Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ i HAUSTLITIR í ÚTIVISTAR- PARADÍS pípunni sem flytur heita vatnið frá Nesjavallavirkjun alla leið. Seinni hluta vegarins er ekið um gígana sem minna á að síð- asta eldvirkni á þessu svæði var fyrir um 2.000 árum þegar hraun rann úr 25 kílómetra langri sprungu sem liggur frá Eldborg og norður í Sandey í Þingvalla- vatni. Síðustu umbrot í Hengils- kerfinu voru árið 1789 þegar spilda á sprungubeltinu gliðnaði og seig um 1-2 metra. Þar sem vegurinn liggur milli gíganna lýkur hann svo vel upp fegurð svæðisins fyrir ferðalangn- um að það verður erfítt trúa því að það er hending hvað hann fer vel í þessu landslagi. Vegurinn hannaði sig nánast sjálfur og var fyrst og fremst lagður í því skyni að auðvelda starfsmönnum hita- veitunnar aðgang að heitavatns- lögninni. Reykjavíkurborg á Nesjavelli, Ölfusvatn og Úlfljótsvatn í Grafn- ingi en fjórða jörð borgarinnar sem tengist þessu svæði er Kolviðar- hóll í Ölfushreppi. Árið 1989 ákvað borgarstjórn að hefjast handa við uppgræðslu Nesjavalla og Ölfus- vatns og uppbyggingu útivistar- svæðis fyrir almenning á Hengils- svæðinu. Það hefur sums staðar valdið erfiðleikum við gerð göngu- leiða að jarðir borgarinnar eiga hvergi land saman, því milli þeirra liggja jarðir í eigu einkaaðila. ÞINGVALLA Þorsteinsvík Lambhagi Nesjahraun irámelur Botnadalur Ölfusvatnsvík lagavíkurhraun oitusM felíVatn> Ölfusvati heiði Mosfells \ heiði Þjófahlaup \>vera rómundár- /Vatns/ y Selfjáll ! \ Klóarfjall , Ölkeldiy* á hnúkur4A»?**» »* tatjom Skarðsmýrár- V fjall Sleggjubeins inúkur \ Muldflala- i hnúkar \ ) 2Lí / Jsí h Stóra-y Reygjáfeir ; Iveradalir / ; □»%»* u 5 Orustu- 1 hóll HVERAGERÐI Hæðir Aðalgonguleiö Jórutindur ^ | *■ Tengileið Vörðuð leið ■■ Brött leíð Ómerktar leiðir / <f ' Q UpplýsíngaskiHi L- 5km Sja serstakan uppdratt af Bernskuskógum og Skólaskógum í þessari umfjöllun. dalur Stækkað svæði lfsfjall Ing Úlfljötsvatn breytir um svip ULFLJÓTSVATN er ein þeirra jarða borgarinnar á Hengils- svæðinu sem á eftir að taka breyt- ingum á næstu árum vegna skóg- ræktar- og landgræðslustarfs. Fyrir því standa eigandi jarðarinnar, Raf- magnsveita Reykjavíkur; Skóla- skógar, þar sem grunnskólabörn gróðursetja árlega 6.000 plöntur, og Bernskuskógar, þar sem sett er niður eitt tré fyrir hvert barn sem fæðist í Reykjavík ár hvert. „Þessi jörð kemur til með að breytast all mikið næstu 20 ár. Hægt og bítandi í fyrstu, meðan plöntumar eru að ræta sig og aðlag- ast, en eftir 10 ár verða breytingam- ar gríðarlega hraðar," segir Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og um- sjónarmaður þess starfs sem unnið hefur verið á jörðinni undanfarin ár. Hann segist sannfærður um að þess sé ekki langt að bíða að lautir í skóginum við Úlfljótsvatn verði vin- sælir áningar- og tjaldstaðir meðal almennings. Rafmagnsveita Reykjavíkur keypti jörðina Úlfljótsvatn ásamt vatnsréttindum um 1930 og þar vom reistar þrjár stöðvar Sogsvirkj- unar, Ljósafoss, Ýrufoss og Stein- grímsstöð. I Dráttarhlíð, skammt frá Stein- grímsstöð, hafa starfsmenn Raf- veitunnar reist þrjá sumarbústaði og starfsmenn Reykjavíkurborgar eiga 16 bústaði í grennd við Úlf- ljótsskála. Á svæði starfsmanna og skáta hefur uppgræðsla og skóg- rækt verið stundið árum saman en síðustu 7 árin hefur verið hugað að því að tengja jörðina því útivist- arsvæði fyrir almenning sem orðið er til á Hengilssvæðinu. 10-15 stálpaðir unglingar vinna á sumrin á vegum garðyrkjudeildar rafmagn- sveitunnar við viðhald og uppbygg- ingu svæðisins, þar á meðal smíði, landbætur, göngustígagerð og fleira, svo sem við lagfæringar þar sem land treðst niður, á fjölförn- ustu gönguleiðum. Skólaskógarnir og Bemskuskóg- ur eru ræktaðir á landi sem raf- magnsveitan og borgarskipulag Reykjavíkur létu skipuleggja árið 1994. Svæðinu er skipt í reiti, sem eru um það bil hálfur hektari hver. 26 grunnskólar í Reykjavík hafa þegar fengið úthlutað reit í Skóla- skógum, sem verður merktur hverj- um skóla þannig að kennarar og nemendur geti fylgst með fram- vindunni. Áætlað er að það taki um 10 ár að gróðursetja í Skólaskóga. Kristinn H. Þorsteinsson og sam- starfsfólk hans annast umsjón svæðisins og veitir krökkunum leið- sögn við gróðursetninguna. Yrkju- sjóðurinn, sem var stofnsettur að ósk Vigdísar Finnbogadóttur, fyrr- um forseta íslands, á 60 ára af- mæli hennar í því skyni að kosta tijáplöntur fyrir grunnskólana, er bakhjarl þessarar ræktunar og greiðir kostnað við plöntukaup. Rafmagnsveitan greiðir kostnaðinn að öðru leyti. Þeir bekkir sem heim- sækja Skólaskóga, og raunar allir grunnskólar, eiga kost á námsefni sem nefnist Ræktun í skólastarfí og hefur verið sérstaklega samið á vegum Skógræktarfélags íslands vegna Yrkjuverkefnisins. I Bemskuskóg er gróðursett ein tijáplanta fyrir hvert barn sem fæðist í Reykjavík. Bemskan er íslandsdeild alþjóðlegu samtakanna Kirkjan að Úlfijótsvatni stendur á fornu kirkjustæði á höfða við vatnið, skammt neð- an við Úlfljótsvatnsbæinn. Kirkjan var reist árið 1914 en endurbyggð 1961. í henni er altaristafla sem Ófeigur Jónsson, bóndi í Heiðarbæ, málaði af síðustu kvöldmáltíð- inni. í turni kirkjunnar eru tvær koparklukkur með ártal- inu 1744. Skammt frá kirkj- unni krossinn stóri, sem reist- ur var í tilefni af heimsókn Jóhannesar Páls páfa til landsins árið 1990. OMEP, sem láta sig varða velferð ungra barna um allan heim. Sam- tökin fengu úthlutað svæði í grennd við Skólaskóga. Þegar hefur verið gróðursett í reiti sem kenndir em við árin 1994, 1995 og 1996 en skipulagið gerir ráð fyrir gróður- setningu til ársins 2025. Um 1.700 plöntur eru í hveijum reit en reyk- vísk leikskólabörn aðstoða félags- menn Bernskunnar við gróðursetn- inguna. Skólaskógum og Bernskuskóg- um hefur verið valinn staður á grónu landi. Kristinn segir að til- koma birkiskógarins muni gera það að verkum að landið breyti um svip, mosinn og krækibeijalyngið hverfi en annar gróður, eins og blágresi og blábeijalyng leysi það af hólmi. „Þessi svæði voru fyrst og fremst valin með það í huga að þau gegndu ákveðnu fræðsluhlutverki. Þama er aðkoma góð og við náum ákveðinni samfellu í landið," segir Kristinn. Annars staðar við Úlfljótsvatn er sáð og gróðursett á ógróið land. Talið er að jörðin hafi verið skógi og kjarri vaxin að miklu leyti við landnám en jörðin er víða uppblás- in, einkum í Dráttarhlíð og á hærri stöðum en unnið er að endurheimt landgæða. í Dráttarhlíð hafa t.d. verið gerðar tilraunir með að bera eingöngu tilbúinn áburð á land sem er gróðursnautt til að efla grös og annan gróður en í rofabörð er áburðurinn blandaður grasfræjum. í örfoka land hefur sums staðar verið verið gróðursettur elri, sem bætir næringargildi jarðvegsins. Við gróðursetningar er þess vel gætt, að sögn Kristins, að varðveita gjöful beijasvæði, lautir og aðrar náttúruperlur. Náttúrulegt birkikjarr er nú að- eins að fínna við Fossá, en þar upp með fossinum liggur jafnframt vin- sæl gönguleið upp á Hengilssvæðið og yfír að Hveragerði. Áðrar stikaðar gönguleiðir um jörðina liggja hjá Úlfljótsvatnsbæn- um og kirkjunni meðfram vestan- verðu vatninu um Dráttarhlíð að Steingrímsstöð, efstu stöð Sogs- virkjunar. Við gerð Steingrímsstöðvar árið 1959 varð það umhverfisslys að vatnsborð Þingvallavatns lækkaði um 1,5 metra á einni viku eftir að stífla brast. Því hefur verið haldið fram að ásamt öðru hafí þetta leitt til þess að það dró úr veiði i vatn- inu og mýfluga hvarf. En lífríkið virðist vera að ná sér á strik, mý fer vaxandi og fuglalífið við Úlf- ljótsvatn er ljölskrúðugt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.