Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ I heimsókn hjó „fóstursyni" í SOS-barnnþorpi Af ferðalagi frá Costa Rica til E1 Salvador, þar sem Þuríður Björg Þorgrímsdóttir og vinur hennar, Óskar, kynntust höfuðborginni San Salvador og Carlitos „fóstursyni" Þuríðar í SOS barnaþorpinu í Santa Tecla, I útjaðri höfuðborgarinnar. FRÁ Costa Rica til E1 Salvador er tveggja daga ferð í rútu, ef farið er beinustu leið. Auðvitað er hægt að ferðast í „óæðri“ rútu og skipta um vagn oft á leiðinni, en Tica Bus rúturnar, sem gerðar eru út frá Costa Rica, eru þægilegasti og öruggasti ferðamátinn. Enda koma vagnarnir beint frá „Ameríku", þ.e. Bandaríkjunum og eru ekki útjaskaðir gamlir vagnar sem ekki er lengur hægt að nota þar, eins og svo margir strætisvagnarnir sem notaðir eru í borgum. Þeir líta vel út, eru nokkurn veginn hreinir að innan, hafa klósett sem virkar yfirleitt og góða loftkælingu sem er óspart notuð. Ekki er mögulegt að opna gluggana, því þeir eru allir neyðarútgangar, sem hefur þann kost, eða ókost, eftir því hvernig fólk lítur á málið, að hvergi er stoppað að óþörfu, til dæmis til að fá hressingu, sem er venjulega afgreidd í gegnum gluggana. Ég var skiptinemi (eða skipti- miði, eins og við köllum það gjarn- an, þar sem ég var í sjálfboðavinnu en ekki í skóla) í Costa Rica 1994-95, þar sem ég vann með indjánum. Ég fór með Alþjóðlegum ungmennaskiptum (ICYÉ) sem eru skiptinemasamtök fyrir 18 ára og eldri. Síðasta mánuðinn fengum við svo fijálsar hendur og máttum ferðast eins og við vildum. Ég valdi þann kostinn að fara norður á bóginn, þar sem það gaf mér meiri möguleika en að fara í suðurátt. Frá Bandaríkjunum liggur nefni- lega vegur í gegnum alla Mið- Ameríku, alla leið í gegnum Pan- ama, og yfir landamærin til Kól- umbíu kemst svo enginn nema fuglinn fljúgandi og flugvélar. Til þess að ferðin yrði sem ódýrust ákvað ég að taka rútuna. Eyjarnar í Karíbahafinu Ég ferðaðist með Óskari vini mínum sem var skiptinemi á sama tíma í Hondúras, og við byijuðum á því að fara til eyjar í Karíbahaf- inu undan ströndum Hondúras. Hún er í eyjaklasa sem heitir Islas de la Bahía, eða á ensku Bay Islands, en þar er móðurmál íbúanna enska. Stærsta eyjan heitir Roatan en við bytjuðum á Utila sem er fræg fyr- ir ódýr köfunarnámskeið og þang- að flykkjast ferðamenn frá öllum löndum heims til að skoða hin stór- kostlegu kóralrif og lífið í kringum þau með eigin augum. Reyndar finnst atvinnuköfurum ekki mikið til þess koma að fá áhugamanna- leyfi á Utila; sjórinn er alltaf jafn- kyrr og tær, veðráttan eins og best verður á kosið og hákarlar þekkjast ekki á þessum slóðum. Með öðrum orðum, það verður ekkert til þess að reyna á hæfni manna sem kafara. Nokkrum dögum síðar fórum við yfir til Roatan og þaðan til meginlandsins. Síðan tók við dæmigerð annars flokks rútuferð til höfuðborgarinnarTequciagalpa, eða Teguss, einsog hún er jafnan kölluð til styttingar. í Teguss borg- uðum við rúmlega sjö dollara fyrir tveggja manna „lúxus“ hótelher- bergi með sjónvarpi, loftræstingu og heitu vatni. Daginn eftir lögðum við af stað til San Salvador, höfuð- borgar E1 Salvador. Hafði heyrt hryllingssögur Ég hafði heyrt hryllingssögur af San Salvador rétt áður en ég lagði af stað. Kunningjar mínir höfðu farið þangað og ætlað að vera í nokkra daga, en styttu dvöl- ina niður í tvo daga vegna þess að þeir voru hreinlega skíthræddir. Ég ímyndaði mér því borgina eins og Managua, höfuðborg Nic- aragua: hálfhrundar byggingar, betlandi börn, skömmtun á raf- magni, breiðar götur, fátt fólk og enn færri bílar og ótrúlegur loft- raki. Það var skannkölluð drauga- borg. Ég varð því hissa þegar ég OO O A m 1 AKAvrr Qrm Cnliro ÞURÍÐUR Björg ásamt Carlitos og bróður hans. ÍBÚÐARHÚS í barnaþorpinu. Carlitos býr í efra húsinu. og heillaðist af henni um leið. Alls staðar var okkur tekið opnum örm- um, á veitingastöðunum var okkur þjónað í bak og fyrir og fólkið á götunni vildi allt fyrir okkur gera. Okkur var til dæmis hleypt inn í kirkju til að skoða, þótt það mætti í rauninni alls ekki á þessum tíma dags. En hluti af alúðinni var sjálf- sagt snobb fyrir útlendingum. Borgin sjálf var skítug, menguð, illa lyktandi og yfirfull af fólki, bílum og strætisvögnum sem virt- ust fleStir vera að því komnir að hrynja í sundur. Aðfarirnar við að ferðast í strætó fundust mér heldur undarlegar í fyrstu. Maður kom inn og settist án þess að borga vagn- stjóranum. Stuttu síðar kom ungur strákur inn í vagninn og rukkaði. SÖLUBÖRN Hann kom að manni með smápen- í Antigua. inga í lófanum, lét hringla í þeim fyrir framan hvern og einn og virt- ist muna nákvæmlega hverjir höfðu þegar borgað og hveijir ekki. Þegar vagninn var troðfullur af fólki, þannig að ég hafði áhyggjur af því hvernig í ósköpunum við ættum að komast út, sýndi hann ótrúlega leikni við að smjúga milli farþeganna og fara ekki framhjá neinum án þess að láta hann heyra hringlið í smápeningunum í lófan- um. En áhyggjur mínar voru óþarf- ar, því þegar vagninn stoppaði voru afturdyrnar opnaðar, og það rýmkaði verulega um okkur í vagn- inum þegar fólk stökk út að aftan, tæpan metra niður á götuna. Eins og síld í tunnu Við fórum með einum þessara strætisvagna frá San Salvador til Santa Tecla föstudaginn 16. júní, með allan farangurinn okkar, og okkur leið eins og síld í tunnu alla leiðina, sem tók sem betur fer ekki nema ögn meira en hálftíma. Santa Tecla er einnig kölluð Nýja San Salvador á kortinu, enda er hún innan höfuðborgarsvæðisins og erfitt að sjá hvar ein borg endar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.