Morgunblaðið - 24.09.1996, Page 1

Morgunblaðið - 24.09.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1 1996 ■ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER B BLAÐ SANDSPYRNA IÞROTTAHREYFINGIN ÍBR vill vinna að sátt um sameiningu Fjögur Islands- met slegin FJÖGUR íslandsmet voru slegin á íslandsmótinu í sand- spyrnu á Akureyri á laugar- daginn. Keppt var í sex flokk- um og í opnum flokki spyrntu Hafliði Guðjónsson og Valur Vífilsson til úrslita. Valur sló fyrst gildandi íslandsmet á 4,94 sekúndum, en Hafliði bætti um betur á tímanum 3,833 í síðara mótinu af tveimur sem fram fóru. A myndinni eigast þessir öku- menn við í úrslitum, en Haf- liði tryggði sér íslandsmeist- aratitilinn með því að sigra á báðum mótunum. Þurfti aukaspyrnur milli kappanna til að skera úr um hvor ynni sigur, svo jöfn var keppnin á milli þeirra. Formenn hverfafélaganna í Reykjavík hittust á fundi hjá Iþróttabandalagi Reykjavíkur í gær- kvöldi vegna hugsanlegrar samein- ingar íþróttasambands íslands og Olympíunefndar íslands. Að sögn Reynis Ragnarssonar, formanns ÍBR, kom fram vilji til að nota tím- ann vel fram að ársþingi ÍSÍ í lok október til að finna farveg sem allir gætu sætt sig með sameiningu í huga. Reynir sagði að fram hefði komið að þjóðlönd væru sameinuð á styttri tíma og mikið væri hægt að gera á þeim mánuði sem væri til stefnu. Hins vegar væru nokkur atriði í drögum „nýrra“ samtaka sem menn gætu ekki fellt sig við og unnið yrði til þrautar að ná sáttum í því efni. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundinum: „Fundur formanna aðildarfélaga ÍBR samþykkir að fulltrúar héraðs- sambanda hefji viðræður við full- trúa ólympískra sérsambanda um sameiningu ÍSÍ og Óí. Verkefni við- ræðunefndarinnar verði að endur- skoða rekstur og skipulag yfir- stjórnar íþróttahreyfingarinnar m.a. með það í huga að draga úr kostnaði, skilgreina verkefni og ein- falda allan rekstur hreyfingarinnar. Nefndinni er heimilt að ráða sér óháða utanaðkomandi sérfræðinga á sviði rekstrarráðgjafar. Náist ekki samkomulag fyrir ÍSÍ- þing í október nk. samþykkir fund- ur formanna að beina þeirri tillögu til stjórnar ÍBR í samráði við hér- aðssambönd og sérsambönd að skipa viðræðunefnd þessara aðila til að k:ggja fram tillögu fyrir aðal- fund ÓI og aukaþing ÍSÍ á næsta ári um sameiningu samtakanna, fjárhagslega endurskipulagningu og að kanna möguleika á samein- ingu þeirra og UMFÍ í ein samtök." HANDKNATTLEIKUR: PATREKUR OG ESSEN Á TOPPNUM / B3 45.235.160 2.518.160 KIN a 17.09.-23.09. 96 UPPLYSINGAR • Bónufivínningarnir voru solcJir á eftirfarandi sölustööum. Markinu á Akranesí, Sóluturninum Miðvangí i Hafnarfírói. Allra best við Stiqahliö í Reyk|avik oy Toppmyndum viö Eddufolli i Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.