Morgunblaðið - 24.09.1996, Page 12

Morgunblaðið - 24.09.1996, Page 12
ítotmD KNATTSPYRNA Konungar vallanna komnir á kreik á ný ÍSIlitSt ^ 'í:€UVr;'< 4 * Ekki lengra Reuter GEORGE Weah gerði þriðja mark sitt í þremur leikjum í Bologna, sigurmarkið í 2:1 sigri, með vörumerki sínu - skoti í skrefinu. Hér reynir Michele Paramatti að stöðva Líberíumanninn. rátt fyrir að lið AC Milan og Juventus hafi misst leikmenn af leikvelli fögnuðu þau bæði sigri í ■■■1 ítölsku 1. deildinni í Frá Einari knattspyrnu um Loga helgina. Edgar Vignissyni Davids hjá AC Milan á Italiu og Zinedine Zidane hjá Juventus fengu báðir reisupass- ann eftir að hafa fengið að sjá gula spjaldið tvisvar. Michele Padovano og Alessandro Del Piero skoruðu mörk Juventus sem vann sinn fyrsta sigur i Perugia, 2:1. Mörk frá Marco Sim- one og George Weah stöðvuðu sigur- göngu nýliðanna frá Bologna; AC Milan sigraði 2:1. „Þetta þekkjum við vel, konungar knattspyrnuvallanna komnir á kreik á ný,“ sagði íþrótta- blaðið La Gazetta dello Sport og átti ■þá við Del Piero og George Weah. Juventus, Parma og Inter Mílanó eru í efstu sætunum með sjö stig. Padovano, sem kom inn á sem vara- maður í seinni hálfleik og lék sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu, skor- aði fyrra mark Juventus á 84. mín.; eftir að hafa brunað með knöttinn 45 metra skoraði hann fram hjá Alexandar Kocic markverði. Del Pi- ero bætti síðan marki við áður en Marco Negri náði að minnka muninn fyrir Perugia. George Weah skoraði sitt þriðja mark í þremur leikjum í Bologna, sigurmarkið, 2:1, með vörumerki sínu - skoti i skrefinu. Marco Sim- one hafði áður skorað, en Igor Koly- vanov jafnaði fyrir heimamenn með marki úr vítaspymu. Simone hefur byijað vel og segist vera ánægður með þjálfarann, Tabarez. „Við, þess- ar stórstjörnur, reynum að spila af auðmýkt og fara eftir því sem Tab- arez segir. Þetta var vinnusigur hjá okkur og ég er mjög ánægður með minn þátt, sérstakiega var gaman að skora hjá fyrrum samherja mín- um, Antionoli. Hann bað mig fyrir leikinn að gefa sér treyjuna mína að leik loknum. Savicevic, sem stór við hliðina á okkur, sagði þá við Antion- oli að hann yrði þá að leyfa mér að skora hjá sér. Það var allt í lagt að gefa honum peysuna, við þurfum hvort sem er uilarpeysur fyrir Evr- ópuleik okkar gegn Rosenborg í fNoregi,“ sagði Simone. Vincenzo Montella var hetja Sampdoría, sem vann Roma 4:1. Montella, sem kom inn á sem varamað- ur, skoraði tvö mörk á tíu mín. eftir að Argentínumaðurinn Abel Balbo hafði komið Roma yfir á 53. mín. Þessi 22 ára miðheiji, sem Sampdoría keypti frá Genúa, skoraði síðan þriðja mark sitt rétt fyrir leikslok. Gianfranco Zola tryggði Parma sig- ur á Reggiana, 3:2, með marki á 60. mín. Gianluca Sordo hjá Reggiana, sem kom inn á sem varamaður, fékk ; að sjá rauða spjaldið. Inter Mílanó var að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Lazíó í Mílanó. Giuseppe Sig- nori skoraði fyrir gestina á 33. mín., Frakkinn Jocelyn Angloma jafnaði fyrir Inter sex mín. síðar - skallaði knöttinn í netið eftir fyrirgjöf frá landa sínum, Youri Djorkaeff. ÞÝSKAbiaðið Welt am Sonntag sagði frá því um helgina að Jurg- en Klinsmann væri frjálst að fara frá Bayern Miinchen eftir þetta keppnistímabil - án þess að félag- ið geti krafist greiðslu fyrir hann. Blaðið segist hafa öruggar heim- ildir fyrir því að landsliðsfram- herjinn hefði samið um breytingu á samningi sínum þessa efnis, eftir síðasta keppnistímabil. Klinsmann hefur ekki alltaf verið ánægður hjá Bayern, hefur átt í útistöðum við fyrirliðann Lothar Mattaus og einnig þjálf- Bayern Múnchen skaust upp í fyrsta sæti í Þýskalandi með því að leggja Karlsruhe að velli, 0:1. Alexander Zickler skoraði mark Bæjara. Á sama tíma mátti Stutt- gart þola tap heima, fyrir Dússel- dorf, 0:2, og meistarar Dortmund fengu stóran skell, töpuðu 5:1 fyrir Mönchengladbach. Bayern er eina taplausa liðið í Þýskalandi, er með sautján stig, einu meira en Stuttgart. Giovanni Trapattoni, þjálfari Bayern, sagði að sigurinn væri góð upplyfting fyrir UEFA-leikinn gegn Valencia í kvöld í Múnchen, þar sem Bæjarar þurfa að vinna upp 0:3 tap á Spáni. Klinsmann frjálst að fara arann Giovanni Trappatoni sem hefur skipt honum út af í fjórum af sex leikjum Bayern. Klins- mann Iék þó allan leikinn gegn Karlsruhe á iaugardaginn. Mörg Fyrsta tap Stuttgart á keppnis- tímabilinu kom á heimavelli liðsins, aðeins klukkustund eftir að Joachim Löw var formlega ráðinn þjálfari liðsins. Hann hefur stjórnað því síð- an Rolf Fringer hætti rétt fyrir keppnistímabilið, gerðist landsliðs- þjálfari Sviss. „Við nýttum ekki tækifærin okkar í fyrri hálfleik, síð- an misstum við taktinn og vorum auðveld bráð,“ sagði Löw. Rússinn Sergei Juran skoraði bæði mörk Dússeldorf, á 83. og 86. mín. Stefan Effenberg, fyrirliði Mönchengladbach, hélt upp á að hafa skrifað undir nýjan samning við liðið - til ársins 2000, með því félög hafa sýnt áhuga að fá hinn 30 ára fyrirliða þýska landsliðs- ins til liðs við sig, t.d. Blackburn og Everton í Englandi ásamt lið- um í Þýskalandi. Ottmar Hitz- feld, þjálfari meistara Dort- mund, sagðistt.d. um helgina hafa áhuga á að semja við Klins- mann væri þess kostur. „Ef hann er á lausu væri hann spennandi kostur fyrir hvaða félag sem er,“ sagði Hitzfeld. Forráðamenn Bayern Miinch- en hafa ekki viljað Ijá sig um málið. að leika mjög vel gegn Dortmund og leiða sína menn til stórsigurs, 5:1: „Við lékum án þess að veita nokkra mótspyrnu,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund. Ulf Kirsten kom heldur betur við sögu þegar Bayer Leverkusen lagði Freiburg 5:3. Hann skoraði fyrsta mark Leverkusen, var síðan rekinn af leikvelli í byijun seinni hálfleiks. Leikmenn Freiburg hafa þurft að hirða knöttinn úr eigin neti tuttugu og fjórum sinnum í sjö leikjum. Dirk Heinen, markvörður Leverkus- en, varði vítaspyrnu frá Hollend- ingnum Harry Decheiver undir lok leiksins. Olafur í öðru sæti ÓLAFUR Nielsen, karate- maður úr Þórshamri, náði öðru sæti í +78 kílógramma flokki á karatemóti í Þýska- landi um helgina. Allir verð- launahafar voru síðan settir í opinn flokk og þar náði Ólafur einnig öðru sætinu. Tveir aðrir íslenskir kar- atemenn kepptu á mótinu, Halldór Svavarsson og Ing- ólfur Snorrason, en þeir náðu ekki að vinna til verð- launa, nema í sveitakeppn- inni. Islenska sveitin tapaði 2:1 fyrir Dönum, en strák- arnir fengu uppreisnar- glímu og sigruðu þar og í þeim viðureignum sem eftir voru og kræktu sér þar með í bronsverðlaun. Keppendur, sem voru tæp- lega 200 talsins, komu frá sjö löndum og í iiðakeppn- inni voru 13 lið. TBR tapaði fyrirTaby SVEITTBR endaði í 6. til 10. sæti á Evrópukeppni fé- lagsliða í badminton. Liðið tapaði 6:1 í síðasta leik sín- um í sínum riðli fyrir sænska liðinu Taby og varð því í öðru sæti í sínum riðli. Eini leikurinn sem TBR vann í þessari viðureign var tvenndarleikurinn en þar sigruðu systkinin Elsa og Tryggvi Nielsen 15:7 og 15:7. Tryggvi tapaði 2:1 í einliðaleiknum og var það hörkuleikur, 16:17,18:15 og 10:15. Vigdís Ásgeirsdóttir tapaði einnig í einliðaleik í þremur lotum, 7:11,11:5 og 7:11. ■ PAUL Gascoigne og vara- maðurinn Peter Van Vossen skoruðu sín tvö mörkin hvor fyrir Glasgow Rangers, sem lagði Kilmarnock, 4:1. Guy Roux, þjálfari Auxerre, sem mætir Rangers í Evrópukeppninni á morgun, var á meðal áhorfenda. Rangers er í efsta sæti í Skot- landi, með tveimur stigum meira en Celtic. ■ ROMARIO lék á ný með Val- encia og skoraði þegar liðið fagn- aði sigri á Tenerife, 2:1 í spænsku 1. deildinni. ■ ROMARIO meiddist á hné í leiknum, þannig að hann getur ekki leikið með Valencia gegn Bayern Munchen í UEFA- keppninni í kvöld. ■ BRASILÍSKI miðherjinn Ron- aldo hélt upp á tuttugu ára afmæl- isdag sinn með því að skora tvö mörk fyrir Barcelona, sem lagði Real Sociedad að velli, 3:2. ■ ÞRIÐJI leikmaðurinn frá Brasilíu, framherjinn Rivaldo, var í sviðsljósinu þegar La Coruna vann Hercules 4:0. Hann skoraði tvö mörk. ■ DIEGO Maradona var meðal áhorfenda þegar Real Madrid vann nágrannana í Rayo Vallec- ano, 1:0. Maradona, sem er í læknismeðferð vegna eiturlyfja- notkunar á Spáni, sá táninginn Raul Gonzalez skora sigurmark- ið. ■ REAL Betis er á toppnum á Spáni, lagði Celta Vigo 2:0 með mörkum Alexis Trujillo og Tom- as Olias. Dortmund fékk skell ENGLAND: X12 2 X X 211 2222 ITAL./SVIÞ. 221 X21 111 1211

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.