takast á við það sem að höndum ber. „Ég hef verið í háskólanum und- anfarin þijú ár og er á síðasta ári í félagsráðgjöf. Eg er komin með réttindi til að opna eigin ráðgjafar- skrifstofu en ætla ekki að gera það fyrr en að loknu námi. Hins vegar liggur fyrir að ég kem til með að starfa að velferðarmálum indíána hvar sem er í Manitoba-fylki og sé því fram á að vera mikið á ferð- inni. Eins hef ég verið beðin um að hella mér út í stjómmálabaráttuna í fylkinu og hef fullan hug á að taka áskoruninni hvenær sem það verður. Flokkamir hafa áhuga á mér vegna þess að ég er indíána- kona. Þeir þurfa að sýna að þeir séu opnir fyrir ölium og styðji jafnt málstað minnihlutahópa sem ann- arra. Samt sem áður hef ég ekki í hyggju að fara fram sem indíáni heldur sem fullgildur þegn þjóðfé- lagsins en nota tækifærið ef á þarf að halda til að komast að.“ Morgunblaðið/Steinþór PATRICIA Wilhelmína Harper með sambýlismanninum Allen Riev og dótturinni Jasmin við heimili þeirra í Winnipeg. Kröftug blanda í samtali okkar kemur augljós- lega fram vilji Pat til að vera indí- áni en hún er ekki síður hreykin af því að vera líka íslendingur. „Að vera indíáni og íslendingur er kröftug blanda_ og ég er stolt af upprunanum. íslendingar hér hafa yfirleitt getað gert það sem þeir hafa viljað og eru hreyknir af því að vera íslendingar. Þeir eru léttir í lundu og gamansamir en það er vissulega örðuvísi að eiga foreldra hvorn af sínum kynstofnin- um. Ég hélt oft að mamma skamm- aðist sín fyrir að eiga kynblendinga en með framkomu sinni var hún aðeins að sýna annarri menningu virðingu. Það má gera á margan hátt og getur stundum litið út fyr- ir að vera annað. Lengi skildi ég þetta ekki því mér fannst hún ekki sýna öðram virðingu þó tilfellið sé að hún hugsar alltaf meira um aðra en sig sjálfa. Pabbi var ástúðlegur vinnuþjark- ur og er enn þó hann sé kominn á eftirlaun. Þau unnu bæði í þjóð- garðinum á Heklueyju, hann í 19 ár og mamma er þar enn, auk þess sem þau voru nautgripabændur. Pabbi lagði alltaf áherslu á sómatil- finningu og vinnusemi en stundum var eins og hann ætti erfitt með að skilja að við vorum kynblending- ar og lét okkur heyra það með blótsyrðum. En hann var ekki á móti okkur og það er mikilvægt. Samt sem áður skildi hann stund- um ekki mömmu eða hvernig við vorum. Við vorum fædd með ákveð- in einkenni beggja og fyrir kom að hann áttaði sig ekki á indíána- eðlinu í okkur og við skildum hann ekki. Því var oft barátta á milli okkar en ást hans og umhyggja leyndi sér aldrei. Ég lærði litla sem enga íslensku því enska var tungumál heimilisins og mamma hélt rækt við indíánat- ungu sína. Við fengum í raun aldr- ei tækifæri til að læra íslensku og á seinni árum hef ég ekki séð ástæðu til að læra málið því ég umgengst ekki reglulega fólk sem talar íslensku. Ég hefði sennilega lært málið sem krakki ef tækifæri til þess hefði verið fyrir hendi en pabbi lagði alltaf áherslu á að við legðum hart að okkur og lærðum vel ensku. Það er honum að þakka að ég læt til mín taka á ýmsum sviðum, stend upp og segi mína meiningu, því hann var stöðugt að segja mér að tala og leggja mitt til málanna. Ég held að margar stúlkur fái ekki slíka örvun frá foreldrum sínum og ég er ekki viss um að ég hefði ræktað þennan eig- inleika ef báðir foreldrar mínir hefðu verið indíánar. Pabbi trúði á mig og þrýsti á mig og ég er sann- færð um að ég hef erft það besta úr báðum kynstofnunum." Pat tók námsleið í tungumáli móður sinnar við Manitoba-háskóla en sagði að málið væri erfítt. Einn- ig væri erfitt að vera af ákveðnum kynstofni en kunna ekki málið. „Bretar hafa mikil völd hérna og hafa í raun troðið aðra undir en það er meðal annars ástæðan fyrir því að margir indíánar kunna ekki móðurmálið. En ég held góðu sam- bandi við foreldra mína. Þeir eru stór hluti af lífi mínu og ég ber allar ákvarðanir mínar undir þá enda styðja þeir mig vel í einu og öllu sem ég geri.“ íslenska amman mikilvægust Aðspurð sagðist Pat oft hafa hugsað um að heimsækja ísland en sú hugsun hefði orðið að víkja vegna virkrar þátttöku í fyrr- nefndri réttindabaráttu indíána. Amma er eitt fárra orða sem hún kann í íslensku og áhuginn á ís- landi er fyrst og fremst vegna ömmu. „Helsta ástæðan fyrir löngun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.