Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 1
sos BARNAÞORP ÞETTA er f óstur niaiina þín Car- litos," var sagt við drengþegar Þuríður Björg Þorgrímsdóttir heimsótti hann í SOS barnaþorp- ið í Santa Tecla í ú 1 jaðri San Salvador. Móðir Carlitosar er látin og faðir hans gat ekki séð fyrir honum eða systkinum hans. Þuríður Björg lýsir í grein ferða- lagi sínu frá Costa Rica til El Salvador og í SOS barnaþorpið. SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1996 BLAÐ C SNÆFJALLASTROND FRÉTTARITARI blaðsins á Flateyri fór í gönguferð á Snæfjallaströnd og lýsir hann landslagi og rekur sögur um lífið áður fyrr og einnig skýtur upp draug- um úr þjóðsögum í frásögninni. 4 Ferðir á Vatnajökul kynntar á austurströnd Bandaríkjanna á veggspjöldum og í blöðum Jöklaf erðir f á ókeypis auglýsingu í Bandaríkjunum BANDARISKA auglýsingastofan Allen & Gerritsen (A&G) er að vinna að auglýsingum um Jöklaferðir hf., Hornafírði. Auglýsingarnar eru um ævintýraferðir á Vatnajökul fyrir íbúa á aust- urströndinni m.a. í New York, New England og Baltimore. Auglýsingarnar eru gerðar á kostnað A&G en Jöklaferðir fá réttinn til að nota þær að yild. Ástæðan er að forsvarsmenn A&G telja ísland og auglýsingar um ferðir með Jöklaferðum kjör- ið tækifæri til að gera nýstárlegar auglýsingar sem megi nota til að markaðsetja auglýsingastof- una sjálfa í Bandaríkjunum og ryðja henni braut meðal nýrra auglýsenda. Auglýsingastofan hefur unniö tll verðlauna fyrlr verk sfn A&G auglýsingastofan hefur sérhæft sig í al- þjóðlegri markaðsstarfsemi fyrir fjármála- og hátæknifyrirtæki og vinnur markaðsstarf fyrir mörg stórfyrirtæki. Auglýsingar stofunnar fyrir Jöklaferðir verða tilbúnar fyrir áramót og fara svo í keppni milli auglýsingastofa um bestu verk- in. En A&G hefur unnið til fjölda hönnunarverð- launa á síðustu árum, stofan fékk til dæmis KeWy-verðlaunin fyrir bestu tímaritsherferðina Morgunblaðið/Þorkell í AUGLÝSINGUNUM verður ferðalag til íslands gert að freistandi ævintýri. 1995, Effíe-verðlaunin fyrir áhrifamestu auglýs- ingaherferðina og One Show fyrir vel unna her- ferð. Einar Örn Sigurdórsson auglýsingahönnuður og kennari við Emerson College í Boston bentj Paul Allen forstjóra stofunnar á Jöklaferðir. í kjölfarið var ákveðið að ganga til samstarfs við Jöklaferðir um gerð kynningarefnis sem mun fyrst í stað vera fólgið í tímaritsauglýsingum og veggspjöldum. Seinna kemur til greina að gera sjónvarps- og útvarpsauglýsingar. Einar Orn er meðal þeirra sem vinna hugmyndavinn- una fyrir A&G um ævintýraferðir til íslands á Vatnajökul. Líkt og að detta í lukkupottinn Tryggvi Árnason framkvæmdastjóri Jökla- ferða segir að samstarfið við Allen & Gerritsen sé líkt og að vinna stóra happdrættisvinninginn. Starfsemi Jöklaferða, sem felst í vélsleða- og snjóbílaferðum á Vatnajökul, hvalaskoðunarferð- um, ferðum í Kverkfjöll og fleiri ævintýrum, verður auglýst á austurströnd Bandaríkjanna en flug til dæmis frá Boston til Keflavíkur tekur ekki nema sex tíma, og getur því freistað stönd- ugra Bandaríkjamanna. Tryggvi segir að ef Jöklaferðir ættu að borga þessar auglýsingar þyrfti að reiða fram milljónir króna. Hann telur hér um að ræða feikigóða auglýsingu fyrir ferðaþjónustuna á íslandi og að Jöklaferðir geti sent veggspjöldin og fleiri auglýs- ingar til notkunar fyrir ferðaskrifstofur sem selji ferðir til íslands. ¦ SONGIEIKIR í LONDON þ> BLÓÐBRÆDUR, sýntfrá mánudegi til laugardags kl. 19.45, fimmtudaga kl. 15.00 og á laugardögum kl. 16.00 í Phoenix Theatre, Charing Cross Road. Lestarstöðin Tottenham Court Road. Verðlaunaverk eftir Willy Russel. ? BUDDY, sýntþriðjudagtil fimmtudags kl. 20, föstudaga kl 17.30 og 20.30. Laugardaga kl. 17.00 og 20.30 og sunnudaga kl. 16.00 nema 6. október í Strand Theatre, Aldwych. Lestarstöðin Charing Cross. Verkið er um tónlistarmanninn Buddy llolly. ? JOLSON, sýnt frá þriðjudegi til laugardags kl. 19.30, miðviku- daga, fimmtudaga og laugar- daga kl. 15.00 í Victoria Palace Theatre, Victoria Street, lestar- stöðin Victoria. Verk um banda- rísku stjörnuna Al Johnson ? SUNSET BOULEVARD, sýnt frá mánudagi til laugar- dags kl 19.45, fimmtudaga og laugardaga kl. 15.00 í Adelphi Theatre, Strand WC2, Lestar- stöðin Covent Garden. Verk eftir Andrew Lloyd Webber, byg&t á samnefndri kvikmynd Billy Wilder. ¦ Skoðunarferð um Dýrafjörð Á slóðum Gísla Súrssonar „ÆTLI ég hafí ekki lesið söguna um tvö hundruð sinnum," segir Þórir Örn Guðmundsson, svæðis- leiðsögumaður sem undanfarin sumur hefur boðið ferðamönnum í leiðangur um söguslóðir Gísla Súrs- sonar í Dýrafirði á Vestfjörðum. Hann rifjar upp helstu efnisþætti Gísla sögu Súrssonar sem uppi var seint á lO.öld. Atburðir sögunnar gerast að mestu í Dýrafirði, allt frá þv! að Þorbjörn súr og börn hans koma í Haukadal, þar til óöldin hefst og Gísli er gerður útlægur. „Mjög auðvelt er að átta sig á staðháttum og nákvæmlega er vitað um staðsetningu mjög margra þeirra örnefna sem getið er í sög- unni," segir Þórir Örn. Sem dæmi nefnir hann Þingeyri, Bessastaði og Sandárósa. „Einnig er talið vitað hvar haugur Vésteins liggur, svo og haugur Þorgríms." Leiðangurinn tekur að sögn Þór- is Arnar yfirleitt um þrjár til fjórar klukkustundir, en tíminn veltur oft á því hve hópurinn er stór og hve áhugi á viðfangsefninu er mikill. „Best er að sem flestir hafi lesið söguna því þá spinnast oft athyglis- verðar umræður um efni hennar en annars er mjög mismunandi hvað vekur áhugann." Misjafnt er hvaða bókarkafla og sögustaði Þórir Orn leggur áherslu á hverju sinni. „Það veltur til dæm- ^^ . int^"T^HBI - • ¦. Morgunblaðið/Hrönn Marinósdóttir ÞÓRIR Örn Guðmundsson, leiðsögumaður fræð- ir ferðamenn um hvar haug Vésteins er að finna. HAUKADALUR í Dýrafirði þar sem Gísli Súrsson bjó á 10. ölil. is á veðri og jafnvel dagsformi mínu hvar mig ber niður í sögunni en þar er af mörgu að taka. En að sjálfsögðu upplýsi ég sam- ferðamenn mína um allt sem þá fýsir að vita og ég hef þekkingu á" Köld eru kvennaráð Gísla saga geymir að mati Þóris Arnar margar dýrmætar perlur. Við hvern lestur finnur hann alltaf eitt- hvað nýtt og áhugavert. „í slíku návígi við söguna leitar ýmislegt á hugann og maður fer að spá og spekúlera í öllum mögulegum hlut- um. Karlímyndin er mjög sterk í sög- unni eins og fleygar tilvitnanir bera vitni um, svo sem „köld eru kvenna- ráð" og „oft hlýst illt af kvennahylli". Enn sem komið er, eru það aðal- lega íbúar á norðanverðum Vest- fjörðum sem hingað til hafa farið á þessar söguslóðir með Þóri Erni. Leiðsögumannsstarfinu gegnir Þórir Örn einungis í hjáverkum en hann er löggiltur rafverktaki og starfar hjá Þingeyrarhreppi. I samvinnu við Ferðafélag ís- lands hefur hann skipulagt á sumr- in þriggja daga gönguferðir um hina svokölluðu vestfirsku alpa. ¦ hm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.