Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 B 7 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Þórarinn með þrennu á Akranesi Islenska drengjalandsliðið sigr- aði Lúxemborg 3:0 I fyrsta leik sínum í riðlakeppni EM á Akranesi í gær. Keflvíkingurinn Sigþ°r Þórarinn Krist- skrifsr jánsson gerði Öll mörkin. Staðan í hálfleik var 1:0. „Ég er auðvitað ánægður með leikinn og ef við höldum áfram sem horfir ættum við að ná að sigra í riðlinum og komast í úrsli- takeppnina í Þýskalandi. Þetta var 14. iandsleikurinn og hafði ég aðeins gert tvö mörk fyrir þennan leik. Ég fann mig vel i dag og var ánægður með þrennuna," sagði Þórarinn Kristjánsson, kampakátur eftir leikinn. ísiend- ingamir vom mun sterkari allan ieikinn. Fyrsta umtalsverða færið fékk Indriði Sigurðsson er hann komst einn inn fyrir vörn Lúxem- borgara á 15. mín., en markvörð- ur þeirra varði vel. Það kom þvi fáum á óvart er ísland náði for- ystu á 40. mínútu. Þórarinn skall- aði þá í netið eftir homspyrnu Indriða og þannig var staðan í leikhléi. íslendingar höfðu sem fyrr öll völd í síðari hálfleik, nánast ein- stefna að marki Lúxemborgar. Stefán Magnússon markvörður hafði náðugan dag því gestirnir fengu ekki eitt einasta færi. Þór- arinn bætti öðru markinu við á 61. mínútu og var það eftir ein- stakiingsframtak hans. Hann vann boitann á miðjunni lék á tvo varnarmenn Lúxemborgara og lyfti boltanum laglega yfir mark- vörðinn. Tíu mínútum síðar full- komnaði hann þrennuna og aftur eftir einstaklingsframtak. Islend- ingar unnu boltann á miðjunni. Hann barst tii Þórarins, sem fór fram hjá þremur varnarmönnum, beint að markinu og þrumaði bolt- anum frá vítapunkti í þverslá og inn. Hjá ísiendingum var Þórarinn mjög sterkur, auk þess voru Indr- iði Sigurðsson og Kristján Sig- urðsson, bróðir Lárusar Orra, mjög öflugir. Mikilvægur sigur Fylkis FYLKISMENN unnu mikilvægan 3:2 sigur í botnbaráttunni á laugardaginn er þeir tóku á móti Leiftri í Árbænum. Við sigurinn glæðast möguleikar liðsins á að halda sæti sínu í deildinni en þeir heim- sækja Valsmenn í lokaumferðinni. Leikurinn var lengst af daufur en sigur heimamanna var sann- gjarn, þeir voru sprækari, einkum í síðar hálfleik. Morgunblaðið/Golli RÍKHARÐUR Daðason náði ekki að nýta sér vítaspyrnu sem KR-ingar fengu stuttu fyrir leikslok í leiknum gegn Stjörnunni. Bjarni Slgurðsson varði skot Ríkharðs. Grindvíkingar sterkari í Suðurnesjaslagnum Við ætlum ekki mður „ÞETTA er það sem við þurftum að gera til að eiga séns og nú er bara siðasta umferðin eftir og við verðum að klára þetta sjálf- ir. Það er ekki spurning að við ætlum ekki niður og þurfum að vinna okkar leik. Leikurinn hjá okkur fannst mér góður, hlutirnir gengu upp og kannski tími til eftir fimm tapleiki í röð,“ sagði Olafur Ingólfsson, Grindavík, eftir leik Grindvíkinga við nágranna sína úr Keflavík sem endaði með stórsigri heimamanna, 4:0. Ólafur gerði tvö mörk og átti að margra mati einn sinn besta leik í sumar. Úrslitin gera það að verkum að Suðurnesjaliðin tvö eru enn í bullandi fallhættu og þurfa hagstæð úrslit úr leikjum sínum í síðustu umferðinni um næstu helgi til að forðast fall í 2. deild. Grindvíkingar fengu óskabyijun þegar Ólafur Ingólfsson skor- aði fyrir þá á 3. mínútu og dró það ranMBttiiiMMi máttinn úr Keflvík- Frímann ingum sem léku oft skemmtilega saman úti á vellinum en allan brodd vantaði i sóknarleik þeirra. Þar vantaði af- gerandi mann á miðjuna í stað Gests Gylfasonar sem var í banni. Heimamenn léku af varfærni og mikil áhersla á varnarleikinn kom Ólafsson skrífar frá Grindavík niður á sóknarleiknum þannig að úr varð oft á tíðum miðjumoð. Glæsimark Ólafs Arnar rétt fyrir hlé gerði síðan vonir Keflvíkinga um sigur nánast að engu. Það var þó ekki örgrannt um að menn leiddu hugann að leik Grind- víkinga við Skagamenn þar sem Grindvíkingar voru komnir með tveggja marka forskot en töpuðu síðan stórt í leiknum. Leikmenn Grindvíkinga virtust staðráðnir í því að láta slíkt ekki endurtaka sig og léku sterka vörn og gáfu engin færi á sér. Mark fyrirliðans, Milan Stefáns Jankovic, var gott og Ólaf- ur Ingólfsson læddi siðan síðasta markinu inn rétt fyrir leikslok og innsiglaði fyrsta sigur Grindvíkinga á Keflvíkingum í 1. deildinni. Þeir voru vel að sigrinum komnir og léku oft á tíðum ágætlega, tími til kom- inn mundu margir segja. Vörnin hélt vel og þeir Zoran Ljubicic og Ólafur Ingólfsson unnu vel á miðj- unni. Keflvíkingar náðu sér hins vegar aldrei á strik í leiknum. „Nei, ég fer ekki glaður í bragði héðan, þetta var dapurt hjá okkur. Þeir áttu 6 skot og skoruðu fjögur mörk en við nýttum ekki okkar færi. Það vantaði brodd í sóknarleikinn hjá okkur þó svo að við værum miklu meira með boltann. Við vorum ekki nógu afgerandi og náðum ekki að klára sóknarleikinn. Nú er bara að sjá hvernig Vestmanna- eyjaleikurinn fer og eins og alltaf dugir ekkert annað en sigur,“ sagði Kjartan Másson, þjálfari þeirra, eftir leikinn. 1a ^\Ólafur Ingólfsson ■ \#fékk boltann úr inn- kasti á miðjum vallarhelmi Kefl- víkinga. Hann lék til hliðar í átt að marki Keflvíkinga og á víta- teig fyrir miðju markinu skaut hann föstu skoti sem Ólafur Gottskálksson reyndi að slá yfir en í markinu endaði boltinn á 3. mínútu. 2>J"\Annað mark Grind- ■ Uvíkinga kom á 45. mínútu og var sannkallað draumamark. Guðlaugur Jóns- son gaf fyrir markið frá hægri og Kekic Siusa skallaði boltann út í vítateiginn. Rétt á vítateigsl- ínunni var Ólafur Örn Bjarna- son á ferðinni og smellhitti bolt- ann sem small í þverslá, niður á jörðina og síðan i markið, þrumumark. l^^Grindvíkingar l\paukaspyrnu fentru frá vinstri á 80. mínútu sem Zoran Ljubieic tók og sendi fyrir mark Keflvíkinga. Þar tók Milan Stef- án Jankovic við og skallaði boltann í mark Keflvíkinga. 4:0! iÓlafur Ingólfsson "byrjaði og endaði markasúpu Grindvíkinga með marki af stuttu færi á 88. min- útu eftir að Keflvíkingum mis- tókst að hreinsa frá eftir fyrir- gjöf Zoran Ljubicic. ffjp * | Gunnar Oddsson tók " " hornspyrnu frá vinstri á .28. mínútu og sendi inn á markteigshomið nær þar sem Gunnar Már Másson skallaði aftur fyrir sig á Daða Dervic er var á auðum sjó á hægra markteigshorni og skaut rakleitt í netið. 1:1 Á 34. mínútu kom það í hlut Þórhalls Dans Jóhannssonar að taka homspyrnu frá vinstri. Hann sendi háa sendingu inn á víta- teiginn, boltinn fór yfir Þorvald Jónsson, markvörð Leifturs, og fyrir aftan hann stóð Kristinn Tómasson sem skallaði í netið. 2:1 Kristinn Tómasson vann knöttinn á miðj- um leikveiiinum og sendi rak- leitt áfram inn fyrir vörn Leift- urs þar sem Bjarki Pétursson kom á sprettinum rétt á undan Auðuni Helgasyni. Bjarki lék í átt að marki og sendi fram hjá Þorvaldi sem kom út á móti. Þetta var á 68. mínútu. Zj ■ Adam var ekki lengi " ™"í paradís hjá Fylkis- mönnum því tveimur mínútum sfðar komst Rastislav Lazorik inn fyrir vörn Fylkis og Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis, felldi hann. Dæmd var víta- spyrna sem Lazorik skoraði auð- veldlega úr, vippaði laust á mitt markið en Kjartan fór í vinstra hornið. 3:2f 'Eftir snaggaralega 'sókn Fylkis á 80. mínútu sendi Þórhallur Dan fyr- ir markið frá hægri kanti, inn á móts við vinstra markteigshom þar semBjarki Pétursson skaut rakleitt í netið. Þó Þorvaldur markvörður kæmi við boltann breytti það engu. Ivar Benediktsson skrifar raessi sigur breytir öllu fyrir okk- ur í botnslagnum en við erum samt ekki úr allri hættu,“ sagði Bjarki Pétursson, Fylkismaður en hann skoraði tvö af mörkum liðsins í leiknum og var mjög ógnandi í fremstu víglinu. „Við sýndum mikinn styrk að leggja þetta sterka Leifturslið hér heima, ekki hvað síst eftir að hafa fengið á okkur jöfnunarmark [2:2] skömmu eftir að hafa komist yfir. En ég er ánægður með minn hlut og við komum af fullum krafti í síðasta leikinn," sagði Bjarki. Ljóst var að Fylkismenn ætluðu sér að tefla djarft til vinnings í leiknum enda þýddi ekkert annað ætluðu þeir sér ekki að gefa sætið í deildinni eftir. Þeir voru framar- lega á vellinum og sóttu en fyrir vikið varð vörn þeirra heldur losara- leg og nokkrum sinnum jaðraði við að Leiftursmenn sköpuðu sér mark- tækifæri. En þrátt fyrir allt vantaði meira bit í Fylkisliðið einkum á miðjuna þar sem Finnur Kolbeins- son var sá eini sem barðist af krafti og reyndi að skapa eitthvað nýti- legt. Jafnt var í leikhléi 1:1 og var það sanngjarnt eftir tilþrifalítinn leikhluta. Greinilegt var að Fylkismenn töldu að við svo búið mætti ekki standa og í síðari hálfleik fór Þór- hallur Dan framar á völlinn og segja má að uppstilling þeirra hafi verið 4-3-3 mestan hluta leiksins. Þetta hreif á værukæra norðanmenn og Fylkismenn skoruðu tvö mörk og ef ekki hefði komið til slakur varn- arleikur hefði Leiftur ekki fengið ódýra vítaspyrnu eftir að Fylkis- menn náðu forystu í fyrra skiptið. Leikurinn skipti Leiftursmenn litlu máli þar sem þeir hafa þegar tryggt sér þriðja sætið í deildinni. Það kom greinilega fram á leik þeirra að þessu sinni. Tveir af sterk- ari leikmönnum Leifturs í sumar, Pétur Björn Jónsson og Sverrir Sverrisson, hafa yfirgefið skútuna og haldið til náms erlendis. KR-ingar með pálmann í höndunum Þeim nægir jafntefli í síðasta leiknum til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn KR-ingar standa nú uppi með pálmann í höndunum þegar ein umferð er eftir í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. Þeir urðu að sætta sig við jafntefli gegn Stjörnunni, 1:1, en á sama tíma urðu meistararnir frá Akranesi að játa sig sigraða í Eyjum. KR-ing- um nægir jafntefli í sfðasta leik sínum, gegn Skagamönnum á Akranesi, þar sem þeir eru með betri markatölu. KR-ingar hafa aldrei verið svo nálægt meistars arsíðast, 1968. Stjörnumenn léku varnarleik, voru aftarlega á vellinum. KR-ingar sóttu og fengu ágætis færi til að skora sem þeir nýttu ekki. Sigmundur Ó. Heppnin var ekki Stemarsson með KR-ingum, Stjörnumenn voru á undan til að skora, Helgi Björgvins- son úr vítaspyrnu. Þrátt fyrir þetta mótlæti gáfust léikmenn vesturbæj- arliðsins ekki upp og eftir aðeins fimm mín. hafnaði knötturinn í marki Stjörnumanna. Lukkudísirn- ar voru þá á bandi KR-inga, er Ríkharður Daðason skoraði sitt þrettánda mark í deildinni í sumar. KR nýtti ekki vítaspyrnu Stjörnumenn veittu KR-ingum harða keppni í seinni hálfleik og voru sterkari fyrstu fimmtán mín. Eftir það sóttu KR-ingar í sig veðr- ið án þess að skapa sér umtalsverð marktækifæri. Þeir fengu gullið tækifæri til að gera út um leikinn þegar fímm mín. voru til leiksloka, er vítaspyrna var dæmd á Stjörn- síðan þeir voru meistar- una, eftir að Guðmundur Benedikts- son var felldur inni I vítateig. Rík- harður Daðason tók spyrnuna en Bjarni Sigurðsson sá við honum, kastaði sér til hægri og varði meist- aralega með því að slá knöttinn upp og yfir þverslá. Ríkharður náði því ekki að á skora sitt fjórtánda mark í deildinni, hefur stöðvað við þrett- án! Einar Þór I bann Undir lok leiksins urðu KR-ingar fyrir blóðtöku er Einar Þór Daníels- son var rekinn af leikvelli, fyrir brot á Baldri Bjarnasyni, eftir að þeir höfðu barist um knöttinn. Ein- ar Þór verður því í leikbanni er KR-ingar mæta Skagamönnum. Ríkharður lék vel í sókninni hjá KR í fyrri hálfleik, hélt knettinum vel. Birgir Sigfússon hafði þá gætur á honum, en í seinni hálfleik var Reynir Björnsson settur á Ríkharð og náði að halda honum niðri. Vængmennirnir hjá KR náðu sér ekki á strik, Einar Þór náði sér ekki á strik og Hilmar Björnsson var daufur. Ástæðan fyrir því hvað lítið hefur komið út úr vængmönn- unum að undanförnu er að and- stæðingar KR-inga leggja mikla áherslu á að klippa Heimi Guðjóns- son út úr leiknum, þannig að hann fær fá tækifæri til að senda knött- inn út á kantana. Heimir fékk lít- inn frið, en gerði marga góða hluti Oa 4 Helgi Björgvinsson skoraði ■ | örugglega úr vítaspyrnu, sendi knöttinn upp í markhomið óveijandi fyrir Kristján Finnbogason. Vítaspyrnan var dæmd á Óskar H. Þorvaldsson, sem felldi Baldur Bjarnason á 32. mín., er lítil hætta var á ferðum. 1B 4 Bjarni Sigurðsson, markvörður ■ I Stjörnunnar, missti knöttinn frá sér við vítateigslínu. Þar sem hann lenti í samstuði við einn félaga sinn, gerði hann sér ekki grein hvert knötturinn fór. Ríkharðui' Daðason nýtti sér það og sendi knöttinn í netið, á 37. mín. Morgunblaðið/Golli GYLFI Orrason sýnlr Einari Þór Daníelssyni rauða spjaldið. Einar Þór leikur því ekki með KR-ingum gegn Skagamönnum. þegar hann fékk tækifæri til þess. Það var mikil barátta hjá Stjörnumönnum og tryggðu þeir sér sanngjarnt jafntefli. Enn er von BLIKAR geta engum um kennt nema sér sjálfum að hafa að- eins fengið eitt stig úr viður- eigninni gegn Val á laugardag- inn. Þeir gáfu Val mark í fyrri hálfleik og tókst svo ekki að jafna fyrr en í blálokin þrátt fyrir ótal færi. Kópavogsliðið eygir þó enn möguleika á að halda sér í deildinni, en til þess verður það að vinna Stjörnuna í Garðabænum á laugardaginn kemur. var enginn æðibunugangur leikmönnum framan af leik og fyrsta markskotið, laflaust langskot af um 30 metra færi, kom eftir stundarfjórð- Skúli Unnar nng. Tveimur mín- Sveinsson útum síðar voru skrífar Valsmenn heppnir að lenda ekki undir þegar Arnar átti snaggaralegt skot af stuttu færi en viðbragð Lárusar í mark- inu var frábært og honum tókst að bjarga í horn. Blikar sóttu mun meira, nema undir lok hálfleiksins, þá tóku Valsmenn við sér og komust yfir á 42. mínútu og var það algjörlega óþörf gestrisni heimamanna. Tvær breytingar voru gerðai' á liði Blika í leikhléi, ívar Siguijónsson og Gunnar Olafsson komu í sóknina Blikar allt of gestrisnir þegar þeirtóku á móti Valsmönnum Oa 4[ Á 42. mínútu kom sakleysisleg sending ■ I inn á vítateig Breiðabliks. Sævar Pét- ursson virtist hafa allan tíma í heiminum til að taka knöttinn niður og koma honum frá markinu, en hann hitti ekki boltann. Arnljótur Davíðsson beið fyrir aftan Sævar, tók fegins hendi þessu kostaboði, sneri sér við og skoraði af öryggi. 1m 4 Þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka ■ | kom skot að marki Vais. Lárus Sigurðs- son varði, hélt ekki knettinum og rann sfðan þeg- ar hann ætlaði að standa á fætur til að skutla sér aftur á boltann. ívar Sigurjónsson náði knettinum og skoraði með lausu skoti úr þröngu færi. Gunn- ar Einarsson náði að spyma knettinum frá, en ekki fyrr en hann hafði farið inn fyrir marklínuna. og lífguðu uppá leikinn. Arnar, sem hafði verið einn frammi í fyrri hálfleik, færði sig á miðj- una og nýttist miklu betur þar. ívar komst einn innfyrir vörn Vals áður en hann hafði áttað sig almennilega á að síðari hálfleik- ur var hafinn — datt þegar hann ætlaði að taka á sprett, og ekkert varð úr. Enn sóttu Blikar mun meira en Valsmenn en gestirnir áttu þó ágætar skyndisóknir og Arnljótur lék vel frammi þó hann væri oft- ast einn á báti. Heimamenn áttu skalla í stöng og hvað eftir annað urðu varnarmenn Vals fyrir skot- um þeirra en mínútu áður en flaut- að var til loka lak boltinn innfyrir marklínu Vals. Sigurbjörn Hreið- arsson komst síðan einn gegn Cardaklija en markvörður Blika sá við honum. Blikar léku ljómandi skemmti- lega á köflum, en því miður kom ekki nógu mikið út úr nettum sam- leik þeirra, en leiki þeir svona á laugardaginn gætu þeir vel lagt Stjörnuna og þar með hugsanlega sloppið við að falla. Valur er í sjötta sæti og mætir Fylki í síð- ustu umferðinni og með sigri skýst Fylkir uppfyrir Hlíðarendaliðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.