Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 Stuttfréttir Clinton í Toledo ► MIKIÐ var um dýrðir síðla I ágúst þegar tvær milljónasti Jeep Cherokee bíllinn rann af færibandinu í 86 ára gamalli verksmiðju Chrysler í Toledo í Ohio. Meðal viðstaddra var Bill Clinton Bandaríkjaforseti. I nóvember hefst framleiðsla á 1997 árgerð Cherokee í verk- smiðjunni en sá verður með breyttu útliti og innréttingu. Það er fyrsta stóra breytingin sem gerð er á bílnum frá því hann kom fyrst á markað 1983. Tíu söluhæstu í Bandaríkjunum ► MIKIL keppni er milli banda- rískra bílaframleiðenda að verma efsta sætið yfir mestu seldu bílana. Það sem af er árinu er staðan svona: 1. Ford F-línan, pallbílar. 2. Chevrolet C/K línan, pall- bílar. 3. Ford Taurus stallbakur. 4. Honda Accord stallbakur. 5. Ford Explorer jeppi. 6. Ford Ranger pallbíll. 7. Plymouth Voyager fjöl- notabíll. 8. Dodge Ram pallbíll. 9. Ford Escort. 10. Chevrolet Lumina stall- bakur. GM og Renault semja ► GM í Evrópu og Renault hafa gert samning um að standa sameiginlega að fram- leiðslu og sölu á minni gerð vöruflutningabíla sem vega ekki meira en 2,5 til 2,8 tonn. Ráðgert er að fyrstu bílarnir verði kynntir árið 2000. Toyota í N-Ameríku ► ÁRIÐ 2000 verður aðeins 8% af Toyota bílum sem seldir eru í Bandaríkjunum innfluttir frá Japan. Þetta segir stjórnar- formaður Toyota Hiroshi Okuda. Toyota ráðgerir að selja 1,2 milljónir bíla í Bandaríkj- unum og af þeim yrðu 100 þús- und bílar innfluttir. Á síðasta ári seldi Toyota 1,1 milljón bíla í Bandaríkjunum, þar af 433 þúsund innflutta. Ford Windstar breytist ► FORD Windstar, sem hefur verið í skugga ferna dyra fjöl- notabíla frá Chrysler á Banda- ríkjamarkaði, verður breytt á þann hátt að bílstjóramegin verður bætt við rennihurð. Breytingin kemur þó ekki á _ markað fyrr en eftir tvö ár. í millitíðinni kemur Windstar á markað með stærri hurð fyrir ökumann. ■ TILBOÐ ÓSKAST Saturn SL2 árgerð '94 (ekinn 12 þús. mílur), Ford F150 XLT Super Cab 4x4 árgerð '91 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 24. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. John Deere traktor Tilboð óskast í John Deere traktor JD 301-A m/dieselvél árgerð '79. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA I Jeep Cherokee Country 4x4 árgerð '94 (ekinn 31 þús. mílur), OPEL Sintra kemur á markað í nokkrum Evrópulöndum seint í haust og um heim allan í I SINTRA heitir nýi fjölnota sjö til átta manna bíllinn frá Opel sem hannaður er í sameiningu af tæknimönnum GM í Banda- ríkjunum og Opel og smíðaður í Georgíu-fylki vestra. Sintra er laglegur vagn og stílhreinn, er framdrifinn, boðinn með 2,2 lítra eða þriggja lítra bensínvél- um, sjálfskiptur eða handskiptur og þetta er rúmgóður og skemmtilegur bíll. En hér á eft- ir má fræðast nokkuð um eiginleika Sintra en Opel bauð blaðamönnum frá öllum heimshomum að skoða grip- inn og kynnast honum með rúmlega 500 km reynsluakstri í Bandaríkjun- um í byrjun sept- ember. Opel Sintra er látlaus og smekk- legur bíll. Hann hefur hefðbundna lögun íjölnotabíls eða langbaks af stærri gerðinni en er þó ekki nema 4,67 m langur sem er um 14 em styttra en t.d. Opel Omega. Halli er á framenda allt frá fínlegum stuðara og upp á þakbrún. Hliðar eru örlítið bungulagaðar og hliðarlisti nokkuð áberandi, afturendinn þverskorinn og hallar örlítið fram að ofan. Rúður eru ágætlega stórar. Þá virkar bíllinn örlítið síður og mætti ætla að hann yrði myndarlegri á velli á örlítið stærri hjólbörðum. En endurtaka má að Sintra er laglegur vagn, þar er engin framúrstefna á ferðinni en látleysið látið ráða ferðinni. Fjölbreytt sætaskipan Fjölbreytta notkunarmöguleika bflsins má meðal annars sjá af inn- réttingu og frágangi á sætaskipan. Hún getur verið breytileg og bíliinn t.d. verið sjö til átta manna. Fremst eru tveir stólar, í miðju þrír og aft- ast tveir sem skipta má út fyrir þriggja manna bekk þar sem þrír verða að vísu að sitja nokkuð þröngt. í bílunum sem prófaðir voru vestra voru sex sæti því í miðri miðröðinni var kælibox fyrir nesti og svala- drykki sem komu í góðar þarfir í 30 stiga hitanum. Að vísu var hægt að halda eðlilegu hitastigi í bílunum með loftkælingu en það var heitt að stiga út og þá var gott að geta gripið í svalann! Framstólarnir eru stillanlegir á alla enda og kanta og þeim má m.a. snúa aftur þannig að menn geti haft betra samfélag við samferðamenn þegar áð er. Þægilegt er að sitja í öllum sætum og er rými yfrið nóg til að láta fara vel um sig á löngum leiðum. Til þæginda eru rafstillingar á framstólum í dýrari útgáfunni. Sintra fjölnot - sérhæf ðu Mælaborð er mikið til hefðbundið en þó reynt að bijóta línuna upp með t.d. mælum undir kúptri hlíf ofan á mælaborðinu, rétt við framrúðuna. Þar er klukka og dagatal og í dýrari bílnum aksturst- ölva sem veitir upplýsingar um hita, eyðslu, ekna km og hve langt má komast á bensíninu. Snún- ingshraðamælir og aðrir nauðsynlegir mælar eru beint fram af ökumanni og á miðjubrettinu eru miðstöðvar- og útvarpsstillingar. Gírstöng er milli framsæta og mætti hún vera dálítið hærri. Röskur Góður stað albúnaður Rúmgóður Tvær bensínvélar Sintra er búinn tveimur bensínvél- um en árið 1988 verður bíllinn einn- ig fáanlegur með dísilvél. Bensínvél- arnar eru annars vegar 2,2 h'tra, fjög- urra strokka og hefur 141 hestafl og síðan er þriggja lítra og sex Verðið verður höfuðverkurinn OPEL Sintra er framleiddur í verksmiðju GM í Doraville í Georg- íu-fylki í Bandaríkjunum en þar verða einnig framleiddir bílar und- ir merkjum Chevrolet, Pontiac og Oldsmobile sem fara eiga á markað í Bandaríkjunum. Enda kjósa Bandaríkjamenn sér helst bíla und- ir merlqum sem þeir kannast við. Flotinn fyrir markað í Evrópu verður sendur til Antwerpen í Belgiu og þaðan er honum dreift til umboðsmanna og seljenda um alla álfuna. Ofuga Ieið fer síðan Cadillac Catera sem byggður er í Þýskalandi og heitir þar Opel Omega MV6. Verðið á Opel Sintra hérlendis hefur ekki verið ákveðið ennþá. Munu niðurstöður verðsamninga raunar ráða því hvort fulltrúar umboðsins, Bílheima, telja mögu- legt að bjóða bílinn hérlendis. í Þýskalandi verður Sintra boðinn á um tvær milljónir króna, þ.e. útgáf- an með minni vélinni og handskipt- ingu. Dýrari útgáfan kostar um 2,7 milljónir. Telja má verð á Opel hérlendis allgott og hafa nánast aliar gerðir, Corsa, Astra, Vectra og Omega góða stöðu í keppni sinni við sambærilega bíla hvort sem þeir eru evrópskir eða japanskir. Þetta byggist á þvi að forráðamenn Opel í Þýskaiandi og Bílheima hafa náð saman, hafa trú hvorir á öðrum og verðleggja bílinn með tilliti til samkeppnisstöðu hans hérlendis. Staðan er óviss þar sem bíllinn er framleiddur í Bandaríkjunum. Talsmenn GM hafa ekki sýnt við- líka skilning á íslenskum bílamark- aði og starfsbræður þeirra í Evr- ópudeildinni og því hafa GM bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.