Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Þórarinn með þrennu á Akranesi Sigþór Eíríksson skrifar Islenska drengjalandsliðið sigr- aði Lúxemborg 3:0 í fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM á Akranesi í gær. Kefivíkingurinn Þórarinn Krist- jánsson gerði 611 mörkin. Staðan í hálfleik var 1:0. „Ég er auðvitað ánægður með leikinn og ef við höldum áfram sem horfir ættum við að ná að sigra í riðlinum og komast í úrsli- takeppnina í Þýskalandi. Þetta var 14. landsleikurinn og hafði ég aðeins_gert tvö mörk fyrir þennan leik. Ég fann mig vel í dag og var ánægður með þrennuna," sagði Þórarinn Kristjánsson, kampakátur eftir leikinn. íslend- ingarnir voru mun sterkari allan leikinn. Fyrsta umtalsverða færið fékk Indriði Sigurðsson er hann komst einn inn fyrir vörn Lúxem- borgara á 15. mín., en raarkvörð- ur þeirra varði vei. Það kom því fáum á óvart er ísland náði for- ystu á 40. mínútu. Þórarinn skall- aði þá í netið eftir hornspyrnu Indriða og þannig var staðan í leikhléi. íslendingar höfðu sem fyrr öll völd í síðari hálfieik, nánast ein- stefna að marki Luxemborgar. Stefán Magnússon markvörður hafði náðugan dag þvi gestirnír fengu ekki eitt einasta færi. Þór- arinn bætti öðru markinu við á 61. minútu og var það eftir ein- staklingsframtak hans. Hann vann boltann á miðjunni lék á tvo varnarmenn Lúxemborgara og lyfti boltanum laglega yfír mark- vörðinn. Tíu mínútum síðar full- komnaði hann þrennuna og aftur eftir einstaklingsframtak. Islend- ingar unnu boitann á rniðjunni. Hann barst til Þórarins, sem fór fram hjá þremur varnarmönnum, beint að markinu ogþrumaði bolt- anum frá vítapunkti í þverslá og inn. Hjá íslendingum var Þðrarinn mjög sterkur, auk þess voru Indr- iði Sigurðsson og Kristián Sig- urðsson, bróðir Lárusar Orra, mjög öflugir. Mikilvægur sigur Fylkis FYLKISMENN unnu mikilvægan 3:2 sigur í botnbaráttunni á laugardaginn er þeirtóku á móti Leiftri í Árbænum. Við sigurinn glæðast möguleikar liðsins á að halda sæti sínu í deildinni en þeir heim- sækja Valsmenn í lokaumferðinni. Leikurinn var lengst af daufur en sigur heimamanna var sann- gjarn, þeir voru sprækari, einkum í síðar hálfleik. RÍKH ARÐUR Daðason náði ekki að nýta sér vítasp) í lelknum gegn Stjörnunnl. Bjarni Sic fij* 1 Gunnar Oddsson tók ^^ ¦ " hornspyrnu frá vinstri á #8. mínútu og sendi inn á markteigshomið nær þar sem Gunnar Már Másson skailaði aftur fyrir sig á Daða Dervic er var á auðum sjó á hægra markteigshorni og skaut rakleitt í netið. ^ * ^ Á 34. mínútu kom ¦ ¦ " það í hlut Þórhalis Dans Jóhannssonar að taka hornspyrnu M vinstri. Hann sendi háa sendingu inn á víta- teiginn, boltinn fór yfír Þorvald Jónsson, markvörð Leifturs, og fyrir aftan hann stóð Kristinn f ómasson sem skallaði í netið. ^r ¦ j Kristinn Tómasson "¦ ¦ ¦ vann knöttinn á miðj- um leíkvellinum og sendi rak- leitt áfram inn fyrir vörn Leift- urs þar sem Bjarki Pétursson kom á sprettinum rétt á undan Auðuni Helgasyni. Bjarki lék i átt að marki og sendí fram hjá Þorvaldi sem kom ut á móti. Þetta var á 68. mínútu. J2'; J2Afiam var ekki 'engi *¦""¦"]' paradís hjá Pylkis- mönnum því tveímur mínútum siðar komst Kastislav Lazorik inn fyrir vörn Fylkis og Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis, felldi hann. Dæmd var víta- spyrna sem Lazorik skoraði auð- veldlega úr, vippaði laust á mitt markið en Rjarian fór í vinstra hornið. 3" ^r Eftir snaggaralega ¦^¦sókn Fylkis á 80. mínútu sendi Þórhallur Dan fyr- ir markið frá hægri kanti, inn á móts við vinstra markteigshorn þar semBjarki Pétursson skaut rakleitt £ netið. Þ6 Þorvaldur markvörður kæmi við boltann breytti það engu. Ivar Benediktsson skrífar : ^essi sigur breytir öllu fyrir okk- ^^ ur í botnslagnum en við erum samt ekki úr allri hættu," sagði Bjarki Pétursson, Fylkismaður en hann skoraði tvö af mörkum liðsins í leiknum og var mjög ógnandi í fremstu víglinu. „Við sýndum mikinn styrk að leggja þetta sterka Leifturslið hér heima, ekki hvað síst eftir að hafa fengið á okkur jöfnunarmark [2:2] skömmu eftir að hafa komist yfir. En ég er ánægður með minn hlut og við komum af fullum krafti í síðasta leikinn," sagði Bjarki. Ljóst var að Fylkismenn ætluðu sér að tefla djarft til vinnings í leiknum enda þýddi ekkert annað ætluðu þeir sér ekki að gefa sætið í deildinni eftir. Þeir voru framar- lega á vellinum og sóttu en fyrir vikið varð vörn þeirra heldur losara- leg og nokkrum sinnum jaðraði við að Leiftursmenn sköpuðu sér mark- tækifæri. En þrátt fyrir allt vantaði meira bit í Fylkisliðið einkum á miðjuna þar sem Finnur Kolbeins- son var sá eini sem barðist af krafti og reyndi að skapa eitthvað nýti- legt. Jafnt var í leikhléi 1:1 og var það sanngjarnt eftir tilþrifalítinn leikhluta. Greinilegt var að Fylkismenn töldu að við svo búið mætti ekki standa og í síðari hálfleik fór Þór- hallur Dan framar á völlinn og segja má að uppstilling þeirra hafi verið 4-3-3 mestan hluta leiksins. Þetta hreif á værukæra norðanmenn og Fylkismenn skoruðu tvö mörk og ef ekki hefði komið til slakur varn- arleikur hefði Leiftur ekki fengið ódýra vítaspyrnu eftir að Fylkis- menn náðu forystu í fyrra skiptið. Leikurinn skipti Leiftursmenn litlu máli þar sem þeir hafa þegar tryggt sér þriðja sætið í deildinni. Það kom greinilega fram á leik þeirra að þessu sinni. Tveir af sterk- ari leikmönnum Leifturs í sumar, Pétur Björn Jónsson og Sverrir Sverrisson, hafa yfirgefið skútuna og haldið til náms erlendis. Þeim nægirjafntefli ísíðasta Íejknum til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn KR-ingar standa nú uppi með pálmann í höndunum þegar ein umferð er eftir í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. Þeir urðu að sætta sig við jaf ntef li gegn Stjömunni, 1:1, en á sama tíma urðu meistararnir frá Akranesi að játa sig sigraða í Eyjum. KR-ing- um nægir jafntefli í síðasta leik sínum, gegn Skagamönnum á Akranesi, þar sem þeir eru með betri markatölu. KR-ingar hafa aldrei verið svo nálægt meistaratitlinum síðan þeir voru meistar- arsíðast, 1968. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Stjörnumenn léku varnarleik, voru aftarlega á vellinum. KR-ingar sóttu og fengu ágætis færi til að skora sem þeir nýttu ekki. Heppnin var ekki með KR-ingum, Stjörnumenn voru á undan til að skora, Helgi Björgvins- son úr vítaspyrnu. Þrátt fyrir þetta mótlæti gáfust léikmenn vesturbæj- arliðsins ekki upp og eftir aðeins fimm mín. hafnaði knötturinn í marki Stjörnumanna. Lukkudísirn- ar voru þá á bandi KR-inga, er Ríkharður Daðason skoraði sitt þrettánda mark í deildinni í sumar. KR nýtti ekki vítaspyrnu Stjömumenn veittu KR-ingum harða keppni í seinni hálfleik og voru sterkari fyrstu fimmtán mín. Eftir það sóttu KR-ingar í sig veðr- ið án þess að skapa sér umtalsverð marktækifæri. Þeir fengu gullið tækifæri til að gera út um leikinn þegar fímm mín. voru til leiksloka, er vítaspyrna var dæmd á Stjörn- una, eftir að Guðmundur Benedikts- son var felldur inni í vítateig. Rík- harður Daðason tók spyrnuna en Bjarni Sigurðsson sá við honum, kastaði sér til hægri og varði meist- aralega með því að slá knöttinn upp og yfir þverslá. Ríkharður náði því ekki að á skora sitt fjórtánda mark í deildinni, hefur stöðvað við þrett- án! Einar Þör í bann Undir lok leiksins urðu KR-ingar fyrir blóðtöku er Einar Þór Daníels- son var rekinn af leikvelli, fyrir brpt á Baldri Bjarnasyni, eftir að þeir höfðu barist um knöttinn. Ein- ar Þór verður því í leikbanni er KR-ingar mæta Skagamönnum. Ríkharður lék vel í sókninni hjá KR í fyrri hálfleik, hélt knettinum vel. Birgir Sigfússon hafði þá gætur á honum, en í seinni hálfleik var Reynir Björnsson settur á Ríkharð og náði að halda honum niðri. Vængmennirnir hjá KR náðu sér ekki á strik, Einar Þór náði sér ekki á strik og Hilmar Björnsson var daufur. Ástæðan fyrir því hvað lítið hefur komið út úr vængmönn- unum að undanförnu er að and- stæðingar KR-inga leggja mikla áherslu á að klippa Heimi Guðjóns- son út úr leiknum, þannig að hann fær fá tækifæri til að senda knött- inn út á kantana. Heimir fékk lít- inn frið, en gerði marga góða hluti frá lent han Rík sen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.