Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 C 3 FERÐALOG og önnur bytjar. Ástæða þess að við lögðum þetta á okkur var að ég á fósturson sem býr í SOS- barnaþorpi í Santa Tecla og mig langaði að heimsækja hann fyrst ég var þarna í nágrenninu. Hann heitir Carlitos og er 6 ára. Móðir hans dó þegar hann var pínulítill og faðir hans gat ekki séð fyrir honum og systkinum hans og fór með þau í barnaþorpið. Það er al- gengt að fólk skilji börnin sín eftir fyrir utan þorpshliðið, enda eru öll börn tekin innfyrir. í þorpinu í Santa Tecla eru um hundrað börn. Nú var ég komin að hitta Carlit- os og sjá með eigin augum hvað gert er við þessar eitt þúsund krón- ur sem ég borga með honum á mánuði, vegna þess að ég hafði heyrt efasemdaraddir í kringum mig um að peningunum væri eins vel varið og af er látið. Konur þvoðu og karlar dottuðu í miðborg Santa Tecla hringdi ég í barnaþorpið og stuttu síðar vorum við sótt á „fyrirtækisbíln- um“. Rétt áður en við komum að þorpinu ókum við í gegnum fá- tækrahverfi þar sem húsin voru úr hálffúnu timbri og nokkrum bárujárnsplötum og börnin hlupu um moldarslóðina sem við ókum eftir, berfætt, berrössuð og óhrein. Konur þvoðu þvott á steini og karl- menn lágu dottandi í hengirúmum. „Guð minn góður“, hugsaði ég, sem þýddi: „Ekki er þetta barna- þorpið!?“ Ég var að því komin að örvænta þegar við beygðum út af moldarslóðinni og ókum inn um stórt hlið. Við mér blasti fögur sjón: Fallegur garður og reisuleg einbýl- ishús, byggð tvö og tvö saman. Það sást ekkert sem minnti á munaðarleysingjahæli, eða þá hug- mynd sem maður hefur um slík heimili: engir rimlar, ekkert mal- bikað port, enginn matsalur, engin forstöðukona með prik. Það var komin úrhellisrigning þegar við ókum inn um hliðið. Bíln- um var lagt við skrifstofubygging- una, við koinum okkur og farangr- inum undir þak og spjölluðum við framkvæmdastjórann á meðan við biðum eftir því að rigningunni linnti. Fóstursonurinn feiminn Framkvæmdastjórinn var sér- staklega alúðlegur og við ræddum saman um heima og geima. Við komumst að þeirri niðurstöðu að honum væri raunverulega annt um hvert einasta barn í þorpinu. Hann benti okkur einnig á ýmsa merki- lega staði nálægt höfuðborginni sem væru þess virði að skoða og á hvaða strönd væri best að fara. Loks hætti að rigna og okkur var vísað í hús nr. 14. Þar var okkur boðið að setjast meðan náð var í fósturson minn. „Þetta er fósturmamma þín, Carlitos,“ sögðu þau við hann. „Spjallaðu nú við hana.“ En hann var svo feiminn að hann sagði ekki eitt einasta orð nema yrt væri á hann og svaraði þá með eins atkvæðis orðum. „Ég þarf að fara, Carlitos,“ sagði framkvæmdastjórinn. „Ég kem aftur á eftir. Spjallaðu við hana.“ Með það fór hann og skildi okk- ur ein eftir með Carlitos, „mömm- unni“ og hinum börnunum sem bjuggu í húsinu. Carlitos sagði fátt og það þurfti að draga upp úr honum hvert einasta orð. Við spjölluðum því aðallega við „möm- muna“, sem er kona sem býr hjá börnunum í húsinu og sér um þau. í hverju húsi er ein „mamma“ og oft hafa þær „frænku“ sér til að- stoðar ef börnin eru mörg. Há- marksljöldi í hveiju húsi er þó tíu börn. Eg gat ekki annað en borið þetta heimili saman við svipað heimili sem ég vann á í Costa Rica. Þar bjuggu orðið tólf börn í húsi sem er helmingi minna en húsin í barnaþorpinu, og þar er enginn garður. Þau búa þar með tveimur „frænkum“ og eru meira og minna læst inni allan daginn. Stóru börn- in fá þó að fara ein út af og til, en helst ekki þau sem hafa mesta tilhneigingu til að stijúka. Minnstu börnin fá næstum aldrei að fara út. Þau sem eru í skóla (ekki allir á skólaaldri eru í skóla) eiga flest við erfiðleika að stríða þar. Ánægð börn í barnaþorpinu virtust mér börn- in vera ánægð. Vissulega er þetta betra líf en það sem hefði beðið þeirra hefði barnaþorpið ekki verið til. Þau hafa nóg pláss inni sem úti, þau kynnast móðurlegri um- hyggju og þeim er gerð grein fyrir hve mikilvæg menntun er. Fram- kvæmdastjórinn fylgist með ár- angri og framförum í skólagöngu hvers einasta barns og þau líta á hann sem föður. 17. júní er feðradagurinn í Mið- Ameríku. Haldið var upp á hann þann 16. í barnaþorpinu, það er að segja þennan sama dag. Við vorum viðstödd athöfnina sem byggðist upp á leikþáttum sem æfðir voru undir stjórn kennslu- konunnar og síðan fékk fram- kvæmdastjórinn, eða „pabbi“, gjaf- ir frá börnunum, sem þau höfðu búið til sjálf. Ég skemmti mér ágætlega, mér leið næstum eins og ég væri að halda upp á þjóðhátíðardaginn. Það var gaman að sjá skemmtiat- riðin hjá þessum smávöxnu, fallegu börnum og væntumþykjuna sem þau báru hvert til annars og allra aðstandenda sinna. Eftir þetta var auðveldara að ná til Carlitos og komast aðeins innfyrir skelina. Það eina sem hann þurfti var svolítið tráust. Nú var hann farinn að bera nægilegt traust til mín til að leyfa mér að kynnast sér. Ég komst fljótlega að því að þrátt fyrir gáfulegt útlit hafði hann mestan áhuga á að vera úti og hlaupa og borða ávext- ina sem uxu á tijánum í garðinum. hann þreyttist ekki á að draga okkur Óskar um garðinn þveran og endilangan, láta okkur hlaupa, sýna okkur fótboltavöllinn, plönt- urnar og alla ávextina, og síðast en ekki síst kastfimi sína, þegar hann kastaði smásteinum og ónýt- um ávöxtum langt yfir girðinguna og út í alvöruheiminn. Ég komst líka að því að hann er hinn forhert- asti prakkari og stríðnipúki. Til dæmis plataði hann Óskar til að smakka chili-pipar sem óx þarna innan um trén, og fékk við það hið versta bölv og ragn sem ég hef lengi heyrt - á íslensku að sjálfsögðu. Peningunum vel varið Það skipti Carlitos engu máli þótt það væri myrkur, rigningarúði og hálfnapurt úti, hann fékkst alls ekki til að vera inni stundinni leng- ur en honum þótti bráðnauðsyn- legt, það er að segja til að borða kvöldmat og kannski til að snýta sér. Hann neitaði jafnvel að fara í peysu, þótt ég segði honum að hann fengi örugglega kvef ef hann væri úti lengur á stuttermabolnum. En að lokum neyddist hann til að fara inn að hátta og okkur Óskari var vísað í gestahúsið sem var sambyggt heimili „pabba“. Við völdum okkur hvort sitt svefnher- bergið, en þau voru þijú uppi og eitt niðri, og ég hlakkaði mikið til að fá loksins að sofa í almennilegu rúmi í hreinu umhyerfi og fá jafn- vel kannsi að skofa út. En klukkan hálfátta morguninn eftir vorum við vakin og drifin á fætur til að við gætum fengið far til Santa Tecla seinna um morguninn. Allt tekur víst enda og það var komið að kveðjustund. Carlitos virtist ekkert ósáttur við að ég skyldi yfirgefa hann svo fljótt. Sjálf hefði ég viljað vera hjá honum örlítið lengur og kynnast honum betur, en við áttum aðeins fáeina daga í E1 Salvador og við vildum eyða þeim í að skoða okkur dálítið um og slappa kannski aðeins af á ströndinni. Ég var mjög ánægð með heimsóknina í barnaþorpið, hún varð enn betri en ég þorði að vona. frábærar móttökur, góðar aðstæður og Carlitos litli gerðu mig mjög hamingjusama, ekki síst vegna þess að ég sannfærðist end- anlega um það að þarna var pen- ingunum mínum vel varið. Höfundur var skiptinemi í sjálfboðavinnu í Costa Rica, en stundar nú háskólanám. Sumarbréf frá Ítalíu II Kyngreinarálit Ásamt fjölskyldu sinni ferðaðist Konrád S. Konráðsson um Suður- ítaliu á nýliðnu sumri. Á ströndinni kannaði hann m.a. lesefni baðstrandargesta. KYRRÐ og friðsæld eru flestum sennilega afstæð hugtök. í huga margra endurspeglast sennilega kyrrð og einsemd 1 náttúrunni Qarri skarkala þéttbýlisins. Fyrir mér er þó kyrrð og friðsæld alveg eins sú gersamlega slök- un og kyrrstaða sál- arlífsins sem sann- reynist best á ítalskri baðströnd á sólríkum sunnudegi. Það er þá sem ítalir sjálfir þyrpast til strandar. Um níuleytið eru götur og grasbalar, en umfram allt skuggsæl skógar- ijóður í nánd við eft- irsóttan og svalandi sjóinn, þakin bílum. Þar sem slóð er til standa húsbílar í röðum — með opna glugga þar sem við biasa iljar og ökklar líkt og til skrauts. Á almenningsströnd bjargar fólk sér eftir bestu getu með eig- in sólhlífar eða regnhlífar af stærri gerðinni sem skjól liggj- andi á strámottum eða hand- klæðum tvist og bast í brennheit- um sandinum. Handan girðingar, þar sem fjaran er merkt einka- framtakinu, er öðruvísi um að litast. Blasa þar við fagurlitar sólhlífar og sólbekkir í stíl í bein- um röðum og fyrir ströndinni damlar baðvörður í eldrauðri skektu, klæddur jafnrauðum föt- um gefandi baðgestum gaum. En fyrir ofan skein okkur sólin jafnt á báða bóga og öldurnar svöluðu fótleggjum baðgesta beggja vegna markalínunnar án manngreiningar. í þessu sinnuleysi strandlífsins ræður lesmálið ríkjum. Sumir hafa meðferðis dagblöð oft gömul og þvæld leitandi að ólesnum smáf- réttum eða slúðri, aðrir leysa krossgátur með misjöfnum ár- angi’i og ánægju. Hvað þeir sem betur mega sín hafa sér til afþrey- ingar virtist nokkuð augljóst eftir stutta könnun, þar sem ég sat í skugganum með kaffibollann. Betri fnírnar lesa gljáfögur tíma- rit um hús og húsbúnað, en herr- arnir um hjól og hjólreiðar eða jafnvel bifhjól og bifreiðar til æsi- aksturs, enda Formel 1 í aðsigi í næsta nágrenni. Að sjálfsögðu leiða slíkar niðurstöður hugann að því viðkvæma efni sem hinn huglægi mismunur kynjanna er. Helgarblaðið „Bild am Sonntag" var nýverið með for- síðufyrirsögn með spurningunni hvers vegna mæður bæru yfirleitt börn sín á vinstri handlegg. „Staðreynd" sem konan mín hafði raunar haft orð á við mig fyrir allmörgum árum. „Bild“ hafði í fréttinni eftir breskum barna- lækni skýringar með vísindalegu yfirbragði, s.s. að þroski og þekk- ing ættu greiðari leið um hægra barnseyrað. Skýringar sem ekki voru samhljóma þeim sem ræddar hafa verið í minni fjölskyldu. Þar var skýring kvennanna „stað- reyndin“ sú hversu létt konur eiga með að sinna mörgum starfa sinna með barn á vinstri armi, þegar við karlarnir eigum fullt í fangi með það eitt að halda barn- unganum stöðugum á hægri handlegg okkar. Allt um það. Þekkt er þó glós- an um einn forseta Bandaríkjanna af karlkyni, sem að sögn var um megn að tyggja tyggigúmí og ganga samtímis. Ekki skal öllu trúað, en rétt er þó að þeim sama forseta reyndist á stundum erfið- leikum bundið að komast upprétt- ur og standandi niður flugvéla- tröppurnar við opinberar heim- sóknir á erlendri grund hvort sem tyggigúmíi var þar um að kenna eða ekki. Slíkt eru þó smámunir einir þegar litið er til afreka ný- kjörins forseta Rússlands - líka af karlkyni, sem einhveiju sinni mun hafa reynst um megn að komast út úr flugvél sinni af sjálfsdáðum, hugsaði ég um leið og ég lauk úr bollanum og hóf leit að sólgleraugunum mínum, sem ég fann nokkru síðar - á enninu. ■ Konráð S. Konráðsson er læknir, búsettur í Svíþjóð. Haustáætlun íslandsflugs HAUSTÁÆTLUN íslandsflugs í innanlandsflugi gildir frá 1. sept- ember til 27. október. Áætlunarflug félagsins er til Bíldudals í Vesturbyggð, Flateyr- ar, ísafjarðar, Hólmavíkur, Egils- staða, Hornafjarðar, Gjögurs, Norðfjarðar, Vestmannaeyja og Siglufjarðar til og frá Reykjavík. Islandsflug hóf flug til Vest- fjarða í vor og hefur það, að sögn forsvarsmanna, gengið mjög vel. Félagið fór tvær ferðir á dag í Vesturbyggð og daglega til Isa- fjarðar og Flateyrar með tilheyr- andi bílferðum til Patreksfjarðar. íslandsflug rekur núna eina ATR-200 46 sæta vél, tvær 19 sæta Dornier 228 vélar, eina Metro Illb, eina 13 sæta King Air 200 og eina 9 sæta Piper Chieftain. íslandsflug og Flugleiðir eiga samstarf um áætlunarleiðir tii Vestmannaeyja og Hafnar i Hornafirði. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.