Morgunblaðið - 25.09.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 25.09.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 9 FRETTIR 1.000 ára afmæli Vínlandsfundar Ættum að minnast fyrsta hvíta mannsins sem fæddist á Vínlandi INDRIÐI G. Þorsteinsson rithöf- undur telur að á þúsund ára af- mæli Vínlandsfundar ættu ís- lendingar að snúast til varnar gegn tilraunum Norðmanna til að eigna sér Leif Eiríksson og aðra þá sögufræga menn sem við teljum islenska en þeir segja norska. Vænlegast til árangurs telur hann að fjalla um fleiri en Leif Eiríksson einan í tengslum við Vínlandsferðir Islendinga. „Eg held, og ræð það af því sem ég hef lesið í erlendum tíma- ritum, að Bandaríkjamenn myndu veigra sér við að fá Norð- menn upp á móti sér í þessu máli. Ég held að við ættum að fá Kanadamenn og Bandaríkja- menn í lið með okkur til að minn- ast sérstaklega Guðríðar Þor- bjarnardóttur, en sonur hennar, Snorri, var fyrsti hvíti maðurinn sem fæddist í Ameríku. Það er í raun ekki ómerkilegri atburður en landafundirnir sjálf- ir og því verður ekki neitað að Snorri var Islendingur. Hann bjó í Glaumbæ i Skagafirði. Guðríður var merkileg kona, fór meðal annars tvisvar til Rómar auk Vínlands. Það er athugandi hvort til dæmis Kanadamenn vilji ekki gera kvikmynd í samstarfi við okkur um Guðríði og Snorra og Vínlandsferðina. í tengslum við afmæli Amer- Þing kem- ur saman á þriðjudag FORSET íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur að tillögu Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra kvatt Alþingi saman þriðjudaginn 1. októ- ber. AÐ venju hefst þingsetn- ingarathöfnin í Dómkirkjunni kl. 13,30. Að því búnu ganga forseti og þingmenn til Al- þingishússins, þar sem Al- þingi verður sett. íkusiglingar Kólumbusar var ekkert ríkjasamstarf um að minnast hans, og ég tel að það hafi verið mistök. Með því að leita eftir samstarfi við Kanada- og Bandarikjamenn gætum við gert betur.“ Formaður íslenskrar málnefndar segir áherslu á kvik- myndaþýðingar mismikla Spurning um pen- inga og metnað KRISTJÁN Árnason, prófessor og formaður íslenskrar málnefndar, segir ljóst af viðbrögðum talsmanna þriggja kvikmyndahúsa við ályktun nefndarinnar um þýðingar á kvik- myndaauglýsingum, að spurningin snúist um peninga og metnað. Ályktun nefndarinnar um þýð- ingar á auglýsingum um erlendar kvikmyndir var birt í Morgunblað- inu á miðvikudag og gerðu tals- menn kvikmyndahúsanna þriggja grein fyrir sínum sjónarmiðum í blaðinu í gær. „Sumir líkja erlend- um kvikmyndaheitum við vöru- merki en hvað yrði sagt ef titill erlendra skáldsagna væri látinn óþýddur á bókarkápu“ spyr Krist- ján. „Viðhorf hefur líka breyst með tímanum því ég man ekki betur en að allir hafi flykkst á kvikmyndina Á hverfanda hveli, þó hún hafi heit- ið „Gone With the Wind“ á frum- málinu. Bruðhjón Allur borðhúnaður Glæsilcg gjafavara Brúðarhjöna listar Laugavegi 52, s. 562 4244. VERSLUNIN Góð veisla í glœsilegum sall Sunnusalur er glæsilegur salur sem hentar sérstaklega vel fyrir árshátíðir, afmæli, brúðkaup og önnur veislusamsæti. Kynnið ykkur góð kjör, athugið sérstakt árshátíðartilboð á föstudagskvöldum. Allar nánari upplýsingar eru veittar í söludeild í síma 552 9900. -þín sagal Hagsmunaárekstrar menn- ingar og framleiðenda Kristján segir ennfremur að svo virðist sem um hagsmunaárekstur sé að ræða. „Þá á ég við menn- ingarlega hagsmuni og hagsmuni framleiðandans. Auðvitað átta ég mig á hvaða sjónarmið ræður þeg- ar þess er krafist að allt efni sé á ensku. Framleiðendur vilja auðvit- að að íbúar annarra landa séu sem læsastir á þeirra framleiðslu. Þá er spurningin sú hvort menn líta á sig sem umboðsaðila þeirra eða hvort kvikmyndahúsin telji sig part af íslenskri kvikmyndamenningu. Ef allar kvikmyndir eru auglýstar á ensku og þurfa helst að vera bandarískar til þess jafnvel að telj- ast kvikmyndir, hvar stendur þá íslensk kvikmyndagerð? Vilja inn- lend kvikmyndahús ekki styðja við hana með því að leggja áherslu á íslensku sem kvikmyndamál" spyr Kristján. Kristján segir margar þjóðir leggja metnað í að talsetja allar myndir. „Sem væntanlega þýðir að það er vinnandi vegur svo þetta er eingöngu spurning um peninga og metnað,“ segir hann loks. GULLFOSS HAUSTDRAGTIR - STUTTKÁPUR - SKÓR, GULLFOSS Miðbæjarmarkaði, sími 551 2315. Daman auglýsir! Fallegir prjónakjólar peysur og vesti Laugavegi 32, sími 551 6477. :0 1/1 'O QU vr-t s 3 G d) CO MaxMara Ný sending frá Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862 • • Orugg ávöxtun sparifjár Spaiiskíiteini líkissjóðs með mismunandi gjalddaga • Við bjóðum eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddaga eftir 'h ár, IV2 ár, 2'h ár, 3'h ár og 4'h ár. • Þú getur raðað saman mismunandi flokkum spariskírteina þannig að þú sért alltaf með laust fé þegar þú þarft á því að halda. • Spariskírteini eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Helstu flokkar spariskírteina: Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. 1992 1D5 Gjalddagi 1/2 1997 1993 1D5 Gjalddagi 10/4 1998 1994 1D5 Gjalddagi 10/2 1999 1995 1D5 Gjalddagi 1/2 2000 1990 2D10 Gjalddagi 1/2 2001 Fjölmargir aðrir flokkar spariskírteina eru einnig tii söiu. Hafa skal í huga að spariskírteini ríkissjóðs eru markaðsveröbréf sem eru skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru þvl auðseljanleg á lánstlmanum. Kynntu þér möguleika sparisklrteina rikissjóös. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.