Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 FRÉTTIR Rey kj avíkurborg reisir fyrstu raforkuvirkjunina í 36 ár Stofnkostnaður Nesjavalla- virkjunar 5,2 milljarðar Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi og Gunnar H. Kristinsson hitaveitusljóri á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þar sem samningurinn var kynntur. REYKJAVÍKURBORG og Lands- virkjun hafa gert samning um raforkuframleiðslu á Nesjavöllum. Hitaveita Reykjavíkur reisir virkj- unina, sem byggð verður í tveimur áföngum, og viðheldur henni. Hvor áfangi verður með 30 MW afl og orkuframleiðsla hvors áfanga að frádregnum eigin notum Hitaveitu Reykjavíkur verður 200 gígavatt- stundir á ári. Undirbúningur að framkvæmdinni er hafinn og for- val hafið vegna kaupa á vélasam- stæðum á Evrópska efnahags- svæðinu. Með virkjuninni mun Reykjavíkurborg hefja orkufram- leiðslu á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1937, þegar Ljósafossvirkjun var tekin í notkun, sem Reykjavíkur- borg stendur ein að byggingu raf- orkuvirkjunar en síðast tók Reykjavíkurborg þátt í að reisa raforkuvirkjun árið 1960 þegar Steingrímsvirkjun var tekin í notk- un. Stofnkostnaður virkjunarinnar, gufuveitu og raflínu að Korpu er áætlaður 5.230 milljónir króna. Framkvæmdin verður fjármögnuð með lántöku. Arðsemi Reykja- víkurborgar af virkjuninni er áætl- uð 7,5% á ári og mun borgin eiga hana skuldlausa árið 2018. Ákvæði er í samningnum um að gildistaka hans sé háð því að iðn- aðarráðherra veiti leyfi til virkjun- arinnar og að endanlegir samning- ar takist milli Landsvirkjunar og bandaríska álfyrirtækisins Col- umbia Ventures Corporation. Ekki greint frá raforkuverði Fyrri áfangi virkjunarinnar verður tilbúinn til raforkufram- leiðslu 1. október 1998 og síðari áfangi 1. janúar 1999. Samningur- inn felur í sér að Hitaveita Reykja- víkur skuldbindur sig til að sjá Landsvirkjun fyrir rafmagni og Landsvirkjun skuldbindur sig til að kaupa 200 gígavattstundir á ári frá 1. október 1998 til 1. jan- úar 1999 og 400 gígavattstundir á ári frá 1. janúar 1999 til 1. mars 2001. Frá 1. mars 2001 til 1. ágúst 2008 kaupir Landsvirkjun orkumagn sem svarar til þess að árlegt orkumagn lækki 'um 27 STJÓRN Landsvirkjunar sam- þykkti á mánudag tillögur for- stjóra um grundvöll að raforku- sölusamningi við Columbia Vent- ures Corporation sem hyggst reisa 60 þúsund tonna álver á Grundar- tanga. Einnig samþykkti stjórnin samkomulag við Reykjavíkurborg um kaup á raforku frá Nesjavalla- virkjun sem Landsvirkjun mun m.a. selja áfram til álversins. Samþykktirnar eru háðar því að aðilum takist að ná samningum í öllum atriðum, sem síðan verða háðir öðrum nauðsynlegum heim- ildum og samþykki stjórnvalda. Fyrirhugaður raforkusölusamn- ingur við Columbia Ventures mun gígavattstundir á hverju árí frá næsta ári á undan þár til það er orðið 200 gígavattstundir á ári 1. ágúst 2008. Frá 1. ágúst 2008 til og með 31. október 2018, þegar samningurinn rennur út, kaupir Landsvirkjun 200 gígavattstundir á ári. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, sem kynnti samning- inn á blaðamannafundi í gær, sagði að vegna trúnaðar við Landsvirkjun yrði raforkuverð það sem samdist um ekki gefíð upp. Hún sagði að arðsemi fram- kvæmdarinnar kæmi með einum eða öðrum hætti borgarbúum til góða. Valdimar K. Jónsson, ráðgjafi Reykjavíkurborgar við gerð samn- ingsins, sagði að ekki væri unnt að upplýsa hvert raforkuverðið væri. „Ef Columbia hefði vitað um raforkusamninginn við ÍSAL hefði fyrirtækið kannski aldrei gengið að þessum samningi," sagði Valdi- mar. í samningi Reykjavíkurborgar og Landsvirkjunar er kveðið á um gilda til ársloka 2018. Fyrirtækið hyggst hefja rekstur álversins um mitt ár 1998 en verður aðeins tryggð orka til að reka verksmiðj- una með hálfum afköstum í fyrstu en með fullum afköstum frá ára- mótum 1998-1999. Verður orku- þörf álversins um 900 gígavatt- stundir (GWst) á ári eins og stækkun álversins í Straumsvík. Orkuverð leyndarmál Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar sagði að orkuverð- ið við Columbia væri viðskipta- leyndarmál á sama hátt og orku- verð til ÍSAL vegna stækkunar að til 1. október 2000 greiði Landsvirkjun raforkuverð sem taki mið af verði því sem álver Columb- ia Ventures greiðir Landsvirkjun en frá 1. október 2000 til 1. mars 2001 lækki gígavattastundafjöld- inn sem þannig er verðlagður um 27 gígavattstundir á ársgrundvelli en frá 1. mars 2001 til 1. septem- ber 2004 um 57 gígavattstundir á ári. Orkumagnið haldist síðan 200 gígavattstundir frá 1. september 2004 til loka samningstímans. Nesjavellir sinna aukningu í orkuþörf Reykvíkinga Lækkun rafmagnskaupa Landsvirkjunar á tímabilinu 1. mars 2001 til 1. ágúst 2008 er í takt við raforkuspá Orkuspár- nefndar um aukningu almenns markaðar á orkuveitusvæði Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Raf- magnsveita Reykjavíkur áformar að mæta þeirri aukningu með raf- orku frá Nesjavöllum. Ákvæði eru í samningnum um endurskoðun á orkusölu eða orkumagni til Lands- virkjunar í árslok 2010. álversins í Straumsvík; ekki væri hægt að gera það opinbert af sam- keppnisástæðum. En orkuverðið samkvæmt samningnum yrði tengt alþjóðlegri verðlagsþróun á áli og myndi gefa Landsvirkjun viðunandi hagnað af fjárfestingum vegna hans á komandi árum. Halldór sagði að Landsvirkjun myndi ráðast í ýmsar framkvæmd- ir á næstu árum til að anna nýja álverinu og almennri aukningu í landinu. Fullnýta ætti vél Kröflu- stöðvar frá haustinu 1998 með því að afla gufu sem nægði til að keyra stöðina með 60 megavatta afli en verið væri að setja vélina upp vegna stækkunar álversins í Lauslegt mat Þjóðhagsstofnun- ar er að um 2.000 ársverk falli til vegna væntanlegs álvers Columbia Ventures og stækkunar járn- blendiverksmiðjunnar á Grundart- anga á byggingartímanum og 150 ársverk til frambúðar. Reykjavík- urborg áætlar að með margfeldis- áhrifum falli til um 8.000 ársverk á byggingartímanum og 700-800 ársverk til frambúðar. Ekki hefur verið metið hve mikið af þeim störfum falli í hlut Reykvíkinga. „Það er hins vegar ljóst að slíkt atvinnuframboð í einu lagi hefur ekki komið í hlut Reykjavíkur síð- an á sjöunda áratugnum. Þetta mun skipta sköpum í atvinnufram- boði Reykvíkinga," sagði Pétur Jónsson, formaður atvinnumála- nefndar Reykjavíkurborgar. Umhverfisráðuneytið hefur staðfest að ekki þurfi að fara fram umhverfismat vegna mannvirkja á virkjunarsvæðinu en hins vegar þarf umhverfismat vegna lagning- ar raflínu frá Nesjavöllum að Korpu. Þriðjungur raflínunnar verður grafinn í jörðu. Straumsvík svo unnt yrði að keyra stöðina með 45 MW afli. Þá væri gert ráð fyrir að ráðast í Hágönguvirkjun norðan Þóris- vatns til að auka enn miðlunarrými vegna virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ætlunin er að ljúka því verki haustið 1998. Loks er m.a. gert ráð fyrir byggingu Sultartangavirkjunar sem fram- leiði 125 megavött og verði komin í rekstur haustið 1999. Er þá jafn- framt miðað við að stækkun Járn- blendiverksmiðjunnar verði komin í gagnið um svipað leyti. Sagði Halldór að gerð útboðsgagna vegna Sultartangavirkjunar væri þegar hafin. Sturla Böðvarsson greiddi atkvæði gegn Nesjavalla- samningi Orku- verðið er óhag- stætt Lands- virkjun STURLA Böðvarsson al- þingismaður greiddi atkvæði gegn samningi Landsvirkjun- ar og Reykjavíkurborg um virkjunarframkvæmdir á Nesjavöllum þegar stjórn Landsvirkjunar afgreiddi samninginn á mánudag. Svav- ar Gestsson alþingismaður sat hjá í atkvæðagreiðslu í stjóm- inni en aðrir stjórnarmenn sainþykktu samninginn. í sérstakri bókun sem Sturla lagði fram á stjórnar- fundinum segir hann að með samningnum náist ekki fram þau markmið, sem stjórnin hafi sett sér sem umræðu- grundvöll á stjórnarfundi í júní. Arðgjöf til Landsvirkj- unar af eigin fé verði 6,22% en til Reykjavíkurborgar 7,5%. Allt bendi til þess að fjárhagsleg staða Landsvirkj- unar muni veikjast með samningnum og af þeim sök- um muni Landsvirkjun ekki geta lækkað orkuverð á al- mennum raforkumarkaði. Þvi hefði átt að leita eftir breyt- ingum á Nesjavallasamn- ingnum til að tryggja mark- mið stjórnar Landsvirkjunar um að lækka raforkuverð um að minnsta kosti 3% á ári. „Það er mikilvægt að ná samningi um raforkusölu til álvers Columbia Ventures og um hann hafa ekki verið deildar meiningar. En samn- ingar við Reykjavíkurborg um Nesjavelli eru hluti af þeim raforkusamningi og nið- urstaða mín er sú að borgin hefði þurft að koma betur til móts við Landsvirkjun til að auðvelda raforkusölusamn- ingana. Staðan er hins veg- ar sú að borgin er í mjög sterkri stöðu gagnvart Landsvirkjun," sagði Sturla. Borgin gekk of langt Hann sagði aðspurður að Reykjavíkurborg hefði verið í þeirri aðstöðu að geta geng- ið lengra en góðu hófi gegndi og skapað bæði þá hættu að Landsvirkjun gæti ekki lækk- að orkuverð og setti í nokkuð uppnám þá skyldu sem hvíldi á Landsvirkjun lögum sam- kvæmt að jafna raforkuverð. Þegar Sturla var spurður hvers vegna hann hefði sam- þykkt raforkusamninginn við Columbia Ventures, fyrst hann teldi að Landsvirkjun fengi ekki nægilega mikið í aðra hönd vegna Nesjavalla- samninganna, sagði hann að samningar um stóriðju yrðu að ganga út frá ákveðnum forsendum um verð. „Ég tel heildarverðið viðunandi en að hlutur borgarinnar af því heildarverði sé of hár,“ sagði Sturla Böðvarsson. Fyrirhugað álver Columbia Ventures á Grundartanga Landsvirkjun samþykkir grundvöll orkusamnings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.