Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR nokkrar árangurs- lausar tilraunir til að ná tali af Sigurði Flosasyni, saxófónleikara og yfír- kennara jazzdeildar tón- listarskóla FÍH, tókst það loks þriðjudagsmorgun í byijun septembermánað- ar. Hann hefur verið at- vinnuhljóðfæraleikari um árabil og lengi verið í fremstu röð íslenskra jazzleikara. Sigurður lauk meistaranámi við Blooming- tonháskólann í Indiana árið 1988 og næsta vetur dvaldi hann í New York og stundaði m.a. nám hjá tenór- saxófónleikaranum George Coleman. Það var á námsárunum þar ytra að Sigurður Flosason hlaut fyrstu verð- laun, 1.000 dali, fyrir lag sem hann sendi í tónsmíðakeppni í Indíanafylki og tileinkaði Sveini heitnum Ólafssyni sem var einn af frumherjum íslensks tónlistarlífs á þessari öld og kunnur tenórsaxófónleikari. Það voru töluverðir peningar fyrir fátækan námsmann á þeim árum. Orðstír Sigurðar Flosasonar sem saxófón- leikara hefur spurst víða um lönd og sjálf- sagt gæti hann sest að erlendis og skapað sér öruggan starfsgrundvöll, en ekki er ólík- legt að hér heima vilji hann búa sér og sínum öruggt skjól í ótryggum heimi og geta sjálf- ur valið þau verkefni sem bjóðast hveiju sinni hér á landi sem erlendis. Hógværð og lítillæti eru áberandi í fari Sigurðar Flosasonar. Það er ekki meira en svo að hann kannist við það að vera eitt helsta átrúnaðargoð íslenskra jazzgeggjara og að diskurinn Gengið á lagið, sem kom út á vegum Jazzís árið 1993 með tónlist hans, tíu lögum, sé kjörgripur á heimilum jazzunn- enda. Á mínu heimili er hann gjarna tekinn fram og á hann hlustað eftir að ég hef hlustað á fréttir og hugvekju dagsins í morg- unútvarpi, og maður spyr sjálfan sig: Hvernig.stendur á því að þessir piltar eru ekki allt árið um kring á listamannalaunum? Sigurður Flosason hefur búið fjölskyldu sinni mynd- arlegt heimili að Hraunteigi 7 í steinhúsi sem byggt er árið 1951. Þangað kom ég þeirra erinda að eiga við hann tal um feril hans í tón- listinni og að forvitnast um ýmislegt sem hann er að fást við og það sem er fram- undan á tónlistarsviðinu. Sigurður er ljósskolhærður, meðalmaður á hæð, fremur grannvaxinn. Hann tók á móti mér með bros á vör, klæddur dökkblárri skyrtu og ljósbláum gallabuxum. Það var þoka eða rigning- arsuddi í borginni, hlýtt miðað við árstíma og ég veitti athygli óvenjulegri gróðursæld þama í næsta nágrenni heimilis Sigurðar og fjölskyldu, konu hans, Vilborgar Önnu Bjömsdótt- ur, og þriggja dætra þeirra hjóna, Sigríðar Huldu 6 ára, Önnu Grétu 2 ára og Sól- veigar Erlu, rúmlega ijög- urra mánaða, sem er fædd á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Við Hraunteig 7 hafa vaxið himinhá reyniviðartré sem skyggja svolítið á út- sýnið yfir á götuna. Þetta er kyrrlátt og rótgróið hverfi í austurhluta borgarinnar, fjarri skarkala og umferðar- þunga, í næsta nágrenni við Laugardalslaugina, þar sem tónlistarmaðurinn segir að- spurður að hann komi stöku sinnum en þó alltof sjaldan. Við Sigurður gengum yfir í vinnuherbergi hans sem ber sannarlega merki að þar búi tónlistarmaður. Þar eru stórir og fyrirferðarmiklir hátalarar og á miðju gólfi stendur rafmagnspíanó, Congatrommur, töskur undan hljóðfærum og stórar og voldugar hillur við veggina, þaktar hljómplötum og geisladiskum. Við settumst í djúpa hægindastóla, síðan var upptökutækið sett í gang og Sigurður Flosa- son hóf að segja frá ýmsu á fremur stuttum en athyglisverðum og viðburðaríkum ferli sínum sem tónlistarmanns. En fyrst ræddi hann um bernskurárin, námsárin þegar hann var að alast upp í Reykjavík á sjöunda og áttunda áratugnum. Uppruni, mótunarár og áhrifavaldar „Ég er fæddur í Hlíðahverfi í Reykjavík árið 1964. Foreldrar mínir eru Hulda Heiður deildar tónlistarskóla Félags íslenskra hljómlistarmanna, hefur undanfarin ár verið í fremstu röð íslenskra hljóm- listarmanna. Hann er rétt rúmlega þrítugur og hefur fyrir löngu vakið athygli sem saxófónleikari og lagahöf- undur. Þessa dagana er að koma á markaðinn nýr disk- ur með fjölþjóðlegri hljómsveit Sigurðar þar sem hún -------------------------3*------------------------- flytur ný lög eftir hann. Olafur Ormsson ræddi við Sigurð Flosason um nýja diskinn, Rúrekjazzhátíðina sem hefst einmitt í dag og ýmislegt fleira. SIGURÐUR Flosason. Sigfúsdóttir, bókasafnsfræðingur, og Flosi Hrafn Sigurðsson, veðurfræðingur. Ég gekk eins og lög gera ráð fyrir í skólann í hverf- inu, Hlíðaskóla, og síðan fór ég í Menntaskól- ann í Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1983 og sama ár einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.“ Hvaðan kemur þessi tónlistarþörf? Er eitt- hvað af tónlistarfólki í þinni ætt? „Nei. Þetta er sjálfsprottið. Einhvetja fjar- skylda ættingja held ég að megi fínna sem hafa starfað að tónlist, einna helst Þórarin Guðmundsson. Þetta er kannski angi af því að finna sína eigin leið í lífinu. Að fara ekki sömu slóðir og foreldarnir. Hvorki foreldrar rnínir, afar né ömmur hafa iðkað tónlist. Aftur er frændi minn og samtíðarmaður, Kolbeinn Bjarnason, tónlistarmaður og fæst aðallega við nútímamúsík. Ég fór fimm ára gamall í Barnamúsíkskól- ann í Reykjavík, sem síðar hét Tónmennta- skólinn í Reykjavík, og var ákaflega góður skóli og er enn í dag, sjálfsagt einn besti tónlistarskóli landsins og þó víðar væri leit- að. Frá og með tólf ára aldri held ég að ég hafi fengið jazzdellu." Hvar heyrðir þú fyrst jazzmúsík? í útvarpi eða af plötum? „Bæði í útvarpi og af plötum. Ég hlustaði á jazzþætti Jóns Múla í Ríkisútvarpinu. Ég byijaði í flautunámi og spiiaði á flautu fram- an af, en fékk svo þá hugmynd að saxófónn- inn væri skemmtilegra hljóðfæri. Þetta þróað- ist svo yfir í jazzinn, að leita að einhverri músík þar sem þetta hljóðfæri væri notað. Þá kom það svona af sjálfu sér að ég fór að hlusta á jazzmúsík. Framan af svona frekar á eldri músík, swingmúsík, t.d. Louis Amstr- ong, en síðan þróaðist ég áfram í gegnum jazzsöguna. Hvað varðar jazzmúsík er það Það þurfa ýmsir að bera margs konar erindi undir Sigurð og ýmis skilaboð koma reglulega inn á símsvarann sem yfirkennarinn þarf að at- huga nánar. Hann brá sér frá yfir í forstofuna þeirra erinda að athuga ýmis- legt varðandi slík mál en kom til baka inn í vinnu- herbergið að stuttri stundu liðinni. Þar var komið frásögninni úr lífi tónlistarmannsins að hann tekur stórar ákvarð- anir og heldur til Banda- ríkjanna í framhaldsnám. að loknu stúdentsprófi. „Já, ég fór í framhalds- nám við Bloomingtonhá- skólann í Indiana í Morgunbiaðið/Kristinn Bandaríkjunum árið 1988 og þar var ég við nám í fimm ár. Lauk fyrst Bac- helorsgráðum í klassískri músík ogjazztónl- ist og síðan mastersnámi þar á eftir og líka með tvöföldum hætti, bæði í jazzi og klas- sík. Þannig að ég hélt áfram að stunda klass- íska músík þó að á síðari tímum hafi það minnkað hjá mér og ég hafi ekki fylgt því eftir að sama skapi og jazzinum. Þegar ég útskrifaðist þaðan dvaldi ég einn vetur í New York og sótti einkatíma hjá George Coleman veturinn 1992-93.“ Nú er Bloomingtonháskólinn einn virtasti tónlistarháskóli Bandaríkjanna. Var þetta ekki dýrt nám? „Jú. Á þeim tíma var hægt að fjármagna þetta með námslánum sem ég er að burðast við að borga núna og það er sko ekkert grín. Lánið var nefnilega nokkuð stórt og því eru afborganir þungar." Á skólinn sér langa sögu? algengara í dag að krakkar eða ungir tónlist- arnemendur komi inn um hinar dyrnar, að þeir kynnist nútímalegri músík,, jazzrokk- músík, og rekji sig síðan sumir aftur eftir jazzsögunni í hlustunaráhuga sínum. I mínu tilviki byijaði ég á upphafinu og fikraði mig síðan áfram upp og fór að hlusta á bebop kynslóðina, Charlie Parker og Dizzy Gill- espie, Bill Evans tríóið og síðan á allt sem kemur þar á eftir, ekki síst nútímabebop.“ En hvað með aðra tónlist, t.d. poppmúsík? Hún hefur þá ekki höfðað til þín á ungl- ingsárum? „Eiginlega mjög lítið. Ég leiddi megnið af þessu hjá mér. Eftir að jazzdellan varð allsráðandi hætti ég alveg að fylgjast með poppmúsík. Það er frekar á síðari árum að einhver áhugi hefur kviknað á þessari tón- list aftur og ég reyni að víkka sjóndeildar- hringinn út frá mjög þröngum jazzramma. Það er algengt að strákar sem éru að byija í tónlist á unglingsárum spili í popphljóm- sveitum. Það gerði ég aldrei. Ég spilaði hins vegar í einhveijum jazzlegum hljómsveitum á unglingsárum. Ég fór eiginlega á mis við þetta „bílskúrspopphljómsveitatímabil". Ég hef svo síðar reynt að bæta mér þetta upp og spilað dansmúsik mér til mikillar ánægju.“ Þú lærðir mjög snemma á flautu. Spilarðu eitthvað á það hljóðfæri í dag? „Já. Ég lærði fyrst í Barnamúsíkskólanum og síðan í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Ég hélt síðan áfram að spila á flautu fyrstu árin og nota þetta hljóðfæri enn í dag. Ég byijaði að spila á saxófón tólf ára. Fyrsti einkakennari minn á blokkflautu var Njáll Sigurðsson sem nú er námsstjóri í tónmennt í menntamálaráðuneytinu. Nú liggja leiðir okkar Njáls aftur saman þar sem ég hef undanfar- in ár starfað að nám- skrárgerð í tónlist á veg- um menntamálaráðu- neytisins. Ég hafði ýmsa aðra kennara, Hafstein Guðmundsson fagottleik- ara í Sinfónínunni öðrum fremur. Hann var ákaf- lega góður kennari og heppilegur uppalandi. Hann var fyrsti leiðbein- andi minn og kennari á saxófón og hann kenndi mér mestallan tímann hér heima. Ég lærði klassísk- an saxófónleik hjá Haf- steini. Síðustu tvö árin áður en ég hélt utan til náms hafði starfað tón- listarskóli FÍH og þar sótti ég bóklega tíma hjá Vilhjálmi Guðjónssyni sem var þá yfirkennari jazzdeildarinnar.“ í framhaldsnám erlendis Gengið á hljóðið Sigurður Flosason, saxófónleikarí og yfírkennarijazz-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.