Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 B 25 ATVIN N U A UGL YSINGAR Eurocard á íslandi óskar eftir að ráða vanan AS/400 forritara til starfa. Upplýsingar veitir forstöðumaður tölvudeild- ar, Haraldur Víðisson, sími 568-5499. Eurocard á íslandi, Ármúla 28, sími 568-5499. Hlutastarf óskast - tölvuinnsláttur Þrítugur nemi í KHÍ óskar eftir 60-70% starfi með námi við tölvuinnslátt. Hef góðan tölvubúnað en annað kemur þó til greina. Upplýsingar í síma 551 2403. Atvinna óskast Ég er að leita að krefjandi og áhugaverðu starfi. Er með BA próf í íslensku, leiðsögu- mannaréttindi og tala fjögur tungumál. Upplýsingar í síma 565 3429 eftir kl. 17.00. Atvinna óskast Blaðamaður með BA gráðu í blaðamennsku og stjórnmálafræði frá bandarískum háskóla óskar eftir atvinnu. Hefur mikla reynslu. Áhugasamir leggi inn uppl. til afgreiðslu Mbl. fyrir 5. október merktar: „H - 13597“. Atvinnurekendur 26 ára með BA próf í sálfræði óskar eftir krefjandi tímabundnu starfi í vetur eða hluta úr vetri. Helst á sviði tölvuvinnslu eða hönnunar. Upplýsingar í síma 554 3924. íþróttamiðstöð Seltjarnarness -Sundlaug - íþróttamiðstöð Seltjarnarness óskar eftir að ráða starfsmann til að hafa umsjón með búningsherbergjum kvenna við sundlaug Seltjarnarness frá 4. október 1996. Um er að ræða vaktavinnu. Kjörsamkvæmt kjarasamningi Starfsmanna- félags Seltjarnarnesbæjar og Bæjarsjóðs Seltjarnarness. Allar upplýsingar veita forstöðumaður íþróttamannvirkja, Magnús Georgsson, og Þorsteinn Geirsson, æskulýðs- og íþróttafull- trúi Seitjarnarness, í síma 561 1551. SJÚKRAHÚS SUÐURLANDS V/Arveg - 800 Selfoss - Pósthólf 241 - Sími 98-21300 Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Suðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga sem fyrst til starfa á hand- og lyflæknissviði. Um er að ræða fjölbreytt störf við góðar aðstæður. Þetta er upplagt tækifæri til að komast burt frá borgarerlinum en samt er stutt í höfuð- borgina. Á Selfossi er góð aðstaða til íþróttaiðkana, fjölbreytt verslun og hvers konar þjónusta. Þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa áhuga, hafi samband við hjúkrunarforstjóra sem fyrst í síma 482-1300. Aðstoðum við útvegun húsnæðis. tafliflaj Sjúkraþjálfari Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara vantar við Dvalarheimilið Hornbrekku, Ólafsfirði. Næg atvinna og góð kjör. Einnig er möguleiki á hálfu starfi á Ólafsfirði og hálfu starfi í Efl- ingu Sjúkraþjálfun á Akureyri. Áhugasamir talið við Einar Einarsson sjúkra- þjálfara í s. 461 2223. rm SECURITAS Tæknideild Rafvirkjar/- rafeindavirkjar Óskum eftir að ráða nú þegar rafvirkja eða rafeindavirkia til starfa í tæknideild. Um er að ræða starf við uppsetningar og þjónustu á öryggisbúnaði. Umsóknarfrestur er til og með 26. septem- ber 1996. Umsóknareyðublöð og nánari upp- lýsingar fást hjá Friðgeiri Jónssyni, Síðumúla 23, frá kl. 10-12. Markaðs- og fjármálastjóri Knattspyrnufélagið Valur vill ráða markaðs- og fjármálastjóra fyrir íþróttadeildir félags- ins. Leitað er að viðskiptafræðingi með menntun og reynslu á þessum sviðum. Starfið er laust strax. Umsóknir sendist í pósthólf 12370, 132 Reykjavík, merktar: „Valur“. Úlfljótsvatn - skáta Framkvæmdastjóri óskast við skátaaðstöð- una á Úlfljótsvatni. Ráðning verður frá 1. des. '96. Umsóknar- frestur er til 1. október næstkomandi. Starfið er mjög fjölbreytt. Starfssvið framkvæmdastjórans er að sjá um allan daglegan rekstur á Ulfljótsvatni svo og að sinna áframhaldandi uppbyggingu á staðnum. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á félagsmál- um og vera lipur í mannlegum samskiptum. Umsóknir og fyrirspurnir óskast innlagðar á afgreiðslu Mbl., merktar: „ÚVR - 4345“. Úlfljótsvatnsráð. Félag þroskaþjálfa Framhaldsaðalfundur verður haldinn í Félagi þroskaþjálfa, þriðjudaginn 24. september kl. 20.00, að Grettisgötu 89, 4. hæð. Dagskrá: Framhald aðalfundarstarfa, laga- breytingar, kosning í stjórn og nefndir og önnur mál. Stjórnin. Snælandsskóli auglýsir Forfallakennara og starfsmann í dvöl vantar að Snælandsskóla í Kópavogi. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 554 4911. Umsóknarfrestur er til 29. september. ’96 Starfsmannastjóri. Q DVALARHEIMIUÐ HÖFÐI /|AÍ\ 300 AKRANES SÍMI 431 2500 Hjúkrunarfræðingar - sjúkraþjálfarar Staða hjúkrunarforstjóra og sjúkraþjálfara við dvalarheimilið Höfða á Akranesi eru lausar til umsóknar nú þegar. Höfði er dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða. íbúar eru 78; 54 í þjónusturými og 24 á hjúkrunardeild. Góð starfsaðstaða. Upplýsingar um störfin og launakjör gefa framkvæmdastjóri og hjúkrunarforstjóri í síma 431 2500 á skrifstofutíma. Dvalarheimilið Höfði, Akranesi. Dalbær heímili aldraðra Hjúkrunarfræðingar Dalbær, heimili aldraðra á Dalvík, óskar eftir hjúkrunarfræðingi í stöðu aðstoðardeildar- stjóra sem fyrst. Um er að ræða 60-100% stöðu. Hjúkrunarfræðingar sinna bakvöktum heima fyrir. Á Dalbæ er bæði dvalar- og hjúkrunardeild auk þess dagvist og umfangsmikið félags- starf. Húsnæði í boði. Umsóknarfrestur er til 10. október nk. Launakjör eru skv. samningi Félags ísl. hjúkr- unarfræðinga og fjármálaráðuneytisins. Hafir þú áhuga á fjölbreyttu og skemmtilegu starfi hafðu þá samband við hjúkrunarfor- stjóra eða forstöðumann í símum 466-1378 og 466-1379. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Starfsfólk til aðhlynningar Hjúkrunarfræðingar óskast á næturvaktir á hjúkrunarvakt vistheimilis (grunnröðun í Ifl. 213) og á hjúkrunardeildir kvöld og helgar. Starfsfólk vantar til aðhlynningar og í þvotta- hús í 100% starf og einnig á stuttar kvöld- vaktir. Möguleiki er á leikskólaplássi. Upplýsingar veita ída Atladótir, hjúkrunarfor- stjóri, og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, í símum 553 5262 og 568 9500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.