Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR IPKWfíK FOLK ¦ SUK-HUYNG Lee, hinn nýi markvörður FH, fingurbrotnaði fyrir skömmu. Hann mun byrja að æfa á ný í vikunni en FH-ingar telja að hann geti ekki leikið fyrr en eftir fjórar vikur^ ¦ HÁLFDÁN Þórðarson lék sinn fjögur hundruðasta leik fyrir FH á sunnudaginn, þegar liðið mætti KA í Kaplakrika og fékk blómvönd að launum. ¦ SIGURGEIR ÁRNIÆgisson lék í fyrsta sinn á íslandsmóti fyrir FH á sunnudaginn og gerði þrjú mörk. Hann er sautján ára og því áratug yngri en ýmsir lykilmenn liðsins. ¦ JÓHANN G. Jóhannsson leik- maður KA veittist eftir leikinn gegn FH á sunnudaginn að öðrum dómara leikins, Hafsteini Ingibergssyni. Jóhann hafði fengið tveggja mín- útna brottvísun undir lokin en eftir leikinn gekk hann að Hafsteini og sló boltanum í hann. Það kallast of- beldi utan vallar og fær því Jóhann sjálfkrafa að minnsta kosti eins leiks bann. ¦ EINN stuðningsmanna FH gerði félaginu skömm til á leiknum við KA í Kaplakrika þegar hann kast- aði gosglasi að varamannabekk KA-manna. Þrátt fyrir yfirleitt mjög góða og lipra gæslu í Kaplakrika, tókst starfsmönnum ekki að finna þann seka og létu þar við sitja þegar hreinlegra hefði verið að ganga í málið af fullum krafti og útkljá. At- viksins verður eflaust getið í skýrslu dómara til mótanefndar, sem ákveð- ur til hvaða aðgerða skuti gripið. ¦ ÞAÐ bar til tíðinda í leik UMFA og Stjörnunnar í Mosfellsbænum á sunnudaginn að heimamönnum tókst ekki að gera eitt einasta mark með langskoti. Það er til lítils að hafa stórskyttur í liðinu ef ekki er reynt að skjóta fyrir utan vörn mót- herjanna. ¦ GUNNAR Andrésson er byrjaður að æfa lítillega með Aftureldingu en verður líklega ekki tilbúinn til að leika fyrr en eftir rúman mánuð. Birgir Leifur tapaði í átta manna úrslitum BIRGIR Leifur Hafþórsson frá Akranesi tapaði i átta manna úrslitum holukeppn- innar á opna ítalska mótinu í golfi á Jaugardaginn. „Þetta var hörkuleikur hjá okkur, mér og Svíanum Stenson," sagði Birgir Leifur eftir leik- iun. „Það var jafnt allan tím- ann og við skiptumst á um að eiga eina holu. Það var jafnt þegar við komum á 17. holu, en hún er par fimm. Ég fékk fugl á holunni en Svíinn sló glæsilega inná í öðru höggi og setti niður rúmlega meters pútt og fékfc örn. Síðasta holan í'éll síðan þannig að ég var úr leik," sagði Birgir Leifur. Hann sagðist ánægður með árangur sinn á mótinu. „Síð- asti leikurinn var vel leikinn og ég held við höfum báðir verið talsvert undir parinu þó svo maður telji það ekki i holukeppni. Átta manna úr- slitín voru mjög jöfn, einn leikur vannst 3:1, tveir unnust í bráðabana og ég tapaði 0:1. Það voru fímm kylfingar frá Norðurlöndunum í átta manna úrslitunum, fjórir á minum væng og einn Svíi hin- um megin," sagði Birgir Leif- ur. Línumenn kljást Morgunblaðið/Golli LINUMENNIRNIR Sigurjón Bjarnason hjá Aftureldlngu og Magnús Agnar Magnússon hjá Stjörnunni elgast hér við, en það má segja að þeir hafi skilið jafnir, gerðu hvor um sig tvö mörk. Stjaman lagði meist- araefnin í Mosfellsbæ MEISTARAEFNIN í Mosfellsbæ urðu að játa sig sigruð á sunnu- daginn þegar Aftureiding tók á móti Stjömunni. Garðbæingar, sem töpuðu nokkuð óvænt fyrir ÍR ífyrstu umferð, sigruðu 21:20 og eru það trúlega jaf nóvænt úrslit og tap þeirra ifyrstu umferð- inni. Heimamenn fengu óskabyrjun í Tyrsta heimaleik keppnistíma- bilsins, gerðu fyrstu fjögur mörkin úr jafnmörgum sóknum og virtust til alls líklegir. Gestirnir úr Garðabæ virtust eitthvað trekktir og gerðu ekki nema tvö mörk úr fyrstu tíu sóknum sínum, staðan 6:2. Stjarnan lék 3-2-1 vörn og sóknir Aftureldingar voru bæði hraðar og skemmtilegar. Þegar Skúli Unnar Sveinsson skrifar staðan var 9:5 og um 14 mínútur til leikhlés, komu Rögnvaldur John- sen og Einar B. Árnason inná hjá Stjörnunni og breytt var í flata vörn. Breytingin gafst afskaplega vel og í næstu 14 sóknum gerðu heimamenn aðeins eitt mark. Stað- an í leikhléi 10:11. Síðari hálfleikur var spennandi, heimamenn náðu strax tveggja marka forystu og síðan einu marki betur, 17:14. Þá kom Einar Árna- son aftur inná, en Stjarnan hafði einhverra hluta vegna látið hann sitja á bekknum í síðari hálfleikn- um. Leikur Stjörnunnar varð beitt- ari, bæði í sókn og vörn og leik- menn nýttu sex sóknir í röð. Stjörnustrákarnir komust einu marki yfir og tveimur skömmu fyr- ir leikslok og sigri þeirra var ekki ógnað. Meistaraefnin voru óheppin. Mjög mörg dauðafæri fóru forgörð- um, fyrst og fremst vegna þess að menn hittu ekki markið, og einnig varði Ingvar ágætlega. Sóknarleik- ur UMFA var góður á köflum en datt niður þess á milli. Bjarki var sprækur í fyrri hálfleik en sást ekki í þeim síðari. Þessu var öfugt farið með Pál, hann sást ekki í fyrri hálf- leik en var sprækur í upphafi þess síðari. Sigurður var snöggur fram og nýttist vel í hraðaupphlaupum og Sigurjón var ágætur á línunni. Einar Gunnar á að geta betur, skor- aði tvívegis eftir gegnumbrot en ekkert með langskotum. Stjarnan er með ágætt lið. Rögn- valdur Johnsen er ungur og skemmtilegur leikmaður sem á eftir að ná langt. Einar Baldvin var ógn- andi og sterkur í vörninni og gaman var að sjá til Jóns Þórðarsonar í hægra horninu, þó ekki væri nema fyrir það hvernig hann fagnar. Ein- ar mætti reyna meira sjálfur, hann hefur getuna til þess eins og hann hefur margoft sýnt. Eyjamenn sterkari en ÍR- ingar á endasprettinum BRUGÐIÐ gat til beggja vona í viðureign IR-inga og Eyjamanna íSeljaskóla á sunnudagskvöld. Vestmannaeyingar tóku foryst- una í fyrri hálfleik og héldu henni langt fram í þann síðari, en heimamenn jöf nuðu metin og færðist þá fjör í leikinn. Eyjamenn voru aftur á móti öflugri á endasprettinum og höfðu sigur, 23:20. larkverðir liðanna stálu sen- verðan fjölda dauðafæra en Hrafn Margeirsson í marki ÍR sá oft og tíðum við þeim. Hans Guðmunds- son, skytta Breiðhyltinga, fékk ekki mörg góð skotfæri í fyrri hálfleik og skoraði þá tvö mörk - annað þeirra úr vítakasti. Þegar fyrri hálfleikurinn rann sitt skeið höfðu Eyjamenn tveggja marka forystu, 11:9. Þeir juku for- skotið um eitt mark í upphafi síð- ari hálfleiksins og virtust ætla að stinga af en hinn 18 ára gamli leik- stjórnandi ÍR-inga, Ragnar Óskars- son, var á öðru máli og hóf að setja svip sinn á leikinn - skoraði sex mörk eftir leikhlé og þrjú þeirra Edwin Rögnvaldsson skrifar unni í fyrri hálfleik og ekk- ert mark var skorað fyrstu fimm mínúturnar. Sigmar Þröstur Óskarsson í marki Eyjamanna varði alls 14 skot í fyrri hálfleiknum en Hrafn Margeirsson varði 10 skot fyrir ÍR. Leikurinn var jafn í fyrstu en Eyjamenn skutust fram fyrir ÍR- inga eftir um 20 mínútna leik. Or- sök þess var fyrst og fremst ótíma- bær skot heimamanna sem leiddu til hraðaupphl aupa' Vestmannaey- inganna. Leikmenn IBV fengu tals- með fjölbreyttum og fallegum skot- um utan af vélli. Heimamönnum tókst að jafna metin, 15:15, undir forystu Ragnars og áhorfendur vöknuðu til lífsins en það stóð ekki lengi því Eyjamenn endurheimtu tveggja marka forystu sína þegar Ragnar meiddist á fæti og fór af leikvelli um stundarsakir. Ungverjinn í liði ÍBV, Zoltan Belany, var drjúgur þegar á leið ásamt skyttunni Gunnari B. Vikt- orssyni en Belany hefur yfir að ráða skemmtilegri blöndu af hraða og tækni. Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir og jöfnuðu á nýjan leik er þrjár mínútur voru eftir. Þá féllu ÍR-ingar aftur í sömu gryfjuna og í fyrri hálfleik - tóku ótímabær skot sem Sigmar Þröstur varði og Eyjamenn voru fljótir að færa sér það í nyt með mörkum úr hraðaupp- hlaupum sem gerðu útslagið. Sig- mar Þröstur varði alls 24 skot í leiknum og var höfundurinn að sigri gestanna ásamt Belany sem skoraði átta mörk. „Þetta gekk vel og vörnin var góð. Hvorugt þessara liða gefst upp fyrr en í fulla hnefana og við vorum heppnir í lokin. Leikurinn hefði getað farið á hvorn veginn sem var," sagði Sigmar Þröstur í leiks- lok. Þjálfari Eyjamanna, Þorbergur Aðalsteinsson, var að vonum ánægður með sigurinn en sagði þó að smyrja þyrfti nokkur tannhjól í vél liðsins. „Við erum komnir af stað núna en við lékum hræðilega gegn Gróttu. Við misnotuðum allt of mörg dauðafæri í þessum leik en framhaldið leggst ágætlega í mig. Deildin er mjög jófn og það verður erfitt að sækja stig." f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.