Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 B 7 KNATTSPYRNA if ítaspy rnu sem KR-ingar f engu stuttu fyrir leikslok trni Slgurðsson varði skot Ríkharðs. Morgunblaðið/Golli Grindvíkingar sterkari í Suðurnesjaslagnum Við ætlum ekki niður „ÞETTA er það sem við þurftum að gera til að eiga séns og nú er bara síðasta umf erðin eftir og við verðum að klára þetta sjálf- ir. Það er ekki spurning að við ætlum ekki niður og þurfum að vinna okkar leik. Leikurinn hjá okkur fannst mér góður, hlutirnir gengu upp og kannski tími til eftir fimm tapleiki í röð," sagði Olafur Ingólfsson, Grindavík, eftir leik Grindvíkinga við nágranna sína úr Keflavík sem endaði með stórsigri heimamanna, 4:0. Ólafur gerði tvö mörk og átti að margra mati einn sinn besta leik í sumar. Úrslitin gera það að verkum að Suðurnesjaliðin tvö eru enn í bullandi fallhættu og þurfa hagstæð úrslit úr leikjum sínum í síðustu umf erðinni um næstu helgi til að f orðast f all í 2. deild. skrifar frá Grindavík Grindvíkingar fengu óskabyrjun þegar Ólafur Ingólfsson skor- aði fyrir þá á 3. mínútu og dró það BBBH máttinn úr Keflvík- Frímann ingum sem léku oft skemmtilega saman úti á vellinum en allan brodd vantaði í sóknarleik þeirra. Þar vantaði af- gerandi mann á miðjuna í stað Gests Gylfasonar sem var í banni. Heimamenn léku af varfærni og mikil áhersla á varnarleikinn kom niður á sóknarleiknum þannig að úr varð oft á tíðum miðjumoð. Glæsimark Ólafs Arnar rétt fyrir hlé gerði siðan vonir Keflvíkinga um sigur nánast að engu. Það var þó ekki örgrannt um að menn leiddu hugann að leik Grind- vfkinga við Skagamenn þar sem Grindvíkingar voru komnir með tveggja marka forskot en töpuðu síðan stórt í leiknum. Leikmenn Grindvíkinga virtust staðráðnir í því að láta slíkt ekki endurtaka sig og léku sterka vörn og gáfu engin færi á sér. Mark fyrirliðans, Milan Stefáns Jankovic, var gott og Ólaf- ur Ingólfsson læddi síðan síðasta markinu inn rétt fyrir leikslok og innsiglaði fyrsta sigur Grindvíkinga á Keflvíkingum í 1. deildinni. Þeir voru vel að sigrinum komnir og léku oft á tíðum ágætlega, tími til kom- inn mundu margir segja. Vörnin hélt vel og þeir Zoran Ljubicic og Ólafur Ingólfsson unnu vel á miðj- unni. Keflvíkingar náðu sér hins vegar aldrei á strik í leiknum. „Nei, ég fer ekki glaður í bragði héðan, þetta var dapurt hjá okkur. Þeir áttu 6 skot og skoruðu fjögur mörk en við nýttum ekki okkar færi. Það vantaði brodd í sóknarleikinn hjá okkur þó svo að við værum miklu meira með boltann. Við vorum ekki nógu afgerandi og náðum ekki að klára sóknarleikinn. Nú er bara að sjá hvernig Vestmanna- eyjaleikurinn fer og eins og alltaf dugir ekkert annað en sigur," sagði Kjartan Másson, þjálfari þeirra, eftir leikinn. 1:0: jÓlafur lngólfsson ¦ ^p'fékk boltann úr inn- kasti á miðjum vallarhelmi Kefl- víkinga. Hann lék til hliðar í átt að marki Keflvíkinga og á víta- teig fyrir miðju markinu skaut hann föstu skoti sem Ólafur Gottskálksson reyndi að slá yfir en í markinu endaði boitinn á 3. mínútu. 2:0: jAnnað mark Grind- ¦ ^MTvíkinga kom á 45. mínútu og var samikallað draumamark. Guðlaugur Jóns- son gaf fyrir markið frá hægri og Kekíe Siusa skailaði boltann út í vítateiginn. Rétt á vítateigsl- ínunni var Ólafur Örn Bjarna- son á ferðinni og smellhitti bolt- ann sem smali í þverslá, niður á jörðina og síðan i markið, þrumumark. 3m #%Grindvíkingar ¦ tUTa fengu 'aukaspyrnu frá vinstrí á 80. mínótu sem Zoran Ljubleic tók og sendi fyrir mark KefMkinga. Þar tók Milan Stef- án Jankovíc við og skailaði boltann í mark Keflvíkinga. Ólafur Ingóifsson li^byrjaði og endaði markasúpu Grindvíkinga með marki af stuttu færi á 88. mín- útu eftir að Keflvíkingum mis- tðkst að hreinsa frá eftir fyrir- gjöf Zoran Ljubieic. knöttinn upp í markhornið óverjandi fyrir Kristján Finnbogason. Vítaspyrnan var dæmd á Óskar H. Þorvaldsson, sem felidi Baldur Bjarnason á 82. mín., er lítil hætta var á ferðum. 1m Æ Bjarai Sigurðsson, markvörður ¦ I Stjörnunnar, missti knöttinn frá sér við vítateigsiínu. Þar sem hann lenti í samstuði við einn félaga sinn, gerði hann sér ekki grein hvert knötturinn fór. Ríkharður Daðason nýtti sér það og sendi knöttinn í netið, á 37. mín. Morgunblaðið/Golli GYLFI Orrason sýnlr Elnari Þðr Daníelssynl rauða spjaldið. Einar Þðr leikur því ekki með KR-ingum gegn Skagamönnum. þegar hann fékk tækifæri til þess. Það var mikil barátta hjá Stjörnumönnum og tryggðu þeir sér sanngjarnt jafntefli. Ennervon BLIKAR geta engum um kennt nema sér sjálfum að hafa að- eins fengið eitt stig úr viður- eigninni gegn Val á laugardag- inn. Þeir gáfu Val mark ffyrri hálfleik og tókst svo ekki að jafna fyrr en í blálokin þrátt fyrir ótal færi. Kópavogsliðið eygir þó enn möguleika á að halda sér í deildinni, en til þess verður það að vinna Stjörnuna í Garðabænum á laugardaginn kemur. Það var enginn æðibunugangur á leikmönnum framan af leik og fyrsta markskotið, laflaust langskot af um 30 metra færi, kom BHBBBHBB oltir stundarfjórð- SkúiiUnnar unS- Tveimur mín- Sveinsson útum síðar voru skrifar Valsmenn heppnir að lenda ekki undir þegar Arnar átti snaggaralegt skot af stuttu færi en viðbragð Lárusar í mark- inu var frábært og honum tókst að bjarga í horn. Blikar sóttu mun meira, nema undir lok hálfleiksins, þá tóku Valsmenn við sér og komust yfir á 42. mínútu og var það algjörlega óþörf gestrisni heimamanna. Tvær breytingar voru gerðar á iiði Blika í leikhléi, ívar Sigurjónsson og Gunnar Olafsson komu í sóknina Blikar allt of gestrisnir þegar þeir tóku á móti Valsmönnum og lífguðu uppá leikinn. Arnar, sem hafði verið einn frammi í fyrri hálfleik, færði sig á miðj- una og nýttist miklu betur þar. ívar komst einn innfyrir vörn Vals áður en hann hafði áttað sig almennilega á að síðari hálfleik- ur var hafinn — datt þegar hann ætlaði að taka á sprett, og ekkert varð úr. Enn sóttu Blikar mun meira en Valsmenn en gestirnir áttu þó ágætar skyndisóknir og Arnljótur lék vel frammi þó hann væri oft- ast einn á báti. Heimamenn áttu skalla í stöng og hvað eftir annað urðu varnarmenn Vals fyrir skot- um þeirra en mínútu áður en flaut- að var til loka iak boltinn innfyrir marklínu Vals. Sigurbjörn Hreið- arsson komst síðan einn gegn Om m% Á 42. mínútu kom sakleysisleg sending ¦ I inn á vítateig Breiðabliks. Sævar Pét- ursson virtist hafa alian tíma í heiminum til að taka knöttinn niður og koma honum frá markinu, en hann hitti ekki boltann. Anujótur Davíðsson beið fyrir aftan Sævar, tók fegins hendi þessu kostaboði, sneri sér við og skoraði af öryggi, 1S Æ Þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka ¦ I kom skot að marki Vals. Lárus Sigurðs- son varði, héít ekki knettinum og rann sfðan þeg- ar harm ætlaði að standa á fætur til að skutla sér aftur á böltann. ívar Sigurjónsson náði knettinum og skoraði með lausu skoti úr þröngu færi. Gunn- ar Einarsson náði að spyrna knettinura frá, en ekki fyrr en hann hafði farið inn fyrir marklínuna. Cardaklija en markvörður Blika sá við honum. Blikar léku ljómandi skemmti- lega á köflum, en því miður kom- ekki nógu mikið út úr nettum sam- leik þeirra, en leiki þeir svona á laugardaginn gætu þeir vel lagt Stjörnuna og þar með hugsanlega sloppið við að falla. Valur er í sjötta sæti og mætir Fylki í síð- ustu umferðinni og með sigri skýst Fylkir uppfyrir Hlíðarendaliðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.