Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 B 3 IÞROTTIR KNATTSPYRNA Eyjamenn sendu harðar ásakanir með margföldum hraða til föðurhúsanna BoKinn snýst ekki um óheiðarleika og peninga Svindl í tengslum við getrauna- starfsemi er alvarlegur hlutur og ásakanir um að menn hafí vísvit- andi rangt við með því að ákveða úrslit leikja fyrirfram eru mönnum langt því frá að vera sæmandi nema 100% sannanir liggi fyrir. íslenskar getraunir duttu í þann fúla pytt að væna Eyjamenn - og reyndar ís- lenska knattspyrnuhreyfmgu í heild - um óheiðarleika með óvenjulegum og áður óþekktum skrifum hér á landi í leikskrá 38. leikviku Lengj- unnar. „Við þurfum að vera 100% öruggir um að úrslit séu ekki ákveð- in fyrirfram og að leikur á Lengj- unni sé í alla staði heiðarlega fram- kvæmdur," var skýringin í skránni á því að umræddur leikur var ekki með í leiknum auk þess sem Lengjan hafðj heyrt og hafði eftir leikmönn- um ÍBV að „best væri að tapa fyrir ÍA til að komast í Evrópukeppni". Eyjamenn þekktir fyrir annað Eyjamenn eru þekktir fyrir að gefa aldrei eftir og berjast til síð- ustu stundar. Reyndar ræddu menn um fyrir leikinn í Eyjum á laugardag að gaman yrði að sjá framan í for- svarsmenn Lengjunnar yrðu þrenn- urnar margar, jafnvel á annan tug- inn, en Lengjan greiðir leikmönnum, sem gera þrjú mörk í leik, 100.000 krónúr. Glettnin var því til staðar í herbúðum liðanna áður en flautað var til leiks en eftir það tók alvaran við í ausandi rigningu. Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik og ætluðu greinilega að tryggja stöðu sína í efsta sæti 1. deildar. Boltinn gekk hratt manna á milli og góð skot hittu á markið en Eyjamenn voru ekki á því að gefa neitt. Tvisvar björguðu þeir á línu í hálfleiknum og oftar en ekki sýndi Friðrik markvörður meistara- takta. En heimamenn voru líka snöggir að snúa vörn í sókn - rétt eins og á KR-velli í 16. umferð - og Steingrímur gerði gott mark eft- ir aukaspyrnu sem var fljótt og vel úthugsuð hjá Tryggva um miðjan hálfleikinn. Þeir fengu færi til að bæta öðru marki við áður en Kári Steinn jafnaði í kjölfar góðs spils undir lok hálfleiksins en Tryggvi „fraus" fyrir opnu marki eftir að Steingrímur hafði skotið í stöng. Seinni hálfleikur var rétt byrjaður þegar Eyjamenn náðu forystu á ný og aftur kom mark eftir hraða sókn upp vinstri kantinn en Rútur lauk áhlaupinu. Ekki leið á löngu þar til Kári Steinn hafði jafnað öðru sinni eftir markvissa sókn á hægri vængn- um en Tryggvi gerði út um leikinn með skallamarki 20 mínútum fyrir leikslok og sem fyrr kom boltinn frá vinstri. Hlynur á réttum stað Viðureignin var skemmtileg á að horfa, prúðmannleg og heiðarleg eins og við var að búast. Skagamenn áttu miðjuna og spiluðu oft vel en tímabundinn doði og einbeitingar- leysi komu þeim í koll. Eyjamenn vörðust vel, skyndisóknir þeirra skil- uðu tilætluðum árangri og fögnuður þeirra var mikill í lokin enda höfðu þeir ekki aðeins sigrað íslands- og bikarmeistarana heldur sent alvar- legar ásakanir á margföldum hraða til föðurhúsanna. Friðrik lék í markinu á ný og var frábær. Fyrirliðinn Hlynur Stefáns- son spilaði sem miðvörður í stað Hermanns sem tók út leikbann og átti staðan greinilega mjög vel við hann en kappinn hefur aðeins einu sinni áður verið miðvörður - í bikar- úrslitaleiknum gegn ÍA í lok ágúst. Hann var yfirvegaður og öruggur og spilaði eins og sá sem valdið HANDBOLTI Morgunblaðið/Sigíús G. Guðmundsson Fögnuður ÍBV fagnaöi hverju marki vel og ekki síst sigurmarkinu. I liðinni viku ásökuðu Islenskar getraunir íslensku knattspyrnuhreyfínguna um óheið- arleika í sambandi við ákvörðun um úrslit leikja og var spjótunum beint að Eyjamönn- um. Steínþór Guðbjartsson fylgdist með leik ÍBV og ÍA, sem Lengjan gaf til kynna að úrslit yrðu jafnvel ákveðin í fyrirfram, og varð vitni að því að fyrirtækið hljóp held- ur betur á sig en ÍBV vann 3:2 í Eyjum. hefur. Tryggvi og Ingi voru skemmtilegir á köntunum og Rútur og Steingrímur sköpuðu mikla hættu með hraða sínum en miðjan var höf- uðverkur sem oft fyrr. Skagamenn héldu ekki haus allan tímann og supu seyðið af því. Þórð- ur markvörður lék ekki með vegna veikinda og var eins og varnarmenn- irnir treystu ekki Árna Gauti al- mennilega en hann er traustsins verður. Stefán, bróðir Þórðar, var í leikbanni en Kári Steinn kom í stað- inn, las miðherjastöðuna vel og gerði tvö góð mörk. Steinar fór veikur af velli í hálfleik en Sigursteinn tók yfir á miðjunni og var óstöðvandi í vörn sem sókn. Kraftur hans smit- aði út frá sér í lokin en hefðu sam- herjarnir verið ákveðnari fyrr er eins líklegt að úrslit hefðu orðið önnur. Hægri vængurinn var veiki hlekkur liðsins hvað vörnina áhrærði og kantmennirnir nýttust illa í sókninni. Barátta Verði Skagamenn íslandsmeist- arar fara Eyjamenn í Evrópukeppni bikarhafa en heimamenn hugsuðu ekki um það heldur að berjast til sigurs eins og þeir eru þekktir fyrir og er aðal sannra íþróttamanna. Þátttaka í Evrópukeppni getur gefíð mikla peninga í aðra hönd en Eyja- menn eru nánast öruggir með sæti í Toto-Evrópukeppninni næsta ár, sem þykir að vísu ekki mjög merki- leg en er ákveðinn stökkpallur og veitir mönnum mikilvæga reynslu. Með peninga í huga hagnast Eyja- menn á því að Skagamenn verði Is- landsmeistarar, úr því sem komið er, en hafí það vafist fyrir einhverj- um ætti öllum að vera Ijóst eftir viðureign helgarinnar að boltinn snýst ekki um óheiðarleika og pen- inga í Eyjum - frekar en annars staðar á landinu. 1»#%Tryggvi Guðmunds- m\M*on var fljótur að taka aukaspymu vinstra megin á miðjum vallarhelmingi ÍA á 24. mínútu. Hann sendi fram á Steingrim Jóhannesson, sem lék framhjá Árna Gaut Arasyni, markverði, og renndi boltanum af öryggi f netið, 1B <M Sigursteinn Gíslason ¦ | vann boltann við hRð- arlínu vinstra megin, iék á varn- armann og inn í teig, og renndi fyrir markið á Bjarna Guðjóns- son. f stað þess að skjóta sendi hann á Kara Stein Reynisson, sem var einn og yfirgefínn rétt utan markteigshorns og hann áttí ekki í erfíðleikum með að skora á 41, mínútu. 2m "H Eyjamennirnir ¦ 1 Tryggyi Gi'.ðmunds- son, Ivar Bjarklind og Rútur Snorrason léku hratt og skemmtilega upp að endamörk- um vinstra megin. ívar gaf fyrir markið og þar afgreiddi Rutur boltann í netíð á 47. mínútu. 2m 1& Skagamenn sóttu ¦ áSiupp hægra megin á 56. mtaútu. Sturiaugur Haralds- son gaf á Ólaf Þórðarson sem sendi aftur á bakvörðinn en hann sendi fyrir markið þar sem Kári Steuut Reynisson var vel staðsettur og hann skaut boltan- um í hliðarnetið fjær. 3B *^Eftir hornspyrnu á ¦ ¦Sm69. mínútu fékk Ingi Sigurðsson boltann aftur frá fvari Bjarklind og gaf fyrir markið þar sem Tryggvi Guð- mundsson laumaði sér á milli mótherjanna og skallaði í mark- ið. trónir á toppnum Essen er eina liðið í þýsku 1. deildinni í handknattleik sem hefur unnið þrjá fyrstu leikina. Á sunnudaginn sigraði Essen lið Nied- erwurzbach 27:24. Patrekur Jó- hannesson gerði eitt mark í leiknum en Hvít-Rússinn Aleksandr Tutsch- kin var markahæstur í liði Essen með 9 mörk. Essen hefur fullt hús stiga eða sex eftir þrjár umferðir. Nettelstedt og Lemgo koma næst með 4 stig. Sigurður Bjarnason gerði 3 mörk fyrir GWD Minden sem vann Schutterwald 32:29 á útivelli. Rób- ert Sighvatsson gerði eitt mark fyr- ir Shutterwald. Lið Kristjáns Ara- sonar, Wallau Massenheim, tapaði fyrir Niederwurzbach 30:25. íslendingaliðið í 2. deildinni, WSV Wuppertal, sem Viggó Sig- urðsson þjálfar og Ólafur Stefáns- son og Dagur Sigurðsson leika með, sigraði TSG Herdecke 23:15 á útivelli um helgina. Wuppertal er nú í öðru sæti deildarinnar með 4 stig. Bad Schwartau er efst með jafnmörg stig en hagstæðara markahlutfall. GOLF Bandaríkin burstuðu Evrópu Bandaríska kvennalandsliðið í golfí gjörsigraði úrvalslið Evr- ópu í Solheim keppninni, enJum er að ræða hliðstæðu Ryder keppni karla. Evrópuliðið komst í 10:7 eft- ir fyrsta leikinn á sunnudaginn, en þá léku stúlkurnar holukeppni. En síðan sprakk allt, Bandaríkin sigr- uðu 17:11 og héldu því bikarnum. LYFJAMAL Iþrótta- maður ítveggja ára bann Dómstóll, sem framkyæmdastjórn íþróttasambands íslands skip; aði vegna meints brots á lögum ÍSÍ um lyfjamisnotkun íþróttamanna, dæmdi í gær íslenskan íþróttamann í tveggja ára keppnisbann vegna neyslu ólöglegra lyfja. íþróttamaðurinn féll á lyfjaprófi eftir keppní í bikarmóti FRI í frjáls- íþróttum i ágúst sl. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði neytt amfetam- íns og kókaíns og viðurkenndi hann brot sitt. Dómstóllinn taldi brotið alvarlegt, þar sem um var að ræða ólögleg fíkniefni. Vegna þess að sýnt þótti að þeirra hafði ekki verið neytt í þeim tilgangi að ná betri árangri í íþróttum, var ákveðið að beita lág- marksrefsingu, sem er tveggja ára keppnisbann. Samkvæmt dómsúrskurðinum er íþróttamaðurinn útilokaður frá þátt- töku í íþróttamótum á vegum allra sérsambanda ÍSÍ í 24 mánuði, frá 9. september 1996 að telja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.