Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D/E tfgnutyUifeife STOFNAÐ 1913 218. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS í fullri vinsemd Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, takast í hendur áður en hinn fyrrnefndi ávarpar 51. alls- herjarþing samtakanna í New York í gær. Clinton hefur lýst því yfir að Bandaríkin séu and- víg endurkjöri Boutros-Ghali í embættið en í ávarpinu hrósaði hann samtökunum mjög og hét þvi að Bandaríkjamenn myndu greiða skuldir sínar við þau. For- setinn og fleiri leiðtogar undir- rituðu í gær samning um algert bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn sem gerður var fyrir skömmu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd íslands. ¦ Heitir frekari afvopnun/20 Fundur varnarmálaráðherra Atlantshaf sbandalagsins Rætt um framtíð friðargæslunnar Bergen, Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. VARNARMALARAÐHERRAR Atl- antshafsbandalagsins (NATO) hefj'a tveggja daga fund sinn í Noregi í dag og munu m.a. fjalla um friðarvið- leitnina í Bosníu og væntanlega aðild nýfrjálsra ríkja í Mið- og Austur-Evr- ópu að bandalaginu sem Rússar eru andvígir. Fulltrúar Noregs, Banda- ríkjanna og Rússlands munu á morg- un undirrita samning um samstarf vegna geislunarhættu frá kjarnorku- úrgangi í norðurhöfum. Þetta er fyrsti ráðherrafundur bandalagsins eftir kosningarnar í Bosníu. Ráðamenn Vesturveldanna munu vera sammála um að ekki verði hægt að kalla allt friðargæsluliðið heim fyrir árslok; gefa þurfí deiluaðil- um meiri tíma til að hrinda ákvæðum friðarsamninganna í Dayton í fram- kvæmd. Málið er hins vegar viðkvæmt vegna loforða Bills Clintons Banda- ríkjaforseta um að allir bandarísku hermennirnir verði komnir heim fyrir jól. Ólíklegt er að Vestur-Evrópuríkin vilji taka að sér friðargæslu áfram ef Bandaríkin kalla allt sitt lið heim. „Fjórða ríkið" í burðarliðnum? Alexander Lebed, yfirmaður ör- yggisráðs Rússlands, hefur áður sagt að hann geti sætt sig við stækkun NATO en lýsti í viðtali við breska blaðið The Daily Telegraph í gær harðri andstöðu við þau áform. Rúss- ar yrðu að hugsa um þjóðarhags- muni sína til langs tíma og huga að því hverjir gengju harðast fram í að draga úr áhrifum þeirra í álfunni. „Ef við verðum neyddir til að skerða hlut ákveðinna viðskiptaríkja á Vesturlöndum munum við ekki hika við að gera það," sagði Lebed og nefndi sérstaklega í þessu sambandi þýska og bandaríska fjárfesta í Rúss- landi. Jtar-Tass-fréttastofan hafði síðar eftir Alexej Bolsjakov aðstoðar- forsætisráðherra að slíkar refsiað- gerðir væru ekki „enn þá" á dag- skrá. Á skrifstofu Lebeds var sagt að hann hefði ekki veitt blaðinu neitt viðtal og ummælin væru uppspuni. Haft var eftir Lebed í viðtalinu að Þjóðverjar væru að leggja drög að nýju stórveldi, „Fjórða ríkinu" eins og hann nefndi það.Rússar væru svo veikburða núna að þeir ógnuðu engum, þess vegna væru engar skyn- samlegar röksemdir fyrir stækkun NATO til austurs. Ok efnis- hyggj- unnar Mar del Plata. Reuter. UM 300 flækingar koma nú saman í Mar del Plata í Argent- ínu þar sem þeir halda fyrstu heimsráðstefnu sína og ræða meðal annars baráttuna gegn iðjuseminni. Stofnandi Samtaka frjálsra flækinga er 57 ára gamall og heitir Pedro Ribeira. Hann seg- ist hafa skipulagt ráðstefnuna til að ræða brýn hagsmunamál á borð við „lausn undan oki efnishyggjunnar" og „hræódýrt fæði á vegum úti". Vinnufíklar mega aðeins vera áheyrnarfulltrúar á ráð- stefnunni. Vísa á bug kröfum um afsögn Jeltsíns Moskvu. Reuter. STJÓRNARANDSTAÐAN í Rúss- landi undir forystu kommúnista herti í gær á kröfum um, að Borís Jeltsín forseti segði af sér ef hann gæti ekki sinnt starfinu vegna heilsubrests. Víktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra sagði hins vegar, að ekki kæmi til greina að Jeltsín segði af sér. Búist er við, að lækn- ar ákveði í dag hvort eða hvenær fyrirhuguð hjartaaðgerð verður gerð á Jeltsín. Gennadí Seleznjov, forseti dúm- unnar úr flokki kommúnista, krafð- ist þess í gær, að læknar Jeltsíns veittu nákvæmar upplýsingar um heilsufar hans og kvaðst hann vona, að forsetinn segði af sér ef hann væri ekki fær um að gegna embættinu af fullum krafti. Þá vitnaði Gennadí Sjúganov, leiðtogi kommúnista, í þá yfirlýsingu eins lækna Jeltsíns, að óvíst væri, að heilsufar hans leyfði uppskurð á næstunni. /nterfax-fréttastofan hafði það hins vegar eftir Tsjernomyrdín í gær, að kröfur kommúnista væru „óaðgengilegar" og ekki kæmi til greina, að Jeltsín segði af sér. Bágborið ástand Rússlandsforseta Sumir fréttaskýrendur telja, að Jeltsín muni segja af sér geti hann ekki gegnt starfi sínu sem skyldi en flestum Rússum finnst ólíklegt, að hann gefist upp baráttulaust, hvort sem hann gengst undir að- gerðina eður er. Þá er líklegt, að þeir, sem næstir honum standa, muni gera allt til að koma í veg fyrir kosningar, sem gæfu komm- únistum færi á að ná völdum. Búist er við, að læknar Jeltsíns ákveði í dag hvort eða hvenær af aðgerðinni verður en haft er eftir þeim og öðrum hjarta- og æðaskurð- læknum, sem nú sitja alþjóðlega ráðstefnu í Moskvu, að sjálf aðgerð- in sé mjög einföld. Hins vegar geti eftirköstin verið alvarleg og einkum vegna þess, að líkamlegt ástand forsetans að öðru leyti er afar bág- borið. ¦ Áhyggjur af eftirköstum/20 Reuter Mótmæli í Jerúsalem REIÐIR Palestínumenn hrópa vígorð gegn ísraelum á úti- fundi við Musterishæðina í Jerúsalem í gær. Stjórnvöld létu í gær opna ný jarðgöng í borginni, munni þeirra er í hverfi múslima og liggja göng- in að Grátmúrnum í gyðinga- hverfi í gamla borgarhlutan- um. Átök brutust út og skaut lögregla gúmmíkúlum á unga Palestínumenn sem reyndu að kasta grjóti í gyðinga á bæn í grennd við Grátmúrinn. Yasser Araf at, f orseti Palestínu- manna, sagði opnun ganganna vera „glæp" sem beint væri gegn friðsamlegu sambýli trú- arhópanna þriggja, múslima, gyðinga og kristinna, er skipta Jerúsalem á milli sín og jafn- framt brot á friðarsamningum Palestínumanna og ísraela. Ólga, í Armeníu vegna kosningaúrslita Herlið með viðbúnað í Jerevan Jerevan. Reuter. SVEITIR úr úrvalsliði hersins tóku sér stöðu í gær við mikilvægar byggingar í Jerevan, höfuðborg Armeníu, en mikil ólga er í borginni vegna úrslita forsetakosninga um síðustu helgi. Hefur Levon Ter-Pet- rosyan forseti lýst yfir, að hann hafi sigrað í kosningunum en helsti andstæðingur hans, Vazgen Manukyan, sakar hann um víðtækt kosningasvindl. Fulltrúar Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) tóku undir ásakanir Manukyans og sögðu að m.a. hefði kjörkössum verið stolið. Um tvö hundruð hermenn með óeirðabúnað stóðu vörð við forseta- bústaðinn og meira en 100 hermenn gættu þinghússins. Þar höfðu safn- ast saman að minnsta kosti 25.000 manns, stuðningsmenn Manukyans, sem hrópuðu ókvæðisorð um forset- ann. Ter-Petrosyan hafði mikið for- skot á Manukyan samkvæmt fyrstu tölum en eftir því sem á leið talning- una minnkaði bilið á milli þeirra. Talningu var hætt skömmu eftir hádegi í gær án nokkurra skýringa. Var þá ekki vitað hve mikið ætti eftir að telja en samkvæmt síðustu tölum hafði Ter-Petrosyan fengið 52,08% en Manukyan 41,26%. Skákmenn ótruflaðir Andri Hrólfsson, fararstjóri ís- lenska liðsins á Ólympíuskákmótinu í Jerevan, sagði í samtali við Morg- unblaðið að skákmennirnir hefðu tekið eftir því að óvenjumikill mann- söfnuður hefði verið á torgum í borginni, en ekki séð til hermanna. Ekkert raskaði ró keppenda og þeir hefðu það ágætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.