Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tvískiptar vaktir í Ráðhúsbakaríinu á Akranesi Baka kaffí- snúða fyrir höfuðborg- arbúa Akranesi. Morgunblaðið. RÁÐHÚSBAKARÍIÐ á Akra- nesi, sem fyrr á þessu ári hóf starfrækslu sína, hefur að undanförnu annast framleiðslu á kaffisnúðum fyrir Kexverk- smiðjuna Frón hf. sem seldir eru í stórmarkaði á Reykjavík- ursvæðinu. Þessi framleiðsla hefur skapað mikla atvinnu hjá fyrirtækinu og er að jafnaði unnið á tvískiptum vöktum hvern dag. Það eru þrír athafnamenn sem eiga og reka Ráðhúsbak- aríið hf. og vinna þeir allir að framleiðslunni. Þeir hafa komið sér vel fyrir í hinu nýja sljórn- sýsluhúsi við Stillholt í rúmgóðu og vistlegu húsnæði og búið fyrirtæki sitt fullkomnum tækj- um til rekstursins. Auk hefð- bundinnar framleiðslu hafa þeir séð um bakstur á pitsubotnum fyrir Engjaás hf. í Borgarnesi sem framleiðir „Óla partí pits- ur“. Þá hafa þeir nú einnig haf- ið framleiðslu á kaffisnúðum í ákveðinni sölulinu sem Kex- verksmiðjan Frón hefur sett af stað í samvinnu við Hagkaup hf. og Bónusverslanirnar. Að sögn Hafsteins Gunnars- sonar, eins eiganda Ráðhúsbak- arísins, hefur mikið verið að gera þjá þeim frá því þeir opn- uðu í byijun ársins og eftir að þessi nýja framleiðslulína fór af stað hafa þeir vart haft und- an á venjulegum vinnutíma og því orðið að vinna á tvískiptum vöktum. Andlát OLAFUR BJÖRNSSON Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson EIGENDUR Ráðhúsbakarísins. Áki Jónsson, Heimir Jónsson og Hafsteinn Gunnarsson. Refsivert að neita um aðgang vegna litarháttar RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær fyrir sitt ieiti frumvarp tii breytinga á lögum sem gerir refsivert að neita fólki um aðgang, vörur eða þjónustu á grundvelli þjóðernis, litarháttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Varð- ar slíkt athæfi sektum eða allt að sex mánaða varðhaldi verði frum- varpið að lögum. Um er að ræða breytingu á lögum um vernd gegn mismunun og verður greinin númer 180 í almennum hegningarlögum ef frumvarpið hlýt- ur samþykki á þingi að sögn Bjarg- ar Thorarensen, lögfræðings og deildarstjóra í dómsmálaráðuneyti. Einnig felur frumvarpið í sér við- bót við 233. grein A í hegningarlög- um. Þar er nú gert refsivert að ráð- ast opinberlega á mann eða hóp manna með háði, rógi, smánun, ógn- un eða á annan hátt vegna þjóðem- is, iitarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Varðar brotið sekt- um eða varðhaldi til allt að tveggja ára. í eldra ákvæði er einungis minnst á hóp manna og kynhneigðar ekki getið að Bjargar sögn. Hagfræðingar Alþýðusambands íslands og Vinnuveitandasambands íslands Skiptar skoðanir á aðgerð- um Seðlabanka Islands GYLFI Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, telur aðgerðir Seðlabankans full harkalegar miðað við tilefni en Hannes G. Sigurðsson, hagfræðing- ur VSÍ, segir aðgerðirnar skiljanleg- ar og í samræmi við þau varnaðar- orð sem VSÍ setti fram í seinasta mánuði í bréfi til fjármálaráðherra. Skilaboð til sljórnvalda „Við bentum á að ef fjárlögin yrðu ekki afgreidd með umtalsverð- um afgangi, væri hætta á því að vextir myndu hækka, til þess að hamla á móti þessum þenslueinkenn- um sem hafa verið í hagkerfinu og miklum og vaxandi viðskiptahaila. Hann stafar einkum af verulegri aukningu einkaneyslu. Þótt kaup- mátturinn hafi aukist á síðasta ári og sé að aukast á þessu ári þá er aukningin á neyslunni langt umfram það, þannig að þarna virðist vera um að ræða verulega lánsfjármagn- aða neysluaukningu. Jafnframt hljóta þetta að vera skilaboð frá yfirvöldum peningamála til þing- manna og stjórnvalda að beita rík- isfjármálunum til þess að vega á móti því jafnvægisleysi sem er í hagkerfinu," segir Hannes. Gera má ráð fyrir verðlagshækkun í kjölfarið „Ég tel þessar aðgerðir full harka- legar miðað við efni og ástæður. Það eru uppi mjög óvissar vísbendingar um það sem liggur til grundvallar þessum ákvörðunum," segir Gylfi. Hann segir að eðlilegra hefði verið að Seðlabankinn beindi því til bank- anna að halda aftur af lánveitingum til neyslu. Hann bendir á að Seðla- bankinn styðjist við tiltölulega veikar vísbendingar. Menn hafi áhyggjur af því að verðbólgan sé lítillega meiri hér á landi en í nágrannalönd- unum. Hann segir að ASI hafi einn- ig lýst áhyggjum af verðlagsþróun- inni og bent á aðra þætti sem stjórn- völd ættu að taka á í tengslum við framkvæmd GATT-samninga og verðlag á landbúnaðarvörum. „Þessar aðgerðir hafa áhrif á greiðslubyrði heimila og fyrirtækja. Aðgerðirnar auka kostnað þeirra og gefa tilefni til enn frekari kostnaðar- hækkana. Á einhvern hátt verður verslunin, sem kaupir út á vöruvíxla að fjármagna þetta ef bankarnir hækka vextina um mánaðamótin. Það er því eðlilegt að gera ráð fyrir verðlagshækkun fyrst í stað en lang- tímaáhrifin kunna hins vegar að verða minni eftirspurn og hugsan- lega minni verðlagsáhrif til lengdar litið,“ segir Gylfi. Hann segist ekki hafa orðið var við ótvíræð hættumerki í gengismál- um. „Við gerum ekki athugasemdir við að Seðlabankinn sinni sínu hlut- verki og hafi áhyggjur af verðlags- málum en það er hins vegar engin þensla í hagkerfinu, í þeim skilningi sem menn leggja í það torráðna hagfræðilega hugtak,“ segir hann. ÓLAFUR Bjömsson, prentari, er látmn á 54. aldursári. Ólafur var fæddur 27. september árið 1942 í Reykjavík. Hann hóf prentnám í Prentsmiðju Þjóðviijans árið 1964. Sveinspróf í setningu tók hann í Prentsmiðju Þjóðviljans árið 1968. Hann vann áfram í Prent- smiðju Þjóðviljans þar til prent- smiðjan var lögð niður árið 1992. Ólafur hætti þá störfum vegna veik- inda. Hann var í ritstjórn Prentnemans 1966, í stjórn Iðnnemasambands íslands 1967-68 og í ritstjóm Iðn- nemans 1967-1968. í bókasafns- nefnd Hins íslenska prentarafélags var hann árið 1969. Ólafur var meðstjórnandi í stjóm HÍP 1974-1978 og gjaldkeri 1978- 1980. Hann var í varastjóm Félags bókagerðarmanna árið 1980 og 1983-1988 og meðstjómandi 198U 1982 og gjaldkeri 1990-1991. í trúnaðarráði FBM var Ólafur 1983- 1989 og í laganefnd frá 1980. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Elínborg Jónsdóttir. Sýslumaðurinn á ísafirði Innbrota- málum að fjölga ÓLAFUR Helgi Kjartansson, sýslumaður á Isafirði, segir að flest bendi til að þjófnaður sé vaxandi vandamál á lands- byggðinni. Fimm nokkuð stór þjófnaðarmál hafa komið upp á Isafirði og nágrenni á síð- ustu 12 mánuðum, þar af er eitt óupplýst. „Það sem er að gerast er að innbrot, þar sem stolið er allmiklum verðmætum, sem manni sýnist hafa verið bund- in við höfuðborgarsvæðið fram undir síðasta ár, eru að færast út á land. Þetta er vandamál sem er í vexti. Ég treysti mér ekki til að svara því hvort það er meira um innbrot á ísafirði en í svipuð- um bæjarfélögum annars staðar á landinu, en þau virð- ast hafa verið fleiri síðustu mánuðina," sagði Ólafur Helgi. Olafur Helgi sagði að flest þessara stærri innbrotamála, sem komið hefðu upp á ísafirði, tengdust fíkniefna- notkun. Menn væru að brjót- ast inn til að fjármagna fíkni- efnakaup. AIls hafa 69 innbrotamál verið tilkynnt til lögreglunnar á ísafirði frá ársbyrjun 1995. Atvinnuleysi I júní, júlí og ágúst 1996 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli Á höfuðborgarsvæðinu standa 3.587 atvinnulausir á bak viðtöluna 4,4% í ágúst og fækkaði um 251 fráþvííjúlí. tt,5s 0,6v. H VEST- Alls voru 5.325 atvinnu- ■ I B FIRÐI( lausirálandinuöllu j J Á i júli og hafði fækkað um 66 2,6% 2,6% LANDS- BYÖGOIN \ 1 \ J 3K NORDUR- 7% 2j% á EYSTRA AUSTURLAND frá þvi í júlí. J J Á Atvinnulausir færri I ÁGÚSTMÁNUÐI síðastliðnum voru skráðir rúmlega 115 þúsund atvinnu- leysisdagar á landinu öllu, rúmlega 41 þúsund dagar hjá körlum og tæp- lega 74 þúsund dagar hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað um rúmlega eitt þúsund frá mánuðinum á undan og um rúmlega 12 þúsund frá ágústmánuði 1995. Atvinnuleysisdagar í ágúst síðast- liðnum jafngilda því að 5.325 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleys- isskrá í mánuðinum. Þar af eru 1.914 karlar og 3.411 konur. Þessar tölur jafngilda 3,8% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða 2,4% hjá körl- um og 5,9% hjá konum. Það eru að meðaltali um 66 færri atvinnulausir en í síðasta mánuði en um 555 færri en í ágúst í fyrra. Síðasta virka dag ágústmánaðar voru 5.635 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu en það er um 12 færri en í lok júlímán- aðar. Síðastliðna 12 mánuði voru um 5.925 manns að meðaltali atvinnu- lausir eða um 4,5% en árið 1995 voru um 6.538 manns að meðaltali atvinnulausir eða um 5%. Atvinnuástandið versnar alls stað- l i l i i I i í I ar eitthvað á öilum atvinnusvæðum frá því í júlí nema á höfuðborgar- svæðinu en fækkunin þar vegur upp fjölgunina á landsbyggðinni. Hlut- fallsleg fjölgun atvinnulausra er mest á Vestfjörðum. Hlutfallslegt atvinnuleysi er enn mest á höfuð- borgarsvæðinu og minnst á Vest- fjörðum. Atvinnuleysið er nú alls staðar minna en í ágúst í fyrra nema á Austurlandi, á Norðurlandi-vestra og á Vestfjörðum. Búast má við að atvinnuleysi minnki nokkuð í september og geti orðið á bilinu 3,2% til 3,6%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.